Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Side 8
8
LAUGARDAGUK 6. FEBRÚAR1993
Svipmyndin
Af hverri er
syipmyndin?
Það er ekki auðvelt að vera rík
og flnna rétta mannsefnið. Jafnvel
ekki þótt stúlkan hafi útlitið með
sér og sé mjög rík.
Hann var kaflaður Jack. En það
var þó ekki nafn hans. Vinum hans
fannst kominn tími til að hann festi
ráð sitt. Hann var orðinn þrjátíu
og fimm ára. Þeir geröu sitt besta
til að kynna hann fyrir réttri
stúlku.
Loks hitti hann þá sem hann
haíði hug á að kvænast. Þau kynnt-
ust í kvöldverðarboði. Þar voru
aöeins átta manns. Sú sem hér er
lýst var að sjálfsögðu einn gest-
anna. Hún var mjög lagleg og að-
eins tuttugu og tveggja ára. Jack
gleymdi næstum að borða.
Hann hafði séð hana áður en
aldrei talað við hana. Nú fékk hann
gott tækifæri til þess. Gestgjafamir
og hinir gestimir geröu líka sitt til
að þau fengju næði til að ræða sam-
an.
Er leið á kvöldið lagði hann til
að þau færa úr boðinu og á ein-
hvem skemmtistað. Sú sem hér er
lýst féllst á það. Gestgjafamir nera
saman höndunum. Ef til vill yrði
þeim að ósk sinni.
Þau ætiuðu að fara í bílnum
hennar. En skyndilega fór varð-
hundur gestgjafanna að gelta. Það
sat einhver í bílnum.
í ljós kom að það var afbrýðisam-
ur vinur þeirrar sem svipmyndin
er af. Hann hafði sest inn í bílinn
án leyfis. Framferöi hans olli að
sjálfsögðu nokkrum erfiðleikum.
Hið rómantíska andrúmsloft hvarf.
Og Jack fór þegjandi sína leið.
Símskeyti
En hann gat ekki gleymt stúik-
unni í kvöldverðarboðinu. Hálfu
ári síðar hittust þau aftur. Og nú
fengu þau að vera í friði.
Jack var ákveðinn. Hann var ást-
fanginn. En hann var orðinn því
vanur að vera ókvæntur. Slikir
menn eiga oft erfitt með að biðja
sér konu. Honum var því ljóst að
eitthvað yrði að gerast. En áður en
af því yrði fór hún til Englands tii
aö skrifa fyrir blaðið sem hún skrif-
aöi í.
Þar sat hún góðar veislur. Hún
skemmti sér konunglega. En heima
í Bandaríkjunum gekk Jack títt um
gólf og leið illa. Loks sendi hann
henni símskeyti:
Góðar greinar. Ég sakna þín.
Þetta var ekki bara ástarjátning.
Slík yfirlýsing af hálfu Jacks jafn-
gilti bónorði.
Sú sem svipmyndin er af varð
glöð. Þegar hún kom heim beið
Jack á flugvellinum. Þar bað hann
hennar. Trúlofunin þótti stórfrétt.
Ættingjar þeirra fóra að undirbúa
brúðkaupið.
Sú sem svipmyndin er af átti fóð-
ur sem henni þótti mjög vænt um.
Hann hét Jack. En þar eð hann var
dökkur á brún og brá var hann
kallaður Black Jack.
Þegar brúðkaupsdagimnn rann
upp vora taugar Jacks þandar til
hins ýtrasta. Auðvitað átti hann að
leiða dóttur sína að altarinu. En
fyrst varð hann að róa taugamar
með þvi að fá sér í glas.
Óvæntur dauðdagi
Erkibiskup hafði verið fenginn til
að gefa þau saman. Gestimir, um
1.200, fóra að streyma aö. Black
Jack fékk sér enn einn drykk.
Efitir tvo tíma var ljóst aö mn
hneyksli var að ræða. Black Jack
var orðinn of drukkinn til að geta
gert það sem til var ætlast af hon-
um. Þaö kom í hlut stjúpfóður
þeirrar sem svipmyndin er af að
ganga með henni inn kirkjugólfíð.
Hjónabandið varð ekki neinn
dans á rósum. Jack varð mjög veik-
ur. Hann var fluttur á sjúkrahús
og skorinn upp. Og heilsu hans
hrakaði svo mikiö aö kallaður var
til prestur til að veita honum síð-
asta sakramentið.
En hann komst yfir veikindin.
Þeirri sem hér er lýst fannst að
hann ætti að nota endurhæfingar-
tímann til einhvers nytsamlegs.
Hún fékk hann til að skrifa bók.
Þar eð hún var blaðakona gat hún
aðstoðað hann við ritstörfin. Hún
hjálpaði til við að afia gagna og
skrifaði stóran hluta bókarinnar.
Hún hlaut afar góðar viötökur og
fékk Puhtzer-verðlaunin frægu.
Þau hjón eignuðust tvö böm.
Hjónaband þeirra stóð í tíu ár. Þá
var endi á það bundinn á sorglegan
hátt.
Blöðin fjölluðu mikiö imi ekkjuna
laglegu. Og er frá leið sögðu þau frá
kynnum hennar við aðra menn.
Það var fullorðinn kaupsýslu-
maður sem vann ástir hennar.
Hann var mjög ríkur. En það fór
ekki sem best orð af honum. Þess
vegna hafði hann oft orðið umfjöll-
unarefni sorpblaöa.
Nú fékk hann áhyggjur. Honum
fannst ekki blöðin hafa gefið rétta
mynd af sér. Þess vegna réð hann
rithöfund í þjónustu sína og fékk
sá það verkefni að skrifa um hann
bók sem lýsti honum á jákvæðan
hátt.
Þegar bókin var fullgerð lét hann
færa hana þeirri sem svipmyndin
er af. Og honum tókst það,sem
hann hafði stefnt að. En þegar hún
tók bónorði hans vakti það nei-
kvæð ummæli hjá ýmsum.
Kaupsýslumaðurinn ríki lést 15.
mars 1975. Sú sem svipmyndin er
af er enn á lífi og oft er um hana
fjallað í heimsblöðunum.
Hver er hún?
Svar á bls. 56
Matgæðingiir vikurmar
Luxus
fiskréttur
- frá eyju miðnætursólarinnar
„Ég ætla að gefa lesendum DV
uppskrift að fiskrétti sem er mikið
notaður hér, t.d. alltaf á sjávarrét-
takvöldi sem við höldum hér í eyj-
unni,“ segir Sigrún Þorláksdóttir
sem er matgæðingur vikunnar að
þessu sinni. Sigrún lætur einnig
fljóta með melónuforrétt þar sem
sjávarafurðir koma reyndar einnig
við sögu.
Lúxus fiskréttur
800 g ýsuflök (roðflett og skorin í
bita)
300 g rækjur
200 g ferskir sveppir (sneiddir)
1 laukur (saxaður)
'A blaðlaukur (sneiddur)
smjör til steikingar
1 græn paprika (söxuð)
1 rauð paprika (söxuð)
2 gulrætur (skomar í sneiðar)
1/2 dós ananaskurl og safi
150 g hreinn ijómaostur
1-Zi dl. ijómi
Vi-l tsk. salt
'A tsk. pipar eða sítrónupipar
'A tsk. paprikuduft
1 tsk. karrí 1 'A tsk. súpukraftur
Laukurinn og blaðlaukurinn era
steiktir í smjörinu. Paprikunum,
gulrótunum og sveppunum bætt
út í ásamt ananaskurlinu og anan-
assafanum og þetta látið krauma
smástund. Rjómanum og ijómaost-
inum bætt út í og látið jafnast. Þá
er fiskurinn settur út í og látið
krauma í 8-10 mín. Síðast era rækj-
urnar og soðið sett út í og látið
krauma í 1-2 mín. Þetta er borið
Sigrún Þorláksdóttir.
fram með soðnum hrísgrjónum,
hrásalati og snittubrauði.
Melónuforréttur
1 melóna
rækjur
krækhngur
200 g sýrður ijómi
2 msk. majónes
100 g rifinn gráðostur
kavíar
paprikuduft.
Melónan er skorin þversum í 5-6
sneiðar, kjaminn hreinsaður úr og
þetta látið á diska. Rækjumar og
kræklingurinn látin á miðjuna og
blöndu af majónes og sýrðum
ijóma hellt yfir. Gráðostinum stráð
yfir og skreytt með kavíamum og
paprikuduftinu.
Sigrún skorar á Maríu Ósk Stein-
þórsdóttur, skólastjóra í Grímsey,
að gefa uppskrift í næstu viku, og
segir Sigrún að María ósk sé mjög
siyöll í eldhúsinu, eins og reyndar
í öllu sem hún taki sér fyrir hend-
ur.
Hinhliðin
Ætla með fjöl-
skyldima í sólina
- segir ívar Ásgrímsson, þjálfari og leikmaður Snæfells
„Við ökum vonandi með bikarinn
til Stykkishólms í kvöld,“ sagði
ívar Ásgrímsson, þjálfari og leik-
maður hjá Snæfelh. Liðið hefur
verið mjög í sviðsljósinu að und-
anfómu vegna góðs gengis í körfu-
boltanum. „Þegar leiktímabilinu er
lokið flyt ég aftur til Hafnarfjaröar
og tek til við lærdóminn á nýja leik.
Það leggst bara vel í mig.“
Fullt nafn: ívar Ásgrímsson.
Fæðingardagur og ár: 11.4.1965.
Maki: Björk Siguijónsdóttir.
Börn Alex Óh Ivarsson.
Bifreið: Toyota Coroha ’88.
Starf: Háskólanemi.
Laun: Meðallaun.
Áhugamál: íþróttir, lestur og tölv-
ur.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Þijár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Lesa góða bók.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Hafa ekkert að gera.
Uppáhaldsmatur: Nautasteik.
Uppáhaldsdrykkur: Kók.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Michael
ívar Ásgrímsson.
Jordan.
Uppáhaldstimarit: Mannlíf.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð? Linda Pétursdóttir.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Andvígur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Michael Jordan og Kenny
Dalghsh.
Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson.
Uppáhaldsleikkona: Jody Foster.
Uppáhaldssöngvari: Prince.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ólaf-
ur Ragnar Grímsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Farside.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar
bíómyndir.
Ertu hlynntur eða andvigur veru
varnarhðsins hér á landi? Hlynnt-
ur, ef það borgar fyrir hana.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Sólin.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Hah-
grímur Thorsteinsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Heimir
Karlsson.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Glaumbar.
Uppáhaldsfélag í iþróttum: Snæfeh
og Haukar.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Klára námið.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Fara með fjölskylduna í sólina.