Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Uppboð á lausafé Eftir kröfu Andra Árnasonar hdl. v/Bjarna Þ. Halldórssonar heildverslun fer fram uppboð á Linden 2532 byggingakrana ca árg. 1968, rauður á lit, sem er staðsettur við Berjarima í Reykjavík. Kraninn er tal. eign Eðvarðs Björg- vinssonar. Uppboðið fer fram þar sem kraninn er staðsettur þriðjudaginn 2. febrúar 1993 kl. 10.30. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Garðyrkju- stjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í að leggja jarðvatnslagnir í 4. áfanga í kirkjugarði í Gufunesi. Helstu magntölur eru: 501 m af 160 mm pípum. 1.403 m af 110 mm pípum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. febrúar 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Staðallninaður Aðeins 330 i) St. 131x65x35 iiiin 5 rása mðttakari 9 leiðii i miniii 99 leiðarpnnUtar Innbyygt loftnet 01 oy hulstur Skjálýsiny NI-MH rafhloónr Hleðslutæki 21. aldarinnar Panasonic STAÐGREINIRINN Panasonic hefur hannað háþróaðan stað- greini sem finnur nákvæma staðsetningu á lofti, láði og legi. Hinir frábæru eiginleikar 5 rása móttakar- ans fylgja þér með allt að 99 leiðarpunktum á réttan áfangastað. Panasonic staðgrein- irinn fer létt i lófa, vel í vasa og er búinn kostum margfalt stærri tækja. Taktu stefnuna strax á Títan hf., leiðar- punktur 64.08.30 N og 21.53.55 W. Verðkr. 79.950 stgr. m. vsk. Greiðsluskilmálar við allra hæfi panasonic o I ■■ c o (0 jm 0 C o ^ in öiÖBÁi. POSIUONÍNG SVST6M Innifalið námskeið hjá Siglingaskólanum um notkun Panasonic stað- greinisins. I .át’inúia 7 - Sími 814077 Merming Mynd þessi er tekin við upptökur á Stuttum Frakka síðastliðið sumar. í forgrunni er einn aðalleikaranna, Hjálmar Hjálmarsson. Stuttur Frakki frumsýndur 1 byrjun mars: Sigurjón Sighvats- son orðinn með- framleiðandi - mun sjá um dreifmgu á myndinni erlendis Fyrir um það bil einu og hálfu ári var Stuttur Frakki aðeins hugmynd tveggja ungra manna, Brynjars Þórs Þórhallsonar og Kristins Þórðarson- ar, sem eru eigendur fyrirtækisins Art Film. Þeir rúlluðu hugmyndinni áfram til Gísla Snæs Erlendssonar leikstjóra og þaðan fór hún til bróður hans, Friðriks Erlendssonar hand- ritshöfundar, og boltinn varð stærri og stærri. Síðastliöið sumar var hug- myndin orðin að handriti og kvik- myndagerðin orðin að veruleika. Nú er öllu lokið og þeir Brynjar Þór og Kristinn aftur orðnir einir innan veggja fyritækis síns en með kvik- mynd í farangrinum sem frumsýnd verður í tveimur sölum Sam-bíóa í byijun mars. Allt var þetta gert án þess að styrkir væru veittir þar til nú við úthlutun hjá Kvikmyndasjóöi íslands fyrir rúmri viku að Stuttum Frakka var úthlutað þremur milijón- um króna. Fyrir stuttu hljóp heldur betur á snærið hjá Bjarna Þór og Kristni þegar Siguijón Sighvatsson sá mynd- ina og leist svo vel á hana að hann samdi við Art Film um að hann yrði meðframleiðandi og sæi um alla dreifingu á myndinni erlendis, en eins og allir vita er hann annar aðal- eigandi Propaganda Film sem hefur yfir að ráða öílugu dreifingameti beggja vegna Atlantshafsins, en Sig- rnjón hefur ekki verið með í ís- lenskri framleiðslu síðan Ryö var gerö. Kostnaður 25 milljónir Það er ekki algengt hér á landi að byrjað sé að gera kvikmynd í fullri lengd á þann hátt sem byijaö var á Stuttum Frakka. Langoftast eru það leikstjóramir sem eiga hugmynd aö verkinu og fylgja því síðan eftir en í þessu tHfelli era það framleiðend- umir sem fara á staö með hugmynd- ina. í stuttu spjalli um myndina sögðu þeir Bjarni Þór og Kristinn að nánast allt hefði gengið samkvæmt áætlun. Stefnt hefði verið að því aö kostnaður við myndina yrði 25 millj- ónir og það heföi tekist. Myndin fjallar um franskan um- boðsmann sem kemur til íslands til aö vera viðstaddur hljómleika og af þessu tilefni vom haldnir hljómleik- ar í Laugardalshölhnni 16. júní sem tókust sérlega vel en vegna klaufa- skapar þess sem átti að sækja Frakk- ann kemst hann aldrei á tónleikana og lendir á hálfgerðu flakki. Aðal- hlutverkin leika Jean-Philip Labadie, Elva Ósk Ólafsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Bjami Þór og Kristinn em bjart- sýnir á að Stuttur Frakki gangi vel og sögðu að það eitt að Sigurjón Sig- hvatsson hefði sýnt myndinni jafn mikinn áhuga og raun ber vitni segði að það væri eitthvað varið í myndina. -HK Égermeistarinn: Góð leiksýning á Egilsstöðum Sigurlaug Gurmarsdóttir, DV, Egilsstöðum Það er alltaf gaman að fara í leik- hús. Ekki síst þegar leikritiö, sem sýna á, er verðlaunaleikrit, nýtt og spennandi. í þessu tílfelli var það „Ég er meistarinn" eftir Hrafnhildi Hag- alín, sýnt af Leikfélagi Fijótsdalshér- aðs undir leikstjóm Margrétar Gutt- ormsdóttur. Að ytra formi er sýningin afskap- lega lítll og nett, bara þrír leikendur, aldrei skipt um sviðsmynd, engar Ijósabrellur. En leikritiö sjálft er risastórt. Það er allt annað en létt í flutningi, persónur leiksins sýna gíf- urlegar tiÖinningasveifiur og á milli þeirra em mikil átök. Leikritiö fjallar um gítarleikarana Þór og Hildi (leikin af Guölaugi Gunnarssyni og Jóhönnu Harðar- dóttur) og þá truflun sem verður á lífi þeirra þegar meistarinn (Öm Ragnarsson), fyrrum kennari Hildar, ryðst inn í líf þeirra og snýr öllu á hvolf. Mikil valdabarátta byijar, hver er meistarinn? Það var skemmtilegt að sjá hvernig leikstjóri og leikarar L.F. tókust á við verkefni sitt. Guðlaugur var svo- lítiö hægur af stað, tókst ekki nógu vel aö koma galsa Þórs í fyrsta atriði til skila. En hann náði sér vel á strik, tókst að skapa trúveröuga persónu og yfirleitt var raddbeiting Guðlaugs virkilega góð. Mér fannst Jóhanna skila hlut- verki Hildar vel. Hildur er mjög erfiö persóna aö leika en Jóhönnu tókst með ágætum aö túlka togstreitu og innri baráttu hennar. Það var eitt í fari Jóhönnu sem fór í taugamar á mér og það er sá vani hennar að stara eitthvað út í loftið meðan hún flytur textann. Þetta hefði leikstjórinn mátt laga. Svo kom meistarinn til sögunnar. Öm tók salinn með trompi og missti aldrei tökin, hvorki á hlutverkinu né áhorfendum. Hann kann greini- lega þá list að spila á áhorfendur. Stundum töfraði meistarinn áhorf- endur upp úr skónum, en stundum var hann svo djöfullegur að mann hryllti við honum. Mér fannst Öm eiga hvað bestan leik þar sem meist- arinn dáleiðir Hildi, hrifur hana með tónlist og eins þegar hann hæðist sem mest að Þór, líkir honum við slepjulega marglyttu. Galli á annars góðum leik Amar var ofnotað og óþarfa handapat. Bæði svið og búningar var mjög vel heppnað. Sérstaklega var ég hrif- in af sviðinu, fannt það hæfa leikrit- inu fullkomlega. Seinni þátturinn var allur mjög sterkur og lokaatriðið var tvímæla- laust hápunkturinn. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds í áhrifa- mikilli lokasenu. Aö mínum dómi era jákvæðu punktamir við þessa uppfærslu miklu fleiri en hinir neikvæðu. Mér fannst sýningin virkilega góð og ég þakka Leikfélagi Fljótsdalshéraðs fyrir skemmtilega kvöldstund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.