Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Afmæli Sjöfn Haraldsdóttir Sjöfn Haraldsdóttir myndlistar- maöur, Víðihlíö 6, Reykjavik, er fer- tugídag. Starfsferill Sjöfn fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hún hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969, lauk þaðan myndmenntakenn- araprófi 1973, stundaði þar frjálsa myndhst 1973-74 og stundaði nám í keramikdeild 1979-30. Þá stundaði hún nám við Det kongehge danske Kunstakademi 1977-78 og 1980-84 er hún lauk þaðan cand. phil.-prófi. Sjöfn hefur kennt við Kvennaskól- ann í Reykjavík, Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, Myndlistaskólann í Reykjavík, Kabenhavns kommunes aftenskole, Arbejdemes oplysnings forbund, Birkerod gymnasium og Det kongehge danske Kunstaka- demi. Sjöfn hélt einkasýningu í Gallerí Djúpinu 1980; í Gallerí Borg, 1985, í GaUerí Veritas í Kaupmannahöfn 1987 og í Gallerí Borg 1990, auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum, m.a. í Charlottenborg, Kaup- mannahöfn og á Kjarvalsstöðum. Sjöfn er félagi í FÍM og myndhöggv- arafélaginu í Reykjavík, sat í sýn- ingarnefnd FÍM1988-90 og hlaut starfslaun Ustamanna 1986. Fjölskylda Unnusti Sjafnar er Ármann Ár- mannsson, f. 2.3.1949, útgerðarmað- ur. Hann er sonur Ármanns Frið- rikssonar, útgerðarmanns í Reykja- vík, og Ragnhildar Eyjólfsdóttur sembæðierulátin. Systkini Sjafnar em Hlöðver, f. 15.6.1954, skipstjóri í Hafnarfirði, í sambýU með Helgu Hjartardóttur og á hann son og hún dóttur; Sif, f. 22.11.1955, snyrtifræðingur í Garðabæ, gift Benedikt Sveinssyni og eiga þau tvö börn; Sigríður Inga, f. 2.9.1957, sjúkraUði í Kópavogi, gift Gunnari Ingvarssyni og eiga þau þrjú börn; Valdís Hulda, f. 2.1. 1959, lyfjatæknir í Hafnarfirði, gift Birni Guðmundssyni og eiga þau tvö börn; Magnea Ásta, f. 24.5.1962, fata- hönnuður á Ítalíu, gift Oscar Vin- cent Sporchia; Albert, f. 4.10.1962, skipstjóri í Chile, og á hann einn son. Foreldrar Sjafnar eru Haraldur S. Gíslason, f. 15.8.1929, rafverktaki og fyrrv. kennari, og Guðrún Ó. Gunnarsdóttir, f. 3.5.1933, húsmóðir og ráðskona. Þau bjuggu lengst af í Stykkishólmi en búa nú í Hafnar- firði. Ætt Fósturforeldrar Haralds: Ingvi Kristjánsson, skipstjóri og báta- smiður frá Ólafsvík, og Sigríður El- ín Tómasdóttir frá Ólafsvík sem nú erlátin. Haraldur er sonur Gísla, mat- sveins í Reykjavík, Gíslasonar, sem ættaður var frá Stokkseyri, og Ástu Kristjánsdóttur en bróðir Kristjáns var Ásgeir, b. á Fróðá, faðir Ásgeirs, foður Braga myndUstarmanns og Sveins hagfræðings. Ásgeir á Fróðá var einnig langafi Sverris Storm- sker. Kristján var sonur Þóröar, hreppstjóra, alþingismanns og dbrm. á RauðkoUustöðum, Þórðar- sonar, b. þar, Jónssonar, b. á Helln- um, Þórðarsonar. Móðir Þórðar al- þingismanns var Kristín, systir Þor- leifs, læknis í Bjarnarhöfn. Kristín var dóttir Þorleifs, b. í Skógamesi, Guðbrandssonar. Móðir Kristjáns og Ásgeirs á Fróðá var Ásdís, systir Guðrúnar, langömmu Páls Steinars trésmiðs, föður Birnu Þómnnar, handavinnukennara og fatahönn- uðar. Ásdís var dóttir Gísla, b. í Hraunhöfn, Ámasonar og Ragn- Sjöfn Haraldsdóttir. hfidar Jónsdóttur. Guðrún er dóttir Gunnars Bach- mann Guðmundssonar, Jónasson- ar. Móðir Gunnars vr Jórunn Kon- ráðsdóttir í Stykkishólmi Konráðs- sonar, b. á Bæ í Miðdölum, Konráðs- sonar. Móðir Konráðs í Stykkis- hólmi var Gyðríöur Andrésdóttir. Móðir Jórannar var Guðríður, syst- ir Jóns, lóðs í Bíldsey. Guðríður var dóttir Bjarna, lóðs í Höskuldsey, Péturssonar og Halldóra Einars- dóttur. Móðir Guðrúnar var Krist- ensa Valdís Jónsdóttir. 85 ára Ólafur Tryggvi Ólafsson, Markarlandi 2, Geithellnahreppi. januar ÓlafurBrienj, Grundarlandi 22, Reykjavík. Guðmundur Stefánsson, Birkiteigi 17,Keilavík. ÁstaE.KoIbeins, Þrastanesi 14, Garöabæ. 75ára_________ 50ára Sigurjón Ólafsson, Foldahrauni 37g, Vestmannaeyj- um. Guðmundur Óskar Jónsson, Þrastarhóh, Þorlákshöfti. 70ára Jósefsspítalai Hafttarfirði, Sléttahrauni 18 Hafharfirði. Eiginmaður Margretheer SigurbjömÓ. Kristinsson matarameistan. Jt>au taKa a mon gestum i vejstusamum uaisouo, Dalshrauni 1, Hafnarfirði, á milli kl. 16 og 18 laugardaginn 30. janúar. 60 ára Sigríður Guðjónsdóttir, Skeggjastöðum, Hraungerðis- hreppi. Friðgeir Hrólfsson, Seljalandsvegi 24, ísafirði. Gunnvör Valdimarsdóttir, Stallaseli 6, Reykjavík. Sigríður Oddný Erlendsdóttir, Skíðbakka 1, A-Landeyjum. Eiginmaður Sigríðarer AlbertHall- dórsson. Þau taka á móti gestumáheim- ib sínu eftir kl. 20 fóstudaginn 29. janúar. 40 ára >Jón DavíðÞorsteÍnsson, Básahrauni 1, Þorlákshöfn. Kristján Daníelsson, Meiðastöðum 1, Garði. Jónina BjörkÓskarsdóttir, Ægisgötu 20, Ólafsfirði. Jónas Haildór Haralz, Sunnubraut 23, KópavogL Páll Ólafsson, Blönduhlíð 10, Reykjavík. 5' ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í endurmálun á ýmsum fasteignum íþrótta- og tóm- stundaráðs. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 26. jan- úar, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. febrúar 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Pálína M. Stefánsdóttir Pálína Margrét Stefánsdóttir hús- móðir, Þykkvabæ II, Skaftárhreppi, er80áraídag. Starfsferill Pálína fæddist í Arnardranga í Skaftárhreppi og ólst þar upp. Hún hefur sinnt húsmóöurstörfum af lífi og sál í gegnum tíðina. Nítján ára gömul gerðist Pálína húsmóðir að Hofi í Oræfum og var þar næstu sjö árin, eða til ársins 1944. Þá fluttist Pálína í Þykkvabæinn þar sem hún bjó og starfaði í tæp 50 ár. Fyrir rúmlega ári flutti hún svo á vistheimilið Heiðarbæ á Kirkjubæjarklaustri þar sem hún dvelurídag. Fjölskylda Pálína giftist 1.11.1942 Þorleifi Pálssyni, f. 18.9.1899, d. 2.1.1970, b. í Þykkvabæ. Hann var sonur Páls Jónssonar, b. á Hofi í Öræfum, og Jóhönnu Guðlaugar Jónsdóttur húsmóður. Börn Pálínu og Þorleifs eru: Svava Margrét, f. 24.8.1933, húsmóðir, gift Helga Sigurðssyni, b. í Hraunkoti, og eiga þau sex böm; Jón, f. 21.8. 1934, verkamaður, kvæntur Guöríði Unni Halldórsdóttur húsmóður og eiga þau íjögur börn; Helgi, f. 18.6. 1936, verkamaður, ókvæntur og barnlaus; Sigurlaug, f. 1.6.1939, hús- móöir, gift Eggerti Karlssyni bif- vélavirkja og eiga þau þrjú böm; Páll Björgvin, f. 28.1.1943, verka- maður, kvæntur Sigrúnu Bárðar- dóttur húsmóður og eiga þau einn son; Óskar, f. 10.8.1945, b. í Þykkvabæ, og á hann eina dóttur með Huldu Jóhannsdóttur; Stefán, f. 15.1.1951, verkamaður, var kvæntur Sigríði Katrínu Bárðar- dóttur húsmóður, þau skildu, og eiga þau þrjú böm; Jóhann, f. 13.7. 1953, b. á Breiðabólstaö, kvæntur Sigurjónu Matthíasdóttur húsmóð- ur og eiga þau fjögur böm; og Þuríð- ur, f. 16.3.1957, húsmóðir, gift Ág- ústi Sigurðssyni linumanni og eiga þautvöbörn. Pálína Margrét Stefánsdóttir. Systkini Páhnu era: Ingibjörg, f. 1914, nú látin; Helga, f. 1915; Davið, f. 1916; Katrín, f. 1920, nú látin; Þor- lákur, f. 1924; og Sigrún, f. 1930. Foreldrar Pálínu vora Stefán Þor- láksson, f. 16.8.1877, d. 31.12.1967, b. í Arnardranga, og Margrét Dav- íðsdóttir, f. 21.11.1891, d. 26.2.1966, húsmóðirþar. Meiming Banatorfur Þessi bók inniheldur rúmlega fjörutíu ljóð, flest ör- stutt. Höfundur ræðst á erfiða þraut aö semja innan svo þröngs ramma. Gjaman takast þar á ýmsar and- stæður sem tengjast innbyrðis. í eftirfarandi ljóði era það andstæður sumars og vetrar, inni- og útivera, þroska og dauða. Og ljóðinu lýkur á smellnu háði um hvernig framfarasóknin stangast á við staðreyndir lífs- ins (bls. 20): ur tortímir. Hér tekst samþjöppunin sérlega vel (bls. 27): Hlýi vindur þú sem hefur þerrað mín tár hreinsað okkar sýkta hreiður Kvöld sumarið Bókmeimtir úti í sálinni Örn Ólafsson veturinn inni einmanaleikinn þroskast hef ekki tima til að deyja Þetta er með lengstu ljóðum bókarinnar. í ööra ljóði era haglega spimnir ýmsir þræðir frá einum kjama sem kemur fram í titli. Þannig koma fram andstæðar hliðar á því ástarsambandi sem ljóðið lýsir. Hlýr vind- ur þerrar daggardropa, hreinsar út staðið loft og blæs lífi í kulnaðan eld (ástareld). En hins vegar merkir það að blása reyk í augu fólks að blekkja það og þessi eld- blæst nú reyk í augu min glæðir kulnaðan eld hreiðrið brennur Þetta er, sem áður segir, erfið þraut sem höfundur hefur sett sér og tekst sjaldan svona vel. Að ytra út- hti er þetta sérstaklega falleg bók og er Börkur Arnar- son skrifaður fyrir kápu. Svanur Kristbergsson: Banatorfur. Horn 1992, 55 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.