Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Spumingin Á hvaða tónlistarmanni á íslandi hefur þú mestar mætur? Valgarður Jóhannsson sjómaður: Björk Guðmundsdóttur Sykurmola. Irene Quagraine skiptinemi: Björk Guðmundsdóttur. Halla Sigurðardóttir húsmóðir: Kristjáni Jóhannssyni. Jón Veturliðason verktaki: Kristjáni Jóhannssyni. Óli örn Hlöðversson nemi: Eigum við ekki að segja að ég hafi mestar mæt- ur á Daníel Haraldssyni í Nýrri danskri. Hermann Agnar Sverrisson mat- reiðslunemi: Þorvaldi B. Þorvalds- syni. Lesendur Fyrst Saddam, síðan Bosníuvandinn Herfræðilega rétt er að beina spjótunum að írak svo lengi sem Saddam ríkir,“ segir bréfritari m.a. í viðbragðsstöðu á Persafióa. Simamynd Reuter Ólafur Guðmundsson skrifar: Mér finnst ekki sanngjarnt hvemig sumir frammámenn og jafnvel leið- togar vestrænna ríkja gagnrýna Bandaríkin og hinn svokallaða fjöl- þjóðaher fyrir að ráðast nú til atlögu gegn Saddam Hussein, einvaldi í Ir- ak, fyrir að bijóta skilmála þá sem honum voru settir eftir lok Persa- flóastríðsins. Þessir aðilar segja sem svo að vesturveldunum væri nær að taka á vandanum í Bosníu og fara jafnvel með her manns inn í ríki fyrr- um Júgóslavíu til aö skakka leikinn. Menn skyldu aðgæta það að þetta er tvennt afar ólíkt. Saddam Hussein hefur hvað eftir annað hótað „hei- lögu stríði" gegn Bandaríkjunum og vesturlandaþjóðunum öllum. Hann er ekkert á þeim buxunum að gefast upp og ætlar sér þegar færi gefst að ráðast yfir landamærin til Kúveit og jafnvel annarra ríkja í grennd við írak. Sem betur fer verður ekki stefnubreyting í Bandaríkjunum gagnvart Saddam við forsetaskiptin. í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu hef- ur ekki veriö lýst stríði gegn öðrum ríkjum. Þama er um innanlandsófrið að ræða og þótt þama séu fádæma hörmungar, óöld og mannfall af völd- um hungurs og stríðandi afla þá yrði ekki á bætandi ef herir annarra þjóða drægjust inn í átökin. Einnig er þar hætta á ferðum vegna þess aö í Bosníu búa múshmar sem eiga sér trúbræður um alla litlu- Asíu, þ.á m. í írak, og fæm vestur- veldin með hemaði inn í Júgóslavíu myndi Saddam sjá sér leik á borði með því að lýsa stuðningi við músl- ima Evrópu og án efa hefjast handa gegn Vesturlandaþjóðum með öllum tiltækum ráðum. Það er þvi her- fræðilega rétt að beina spjótunum að írak svo lengi sem Saddam ríkir. Ef baráttunni við Saddam lýkur með falli hans er auðveldara að kljást viö ógnaröflin innan Júgóslavíu. En Saddam er slóttugur og hann gerir allt til að halda vesturyeldun- um við efnið við landamæri íraks án þess þó aö þurfa að þola árásir á land sitt. Með þessu móti rýrir hann mátt vesturveldanna til afskipta annars staðar. Og væntir þess um leiö að magna stríð á Balkanskaga. Það er því kappsmál að ljúka stríðinu við Irak sem fyrst og á það leggja Banda- ríkjamenn áherslu fyrst og fremst. Þeir ætla ekki að berjast á tvennum vígstöðvum samtímis. Af því er feng- in slæm reynsla. Það er svo spuming hvort það er ekki Evrópubúa sjálfra og heija þeirra einna að skakka leik- inn í Júgóslavíu. Um almenna dansþátttöku - leiðrétting Gunnar Þorleifsson skrifar f.h. „Komið og dansið“: í DV sl. mánudag lýsir forseti Dans- ráðs íslands skoðun sinni á starfsemi „Komið og dansið“, samtökum áhugafólks um almenna dansþátt- töku á íslandi. í umsögn hans fer hann rangt með menntun þeirra að- ila sem reka starfsemi „Kom og dans“ í Noregi. Sidsel og Johan Fasting eru meðal best menntuðu danskennara í Noregi, m.a. frá Folkedansstudiet við háskólann í Þrándheimi. í erindi prófessor Egil Bakka, fluttu í Norræna húsinu í sept. sl., kom fram hve jákvæð áhrif starfsemi „Kom og dans“ hefur haft á dansá- huga í Noregi og hve vönduð og fag- leg uppbygging Uggur að baki þessari tegund sveiflu sem um 300 leiðbein- endur starfa við. - Forseti Dansráðs íslands hlýddi á umræddan fyrirlest- ur hins virta prófessors í dansi, Egil Bakka, og hafði því forsendur til að segja rétt frá. Samtökin „Komið og dansið" vilja jafnframt vernda íslenska dansa og hafa tekið þátt í gerð sjónvarpsþátta í samstarfi við prófessor Egil Bakka. - Meö heimild frá „Kom og dans“ í Noregi er hugmyndin um að læra létta sveiflu á 2 dögum útfærð með stuttum og skemmtilegum nám- skeiðum sem eiga miklum vinsæld- um að fagna, og líklega er enginn dómbærari á árangurinn en þátttak- endur sjálfir. - Við óskum dansskól- unum velgengni í starfi og trúum því að fólk sæki sér frekar dansskólavist eftir námskeiðin en áöur. Snjómottur Axels Jón Baldur Þorbjörnsson bíltækni- ráðgjafi skrifar: Á minn fyrri vinnustað heimsótti mig stundum maöur að nafni Axel Eiríksson og ræddi við mig um möguleika þess að prófa og gefa umsögn um uppfinningu sína, snjó- eða spólmottur fyrir bíla. - Snjómott- ur þessar eru ílangir dreglar úr mjög gripgóðu og meðfærilegu efni og með pinnum sem enn auka á gripið. Ef bíll spólar í snjó, sérstaklega þar sem ís er undir, eru mottumar settar þétt við hjólin. Við það ná þau gripi og losa bílinn. Aðstæðnanna vegna varð aldrei neitt úr þessum prófunum fyrir Ax- el. Hvort tveggja var aö ef gera hefði átt óvéfengjanlegar og vísindalegar prófanir í nafni fyrirtækisins hefði kostnaðurinn orðið allnokkur og eins vantaöi einfaldlega góöan snjó þessa síðustu vetur. Axel eftirlét mér engu að síöur Hrmgið í síma 632700 miUiki. 14ogl6-eðasferifið Naftnogsíwaw. veröur aö fylKlabiöfum Mottur Axeis í notkun. Þær þyrftu sem flestar bílhlutaverslanir að bjóða upp á. tvær mottur og það er óhætt að segja að það sem af er vetrinum hafa þær oft komið sér ótrúlega vel. Vera má að ég ljóstri með þessum orðum ein- hveiju upp um aksturshæfnina en þess ber að geta að ég ek á nagla- lausu og þessar mottur hafa auðveld- að mér það til muna. Eftir þá góðu reynslu sem ég hef af snjómottunum hans Axels fæ ég ekki séð að þær þurfi nokkurrar vís- indalegrar úttektar við, til að sanna gildi sitt. Miklu frekar þurfa þær að verða almenn eign bóeigenda hið fyrsta og gagnast þannig sem ein- staklega einfaldur en áhrifaríkur og íslenskur hjálparbúnaður á snjó- þungum vetrum. - Þaö hefði t.d. ver- ið kjörið fyrir eiganda aldrifna bOs- ins sem ég ýtti úr skafli við Vífils- staði nýlega að hafa svona mottur meðferöis. DV Viii nubrögð hjá Njarðvíkurbæ Ægir Már Kárason skrifar: Fólk í Njarðvíkurbæ er fremur óhresst með vinnubrögöin sem tíðkast hjá bæjarfélaginu. Fyrst er að taka snjómoksturinn þegar hreinlega er mokað af götunni og upp í innkeyrslur fólks svo að erfitt er að komast ferða sinna. Fólk kvartar líka yfir því að ekki skuli sett upp skýli þar sem rút- urnar stoppa þannig að t.d. krakkar á leíð í skóla í Reykjavík verða að bíða útí. í veðrum og vindum þvíbiöskýliðer ekki opn- að fyrr en miOi kl. 9 og 10. Einnig fer fjöldi fólks til vinnu fyrir kl. 8 og það þarf einnig aö dúsa úti, vegna lokunar biðskýl- isins. í einu orði; ófremdar- ástand. Þættirnir Reynistaöarbraiður, er fluttír voru í útvarpinu á rás 1 tvo sunnudaga í röð, eru að mínu mati besta útvarpsefnið sem flutt hefur verið þar um lang- an tíma. Efnið er mjög áhugvert þótt hðin séu rösk 200 ár frá þvi þessir sorglegu atburðir geröust. Klemenz Jónsson leikari, sem búið hefur þættina til flutnings, hefur greinOega viða leitaö fanga. LeOcarar og lesarar voru ekki valdir af verri endanum. Frammistaða þeirra allra var mjög góð og tónlist milh atriða smekklega valin. Ég vona að út- varpað veröi meira af svona góðu, þjóðlegu efni á næstunni. „Andsvört£ og „undirboð£( Þórður hringdi: Mig furðar alltaf þegar verið er að tala um að t.d. þingmenn veiti „andsvar" þegar þeir svara fyrir- spumum. Þetta er hvimleið mál- lýska og ég held að oröið sé held- ur ekki til í íslensku máli, nema bara sem önnur mynd á orðinu „svar“ sem er þá betra að nota. Þá svara þeir. Annað leiðindaorð er á flækingi milli fiölmiðlamanna, nefnOega oröið „undirboð" sem þeir eru famir aö nota i neikvæðri merk- ingu. Undirboð er einfaldlega þaö þegar einhver býður lægra í verk, vöru eða þjónustu en aðrir sem keppast um að ná tiltekinni vöru eða framkvæmdum. Er eitthvað jjótt við það eöa óeðlOegt? Fólksbílareda Stefanía hringdi: Nú á að kynna sérútbúna íjalla- bíla til aö draga ferðamenn til landsins aö vetrarlagi. Þetta minnir mig á þá tísku, eða hvað maður á að kalla það, þegar göt- urnar hér í borg eru að fyllast af einhveijum tegundum fjallabíla eða trukka sem eru með hjól á stærð við traktorshjól. Þessir bO- ar eru plássfrekir og erfiðleikum bundið að mæta þeim og einnig að sjá fram fyrir þá. Helst er að reyna að horfa undir þá, svo há eru hjólin. En grínlaust; er ekki bara kora- inn tími tO að rýma tO fyrir þess- um ferhkjum og banna venjulega fólksbOa? Víða erlendis er þessu þó öfugt fariö og svona drekar bannaöir á venjulegum umferð- argötum innan borga. Vaxtalög frá ASÍ Einar Þorsteinsson hringdi: Margir launþegar eiga sem bet- ur fer nokkurt sparifé. Það er a.m.k. ekki ósk þeirra að ASÍ ráðskist með vaxtastefnuna í landinu. Nóg er nú að gert aö krefjast félagsgjalds tíl félaga sem margfr vOja áreiðanlega vera Iau8ir við?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.