Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. 3 Nú er nægur snjór og þvi tilvalið að búa til snjókarla og kerlingar. Þess- ir knáu kappar gerðu smáhlé á verk- inu meðan ijósmyndarinn athafnaði sig. Síðan var haldið áfram. Myndin var tekin við Hábraut i Kópavogi. DV-mynd GVA Fiskmiðlun Norðurlands: 1500tonn seldaf Rússafiski Heimir Kristinsson, DV, Dahrflc Frá því í október hefur Fiskmiölun Norðurlands hf. á Dalvík flutt til landsins um 1.500 tonn af fiski af rússneskum togurum. Sjö togarar hafa komiö og landað á eftirtöldum stööum: Akureyri, Húsavík, Sauðár- króki, Akranesi, Höfn í Hornafirði, Stöðvarfirði og Reyðarfirði. Hilmar Daníelsson, framkvæmda- stjóri Fiskmiðlunar, sagði að nú heföi dregið úr þessum viðskiptum þar sem þessi fiskur hefur verið seldur í blokk til Ameríku en þar væri nú lækkandi verð og sölutregða. Hér eftir yrði þó reynt að ná beinum sam- böndum við rússneska útgerðaraðila en undanfarið hafa þessi viðskipti farið gegnum umboðsaðila á Norður- löndum. íbúum fækk- ar í Eyjum - og konur mun færri Ómar Gaxöarsson, DV, Vestmannaeyjum; Eftir nokkra fjölgun í Vestmanna- eyjum síðustu ár fækkaði íbúum um 66 frá 1. desember 1991 til 1. desemb- er 1992, Úr 4933 í 4867. í prósentum er fækkunin 1,3% en ef tölur yfir látna og fæðingar eru skoðaðar á þessu tímabili dekkist myndin. Fæðingar frá 1. des. 1991 til 1. des. 1992 voru 112 en látnir 28. Mismunurinn er 84 og hafa því 150 manns flust héðan á þessu 12 mánaða tímabili. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Áka Heinz Haraldssyni á bæjarskrif- stofunum. Annað sem vekur athygh er hvað karlmenn éru hér í miklum meirihluta. Þann 1. desember voru 2557 karlar í Eyjum og 2310 konur. Mismunurinn hvorki meiri né minni en 247. Þriðja atriðið er minnkandi hlut- deild Vestmannaeyinga í mannfjölda á landinu. Árið 1982 var hún 2% en 1,9% 1992. Ef sama hlutdeild í mann- fjölda hefði haldist væru íbúar í Vest- mannaeyjum nú 5132 og vantar því 267 til að ná því marki. Ólafsfirð- ingum fjölgar Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi: Ólafsfirðingar voru 1201 þann 1. desember sl. og fjölgaði um 32 á árinu samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands. Þaö er fjölgun upp á 2,7%. Karlar voru 614 en konur 587. Flestir hafa Ólafsfirðingar orðið 1207 árið 1978. Fréttir Bakslag í sölu silungs er sænski markaðurinn brást Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkráki; „Það er frekar dauft yfir þessu núna og ekki útht fyrir neinar veið- ar í vetur þar sem mjög þunglega horfir með sölu. SUungurinn þykir sjálfsagt frekar dýr matur og það slær fyrst í bakseghn með sölu á slíkri vöru þegar kreppuhijóð kem- ur í mannskapinn," segir Bjami Egilsson á Hvalnesi í Skefilsstaða- hreppi í Skagafirði, formaður Vatnafangs, félags silungsveiði- bænda. Bjami telur að menn horfi frek- ast til sölu á ferskum silungi í sum- ar en ljóst sé að ekkert verði selt af frystum flökum á þessu ári. Síö- asta ár var talsvert verra hvað sölu varðaði en árið á undan. Sænski markaðurinn fyrir frystu flökin brást og salan á ferska silungnum var líka götótt. Undanfarin ár hefur ríkt nokkur bjartsýni um að bændur geti nýtt sér veiðar í vötnum sem góða bú- bót og aukabúgrein. Almennt sýndu bændur þessu ekki nægjan- legan áhuga og nú virðist hins veg- ar komið bakslag í sölu afurðarinn- ar. Hjálpargagn fyrir heimilisbókhaldið og skattframtalið Eitt af markmiöum íslandsbanka er oð standa vel ab upplýsingagjöf til vibskiptavina bankans. Þeir eiga því kost á ab fá heildaryfirlit yfir vibskipti sín vib bankann á árinu 1992. Á vibskiptayfirlitinu kemur fram staba innlána og skulda vibskiptavinarins um áramót, ásamt ýmsum upplýsingum um vexti og margt fleira. Hér er um ab rœba hjálpargagn sem kemur ab góbum notum vib heimilis- bókhaldib og þá ekki síbur vib gerb skattframtalsins. Þú pantar yfirlitib í nœstu afgreibslu íslandsbanka, þjónustugjald er 190 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.