Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Heimsendingarþjónusta Fjölskyldutilboð 4 hamborgarar, franskar, sósa^og salat , 980,- ÆTURBRYTINI N Hrímscndingargjald kr. 250,- Opið frá kl. 22 N SIMI 25200 AUKIIM ÖKURÉTTIIMDI (MEIRAPRÓF) Innritun á námskeið til aukinna ökuréttinda, sem hefst þann 5. febr. nk„ er í fullum gangi. Allar frekari uppl. veittar á skrifstofunni frá kl. 13-17 alla virka daga. ÖKUSKÓLI ÍSLANDS HF. Dugguvogi 2, Reykjavík Sími: 683841. LEIÐBEININGAR VIÐ FRAMTALSGERÐ Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félagsmönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtala með sama hætti og undanfarin ár. Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir um að hafa sam- band við skrifstofu Dagsbrúnar, sími 25833, og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 3. febrúar nk. Ekki er unnt aó taka við beiðnum eftir þann tíma. Verkamannafélagið Dagsbrún VÉLSLEÐA- OG ÚTILÍ FSKYNNIN G á Akureyri 30. og 31. janúar n.k. Sýning á vélsleðum, útbúnaði og útilífsvörum í glæsilegum sýningarsal við Hvannavelli 12 (Gamla Sjafnarhúsið). Opnunartími: Laugardag kl. 11-18 og sunnudag kl. 11-16. 1993 árgerðimar af Yamaha, Lyn\, Ski-Doo, Artic cat og Polaris í meira úrvali en annars staðar hefur verið sýnt á íslandi. Kynning á nýju G.P.S. staðsetningartækjunum, sala á alls konar aukahlutum, klæðnaði og útilífsvörum. Sleðakerrur og gamlir sleðar (antik). Árshátíö L.Í.V. veröur haldin (Sjallanum kl. 19.30 á laugardagskvöld, boröhald, skemmtiatriöi og dans. Skráning á árshátíöina ( síma 96-22970. MiÖasala á sýningunni og í Sjallanum. L.Í.V. Utlönd Enn logar í risaolíuskipinu við Indónesíu: Eldur kæfður á 3 sólarhringum Búist er við að þaö taki slökkviliðs- menn allt að þrjá sólarhringa að ráða niðurlögum eldsins sem logar í risa- olíuskipinu Maersk Navigator undan norðurströnd indónesísku eyjarinn- ar Súmötru. Gat kom á skipið eftir að það lenti í árekstri fyrir helgi og hefur myndast risastór olíuflekkur í sjónum. Talsmaður danska fyrirtækisins A.P. Möller, sem á skipið, sagði í gær verið væri að draga það fjær landi. Hann sagði að slökkviliðsbátar með öflugar vatnsbyssur að vopni hefðu Breska lögreglan ætlar að kæra ungfrú svipuhögg og krefjast skaða- bóta vegna þess að hún sóaði tíma lögreglunnar í þarflausa leit. Ungfrúin, sem einnig gengur undir nafninu hóran með stóra hjartað, sást um helgina um borð í skemmti- ferðaskipinu Canberra í höfninni í Everglades í Flórída. Hún hefur að sögn litaö hárið og breytt nafni sínu. Ungfrú svipuhögg var saknaö í heila viku og var jafnvel óttast að hún hefði verið myrt vegna tengsla við fjölda breskra þingmanna. Hún var kunn fyrir að veita bólfélögum sínum sérstaka þjónustu og voru hýðingar sérgrein hennar. Var getum að því leitt að þingmenn hefði staðið fyrir morði á henni enda var hún nýbúin aö boða blaðamenn á sinn fund þegar hún hvarf. Það eina sem fannst var Jagúarinn henn- náð að hefta frekari útbreiðslu elds- ins. „Það er verið að kæla skrokk skips- ins og það er raunsætt að áætla að hægt verði að slökkva eldinn innan þriggja sólarhringa," sagði talsmað- urinn. Tugir tonna af oiíu hafa flætt úr rúmlega 255 þúsund tonna skipinu á hverri klukkustund. Skipið var full- hlaðið með nærri tvær milljónir tunna af hráolíu á leið til Japans þegar þaö lenti í árekstri við tómt olíuskip á fimmtudag. ar á bjargbrún, tóm kampavínsflaska og rifrildi af bréfi með nafni Paddy Ashdown, formanns Frjálslynda flokksins. Bresk blöð ruku upp til handa og fóta og bjuggu sig undir eitt versta hneykslið í breskri stjómmálasögu. Ungfrúin hafði boðað sögur af kyn- brenglun 267 þingmanna. Flestir áttu þó von á að sögurnar væm orðum auknar en vonuðu í þórðargleði sinni að í það minnsta ein reyndist rétt. Þar höföu menn glaumgosann Paddy einkum í huga. Að sögn hefur ungfrú svipuhögg það eitt fyrir stafni í Flórída að sóla þrýstinn barminn. Hún er komin á fimmtugsaldur og þótti því vænleg- ast að hætta störfum í bih enda skatt- urinn líka á hælum hennar vegna um 10 milljóna króna skuldar. Reuter Ráðherrar umhveriis- og sam- göngumála frá löndum Evrópu- bandalagsins koma saman til neyð- arfundar í dag til að ræða þann mikla fjölda olíuleka sem hafa orðið úr risaolíuskipum að undanfomu. Há- værar raddir innan EB krefjast þess að gömul og ótrygg skip verði bönn- uð í höfnum og landhelgi landa EB. Til fundarins var boðað vegna skipskaðans við HjalÖand fyrir skömmu en atburðirnir við Indónes- íu hafa aukið enn á mikilvægi hans. Reuter Kynferðisglæpa- maðurskerund- anhestum Lögreglan á Englandi leitar nú manns sem hefur drepið eða af- limað um þrjátíu hesta í suður- hluta landsins. Lögregluna grun- ar að hér geti verið kynferðis- glæpamaður á ferö en síöast þeg- ar hann lét til skarar skríða skar hann kynfærin af hestinum. Hestaeigendur hafa stóraukiö eftirlit með skepnum sínum. Formaður samtaka, sem berst gegn illri meðferð á hestum, seg- ist vita tii þess að sumt fólk hafi kynferðislega áhuga á hestum. Vatíkanið sneypirClinton Dagblaðiö í Vatíkaninu sendir Bill Chnton, forseta Bandaríkj- anna, tóninn í tölublaði sínu á laugardaginn. Þar er forsetinn skammaður fyrir viöhorf sitt til fóstureyðinga en stefnan hans í þessum málum er stórt skerf aft- ur á bak fyrir Bandaríkjamenn aðmatiblaðsins. Reuter Svipuhögg fundln í skemmtiferðaskipi: Sólar þrýstinn barm í Flórída VANTAR BÍLA Á STAÐINN VEGNA MIKILLAR SÖLU OG EFTIRSPURNAR BÍLASALAN BÍLAR, SKEIFUNNI 7, SÍMI 673434

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.