Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Page 20
Robert Downey jr. hefur fengið mjög lofsamlega dóma fyrir túlkun sína á Charlie Chaplin. Kvikmyndir Hilmar Karlsson stofnuðu þeir United Artist saman. Moira Kelly leikur tvö hlutverk í myndinni, æskuást Chaplins, Hettu Kelly og síðustu eiginkonu hans, Oona O’NeilI. Diane Lane leikur Paulette Godd- ard, leikkonuna frægu sem var þriðja eiginkona Chaplins. Penelope Ann Miller leikur Ednu Purviance sem lék aðalkvenhlut- verkið í mörgum kvikmyndum Chaplins. John Thaw (Inspector Morse) leik- ur Fred Kamo sem var þekktur skemmtikraftur og kom Chaplin fyrst á framfæri í tónlistarhöllum. Nancy Travis leikur Joan Barry, smástimi sem nærri verður til þess að útiloka Chaplin úr kvikmynda- heiminum er hún lögsækir hann. James Woods leikur ákærandann Joseph Scott í máli Joan Barry gegn Chaplin. Á nærri sextíu ára ferli lék Charlie Chaplin umrenninginn í 75 kvik- myndum, oftast án þess að segja orð og enn í dag er þessi litli umrenning- ur þekktasta persóna sem sköpuö hefur veriö á hvíta tjaldinu. En Chaplin var ekki aðeins leikari, hann var gott tónskáld sem samdi tónlist við allar kvikmyndir sínar eftir að hljóðsetning kom til sögunnar og skrifaði öll handrit að myndum sín- mn. Charlie Chaplin kom fyrst fram fyrir kvikmyndavél 1914 og í síöasta sinn 1967 í hlutverki þjóns í síðustu kvikmynd sinni, A Countess from Hong Kong. -HK Charlie Chaplin (Robert Downey jr.) er hér að vinna að sköpun umrenningsins. Chaplin, hafi tekist sérlega vel að skila mjög erfiðu hlutverki og það sé alls ekki hans sök að ekki hafi tekist að skapa snilldarverk eins og margir höfðu vonast eftir, því að lík- lega er Chaplin sú kvikmynd sem allir vildu að yrði góð. Þrátt fyrir ýmsa annmarka hefur Chaplin samt töluvert skemmtigildi, sérstaklega fyrir þá sem þekkja sögu Chaplins og hafa kynnt sér kvikmyndaiönað- inn á þeim tíma sem myndin gerist. Bjó sigvel undirhlutverkið Robert Downey jr. á aö baki leik í tuttugu kvikmyndum en Chaplin er tvímælalaust mest krefjandi hlut- verkiö. Attenborough var búinn að leita lengi þegar hann datt niður á Robert Downey. „Það geta allir sæmilegir leikarar stælt umrenning- inn, gert sig útskeifan og leikið sér með hatt og staf, en það var eitthvað í framkomu Downeys jr. sem minnti á Chaplin og það réð úrslitum," segir Richard Attenborough um val sitt á honum. Downey jr. er sonur kvikmynda- leiksfiórans og rithöfundarins Ro- berts Downey og kom hann fyrst fram í kvikmyndum hjá föður sínum. Fyrsta aðalhlutverkið lék hann í The Pick-up Artist á móti Molly Ring- wald. Af öðrum myndum, sem hann hefur leikið stór hlutverk í, má nefna Less than Zero, Air America, Chanc- es Are, Soapdish og Weird Science. Robert Downey jr. fékk ár til að búa sig undir hlutverkið. Aðalþjálfari hans var látbragðsleikarinn Dan Kamin sem nánast breytti Downey jr. í umrenninginn litla. Downey jr. las allar bækur sem skrifaðar hafa verið um Chaplin og horfði síðan stanslaust á kvikmyndir hans og heimildamyndir. Auk þess gerði hann sér far um að arka um götur 1 London og kanna alla staöi sem eitt- hvað eru tengdir Chaplin. Robert Downey hefur viðurkennt að það hafi verið mikil áskorun að leika Chaplin, en segir að þegar kafað sé ofan í eina persónu í þetta langan tíma verði hún ósjálfrátt hluti af manni. Margarfrægar persónur í Chaplin er mikill fjöldi þekktra leikara og margir þeirra leika þekkt- ar persónur sem voru uppi á sama tíma og Chaplin: Dan Aykroyd leikur Mack Sennett, kvikmyndaframleiðandann sem skapaði hina frægu Keystone Cops og manninn sem fékk Chaplin til Hollywood. Geraldine Chaplin leikur ömmu sína, Hönnu Chaplin, sem ól upp syni sína tvo í mikilli fátækt og endaði á geðsjúkrahúsi. Anthony Hopkins leikur tilbúinn sögumann, George Hayden, sem er að skrifa ævisögu Chaplins. Það er í gegnum hann sem atburðarásinni er lýst. Kevin Kline leikur Hollywood- stjömxma Douglas Fairbanks, en hann var nánasti vinur Chaplins og Kvikmyndir Chaplin Ný kvikmynd Richards Atten borough vekur blendnar tilfinningar Mesti gamanleikari allra tíma, Charhe Chaphn, lifði fjölbreyttu og dramatísku lífi sem er tilvalið efni til að kvikmynda. Samt er það svo að fáir hafa haft á því mikla trú aö hægt sé að gera vel heppnaða kvik- mynd um Chaplin enda persónan svo lifandi í hugum allra sem einhvem tíma hafa séð hann að ekki er hægt að ætlast til að leikari, hversu góður sem hann er, geti túlkað þessa marg- brotnu persónu svo vel fari. Hinn þekkti kvikmyndagerðar- maður Richard Attenborough var á annarri skoðun og þegar viðmð var við hann hugmynd 1988 um að gera kvikmynd um ævi snilhngsins fékk hann strax áhuga á verkefninu og varði miklum tíma í að leita að rétta leikaranum, kannski of miklum því að viðtökur við myndinni hafa verið blendnar og ekki allir á eitt sáttir um gæði hennar. En alhr em sammála um að Robert Downey jr., sem leikur LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993 Stallone í dýrustu myndinni Sú kvikmynd, sem að öllum lík- indum verður þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera dýr- asta kvikmynd ársins 1993, er nýjasta kvikmynd Sylvesters Stallone. Clifihanger, sem leik- stýrt er af Finnanum Renny Harl- in. Talið er að þegar vmnslu lýk- ur verði kostnaðurinn kominn í 80 milljónir dollara sem er hátt í 30 milljónum meira en í upphafi var gert ráð fyrir. Spieiberg aöeins ódýrari Nýjasta kvikmynd Steven Spi- elberg Jurassic Park sem er í lokafrágangi verðui* litlu ódýrari en Cliflhanger, en áætlaður kostnaður við hana er 70 milljón- ir dohara. í mynd þessari, sem gerð er eftir skáldsögu Michael Chricton, leika aðalhlutverkin Sam Neih, Laura Dern, Jefi' Goldblum og Richai'd Attenboro ugh. Frumsýning er áætluð í sumar. Flóttamaðurinn birtist aftur Eins og mörgum er kunnugt tók Harrison Ford að sér hlutverk Jack Ryan í Patriot Games eftir að Alec Baldwin hafði veriö hafn- aö vegna launakrafna. Nú er ver- ið að hefla gerð kvikmyndarinnar The Fugitive sem gerð er efdr vinsælli sjónvarpsseríu sem margir kannast við ffá árdögum Sjónvarpsins og mun Harrison Ford leika Kimble sem ahtaf var á flótta. Og það er af Alec Bald- win að frétta að hann átti að leika Kimble en lenti eitthvaö upp á kant við framleiðendur og má segja að Harrison Ford feti enn einu sinni í spor Alec Baldwin. Stone og Carpenter Sagt er að Sharon Stone sé svo eftirsótt i Hohywood þessa dag- ana að henni séu boðin öh al- mennileg kvenhlutvork. Það er að frétta af gyðjunni að hún hefur nýlokið við að leika í þrhlemum Silver ásamt William Baldwin og Tom Berenger og er þessa dagana að undirbúa sig fyrir aðalhlut- verkið í framtíðarþrillernum Pin Cusion sem hryllingsmeistarinn John Carpenter leikstýrir. Þess má geta að Carpenter áætlar á þessu ári að leikstýra endurgerð B-myndar frá 1954, The Creature From the Black Lagoon. Cronenberg og M. Butteiily Annar meistari liryllings- mynda, David Cronenberg, er jjessa daga að hefja gerð kvik- myndarinnar M. Butterfly sem gerð er eftír víðfrægu leikriti um fránskan diplomat i Kína sem fellur fyrir innlendii snót sem reynist síðan vera karlmaður. Það er Jeremy Irons sem leikur diplomatinn. Þess má geta að léikrit þetta var sýnt í Þjóðleik húsinu í fyrra. Lítið farið fyrirFelixnum Mjög lítið hefur verið sagt frá Felix verðlaununum evrópsku sem veitt vöru i deséraber síðást- liðnum. Sjálfsagt er ein ástæðan að engin íslensk kvikmynd var með í tilnefningum þetta árið. En tilað svala forvítni kvikmyndaá- hugamanna má geta þess að it- alska kvikmyndin n ladro di bambiúi, sem leikstýrt er af Gianni Amelio, var kosin besta kvikmjmd ársins, franska leik- konan Juliette Binoche, besta leikkonan fyrir leik sinn í Les Amants du Pont-Neuf og besti leikari var valinn Matti Pell- onpáá fyrir lehc sinn i La vie de Bohéme sem leikstýrt er af Aki Kaurismáki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.