Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993 Skák Skákþing Reykjavíkur: Frækileg frammi- staða Guðmundar - en Dan Hansson er skákmeistari Reykjavíkur Guðmundur St. Gíslason, 28 ára nemi 1 Fiskvinnsluskólanum, gerði sér lítiö fyrir og vann alla andstæð- inga sína á skákþingi Reykjavíkur, sem lauk á miðvikudag. Guðmundur hlaut 11 vinninga af 11 mögulegum og þó var ekki við neina aukvisa að eiga. Meðal fómarlamba Guðmund- ar voru alþjóðlegu meistaranir Þröstur ÞórhaUsson og Sævar Bjamason. Árangur Guðmundar er stórglæsi- legur en þó er ekki einsdæmi að sig- ur vinnist á skákþingi Reykjavíkur með „fullu húsi”. I úrslitakeppni um titilinn 1960 vann Friörik Olafsson allar 7 skákir sínar og 1964 fékk Björn Þorsteinsson 9 v. af jafnmörgum mögulegum. Dan Hansson varð einn í 2. sæti með 9,5 v., sem einnig er frábær ár- angur og hefði að öðru jöfnu átt að nægja til sigurs. Þriöja sæti deildu Þröstur Þórhallsson, Þröstur Áma- son, Snorri Karlsson, Áskell Öm Kárason og Haukur Angantýsson, aUir með 7,5 v. í 8.-16. sæti urðu Ólaf- ur B. Þórsson, Sævar Bjarnason, Amar E. Gunnarsson, Bragi Þor- finnsson, Kristján Eðvarðsson, Magnús Öm Úlafarsson, PáU Agnar Þórarinsson, Heimir Ásgeirsson og Eiríkur Bjömsson með 7 v. Keppend- ur vom aUs 69 talsins og skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson. Guðmundur á lögheimiU á ísafirði og samkvæmt gömlum reglum getur hann því ekki orðið skákmeistari Reykjavíkur. Dan Hansson hreppir því titiUnn. Dan er raunar sænskur ríkisborgari og félagi í Taflfélagi Kópavogs en hann býr svo vel að eiga lögheimili í Reykjavík. Hæfileikar Guðmundar á skák- sviðinu leyndu sér ekki frá ungum aldri. Ástundun hans hefur hins veg- ar verið stopul og því hefur minna orðið úr fræknum sigmm en efni standa tU. Trúlega býr Guðmundur nú að góðri reynslu sem hann fékk á alþjóðamóti tímaritsins Skákar á ísafirði í nóvember - minningarmóti um Högna Torfason. Guömundur hefur næmt auga fyrir leikfléttum og hugsar sig sjaldnast Guðmundur St. Gíslason. um tvisvar ef hann eygir sóknar- möguleika. Sigramir gegn Þresti og Sævari í lokaumferöunum tveimur sýna aö frammistaða hans á mótinu er engin tilviljun. Skákin við Sævar er sérlega skemmtUega tefld á báða bóga. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Guðmundur Gíslason SUcileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Dc7 8. Bxf6 gxf6 9. Df3 Rc6 10. 0-0-0 Bd7 11. g3 O-ð-O 12. Kbl?! Einn ónákvæmur leikur og Guð- mundur er ekki seinn á sér að snúa vöm í sókn. Á hinn bóginn hefði 12. Dh5! gefið hvítum betra tafl. 12. - f5! 13. Rb3 Ef 13. exf5 Rxd4 14. Hxd4 Bc6 15. Re4 Bg7 og svartur hefur góð færi. T.d. 16. Hd3 Da5! 17. Bh3 Db4 og vinn- ur. 13. - fxe4 14. Rxe4 Kb8 15. Rg5 Bc8 16. Dc3 Hg8 17. Rxh7!? Glannalegt, því að sjá má fyrir aö riddarinn gæti lent í lífsháska. En hvítur á vart annars úrkosti en að reyna að flækja stöðuna, því að svartur ætti annars mjög gott tafl. 17. - Bg718. Dd2 f619. Bd3 Bh8 20. c3 TU að hindra - Rb4 og í vissum til- vikum er Dc2 tU að valda riddarann nayðsynlegt. 20. - Re7! 21. De2 e5! 22. Hdel Bg4! 23. Df2 Rg6 Guðmundur tefhr þennan þátt skákarinnar mjög skemmtílega. Nú er ljóst að riddari hvíts á ekki aftur- kvæmt en hann mun ekki faUa óbættur. 24. f5?! Guðmundur ætlaði aö svara 24. h3 Bc8 25. h4 með 25. - e4! 26. Bxe4 f5! og vinnur þá Uð. Þetta var þó trúlega besta tilraun hvíts, þó svo að eftir 27. Bd5 Dxh7 28. Bxg8 Hxg8 29. Db6 Dc7! séu færi svarts betri. 8 7 6 5 4 3 2 1 24. - e4! Þennan möguleika varð Guðmund- ur að sjá fyrir er hann lék sinn 22. leik. Ekki gengur 24. - Re7 vegna 25. h3 Bh5 26. g4 Be8 27. g5 og riddarinn sleppur úr prísundinni. 25. Bxe4 Re5 26. h3 Bh5 27. g4 d5! 28. Bc2 Be8 29. Rxf6 MiUUeikur svarts í 27. leik gerir það að verkum að nú má svara 29. Dh4 með 29. - Rf3. Riddarinn er nú falUnn en hvítur á þijú peö í skiptum. 29. - Bxf6 30. Rd4 Bf7 31. Hhgl Rc4?! Sóknin er jafnan efst í huga Guð- mundar en nú gefur hann hvítu peð- unum lausan tauminn. Það hefði Sævar átt að færa sér í nyt með 32. h4! - Betra er fyrst 31. - Hc8, eöa 31. - Ka8. 32. Bb3?! Ka8 33. h4 Bxd4! 34. Dxd4? Eftir þetta verður tafli hvíts ekki ABCDEFGH bjargað. Hann er enn á lífi eftir 34. cxd4 en eins og Guðmundur sýndi fram á eftir skákina er margt að var- ast eftir svarleikinn 34. - Da5! 34. - Dh2! 35. Bxc4 Þvingað, vegna máthótunarinnar. Umsjón Jón L. Árnason 35. - dxc4 36. Db6 Hd6 Mögulegt var einnig 36. - Dxh4, t.d. 37. He7 Bd5 38. g5 Be4+ 39. Kal Dxg5! o.s.frv. 37. Db4 Hgd8 38. a3 Ka7 39. Hhl Dd2 40. Hdl Dxdl+ 41. Hxdl Hxdl+ 42. Ka2 Bd5 43. a4 Bc6! Hvítur er í mátneti. 44. ffi Hfl 45. Dc5+ Ka8 46. g5 Hddl 47. DfB+ Ka7 48. Ka3 Hal+ 49. Kb4 Hxa4+ 50. Kc5 Hdl! 8 7 6 5 4 3 2 1 - Hvítur gafst upp. Ef 51. Df7 Ha5+ 52. Kb4 Hb5+ 53. Kxc4 Bd5+ og tveir hrókar ráða auðveldlega við hvítu peðin. Leiðrétting: Eins og glöggur lesandi benti á var síðasti leikurinn í skák Þrastar ÞórhaUssonar og Sævars í síöasta helgarblaði rangur. Þröstur lék ekki 21. Hel? sem svara má með 21. - Hc8 og drottningin er faUin, heldur 21. He7! og þá gafst Sævar upp. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. -JLÁ H 1 Á & t' M & I k ■ A H I ABCDEFGH Bridge_______________________________________ Opið EM-tvímenningsmót: Páll og Karl unnu SíðastUðinn laugardag, 30. janúar, hélt Bridgesamband íslands opið tvímenningsmót þar sem verðlaunin voru ferðir á Evrópumótiö í tvímenningi sem haldið verður í Bielefeld í Þýskalandi 19.-21. mars. í fyrstu verðlaun voru flugfar, hóteldvöl og keppnisgjald fyrir tvo og önnur og þriðju verðlaun voru hóteldvöl og keppnisgjald fyrir pörin. AUs tóku 32 pör þátt í keppninni og var spUað- ur barómeter, 2 spU mUU para. Lokaröðin varð eftirfarandi en þess ber að geta að vegna kæru, sem Uggur fyrir dómstóU BSÍ, gæti röðin í fyrsta og öðru sætinu breyst: 1. PáU Valdimarsson-Karl Sigurhjartarson 164 2. Sverrir Ármannsson-Matthías Þorvaldsson 139 3. Þröstur Ingimarsson-Þórður Bjömsson 134 Evrópumótið í tvímenningi er opiö öUum sem eru aðilar að bridgesamböndum Evrópu en umsóknir verða aö fara í gegnum viðkomandi bridgesambönd. Líklegt er að 7-8 íslensk pör taki þátt í þessu móti en umsóknarfrestur er tU 15. febrúar næstkomandi. Bridgefélag Vestur-Húnvetninga Fyrsta keppni janúarmánaðar var tvímenning- ur en síðan hófst aðalsveitakeppni félagsins. Staðan í aðalsveitakeppninni er þannig eftir 3 umferöir: 1. Eggert Ó. Levý 71 2. Öm Guöjónsson 44 3. Konráö Einarsson 39 4. Þórður Jónsson 23 Vetrarmitchell BSÍ SíðastUðinn föstudag var spUaður vetrarmitc- heU í Sigtúni 9 að venju. AUs mættu 24 pör tíl leiks og úrsht urðu eftirfarandi í NS: 1. Guöný Guöjónsdóttir-Amgunnur Jónsdóttir 323 2. Þóröur Bjömsson-Þröstm- Ingimarsson 319 3. Leifur Kristjánsson-Heimir Tryggvason 315 Hæsta skor í AV: 1. Jóhannes Ágústsson-Friörik Friöriksson 335 2. Elín Jónsdóttir-Lilja Guðnadóttir 300 3. Guölaugur Sveinsson-Erlendur Jónsson 289 VetrarmitcheU er alltaf spUaður á föstudags- kvöldum í Sigtúni 9 og hefst stundvíslega klukk- an 19. Næsta fóstudag, 5. febrúar, verður í vetr- armitcheU keppt um sæti í tvímenningi bridge- hátíðar sem verður 12.-15. febrúar næstkom- andi. í tvímenningi bridgehátíðar taka þátt 48 pör en 44 hafa þegar verið valin og keppt er um 4 síðustu sætin. Skráning er á staðnum. íslandsmót í parasveitakeppni Fyrsta íslandsmót í parasveitakeppni verður haldið í Sigtúni 9 um næstu helgi, 6.-7. febrúar. Skráningu í mótið lýkur miðvikudaginn 3. febrú- ar og nú þegar eru skráðar 18 sveitir sem er fram- ar björtustu vonum. SpUaðar verða 7 umferðir Monrad, 16 spiia leikir. Fjórar umferðir verða spUaöar á laugardeginum og 3 á sunnudeginum og hefst spUamennska báða dagana klukkan 10. Keppnissýóri verður Kristján Hauksson og keppnisgald krónur 10 þúsund á sveit. -ÍS Bima komin Keppni í kvennaflokki á skák- þingi Reykjavíkur fór fyrst fi-am 1975 en síöustu árin hafa konurn- ar haft um annað að hugsa. Nú eru þær loks mættar aftur tíl leiks - átta konur tefia á skák- þinginu sem hófst sl. þriðjudag. Mesta athygli vekur þátttaka Birnu Norðdahl sem er tvöfaldur íslandsmeistari og varö Reykja- vUcurmeistari 1976. Birna, sem er fædd 1919, var helsti hvatamaöur að því að Jslendingar sendu í fyrsta skipti kvennasveit tU keppni á ólympíumót - til Buenos Aires 1978. Auk Birnu tefla í mótinu Svava Sigbertsdóttir, Anna B. Þor- grímsdóttir, Helga Guðrún Ei- riksdóttir, Áslaug Kristinsdóttir, Berglind Aradóttir og Guðný Hrund Karisdóttir. Eftir tvær umferðir liafði Áslaug unniö báð- ar skákir sínar, m.a. Birnu, en tveimur skákum 1. umferðar var frestað sökum ófærðar. Mótinu lýkur nk. fimmtudag. Amar unglinga- meistari Arnar E. Gunnarsson hreppti titílinn „unglingameistari Reykjavíkur 1993“ er hann sigr- aði í unglingaflokki á skákþingi Reykjavíkur, sem er opinn skák- mönnum 14 ára og yngri. Arnar hlaut 6,5 v. af 7 mögulegum, geröi aðeins jafhtefli við Davíð Ingi- marsson, sem varð í 2. sæti með 5,5 v. Bræðurnir Bragi og Bjöm Þorfinnssynir, Torfi Leósson, Jón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson fengu 5 v. og varð Bragi í 3. sæti á stigum. Berg- steinn Einarsson og Oddur Ingi- marsson fengu 4,5 v. og 4 v. fengu Anna Björg Þorgrímsdóttir, Jan- us Ragnarsson, Þórhalldur Hall- dórsson, Ólafur Helgi Þorkelsson, Davíð Kjartansson; Kjartan Thor Wikfeldt og Árni Arnason. Keppendur í unglingaflokki voru 36 og voru tefldar atskákir - umhugsimartími 30 minútur á keppanda. Skákfélag Hafnaríjaröar, Tafl- félagið HeUir og Taflfélag Kópa- vogs halda atskákmót í Hafnar- firði 12.-13. febrúar nk. Mótið hefst kl. 20 á fóstudegi og verður fram haldiö kL 13 á laugardegi. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Verðlaun eru kr. 15.000, kr. 9.000 og kr. 6.000 og auk þess verða veitt aukaverðlaun fyrir bestan árangur skákmanna með 1700-2000 Elo-stig, skákmanna með færri en 1700 stig og 15 ára ogyngri. Teflt er 1 Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29 í Hafharfirði, og er öllum heimil þáttíaka. Hrað- 1 f 1 / . skakmot Reykja- víkur Aö venju lýkur skákþingi Reykjavíkur meö hraðskákmóti Reykjavikur, sem haldið er á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14. Þar er oft heitt í kolunum, enda aðeins 5 mínútur til þess að hugsa sig um. ÖUum er heimil þátttaka. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.