Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Side 2
2
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993.
Fréttir
Eiginkona sýslumannsins í Vestmannaeyjum um aðför unglinganna:
Hrópuðu ókvæðisorð og
köstuðu í mig snjóboltum
„Krakkarnir hópuöust hér aö og
nokkrir komu inn í garö. Fleiri voru
fyrir utan girðinguna og bílum var
flautað. Ég fór út til að spyija hvaö
gengi á en þá var kastað í mig snjó-
boltum og hrópaö að mér ókvæöis-
orðum. Það sem þeir sögðu við mig
var ipjög dónalegt og þar fyrir utan
var óþarfi að ráðast á okkur hér
heima,“ sagði Guðrún Hrund Sigurð-
ardóttir, eiginkona Georgs Lárus-
sonar, sýslumanns í Vestmannaeyj-
um.
í hópnum, sem gerði aðfór að heim-
ili sýslumannsins, voru nemendur í
framhaldsskólanum í Vestmanna-
eyjum, nemendur í efstu bekkjum
grunnskólans og aörir unglingar sem
ekki eru nemendur. Lögreglan gisk-
aði á að þarna hefðu verið um 80
manns.
„Ég sá að ég gat ekkert talað þau
til og fór inn og hafði samband við
lögregluna. Meðan ég var að því var
sparkað af miklu afli í útidyrahurð-
ina. Mér stóð hreint ekki á sama
enda með tvö börn hér heima. Það
eina sem skemmdist var útiljósið og
ég er eiginlega hissa á að hurðin
skyldi ekki skemmast því það var
sparkað svo fast í hana.“
Börnin vöknuðu
Bömin vöknuðu og eldra bamið
varð töluvert hrætt. Hún sagðist hafa
heyrt að þessi aöför heföi verið
skipulögð í framhaldsskólanum en
vissi ekki neitt nánar um hana.
„Fólki hér finnst jietta mjög leiðin-
legt og mér líka. Eg vona aö þessir
krakkar skammist sín en af okkar
hálfu verður ekki gert meira vegna
þessa atburðar."
Þegar krakkarnir höföu verið
reknir frá heimili sýslumannsins
fóru þeir niöur á sýsluskrifstofu þar
sem sýslumaðurinn var ásamt öðru
fólki. Margir úr hópnum eru ekki
nemendur í framhaldsskólanum
heldur tóku þátt til þess að vera „með
í fjörinu" eins og lögreglan orðaði
það. „Þeir sem höfðu sig mest í
frammi vom teknir til yfirheyrslu á
lögreglustöðinni en hðið var í þannig
ástandi aö ekki verður hægt að tala
við það fyrr en mnnið verður al-
mennilega af því,“ sagði talsmaður
lögreglu.
Fá tiltal
„Við leysum úr þessu með okkar
nemendum og að sjálfsögðu fá þeir
sem tóku þátt í þessu tíltal," sagði
Ólafur H. Sigurjónsson, skólameist-
ari framhaldsskólans. „Svona at-
burður setur Ijótan blett á nafn skól-
ans sem verður að afmá. Við munum
ekki beita neinum refsingum og vilj-
um semja okkur út úr þessu. í þess-
um hópi hafa líklega verið tuttugu
nemendur frá okkur og forsvars-
menn úr nemendafélaginu, sem voru
á ferli um nóttína, gerðu það sem
þeir gátu tíl þess að stoppa þetta af.“
Hreinn Ómar Smárason er formað-
SV'Úl*'
Helgi Olafsson, sem hér teflir biðskákina við Andra Hróifsson eftir tuttugu ára hlé, varð loks skákmeistari Vestmannaeyja árið 1973 nú um helgina.
DV-mynd Ómar
Tuttugu ára afmælis gossins á Heimaey mirmst um helgina:
Helgi vann loks titilinn
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Vestmannaeyingar minntust þess á
ýmsan hátt um helgina að á laugar-
daginn voru 20 ár frá Heimaeyjar-
gosi. Meðal annars var opnuð gos-
munadeild í Byggðasafninu, skák-
þingi 1973 lauk á laugardaginn og
minningarguðsþjónusta var í Landa-
kirkju. Auk þessa hittust hópar sem
störfuðu saman í gosinu.
Að kvöldi 22. janúar var skákþingi
Vestmannaeyja 1973 rétt ólokið.
Ótefldar voru fjórar skákir auk bið-
skákar Andra Hrólfssonar og Helga
Ólafssonar stórmeistara. Helgi, sem
þá var 16 ára, var kominn með 9
vinninga af 9 mögulegum og átti eina
skák óteflda við Amar Sigurmunds-
son. Össur Kristinsson var einnig
meö 9 vinninga en hafði lokið öllum
sínum skákum. Það var svo ekki fyrr
en á laugardaginn að þráðurinn var
tekinn upp að nýju eftir 20 ár.
Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum í gosinu, lék bið-
leikinn fyrir Andra sem varð aö lúta
í lægra haldi fyrir Helga. Helgi vann
einnig skákina við Amar og stóð
hann uppi sem skákmeistari Vest-
mannaeyja 1973. Var skák hans og
Andra þá búin að vera í bið í 20 ár.
Gosmunadeild opnuð
Gosmunadeild var opnuð í Byggða-
safni Vestmannaeyja á laugardaginn.
Ragnheiður Vigfúsdóttir sagnfræð-
ingur og Jóhann Friðfinnsson safn-
vörður höföu veg og vanda af upp-
setningu deildarinnar sem hefur að
geyma marga hluti sem tengjast gos-
inu á einn eða annan hátt. Fjöldi
mynda frá gosinu er á veggjum, gas-
grímur, hjálmar og búnaður sem var
björgunarmönnum nauðsynlegur
við þær aðstæður sem þeir störfuðu
við þessa dimmu daga veturinn 1973
þar sem hættur leyndust víöa. Gasið
var langhættulegast og án gasgrímu
voru menn bjargarlausir.
Gosmunadeildin vekur upp minn-
ingar í huga þeirra sem uppliföu gos-
ið og er um leið fræðandi fyrir þá sem
ekki þekkja sögu Heimaeyjargossins
nema af afspum. Öllu er míög hagan-
lega fyrir komið.
Fjölmenn helgistund
Á laugardagskvöldið var helgi-
stund i Landakirkju. Var hún íjöl-
menn. Kjartan Öm Sigurbjömsson,
sóknarprestur í Vestmannaeyjum
frá 1975 til 1991, tók þátt í guösþjón-
ustunni ásamt sóknarprestunum,
séra Bjama Karlssyni og Jónu
Hrönn Bolladóttur og fulltrúum Að-
ventistasafnaðarins og Hvítusunnu-
safnaðarins í Eyjum. Kór Landa-
kirkju söng ásamt Ingu Backman og
sönghópur Hvítasunnumanna.
í gær var gossins svo minnst i tali
og tónum í safnaðarheimili Landa-
kirkju. Guðjón Híörleifsson flutti
ávarp, Páll Zophóníasson, bæjar-
tæknifræðingur í gosinu, rifjaði upp
fyrstu 15 daga gossins og Gísli Helga-
son flutti minningar frá Eyjapistlum
og sagöi frá tildrögum þeirra.
ur nemendafélags Framhaldsskólans
í Vestmannaeyjum. Hann sagði að
nemendafélagiö heföi þegar fordæmt
þessar aðgerðir og sagði að þær væru
ekki í neinum tengslum við félagið.
Nemendafélagið hefur staöið í deil-
um við sýslumann vegna skattlagn-
ingar á böllin sem er 25% virðisauka-
skattur, 20% skemmtanaskattur og
5% miðagjald. „Við viljum sleppa við
alla skatta nema virðisaukaskattinn
til þess að geta haldið miðaverðinu
niðri. Við höfum alltaf fengið undan-
þágu þar til núna en til stóð að Sálin
hans Jóns míns spilaði hér á balli.
Þessar aðgerðir bæta ekki okkar
málstað. “
-JJ
Fjóra tíma frá
Reyðarfjarðar
„Venjulega er þetta um tíu min-
útna skottúr milli Reyðaríjarðar
og Eskiíjarðar en í gærmorgun
vorum við hátt í fjóra tíma á leið-
inni,“ sagði Jón Ólafsson, lög-
reglumaöur á Eskifirði.
Hann lagði af stað frá Eskifirði
um hálfáttaleytið á sunnudags-
morgni með tvo lögreglumenn frá
Reyöarfirði og sjö ungmenni sem
höföu orðiö veðurteppt á Eski-
firöi. Hópurinn kom til Reyðar-
fjaröar rétt fyrir hádegi. Þegar
DV talaði við Jón í gær var hann
í góðu yfirlætí á heimili lögreglu-
manns á Reyöarfirði og taldi
hann útséð um að hann kæmist
aftur tíl Eskifjarðar fyrr en i dag
þegar búið væri aö ryðja veginn
á milli.
„Færðin var ekki mjög slæm
fýrr en viö komum inn í bæinn
hér. Það sem hefti för okkar mest
var bylurinn því ég sá varla fram
fyrir bílinn á stundum. Það væsti
ekki um neínn í bílnum, held ég,
en ég var mest við hugann við
veginn fram undan en skipti mér
minna affarþegunum." -JJ
Þórarinn V. Þórarinsson:
Fyrirtæki verða
aðskeraniður
„Viö getum ekki haft áhrif á
uppsagnir og endurráðningar.
Þarna er t.d. um að ræða að dreg-
iö er ur yfirborgunum. Það eina
sem hægter að segja um ástandið
núna er að fyrirtæki fara yfir
hvern einasta kostnaðarlið og
reyna af öllutn mætti aðná niður
framleiðslukostnaöinum og á
þann hátt tryggja áframhaldandi
rekstur fyrirtækjanna,“ segir
Þórarinn Viðar Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands Tslands, um ásak-
anir forystumanna í verkalýðs-
hreyfingunni um að fyrirtæki
segi fólki upp tii að geta ráðið það
á ný á lakari kjörum.
Hann segir jafnframt aö matar-
hlunnindi, feröir og fleira um-
fram samninga sé í endurskoðun
hjá sumum fyrirtækjum.
„Þessi hlunnindi kosta fyrir-
tækin mikið en eru e.Lv. ekki að
sama skapi mikils virði fyrir
starfsmennina. Það mætti nefna
Þetta líísbaráttu fyiirtækjanna,"
segirÞórarinn. -em
- sjá einnig bls. 6