Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 36
U1 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Vatnstjón í Kringlimni: Rör sprungu ámörgum stöðum Pirelli um sæstreng: Spennandi niðurstöður - segirmnboðsmaöurnm ' „Ég hef ástæöu til aö ætla að hér sé mikiö kjöt á beinunum. Ég held að miöaö viö skynsamlega með- höndlun mála geti veriö styttra í þetta í margan grunar. Þetta eru mjög spennandi niöurstööur sem fram koma og gífurlega athyglisverö- ar,“ segir Jóhann Óli Guömundsson, umboðsmaður ítelska fyrirtækisins Pirelli á íslandi, en helstu yfirmenn fyrirtækisins eru staddir hér á landi og funda meö Landsvirkjun, ráö- herrum og borgaryfirvöldum í dag og á morgun. Þeir kynna Landsvirkj- un tæknileg forathugun um lagningu sæstrengs í dag. Hér á landi eru aðalforstjóri Evr- ópudeildar Pirelii, Lord Limrick, -«■* stjómarformaöur Pirelli í Bretlandi, aðalforstjóri Pirelli í Bretlandi og framkvæmdastjóri sölusviðs ásamt fleirifyrirmönnum. -Ari Dreifing: Sími 032700 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993 Nánast allir eigendur og aðstand- endur verslana og fyrirtækja í Kringlunni voru ræstir út skömmu eftir miönætti í nótt eftir að ljóst varð að verulegur vatnsleki átti sér stað í verslunarmiðstöðinni. Veriö var aö vinna við að þurrka gólf, inn- réttingar og vörur fram á morgun og vann Slökkvilið Reykjavíkur með- al annars við það verk. Vatnið lak meðal annars í gegnum gólf fyrir ofan verslanimar. Rör sprungu á nokkmm stöðum í lofthit- ara í loftræstikerfi hússins sem ligg- -, ur á þriðju hæð verslamirnar aust- an-og vestanmegin í húsinu fyrir of- an verslanirnar á 2. hæð. Vatnið lak einnig niður á 1. hæð. „Það hljóta að vera einhveijir sam- verkandi þættir sem hafa orsakað að rör springa á nokkmm stöðum í einu. Þetta leit sums staðar mjög illa út í fyrstu en síðan var vaðið í að þurrka upp,“ sagði Zophanías Sig- urðsson tæknistjóri í samtali við blaðamann DV í Kringlunni í morg- un. Þá var verið að rannsaka frekar orsakir þess að rörin gáfu sig. "" Zophanías sagði að lekið hefði inn í um 20 verslanir og fyrirtæki. í hús- inu eru 87 fyrirtæki. Tjón virtist í morgun hafa orðið mest á gólfum, á teppum, parketi og öðrum gólfefnum. Marmaragólfið í sameigninni kvað Zophonias vera í lagi eftir leka næt- urinnar. Á sumum stöðum lak einnig beintniðurávömr. -ÓTT LOKI Fyrst Snæfellingar reka mann fyrir að vinna, hvað gera þeirþá eftirtap? Islenskur skipstjóri myrtur í Chile: Skotmn til bðnn d heimili vinafólks íslenskur skipstjóri, Ragnar Ragn- arsson, var skotinn til bana í Chile á fóstudagskvöld. Ragnar var gest- V-NJ , PERU eÓLIVl'Á. r~H ¥ RUGUÁY\ v£33-J komandi ásamt konu sinniogfleira fólki í húsi rétt fyrir utan heimabæ shm, Puerto Montt, þegar hann var skotinn. Tildrög eru enn injög óljós en eft- ir því sem starfsmenn Friosur, sem Ragnar var skipstjóri hjá, vita best virðist sem upp hafi komið einhver ágreinmgur í samkvæminu. Hús- ráðandi, vinur Ragnars, hafi sótt byssu og skotið upp i loftið. Einn gestanna hafi þvínæst náð byss- unni af húsráöanda og skotiö tveim skotum að Ragnarí sem lést nær samstundis. Báðir mennirnir voru handteknir óg er málið í rannsókn. Ragnar imfði verið búsetíur í Chile í rúm tvö ár. Hann var giftur þarlendri konu og átti tvö börn. Hann var skipstjóri á Friosur I sem Ragnar Ragnarsson, skipstjórí í er í eigu fyrirtækisins Friosur en ChHe, i brúrrni. Grandi ltf. á hlut í því. Útgerðarstöð Friosur er í Chacabugo, sem er rétt hjá Puerto Aisén, og flaug Ragnar alltaf á milli. Annar íslendingur, Albert Haraldsson, er skipstjóri hjá Friosur og býr hann í Chacabugo. Ragnar var fæddur 19. febrúar 1960. Foreldrar hans eru Ragnar Franzson skipstjóri og kona hans Lofthildur Loftsdóttir og var Ragn- ar næstyngstur sex systkina. „Ég fór þama suðureftir með Karisefni á sínum tíma og Ragnar með mér. í framhaldi af því réð hann sig sem skipstjóra og settist þar að. Hann var búínn að koma sér vel fyrir þarna, gekk mjög vel og var flaggskipstjórinn þeirra," sagði faðir Ragnars, Ragnar Franz- -JJ son Hrakningar í Öræfum: Gekk 14 kíló- metra eftir hjáip Keilismenn kveiktu í Vesturkoti Vesturkot, golfskáli Keilismanna í Hafnarfirði, lauk hlutverki sínu fyrir félagið sl. laugardagskvöld eftir aldarfjórð- ungs þjónustu. Hálfdán Karlsson, formaður Keilis, lagði eld að Vesturkotinu og siðan drógu menn fram nikkuna og pelann og tóku lagið á meðan gamli golfskálinn brann. Siðar um kvöldið héldu félagsmenn þorrablót i tæplega 500 fermetra glænýjum húsakynnum golfklúbbsins á Hvaleyrarholtinu. -GRS/DV-mynd ÞÖK „Það var mjög mikill snjór og hann var svo blautur á Skeiðarársandi og í Öræfunum að það fylltist alltaf hjá mér vélarhúsið. Ég var því sífellt að moka út snjó. Snjóinn hafði síðan skafið þannig að vegurinn virtist breiðari og á endanum lenti bíllinn út í kant og festist," segir Júlíus Guðmundsson frá Höfn. Hann lagði af stað frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði með fjölskyldu sinni, konu og þremur bömum, um fjögurleytið á laugardaginn. Þegar þau voru ekki komin til Hornafjarðar um miðnætti aðfaranótt sunnudags- ins var haft samband við björgunar- sveitina í Öræfum sem fór að svipast um eftir fólkinu. Að sögn Júlíusar var veður mjög gott þegar bíllinn festist, rétt austan við Jökulsá á Breiðamerkursandi. Hann lagði af stað fótgangandi eftir hjálp um þrjúleytiö um nóttina og gekk um 14 kílómetra leið á tveimur klukkustundum heim að næsta bæ, Hala. Þar var bragðist hart við og var allt fólkið komið 1 hús á sunnu- dagsmorgun, í þann mund sem veðr- ið fór að versna. „Við höfum verið hér á Hala í góðu yfirlæti," sagði Júlíus. -ból/JJ Veðriðámorgun: Vaxandi frostá landinu Norðvestan strekkingur og él verður framan af degi á Norð- austurlandi en annars hæglætis- veður og víða bjart á landinu. Heldur vaxandi frost, einkum inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 44 ÖRYGGI - FAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.