Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 Fréttir___________________________________ Ólga meðal félagsmanna Hundaræktarfélags íslands: Nýjar sýningar- reglur óviðunandi - segir Jóhanna Harðardóttir, úr fulltrúaráði HRFÍ „Til þess aö geta ræktað undan hundi er nauðsynlegt að fá hann dæmdan á hundasýningum. HRFÍ hefur sett nýjar reglur um hunda- sýningar án nokkurs samráös við fulltrúaráð félagsins og það finnst okkur óviðunandi. „Það gæti vel verið að núverandi formaður Hundaræktarfélags ís- lands (HRFÍ) haldi því fram að það sé ekki í verksviði fulltrúaráðs HRFÍ að taka afstöðu til nýrra sýningar- reglna en við erum því algerlega ó- sammála," sagði Jóhanna Harðar- dóttir, úr fulltrúaráði HRFI. Mikil ólga er innan félagsins vegna þessa máls og óánægja ríkir meðal margra innan fulltrúaráðsins með þær nýju reglur sem gilda um sýn- ingar á hundum. Stefnt er að því að halda félagsfund hjá HRFÍ síðar í vikunni þar sem þessi og fleiri mál verða rædd og fastlega er búist við átökum á ársþingi félagsins í vor. „Okkur í fulltrúaráöinu finnst sárgrætilegt að ekkert samráö skuli haft við okkur og að formaðurinn eigi í raun aö ráða þessu öllu. Það verður félagsfundur á fimmtudaginn þar sem þessi mál verða rædd og þar verða örugglega mikil átök,“ sagði Jóhanna. Ekki í verkahring fulltrúaráðsins „í félaginu er hópur ritara, fólk sem hefur farið á sýningarritaranám- skeið. Þeir gerðu þessar nýju reglur, sem gilda um hundasýningar, eftir norskri fyrirmynd og lögðu fyrir stjóm HRFÍ. Ég lít á það sem eðlilegt að þeir sem hafa þekkingu á þessum hlutum geri reglumar og leggi fyrir stjómina og það er ekki í verkahring fulltrúaráðsins,“ sagði Guðrún R. Guðjohnsen, formaður HRFÍ. „í lögum félags HRFÍ stendur að stjóm skuli setja svona reglur. í full- trúaráðinu situr fullt af fólki sem hefur ekki neina þekkingu á sýning- um eða framkvæmd þeirra. Hins vegar er eðlilegt að bera undir full- trúaráðið allar ákvarðanir sem varða hennar starfssvið,“ sagði Guð- rún. -ÍS „Svaibarðseyr- arbændur“ enn í málaferlum Gylfi Kristjánason, DV, Akureyn: Bændur, sem tengdust Kaupfé- lagi Svalbaröseyrar á sínum tima, eru ekki enn lausir úr þeim tengslum þótt Kaupfélagið hafi orðið gjaldþrota fyrir 7árum. Fjórum bændum, er vora Ifjár- hagslegri ábyrgð fyrir Kaupfélag Svaibarðseyrar, var gert að greiða nokkrar nnUjónir af skuldum kaupfélagsins er það varð gjaldþrota og var frá því máli gengið fyrir skömmu. Þessi skuld var við Iðnaðarbankann og síöar íslandsbanka Nú hefur bóndi í Glæsibæjar- hreppi, sem átti inneign hiá kaup- félaginu upp á 5-6 milljónir króna, hölðað mál og er fjórum bændum gert að standa skil á greiðslu þeirrar skuldar en þeir munu hafa verið i ábyrgö fyrir kaupfélagið vegna hennar. A.m.k. einn þeirra tengdist einnig máiinu sem nýlokið er. Málflutn- ingur í þessu máli hófst í héraðs- dómi á Akureyri í dag. Friðrlk Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiöifélags Reykjavikur, með lax úr Norðurá i Borgarfirði sem lækkaði um 30% á innlandsmarkaði. DV-mynd G.Bender Undirboð á laxveiðimarkaði: Sýna þörf ina á lækkun - segir formaður Stangaveiðifélags Reykjavikur Frétt okkar á mánudaginn um að tilboð væru í gangi um lægra verð á veiðileyfum en sett væru upp á verð- hstum hefur vakið feiknarlega at- hygh. Stangaveiðifélag Reykjavíkur náði niður verði í Noröurá í Borgarfirði og hafa veiðileyfi selst vel í vetur í ánni næsta sumar. Um allt að 30% lækkun náðist á innlandsmarkaði fyrir félagsmenn. „Reynslan síðasta sumar benti mjög ákveðið til þess að markaður- inn þyldi ekki svo hátt verölag sem þá var,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur, í samtali við DV. „Það kemur okkur ekki á óvart að heyra að í veiðiám, þar sem virtist ætla að verða óbreytt verð frá fyrra sumri eða jafnvel að hækka, séu menn nú knúnir til að lækka verðið eða bjóða afslátt í einhverju formi. Við höfum orðið varir við margar fyrirspumir frá utanfélagsmönnum og teljum að það sýni í verki að veiði- menn virði það að félagið gekk hreint til verks og samdi strax um lækkanir síðasliðið haust. Með því vildi félagið lækka verð á veiðileyfum að kröfu markaðarins, í stað þess að setja fram óbreytt eða hærra verð og þurfa síðan að standa í undirboðum. Und- irboðin staðfesta þörfina sem var á lækkun," sagði Friörik ennfremur. Veiðiieyfamarkaðurinn veltir um 600-700 milljónum á ári en þessi und- irboð síðustu daga gætu lækkað þessa upphæð um 30-40 mfiljónir. Ferjuflutningamir í Eyjafírði og til Grímseyjar: Heimingsspamaður verði gengið að lægsta tilboðinu Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Gangi Vegagerð ríkisins að lægsta tilboðinu, sem barst í feijuflutning- ana í Eyjafirði og til Grímseyjar, sparast um helmingur þeirrar upp- hæðar sem Vegagerðin áætlaði að greiða þyrfti með rekstrinum næstu tvö árin. Tilboðin, sem opnuð voru í fyrra- dag, voru á bilinu 54 til 96 milljónir króna, eftir því við hvaöa flutnings- leið af þremur, sem tilboöin voru gerð í, var miðað og tilboðin voru til tveggja ára. Áætlanir Vegagerðar- innar um óbreyttan rekstur frá því sem verið hefur gera hins vegar ráð fyrir að greiða hefði þurft um 52 miUjónir króna með rekstrinum ár- lega. Einn viðmælandi DV innan Vega- gerðarinnar sagði þó í gær að það væri að sínu mati ails ekki borðleggj- andi að gengið yrði að tilboði Ey- steins Ingvarssonar sem átti lægsta tilboðið. Því ylh aö í tilboði Eysteins væri gert ráð fyrir að hann notaði eigið skip til flutninganna en aðrir tilboðsgjafar hygðust leigja feiju- skipið Sæfara af Vegagerðinni til flutninganna. Leigan, sem Vegagerð- in fengi fyrir skipin þessi tvö ár, næmi um 10 miRjónum króna. Þar viö bættist að tækist Vegagerðinni ekki að selja Sæfara strax yrði kostn- aður við að láta skipið Uggja bundið við bryggju, s.s. trygginga- og hafnar- gjöld. Sem fyrr sagöi var gert ráð fyrir þremur flutningsmöguleikum í út- boði Vegagerðarinnar. Eysteinn Ingvarsson í Reykjavík bauð á bilinu 54 til 60 miUjónir, Smári Thoraren- sen í Hrísey 75-77 mfiljónir, Hríseyj- arhreppur 83 miUjónir, Dalvikurbær í nafni óstofnaðs hlutafélags 80^90 miUjónir og Gylfi Baldvinsson á Ár- skógsströnd 89-96 núlljónir. Hugmyndir um ný samtök iðnaðarins: Skapa iðnaðinum öflugan málsvara - segir framkvæmdastj óri Landssambands iðnaðarmanna „Ég get staðfest það að búið er að ná utan um ramma sameiningar milli Félags iðnrekenda, Landssam- bands iðnaðarmanna, Verktakasam- bands íslands og Félags íslenska prentiðnaðarins en þessi félög hófu umræður um sameiningu í ágúst síð- astUðnum. Það er eftir að ræða sam- eininguna í mörgum félögum og þvi er máUð kannski ekki svo langt á veg komið," sagði Þorleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands iönaðarmanna í samtaU við DV. „Ég vU benda á þaö að innan Landssambands iðnaðarmanna eru um það bU 40 félög og það þarf í raun og veru að bera það undir atkvæði þjá hveiju og einu þeirra hvort þau vilji vera með í sameiningunni. Þessi 40 félög koma saman á iðn- þingi í maí í vor til ákvöröunartöku. Þar verður tekin afstaða um það hvort landssambandið verður aðiU aö þessum nýju samtökum og síðan verður hvert félag um sig að taka ákvörðun. Hjá Landssambandi iðn- aðarmanna verður máhð tekið fyrir á iðnþingi í maí en hin þrjú félögin taka ákvörðun í mars á þessu ári. Ef samkomulag næst um sameiningu taka ný samtök til starfa í ársbyijun 1994. Við teljum líklegt að vel verði tekið í sameininguna, þaö er ákveðin vísbending í þá átt,“ sagöi Þorleifur. - Hvaða kosti hefur sameiningin í for með sér? „MegintUgangurinn er sá að skapa iðnaðinum öflugan málsvara og tryggja einn talsmann iðnaðarins. Sameining ætti einnig að minnka rekstrarkostnað. Gert’ er ráð fyrir 16-18 manna starfsUði hjá sameinuðum samtök- um en það eru 24-26 starfsmenn hjá félögunum fjórum nú. Landssam- band iðnaöarmanna er langstærsta félagið aö höfðatölu en aUs eru þetta semúlega á miUi 2.500 og 3.000 manns sem myndu sameinast í einu félagi," sagði Þorleifur. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.