Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sérkennileg samkeppni Nýlega yar tilkynnt hækkun á afnotagjaldi Ríkisút- varpsins. Áskriftin hækkar um 4%. Viö þessu er lítið aö segja frekar en öðrum hækkunum enda eflaust taliö nauðsynlegt hjá RÚV aö ná inn meiri tekjum í harön- andi heimi. Svo er um fleiri. Hins vegar búa flestir við þaö markaðslögmál aö viö- skiptavinurinn, sem greiðir gjald eða tiltekið verð fyrir þjónustuna, getur ýmist hætt að verða sér úti um þjón- ustu, sem honum finnst of dýr, eflegar þá að hann getur snúið sér annað um sambærilega eða svipaða þjónustu. Velflest þjónustufyrirtæki, verslanir eða aðrir þeir sem standa í samkeppni þurfa að taka tillit til þessara stað- reynda markaðarins. Þetta lögmál gildir hins vegar ekki um Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið stendur að vísu í samkeppni við aðra íjölmiðla, þar á meðal Stöð tvö, en þarf að hafa litlar áhyggjur af þeirri samkeppni. Ef viðskiptavinur RÚV vill ekki sætta sig við hækkun á afnotagjaldi eða vill af öðrum ástæðum segja upp áskriftinni er útvarps- og sjónvarpstækjum hans lokað og þar með hefur hann ekki lengur aðgang að öðrum sjónvarpsútsendingum. Forsendan fyrir því að geta notið þjónustu og útsend- inga frá öðrum stöðvum er sem sagt sú að landsmenn greiði það gjald sem Ríkisútvarpið setur upp. Þessu má líkja við blaðamarkaðinn þar sem áskrift að DV væri skilyrði fyrir því að fólk gæti gerst áskrifendur að öðrum blöðum. Okkur hjá DV þætti þetta vitaskuld notaleg aðstaða en hverjum dytti í hug að veita einum aðila slík- an forgang? Hvað mundi verða sagt ef eitt blað og áskrift að því væri skilyrði til þess að almenningur gæti keypt önnur blöð? Þetta er þó hinn sérkennilegi og afkáralegi veruleiki í sambandi við sjónvarp og raunar útvarp nú til dags. Hér eru fjöldamargar ágætar útvarpsstöðvar auk Ríkis- útvarpsins en enginn getur sagt upp Ríkisútvarpinu, enginn getur neitað að greiða afnotagjald tfl RÚV, eng- inn getur mótmælt hækkun á greiðslu tfl þeirrar ríkis- stofnunar öðruvísi en vera meinað að hlusta á aðrar stöðvar! Ríkisútvarpið er að mörgu leyti góð stofnun. Ríkisút- varpið veitir góða fréttaþjónustu og hefur vandaða dag- skrá. En rökin fyrir því að landsmenn búi við einhvers konar skylduafnot af þessari einu stöð eru fráleit og óheiðarleg. Ríkisútvarpið hefur engum skyldum að gegna umfram aðrar stöðvar. Ríkisútvarpið á ekki að vera hafið yfir samkeppni. Það á þvert á móti að sitja við sama borð og aðrir og sæta aðhaldi markaðarins eins og aðrar stöðvar. Ef Stöð tvö hækkar hjá sér afnota- gjaldið er það ákvörðun hvers og eins hvort hann vill sætta sig við þá hækkun. Sama á að gilda um Ríkisút- varpið. Forréttindi Ríkisútvarpsins eru leifar frá þeim tíma þegar hér var aðeins ein útvarpsstöð og ein sjónvarps- stöð. Ríkisútvarpið naut vemdar ríkisins vegna þess öryggis sem fólst í útsendingum þess og vegna þess að Ríkisútvarpið hafði skyldum að gegna í menningarleg- um efnum. Öryggissjónarmiðinu er ekki lengur fyrir að fara. Það er aðeins lítill hluti þjóðarinnar sem hlust- ar á útvarp og skyldur RÚV í menningarlegum efnum eru frekar móralskar í seinni tíð en lagalegar. Ríkisútvarpið er í samkeppni við aðrar stöðvar og það er af hinu góða. En löggjafarvaldið á ekki að láta ríkisrekna stofnun njóta forréttinda með einhflða ákvörðunum. Markaðurinn á að ráða ferðinni. Ellert B. Schram STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS (Nr. 33 17. júní 1944, sbr. stjskl. nr. 65 30. maí 1984 og stjskl. nr. 56 31. maí 1991.) I. I.gr. Island er lýðveldi nieð þingbundinni stjórn. 2' ^r- Alþingi og forseti íslands fara saman með lóggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara meðdóms- _______valdið._____________________________________________ „Stjórnarskrá lýðveldisins stóð ekki í vegi stuðningsmanna samningsins...“ segir Páll m.a. i greininni. Afgreiðslu- stofnun EB Þá hefur meirihluti Aiþingis og forseti íslands ákveðið að við skul- um verða aðilar að Evrópsku efna- hagssvæði veröi það myndað. Samningur þar um, sem undirrit- aður var í Oportó 2. maí í fyrra, hefur verið gerður að lögum á ís- landi þrátt fyrir það að sá samning- ur sem þar var gerður verði aldrei að veruleika heldur hugsanlega einhver annar. Stjómarskrá lýð- veldisins stóð ekki í vegi stuðnings- manna samningsins né þau dreng- skaparheit sem þau höfðu undirrit- að að halda stjómarskrána. Umræður um samninginn urðu harðar og langar svo sem eðlilegt var. Afstöðu þurfti að taka til samnings sem þegar hafði verið gerður og þar gat Alþingi ekki feng- ið stafkrók breytt. Annaðhvort varð að kyngja samningnum, við- aukum, bókunum, reglugerðum og tilskipunum í heild sinni eða hafna. Um venjuleg þingmál hefur fram að þessu gegnt öðra máh. Þar er oft fundin málamiðlun og hægt er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða þannig að Alþingi hefur á valdi sínu að ná um þau skárri friði. Ekkert mál, sem Aiþingi hefur fjaJlaö um á lýðveldistímanum, er viðlíka að umfangi né nándar nærri svo miklu hætt fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn. Þá er þess að geta að allir sem ekki ákveða að stinga hausnum í sandinn sjá ef þeir bera saman samninginn og tóna íslensku stjómarskrá að samningurinn brýtur 1 bága við hana. Nýir siöir, nýir herrar Með aðild að EES-samningi breytast starfshættir Alþingis mjög. Mikið af löggjafarstarfinu þar verður að lögleiða á íslandi, lög, reglugerðir og tilskipanir Evr- KjáOarmn Páll Pétursson alþingismaður ópubandalagsins. Við höfum með samningsgerðinni undirgengist það. Þannig hefur Alþingi afsalað sér frumkvæðisrétti um lagasetn- ingu og möguleikum á breytingum. Þar að auki má Alþingi ekki leng- ur setja lög sem brjóta í bága viö Rómarsáttmálann, stjómarskrá EB. Hann veröur ekki meðhöndl- aður eins og íslenska stjómarskrá- in, 80 íslenskum lögum þarf að breyta og síðan samþykkja ný á færibandi eftir forskrift frá Bmssel samkvæmt vilja kommissaranna þar. Járnbrautir og skipgengar vatnaleiðir Breytingar á íslenskum lögum til samræmis við EB-lögin em komn- ar vel áleiðis enda hefur ekkert þing um áratugaskeið verið eins afkastamikið við lagaafgreiðslu og það sem nú situr. Margt af þessum breytingum er meinlitið og sumt- jafnvel til bóta. Hitt er lakara þegar við erum skyldugir til að lögleiða ýmislegt sem kemur okkur ekki við eða er tóm vitleysa bara af því að ákveðið hefur verið að lúta boði herranna í Bmssel. Um þaö höfum við fengið forsmekkinn. Á Alþingi er t.d. núna til afgreiðslu fmmvarp til laga um flutninga á jámbrautum og skipgengum vatnaleiðum! Fyrsta grein frumvarpsins hljóð- ar svo: „Tilgangur þessara laga er að fullnægja þeim skuldbindingum sem leiða af 6. kafla III. hluta samn- ings um Evrópskt efnahagssvæði um flutningastarfsemi og XIII. viö- auka við samninginn og eigi verður skipað í önnur lög“. Alþingi mun ábyggilega afgreiöa þetta fmmvarp greiðlega og forseti Islands staðfesta lögin með undir- skrift sinni. Það vildi ég aö Guö gæfi að við ís- lendingar eignuðumst einhvem tíma , jámbrautir" og „skipgengar vatna- leiöir“ svo að hægt verði að nota lög- in og starf Alþingis og forseta íslands veröiekkitileinskis. Páll Pétursson „Það vildi ég að Guð gæfi að við íslend- ingar eignuðumst einhvern tíma, járn- brautir“ og „skipgengar vatnaleiðir“ svo að hægt verði að nota lögin og starf Alþingis og forseta Islands verði ekki til einskis.“ Skoðanir aiuiarra Opinberar verðhækkanir „Opinberar verðhækkanir, sem framfærsluvísi- talan mælir og stjómmálamenn axla pólitíska ábyrgð á, bera þess vart vottinn að landsfeður og opinberir ákvörðunaraðilar geri sömu kröfur til sjálfra sín og annarra um aðhald í þessum efnum. Hvað réttlætir til dæmis að Ríkisútvarpið, eitt fjölmiðla, hækki nánast lögskyldað afnotagjald, við ríkjandi aðstæð- ur, um4%?“ Ur forystugrein Mbl. 22. jan. Verðsveif lur á f asteignum „Miklar verösveiflur gera þaö að verkum aö fast- eignir em áhættusöm fjárfesting. Þess vegna getur oft verið skynsamlegra aö taka húsnæði á leigu en kaupa það. Hér á landi er einkaeign á íbúðarhús- næði með því mesta sem gerist í heiminum og leigu- markaður lítLLl. í veröbólgu em íbúðakaup oft einta leiðin til þess að varðveita verðgjldi sparifjár. Sér- eign á húsnæði er þvi jafnan mikil í veröbólgulönd- um.“ Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál. Bull sem enginn skilur „Enginn er á móti því aö hagræða, draga saman og spara og enginn er á móti því að leggja svo og svo mikið til af fjármunum til að efla atvinnulífið, skapa atvinnutækifæri og auka landsframleiðslu og tekjur einstaklinga. En þegar fara á að samræma svona ólík viðhorf, veit enginn hvemig á að fara að því og grípa embættismenn og þeir sem gera út á vinnu- markað, til þess gamla ráös að tala bull sem enginn skilur, sem ekki er von, því það er meiningarlaust.“ OÓ í þjóðmáladálki Tímans 22. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.