Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Sviðsljós v Baldur Haraldsson og Bjarni Olafsson tóku hraustlega til matar sins. KR-ingarblót- uðu þorrann KR-ingar komu saman í Félags- miðstöðinni við Frostaskjól um síð- ustu helgi og blótuðu þorrann. Yfir- kokkur var Jóhannes Stefánsson, Troels Bendtsen sá um veislustjóm og séra Pálmi Matthíasson var ræðu- maður kvöldsins. Ennfremur var boðið upp á söng, dans og alls kyns uppákomur svo og happdrætti þar sem m.a. voru þrjár utanlandsferðir í vinning. Pálmi Matthíasson, Finnur Björnsson, Helgi Jóhannesson og örn Steinsen voru á þorrablóti KR-inga. DV-myndir ÞÖK Menning Úr einu atriði Bensínstöðvarinnar. Skrautleg fjölskylda Það er óhætt að lofa þeim, sem fara að sjá Bensín- stöðina í uppsetningu Nemendaleikhússins, að þar leiðist engum. Heiðgulur Renault „braggi" stendur á sviðinu sem er skáhallandi pallur yfir þvert leikrýmið í Lindarbæ. Fomfáleg bensíndæla stendur þama líka og súla með símasjálfsala. Meira þarf ekki til þess að leikurinn geti hafist enda er Grétar Reynisson, höfundur leik- myndar, búinn að koma þessu öllu haganlega fyrir. Leikritið er eftir franskan höfund, Gildas Bourdet, og Friðrik Rafnsson hefur þýtt það á lifandi (og oft krassandi) mál. Eldfim ástamál á bensínstöð Þetta er nútímaverk og fjallar um fjölskyldu, sem býr á bensínstöð, einhvers staöar á ótilgreindum stað úti á landi. Þó að bensínið sé búið af dælunni er nóg af eldsmat á staðnum því að þarna býr kona ásamt þremur gjaf- vaxta dætram sínum. Þær eru allar logandi af ástar- þrá og gott ef ekki frúin líka. Bríminn blossar svo upp sitt á hvað og ekki alltaf „réttir" menn sem verða fyr- ir logunum. Úr þessum ástamálum verða ýmsar skrýtnar flækjur og það er ljóst að skopskyn höfundarins ræöur ferð- inni fremur en einhver samfélagsleg úttekt á stöðu konunnar. Systurnar eru engar hispursmeyjar og það er ekkert skafið utan af hlutunum, hvorki í orðum né athöfnum. Karlmennirnir, sem koma við sögu, fá ekkert of góða útreið og era eiginlega dregnir sundur og saman í verkinu, hver öðram hallærislegri. Mér fannst líka höfundur fara inn á vafasama braut með því að nota þroskahefta persónu til að vekja hlátur. En Hilmar Jónsson, einn af gestaleikurunum í sýningunni, gerði sem betur fór ekki meira úr því í túlkun sinni en efni stóðu til. Hlutverkin gefa nokkuð jöfn tækifæri, sem leiklistar- nemar og gestaleikarar nýta vel, þó að kvenhlutverkin vegi að öðra jöfnu þyngra. Af karlhlutverkunum er það helst Samson, bifvélavirkinn, sem fær einhverja fyllingu og Hinrik Ólafsson nær þessum karakter al- veg frábærlega vel. Þröstur Guðbjartsson (gestur) út- færir líka pabbann skemmtilega. Jóna Guðrún Jónsdóttir er í bitastæðu hlutverki Leildist Auður Eydal Mód sem elskar einn út af lífinu en er samt í þann veginn að giftast öðrum. Hún er ólgandi og sexí og Jóna Guðrún nær tilfinningasveiflunum vel. Björk Jakobsdóttir, Teresa, er líka fín i hlutverki kennslukonunnar sem reynir að vera formfóst í öllu kaosinu á bensínstöðinni. En sú gríma er fljót að falla ef færi gefst á vænlegum karlpeningi. Heildarframvindan í sýningunni er lífleg og hvergi dauður punktur. Það verður gaman að fylgjast með þessum hópi nem- enda sem áreiðanlega hefur lært mikið á því að takast á við þetta náttúrumikla nútímaverk undir hand- leiðslu Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra. Nemendaleikhúsið sýnir i Lindarbæ: Bensínstööina. Höfundur. Gildas Bourdet. Þýðing: Friðrik Rafnsson. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd: Grétar Reynissson. Búningar: Helga Stefánsdóttir. Lýsing: Grétar Reynisson. Framtalsbónus staðgreiðsluafsláttur af öllum kæli- og frystiskápum frá AEG til 10. febrúar. Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 8, sími 38820.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.