Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR'25, FEBRÚAR1993 Neytendur Verðkönnun DV í matvöruverslunum: DV í vikulegri verðkönnun DV í gær var farið eftir tveimur verðkönnun- um sem blaðið gerði í febrúar og mars 1988. Af þeim tölum, sem þar sáust, þótti sýnt að lítil verðhækkun hefði oröið á funm ára tímabili og í sumum tilfellum engin. Það kom á endanum í ljós að tvær vörutegundir hafa lækkað í verði á fimm árum og sumar hafa hækkað mjög lítið, allt eftir því hvort miðað er við einstakar verslanir eða meðal- tal. Alpin grautur 11 — meðalverð — 131 kr. 1988 1993 Weetabix - meðalverð - 137 kr. 1988 169 kr. 1993 Færri verslanir og meiri samkeppni Verslanimar, sem voru heimsóttar árið 1988, voru Hagkaup, SS-Hlemmi, Mikhgarður, Kaupstaður í Mjódd, Fjarðarkaup, Kostakaup, Garða- kaup, Nýibær og JL-húsið. Allt eru þetta stórmarkaðir þess tíma. Verslanir sem teknar voru til sam- anburðar núna eru Kaupstaður við Hringbraut, Bónus á Nesinu, Hag- kaup Eiðistorgi, Fjarðarkaup og Mikligarður. í samtölum við verslunarstjóra í gær kom fram að fyrirfram þætti þeim ekki ólíklegt að niðurstaðan úr könnuninni yrði lækkun í sumum tilfellum og flestir veðjuðu á sveppa- dósina. í annan stað var bent á að verslun- um á höfuðborgarsvæðinu hefði fækkað, ýmist vegna þess að þær hefðu veriö lagðar niður eða nokkrar hefðu sameinast. í kjölfarið hafa orð- ið til „risar“ á matvöramarkaðnum og öll innkaup hagkvæmari og yfir- leitt í miklu magni. í þriðja lagi væri samkeppnin mjög grimm á milli verslana innbyrðis og ekki síður milli framleiðenda og inn- flytjenda. Allir þessir þættir hefðu haft áhrif til lækkunar vöruverðs. En að verðkönnuninni sjálfri. Lagt var upp með átján vöruflokka í byij- un en aðeins þrír voru alveg eða nánast dottnir út af markaðnum og fengust ekki lengur. í staðinn var komin sama vara en frá öðrum fram- leiðanda. Verðlækkun á tveimur vörutegundum Tvær vörutegundir hafa hreinlega lækkað í verði á fimm ára tímabih sem er út af fyrir sig athyglisvert. Því miður eru ekki tök á að birta gömlu töfluna hér samhliöa þeirri nýju og verður því aðeins stiklað á stóru. Dós af Ma Ling sveppum kostaði Hluti þeirra vörutegunda sem verð var kannað á. 104,50 að meðaltali árið 1988 en að- eins 62,40 núna. í eldri könnuninni fékkst hún í fjórum verslunum og í tveimur þeirra kostaði dósin 110 krónur þar sem hún var dýrust en 99 krónur þar sem hún var ódýrust. Til samanburðar er hæsta verðið núna 76 krónur en lægsta verðið er 49 krónur. Munur á lægsta verði þá og nú er rúm 100%. Önnur vara, sem lækkar á þessu fimm ára tímabih, er Aldin grautur sem er íslensk framleiðsla. 1988 kost- aöi hann mest 146 krónur en núna er hæsta verðið 149 krónur eða nán- ast það sama. Lægsta verðið árið 1988 var 107 krónur en nú er lægsta verð- ið 114 krónur eða örhtið hærra. Með- ahækkun á fimm árum er ekki mikil eða tæp fjögur prósent. 500 g ódýrari en 250 g Honig spaghetti fékkst ekki ahs staðar í 250 gramma pakka en sú stærð var notuð í gömlu könnun- inni. Á þremur stöðum fékkst Honig spaghetti bara í 500 gramma pakka. Hins vegar kom eitt undarlegt í ljós. Þyngri pakkinn kostar minna en létt- ari pakkinn ef rétt er keypt inn. Til samanburðar sést þetta á töflunni hér á síðunni. Það er meira að segja tíu krónum ódýrara að kaupa 500 grömm í Bónus en 250 g í Hagkaup. Fyrir fimm ánun var meðalverðið á 250 g pakkanum 30,70 en nú er það 60 krónur. En ef500 g pakki er keypt- ur í Bónus eða Miklagarði í dag (með- alverð 55 krónur) kosta hver 250 grömm (hálfur pakki) ekki nema 22,50 sem er lækkun um átta krónur á fimm árum. Túnfiskur hefur hækkað um tuttugu krónur MeðalhækKun á túnfiski á þessum fimm árum er tuttugu krónur. Árið 1988 var meðalverðið 101 króna en er nú 120 krónur. Munurinn er tæp nítján prósent. Munur á hæsta og lægsta verði núna er rétt þijú pró- sent. Þessi tegund fékkst aðeins í Fjarðarkaupum, Hagkaup og Kaup- stað. Bónus og Mikhgarður selja hann ekki og báðar verslanir hafa snúið sér að öörum og ódýrari vöru- merkjum. Egg hafa hækkað um rúman þriðjung Egg hafa sýnhega hækkað um þriðjung á þessu fimm ára tímabih. Meðalverðið fyrir fimm árum var 203 krónur sem er meira en eggin kost- uðu fyrir jóhn síðustu. Nú er með- alverðið 361 og er munurinn tæp 78%. Annað sem vekur athygli er að verð milh verslana er mikið th sama eða með hhum mun. Á árinu 1988 rokkaði verð um 197-198 krónur utan að ein verslun selur khóið á 220 krón- ur. Núna selja þijár verslanir eggja- khóið á 369 krónur en Bónus og Mikhgarður skera sig aöeins úr. Þaö er engu hkara en eggjaverðið sé hið sama samkvæmt thskipun. Verðmunur á lyftidufti og skyndikaffi Royal lyftiduft virðist ekki vera sérstök samkeppnisvara því verð- munur á 200 g pakka mhh þessara fimm verslana er mikih. Dýrast er lyftiduftið í Fjarðarkaupum á 117 krónur en ódýrast í Bónus á 79 krón- ur. Munur á hæsta og lægsta verði er 48%. Einnig er mikhl munur á hæsta og lægsta verði á Neskaffi guh 100 g. Dýrast var það í Kaupstað á krónur 254 en ódýrast í Bónus á kr. 199. Munur á hæsta og lægsta verði er 28 af hundraði. * 500 g Honig spaghetti. Ma Ling sveppir 425 g — meðalverð — Hagkaup Bónus Fjarðark. Miklig. Kaupst. Timotei sjampó, 22 ml 173 159 Bacofoil álpappír, 5 m 89 87 120 Ma Ling sveppir/425 g 59 49 75 53 76 Merrild kaffi, meðalst. 239 219 234 231 249 Aldin eplagrautur, 11 149 114 117 Royal lyftiduft, 200 g 89 79 117 85 106 Weetabix,430g 159 159 154 206 | Egg, 1 kg 369 340 369 358 369 Cheerios, 275 g 169 142 168 145 Honigspagh., 250 g 62 * 52 55 * 57 * 64 Túnfisk/Palacio, 113 g 122 118 121 Nescafé gull, 100 g 229 199 246 221 254 GilletteContour,5stk. 205 218 193 255 Luxsápa, 85 g 27 28 32 5 Ibs Pillsb. hveiti 139 , 107 129 131 139 1 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞER SKAÐA! yujLnDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.