Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Side 14
14 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Kerfið skiptir um föt Þegar olíuverð lækkar erlendis, segja forráðamenn íslenzku olíufélaganna, að ekki sé hægt að lækka olíu- verð á íslandi, af því að skip með olíu á nýja verðinu komi ekki til landsins fyrr en eftir tvo eða þrjá mán- uði. Nokkur bið hljóti að vera eftir verðbreytingum. Þegar þessi biðtími er liðinn, telja forráðamenn ís- lenzku obufélaganna, að ekki sé hægt að lækka olíuverð á íslandi, af því að erlendis sjáist merki um, að olíuverð sé að fara að hækka á nýjan leik. Þessar horfur hafa án biðar og umsvifalaust áhrif á verðlag olíufélaganna. Olíufélögin geta leyft sér þverstæður í röksemda- færslu, af því að þau eru ekki í samkeppni, heldur stunda þau fáokun. Þau þurfa ekki að láta neytendur njóta verðlækkana, af þvi að þeir geta ekki snúið sér annað en til hins þríhöfða þurs olíuverzlunar á íslandi. Þessi fáokun er í svo traustum sessi, að forráðamenn olíufélaganna nenna ekki að framleiða snyrtileg rök fyrir meðferðinni á neytendum. Þeir fullyrða bara á afar veikum forsendum, að dollarinn sé að hækka í verði og að olían sé að hækka í verði erlendis. Ýmsir fleiri þursar á íslandi hafa nokkra hausa eins og olíufélögin. Onnur helztu vígi fáokunar á íslandi eru bankamir og tryggingafélögin. Bankamir komast upp með að halda uppi vöxtum til að afla fiár til óskynsam- legra og ósiðlegra lána, sem ekki em endurgreidd. íslenzku tryggingafélögin hafa með sér fáokunar- samráð um að taka að sér lagavald í slysabótum og láta dómsmálaráðuneyti og ríkisstjórn þjónusta sig með lagafrumvörpum til staðfestingar á, að þeim beri ekki að greiða tjón, sem almenningur verður fyrir. Aðrir þursar hafa bara einn haus. Ein verst þokkaða einokunarstofnun landsins er Bifreiðaskoðun íslands, sem hefur sankað að sér eignum og peningum með miklum hraða í skjóli ríkisins. Hún var stofnuð undir yfirskini einkavæðingar, en er merkisberi einokunar. Eftir mikla baráttu er nú verið að setja reglur um afnám einokunar á bifreiðaskoðun. Bílgreinasambandið telur, að þessar reglur séu strangari en evrópskar regl- ur til að draga úr líkum á, að nýir aðilar hafi bolmagn til að taka upp samkeppni við Bifreiðaskoðun íslands. Eitt þekktasta dæmið um einokun er í fluginu. Ríkið úthlutar einkaleyfum til áætlunarflugs með farþega í innanlandsflugi og til útlanda. Þar á ofan hefur til skamms tíma verið í gildi samningur um einkarétt ein- okunarfélagsins á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurvelli. Einokun og fáokun eru ekki á undanhaldi, þótt stund- um sé talað fallega um nauðsyn á markaðsbúskap og fijálsri samkeppni. Stefna einkavæðingar hefur ekki miðað að aukinni samkeppni, heldur að breytingu nokk- urra þátta ríkiseinokunar yfir í einkaeinokun. Að svo miklu leyti sem ríkisvaldið rekur ekki einka- væðinguna með hangandi hendi, miðar sú stefna í raun að því að búa til matarholur fyrir gæðinga og gæludýr í einkageiranum, en ekki að því að draga úr kostnaði þeirra, sem þjónustuna eða vöruna þurfa að nota. Lögmál markaðsbúskapar og fijálsrar samkeppni eru höfð að yfirvarpi í tilraunum ríkisvaldsins til að breyta um rekstrarform á einokun og fáokun. í reynd eru hand- hafar hins pólitíska valds fyrst og fremst að færa til sérhagsmuni og gæta þeirra gegn almannahagsmunum. Þetta kerfi er svo traust, að ríkið getur gefið eftir ein- okun olíuinnflutnings, án þess að olíufélögin láti af sam- starfi sínu um varðstöðu gegn almannahagsmunum. Jónas Kristjánsson Viðskiptastríð allra gegn öllum færist nær Þaö bar upp á sama daginn í síð- ustu viku að Arthur Dunkel, fram- kvæmdastjóri Almenna samkomu- lagsins um tolla og viðskipti (GATT), kunngerði að hann væri orðinn úrkula vonar um að sam- komuiag næðist á tilsettum tíma um fjölþætt afnám viðskiptahamla á heimsmarkaði og ný stjóm Bills Clinton í Bandaríkjunum ákvað að gefa merki um að hún skirrðist ekki viö aö efna til viðskiptastríðs viö Evrópubandalagið. Uruguay-lotan í samningaumleit- unum 108 ríkja á vegum GATT um alþjóðareglur um stóraukið fijáls- ræði í viðskiptum með búvörur, vefnaðarvöru og hvers konar þjón- ustu ásamt alþjóðlegri vemd fyrir höfundarrétt og einkaleyfi hefur staöið í hálfan áratug. Hver tíma- mörkin af öðrum hafa liðið án nið- urstöðu og nú var að því stefnt að ljúka starfinu fyrir 2. mars þegar út rennur heimild Bandaríkjafor- seta til að leggja niðurstöðuna fyrir þingið til skjótrar meöferðar, til samþykkis eöa synjunar án nokk- urra breytinga. Úr því svona fór verður frekari töf margir mánuðir ef ekki misseri því nýir menn Chnt- ons þurfa tíma til að kynna sér margbrotin mál og flókna samn- ingsstöðu fyrir úrslitalotu. Fréttamenn í Washington segja merki gefið af ráðnum hug um harða afstöðu sfjórnar Clintons í viðskiptamálum þegar hún boðaði refsiaðgerðir í viðskiptum gagn- vart EB gangi í gildi regla sem framkvæmdastjórn bandalagsins hefur sett um forgang fyrirtækja í bandalagslöndum við útboð fram- kvæmda við fjarskipti og orku- mannvirki. Má taka tilboðum EB- fyrirtækja þótt þau séu allt að 3% yfir tilboðum frá löndum utan EB. Ákvöröun Bandaríkjastjómar vakti furðu í Brussel. í fyrsta lagi er dregið verulega úr núgildandi forgangi heimafyrirtækja í útboð- um sem er mismunandi eftir lönd- um en er með nýju reglunum færð- ur í sama horf um EB allt og hafð- ur mun lægri en gildir í Bandaríkj- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson unum sjálfum þar sem vemd heimafyrirtækja við útboð í opin- berar framkvæmdir getur verið frá 9% til 50%. í öðm lagi er yfirlýstur tilgangur með 3% reglu EB að hafa eitthvað í höndunum í samningum við Bandaríkin um jöfnun aðstöðu á útboðsmarkaði, meðal annars gagnvart bandarískum fjarskipta- fyrirtækjum sem em í einkaeign. Hótunin frá Washington um refsiaðgerðir gagnvart EB kom í sömu viku og kunngerður var þar refsitohur allt að 109% á stáhnn- flutning frá 19 löndum, þar af em sjö í EB. Um er að ræða viðskipti sem numiö hafa tveim miUjörðum doUara á ári. Álögumar koma þeg- ar stálmarkaöur er í lægð og stál- framleiðendur um víða veröld fást við gífurlegan rekstrarhaUa. Refsitollurinn á stál er lagður á að kröfu bandarískra stálframleið- enda. Þar er þó um smámuni að ræða hjá því sem gerist ef banda- rísku bUasmiðjunum Chrysler, Ford og General Motors verður að ósk sinni um refsitoll á mestaUan bílainnflutning en hann nam 45 miUjörðum dollara á síðasta ári. RefsitoUurinn á stál var ákveðinn af embættismönnum stjórnar Ge- orge Bush, þótt hann væri ekki kunngerður fyrr en Clinton tók við forsetaembætti. Hótunin um refsi- aðgerðir gegn verktakareglu EB er hins vegar alfarið verk manna Clintons, þeirra Ronalds Brown viöskiptaráðherra og Mickeys Kantor viðskiptasamningafuUtrúa. Síðustu forsetar repúbUkana í Bandaríkjunum hafa verið hlynnt- ir fríverslun. Demókratar hafa aft- ur á móti frá fyrri tíð orð á sér fyr- ir að haUast að vemdarstefnu í miUiríkjaviðskiptum. Það sem nú hefur gerst bendir til að svo sé enn. Og vemdarstefnan stingur sér niður víðar en í Washington. í síð- ustu viku lagði Japansstjórn refsi- toU á innflutning á manganjárn- blendi frá 100 kínverskum fyrir- tækjum sem hún sakar um undir- boð. Kanadastjóm fór eins aö gagn- vart innflutningi á heitvölsuðum stálplötum frá sex löndum. GATT hefur nú takmarkað vald tU að fylgja eftir settum samkeppn- isreglum en það er eitt af því sem leitast átti viö að ráöa bót á í Ur- uguay-lotunni. Meðan hún tefst sækir bersýnUega í sama horf á ríkjandi samdráttarskeiði hjá helstu viðskiptaþjóðum og gerðist í heimskreppunni miklu, við- skiptastríð allra gegn öUum. Niöur- staðan yrði nú eins og þá aUra tap og ófyrirsjáanlegar póUtískar af- leiðingar. Magnús Torfi Ólafsson Bill Clinton ávarpar velslu fyIkisstjóra úr flokki demókrata, sem komu til fundar við forsetann í Washington. Simamynd Reuter Skoðanir aimarra Algjörir apar í apasmygli „Samkvæmt skýrslum lögreglunnar vom fimm mexíkóskir dýrahaldarar nýbúnir að koma búri með stolinni górillu um borð í flutningaflugvél á Opa- Locka flugvellinum í Miami. GóriUunni átti síðan að smygla tíl dýragarðs í MexUcó. GóriUan gaf frá sér hljóð. Einn smyglaranna fór þá að búrinu og hvíslaði: „Heyrðu, stóri minn.“ Þá svaraði góriUan: „Þið emð teknir fastir.“ Sem þeir vom því í góriUu- búningnum var útsendari stjómvalda. Sagt er að apaþjófurinn hafi rekið upp öskur." Úr forystugrein Washington Post 2. febrúar. Stuðningur sjálfsagður „Það á að vera sjálfsagður hlutur að Danmörk veiti fjárhagsaöstoð vegna þeirra kerfisbreytinga sem Færeyingum em svo nauðsynlegar. Vandinn er bara sá að Danmörk á sjálf í svo miklum erfiðleik- um með að framkvæma eigin kerfisbreytingar. Viö sem erum í suðlæga hluta rUdsins höfum ekkert tU að stæra okkur af. Við stóðum líka allt of lengi í þeirri trú að aUt væri í himnalagi. Nú er komið að Færeyingum að bæta ráð sitt.“ Úr forystugrein Politiken 2. febrúar. Þrjóska Jonasar Savimbi „Ástæðan fyrir því að Angóla er á ný sokkin í borgarastyrjöld er þrjóska Jonasar Savimbi, leiðtoga uppreisnarhreyfingarinnar UNITA, að vilja ekki við- urkenna ósigur sinn í kosningunum í september. Hann segir að brögö hafi verið í tafli. Utanaðkom- andi aðUar em homun ósammála. EftirUtsmenn SÞ sögðu þær ekki gaUalausar en að mestu frjálsar." Úr forystugrein Economist 30. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.