Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Menning Skuldaskil Blóðbræður er ekki af þeirri teg- und söngleikja sem að hluta til eru skrautsýningar og léttvægt skemmtiefni. Verkið gerist að mestu meðal alþýðufólks, segir ör- lagasögu sem gæti verið tekin beint upp úr vikublaði og ótal fyrirboðar búa áhorfandann undir váleg enda- lok þó að yfirbragðið sé lengst af glettið. ... haldið öðrum en gefinn hinn Fátæk móðir stendur ein uppi með barnahópinn sinn þegar karl- inn hennar stingur af að heiman. Henni þykir innilega vænt um hvert einasta eitt þó að hún hafi ekki hugmynd um hvað hún á að gefa þeim í næsta mál. Og til að bæta gráu ofan á svart fær hún skömmu síðar að vita að hún geng- ur með tvíbura. Hún freistast til að gefa efnaðri konu annan drenginn, nýfæddan, í þeirri von að hann fái betri tæki- færi í lífínu en hún gæti nokkurn tíma veitt honum. Sagan spinnst síðan um það Leiklist Auður Eydal hvernig örlögin tengja þetta fólk saman. Mæðurnar vilja fyrir hvern mun stía drengjunum í sundur en hvorki stéttamunur né blátt bann getur komið í veg fyrir að þeir leiki sér saman og verði perluvinir. Þeir sverjast meira að segja í fóst- bræðralag. Efnismeðferðin er fremur meló- dramatísk og minni verksins gam- alkunn. En höfundareinkenni Willy Russell, þekkt úr öðrum verkum hans, koma engu að síður fram í Blóöbræðrum. Hann hefur næmt auga fyrir löngunum og þrám venjulegs fólks (þó hann tah reyndar illilega niður fyrir sig í þessu verki) og getur spilað skemmtilega úr hversdagslegustu uppákomum. Kraftur í söngatriðum Þó að efnið sé ekki rismikið er sýning Borgarleikhússins vel unn- in með kraftmiklum söngatriðum og góðum leik. Leikstjórinn, Hall- dór E. Laxness, og tónlistarstjór- inn, Jón Ólafsson, hafa greinilega unnið vel saman og sérstaklega vel hefur tekist til með skipan í helstu hlutverkin. Halldór heföi að vísu mátt keyra sýninguna betur áfram í fyrri hlut- anum þar sem atriði urðu óþarf- lega langdregin enda tíðindasnauð frá höfundarins hendi. í stað þess að þétta framvinduna var þvert á móti teygt úr þessum atriöum. Seinni hlutinn var hins vegar mun markvissari og stígandi allt til loka. Leikmynd Jóns Þórissonar nær vel fram stemningu götunnar í Sefur þú illa á nóttuimi? ALLT AÐ vatnsdýnu ef þú verslar rúmið hjá okkur. Láttu þér líða vel í vetrarkuldanum. Muna - Euro — Visa raðgr. ókeypis Þjáist þú af bakverk, vöðvabólgu eða Er þér kalt á fótunum? Við hjá Vatnsrúm ráðum bót á því. Við bjóðum þér gigt? Skeifunni 11a, sími 688466. Hér má sjá nokkra leikara i einu atriði i Blóðbræðrum. DV-mynd ÞÖK breskri borg. Drungalegir húsgaíl- ar til hliðanna, í baksýn þök og strompar. Aðalleikmyndinni er svo með litlum tilfæringum breytt eftir þörfum og lýsing Lárusar Björns- sonar er oft dramatísk og undir- strikar atburðarásina. Leikmyndin gefur gott svigrúm fyrir íjöruga leild krakkanna og dansatriðin, sem Henný Hermannsdóttir stjórn- ar. Ragnheiður Elfa Arnardóttir leikur frú Johnstone, móður tví- buranna, og veldur því erfiða hlut- verki með glæsibrag, bæði söng og leik. Hún breytist úr ástleitinni stelpu í þreytta og slitna konu sem þarf að takast á við amstur, fátækt og hugarangur. Ragnheiður túlkar hana af öryggi og söngrödd hennar fellur vel að lögum Willys Russell. Það er líka vel skipað í hlutverk tvíburanna. Magnús Jónsson leik- ur grallarann Mikka, þann sem heima sat, en Felix Bergsson leikur hinn bróðurinn, Edda, sem var gef- inn og elst upp penn og prúður hjá efnuðum „foreldrum". I fyrri hlutanum leika þeir Magn- ús og Felix litla stráka, og þó að hvorugur þeirra sé beint smávax- inn tekst þeim það bara nokkuð vel. í heild var frammistaða þeirra góð, strákarnir urðu ljóslifandi í túlkun þeirra, svo ólíkir í flestu við fyrstu sýn en þó undarlega sam- stiga. Magnús hefur örugga sviðs- framkomu og Felix bætir við sig í hverju hlutverki sem hann leikur. Hanna María Karlsdótttir var hálfhikandi í hlutverki frú Lyons og Steindór Hjörleifsson fann eng- an veginn réttan tón sem pabbi Edda. Valgeir Skagfjörð var hins vegar óprúttinn og lipur í hlutverki Samma og Sigrún Waage var eins og sniðin í hlutverk Lindu, sem bræðumir elska báðir. Aðrir í leikhópnum mynduðu góðan bakgrunn í minni hlutverk- um og Harald G. Haraldsson kom mjög vel út í hlutverki sögumanns, hæfilega dramatískur þegar hann mæhr fyrir um atburði. Leikfélag Reykjavikur sýnir á stóra sviði Borgarleikhúss: Blóðbræður Höfundur: Willy Russell. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Halldór E. Laxness. Leikmynd: Jón Þórisson. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Dansar: Henný Hermannsdóttir. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embætfisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 3. hæð, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Álakvísl 30, þingl. eig. Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Bauganes 13, þingl. eig. Kristinn Jóns- son og Diana Sigurðardóttir, gerðar- beiðandi Húsbréfad. Húsnæðisst. rík- isins, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Bfldshöfði 18, eignarhl. A í framhúsi, þingl. eig. Svavar Höskuldsson og Síðumúli hf., gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Helga Rósant Pétursdóttir og Pétur Pétursson, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Dalsel 33, jarðhæð t.v., þingl. eig. Sig- rún Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimt- an í Reykjavík og Húsfélagið Dalsel 33, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Dragháls 14-16, hluti 024)1, þingl. eig. Kristinn Breiðfiörð, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Guð- mundur Eiríksson, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Efstaleiti 14, íb. 014)3, þingl. eig. Breiðablik hf. byggingarfél., gerðar- beiðendur J.P.K., Rannveig Kristins- dóttir og íslandsbanki hf., 29. janúar 1993 kl. 10.00,_____________________ Eyktarás 19, þingl. eig. Axel Axelsson, gerðarbeiðendur Fjárvöxtunarþegar Fjárf. ísl. og íslandsbanki hf., 29. jan- úar 1993 kl. 14,00._________________ Fannafold 178, þingl. eig. Ásmundur J. Hrólfsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 29. janúar 1993 kl. 10.00.__________________________ Fljótasel 18, kjallari, þingl. eig. Valdís Hansdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóð- ur vélstjóra, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Flókagata 5, rishæð, þingl. eig. Andrea Sigurðardóttir og Erlingur Thoroddsen, gerðarbeiðandi Ferða- málasjóður, 29. janúar 1993 kl. 14.00. Gljúfrasel 8, þingl. eig. Guðmundur F. Jónsson, Kolbrún Gestsdóttir og Þorbjöm Valgeir Gestsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og íslands- banki hf., 29. janúar 1993 kl. 10.00. Hjallavegur 4, hluti, þingl. eig. Júl- íana Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Veð- deild Landsbanka íslands, 29. janúar 1993 kl, 14.00._____________________ Hrafnhólar 4, 2. hæð A_+ bflskúr, þingl. eig. Guðmundur Ólafsson og Sigrún Sigurðardóttir, gerðarbeiðend- ur Gjaldheimtan í Reykjavík og Líf- eyrissj. verslunarmanna, 29. janúar 1993 kl. 14.00. Hraunteigur 15, 2. hæð, vesturendi, þingl. eig. Helga Laxdal, gerðarbeið- andi Lífeyrissj. verslunarmanna, 29. janúar 1993 kl. 14.00. Hverafold 128, hluti, þingl. eig. Sig- urður Rúnar Sigurðsson, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, sími 17940, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Hverfisgata 85, hluti, þingl. eig. H.B. verktakar, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Lífeyrissj. verk- smiðjufólks og Lífeyrissj. verzlunar- manna, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Klapparstígur 1, 4. hæð 044)3, þingl. eig. Óddný Elín Magnadóttir, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki Islands, sími 25600, Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki Islands, sími 606600, Toll- stjórinn f Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands, sími 21300, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Laugarásvegur 6, þingl. eig. Ingiríður Oddsdóttir, gerðarbeiðendur Féfang hf. og Gjaídheimtan í Reykjavík, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Neðstaberg 14, þingl. eig. Gunnar H. Magnússon, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Lífeyrissj. starfsm. ríkisins og Veðdeild Lands- banka íslands, 29. janúar 1993 kl. 14,00,____________________________ Rauðhamrar 3, hluti, þingl. eig. Jón Emil Kristinsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Sparisjóð- ur vélstjóra og Tollstjórinn í Reykja- vík, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Rauðhamrar 3, hluti, þingl. eig. Soffía G. Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Ríkis- útvarpið, 29. janúar 1993 kl. 10.00. Reykás 43, hluti, þingl. eig. Magnús Ingólfsson, gerðarbeiðandi Húsbréfad. húsnæðisst., 29. janúar 1993 kl. 10.00. Skeljagrandi 3, hluti, þingl. eig. Alma J. óuðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið, 29. janúar 1993 kl. 10.00._____________________________ Skólavörðustígur 38, hluti, þingl. eig. Eggert Ó. Jóhannsson, gerðarbeið- andi Iðnlánasjóður, 29. janúar 1993 kl. 10.00._________________________ Skúlagata 40, hluti, þingl. eig. Georg Ámundason, gerðarheiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og Islandsbanki hf., 29. janúar 1993 kl. 14.00. Sóleyjargata 27, risíbúð, þingl. eig. Vilhjálmur Ragnarsson og Astríður Hannesdóttir, gerðarbeiðendur Bjami Kristinsson, Húsasmiðjan hf., Iðn- lánasjóður, Jón Snorrason, Kredit- kort hf., Landsbanki íslands, Sam- vinnuferðir-Landsýn hf. og íslands- banki hf., 29. janúar 1993 kl. 10.00. Starhagi 12, þingl. eig. Magnús Ingi- mundarson, gerðarbeiðendur Iðnlána- sjóður og íslandsbanki hf., 29. janúar 1993 kl. 10,00,____________________ Suðurgata 7, 014)2, þingl. eig. B.M. Vallá hf., gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Verðbréfamark- aður íslandsbanka og Veðdeild ís- landsbanka hf., 29. janúar 1993 kl. 10.00. Suðurgata 16, hluti, þingl. eig. Kristín Bjamadóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 29. janúar 1993 kl. 10.00.______________________ Urriðakvísl 1, þingl. eig. Sigurbjöm Þorleifsson, gerðarbeiðendur Lífeyr- issj. Sóknar og Lífeyrissj. starfsmanna ríkisins, 29. janúar 1993 kl. 14.00. Vesturbrún 26, þingl. eig. Páll G. Jóns- son, gerðarbeiðendur Landsbanki ís- lands, Lífeyrissj. Dagsbr. og Fram- sóknar, Sigurður Finnsson og Vá- tryggingafélag íslands hf., 29. janúar 1993 kl, 10,00,_________________ Völvufell 13, þingl. eig. Breiðholtsbak- arí hf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 29. janúar 1993 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Flúðasel 92, 1. hæð t.h., þingl. eig. Stefán Þorbergsson þb., gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Bún- aðarbanki íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Verktak hif. og íslands- banki hf., 29. janúar 1993 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.