Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 FH leikurgegn FCTwenie Knattspyrauliö FH heldur í æf- inga- og keppnisferð til Hollands uxn páskana á vegrnn íþrótta- deildar Úrvals-Útsýnar. Þar leik- ur liöið þrjá Itnki og meðal ann- ars gegn FC Twente sem er í 4.h5. sæti í hollensku 1. deildinni. Þá fer meistaraílokkur kvenna hjá Haukum út til Þýskalands og dvelur við æfmgar í Griinberg. Það er ekki á hveijum degi sem knattspyraukonur halda í æf- ingaíerð um páska pg að sögn Þóris Jónssonar hjá Úrval-Útsýn er þetta í fyrsta sinn scm það gcrist síðan hann byijaöi að starfa að þessum málum. -GH Forráðamenn japönsku knatt- spymuliðanna sem leika munu í hinni nýju atvinnumannadcild keppast nú við aö fá til sín er- lenda leikmenn. I gær skrifaði Brasilíumaðurinn Edu undir samning hjá Sato Kogyo en hann erfyrrum landsiiðsmaður Brasil- íu. Hann lék með Torino á Ítalíu og Porto í Portúgal áður en hann fór aftur til Brasihu árið 1990. -GH Norðmaðurinn Bjöm Dæhlie sigraði í göngutvíkeppni karla á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yOr í Falun í Svíþjóð. Dæhlie sigraði í 15 kílómetra göngu meö frjálsri aöferð eftir æsisþennandi keppni við Vladim- ir Smirnov frá Kazahtstan og í þriðja sæti varð ítalinn Silvio Fauner. Vegárd Ulvang frá Nor- egi kom síðan í fjórða sæö. Dæ- hlie, sem varö fjórði i 10 km göngunni, var ræstur út fjórum sekúndum á eftir Smimov og tryggði sér sigur með frábærum endaspretti en þeir hlutu báöir sama tíma, 1:01,45 klukkustund. -GH Norski iandsliðshópurinn sem loikur í HMí handbolta i Svíþjóð hefur verið valinn og cr skipaður þessum mönnum: Gunnar Foss- eng (Sandeflörd), Fredrid Bru- bakken, (Kragerö), Morten Schönfeldt (Fredensborg), Rune Erland (Gummersbach), Östeín Havang (Sandefjörd), Roger Kjendalen (Runar), John Petter Sando (Sandctjörd), Karl Erik Ðöhn (Sandefjörd), Ole Gjekstad (Sandefjörd), Kjetil Lundeberg (Runar), Simen Muffatangem (Kragerö), Sjur Tollefsen (Run- ar), Morten Haugstvedt (Fylling- en), Knut Háaland (Stavanger), Sevin Bjerkrheim (Fredensborg), Lokaverkenfi Norðmanna fyrir slaginn í Sviþjóð era tveir leikir gegn Egyptum 3. og 4. mars. -GH Bretinn Linford Christie, ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, getur ekki íekiö þátt á heirosmeistaramótinu í ftjálsum íþróttura innanúss sera hefst í Toronto i Kanada í næsta mán- uði. Christie hefur átt við meiðsli aö stríöa í baki sem hann hlaut við æfingar í Sydney í Ástralíu. Iþróttir HleypurLewiss Suður-Afriku? Nokkrar líkur eru nú taldar á því aö heims- methafinn í 100 metra hlaupi karla, Banda- ríkjamaðurinn Cari Lewis, muni hlaupa á móti í Suöur-Afríku áö- ur en langt um líður. Hörð aðskilnaðarstefna stjórn- ar hvita minnihlutans í Suður- Afríku hefur haldiö frægum íþróttamönnum frá því að sýna listir sínar í landinu og sjálfur segist Lewis hafa hafnað tilboð- um um að keppa þar. Lewís segir að þar hafi peningaupphæðir skipt milljónum dollara. Að und- anfómu hefur mátt merkja breyt- ingu til betri vegar á stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku og Lewis er bjartsýnn á að hann keppi þar öjótlega. -SK Knattspyrna: bjartsýnn ■ í kvöld fer fram mikiö einvígi í frönsku knattspymunni Þá mætast Þjóðverjarnir Rudi Völler og Júrgen Klinsmann er Monaco tekur á móti Marseille í toppslag frönsku 1. deildarinnar. Báðir em þeir Þjóðverjar og með afbrígðum marksæknir. Klinsmann hefur vinninginn í markafjölda það sem af er spark- tíðinni frönsku. Hann hefur skor- að 14 mörk en Völier 13, þar af 8 mörk í síðustu 6 leikjum. Klins- mann hefúr hins vegar ekki skor- að mark í siðustu 4 leikjum frekar en félagar hans. Marseiile komst í IVrsta skipti í vetur í toppsætíð um síðustu helgi og Völler er bjartsýnn á frarahaldiö; „Ég hef trú á því aö MarseiIIe geti unnið alla þá titla sem í boði eru.“ -SK Hnefaleikar: Gafpáfanum boxhanska Heimsmeistarinn í þungavigt t hnefaleika, Bandaríkiamaðurinn 'Riddick Bowe, hefúr verið á ferðalagi undanfariö utan heima- lands síns og meðal annars komiö til Sómalíu og í Vatíkaniö. Þegar Bowe var á ferö í Róm hitti hann Jóhannes Pál páfa að máli og vakti fundur þeirra mikla athygli. Ekki síst fyrir þær sakir að Bowe gaf páfa boxhanska þá er hann notaði til aö sigra Evand- er Holyfieid í nóvember á síöasta ári en þá tapaði Holyfield heims- meistaratitlinum til Bowes. -SK Knattspyma: Skatfanaaf aukagreiðslum Nú líöur senn að því að knattspyraumenn í Búlgaríu komi aftur til leiks eftir vetrarfií en þó em blikur á lofti. Ríkisstjómin í Búlgaríu hefur mátúlega skyldað knatíspymu- menn til að greiða skatta afauka- greiðslum aem þeir £á fyrir sigra og skoruð mörk. í Greiðslumar sem hér um ræðir eru á bilinu 12-50 þúsund krónur og em verulegur hluti af launum knattspymumanna þar í landi. Leikmenn hafa nu hótað að mæta ekki tíl leikja eftir vetrarfrí nema rödssíjómin sjái að sér. Hafa þeir gefið stjómvöidum frest til dags- ins í dag tö aö bæta ráð sitt. -SK NB A-körfuboltinn í nótt: New York Knicks er á miklu skriði - tryggði sér sigur á Milwaukee á lokasekúndunum Lið New York Knicks er á miklu skriði þessa dagana og í nótt vann hðiö sinn 11. leik af síðustu 12. John Starks var hetja New York skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu gegn Milwaukee úr tveimur vítaskotum og hann var stigahæstur með 25 stig og þeir Patrick Ewing og Charles Oakley gerðu 15. Brad Lohaus gerði 18 stig fyrir Milwaukee. Miami vann sinn fyrsta sigur á Portland Trail Blazers í 12 leikjum. Ron Seikaly og Glen Rice gerðu hvor um sig 24 stig fyrir Miami en hjá Portland, sem skoraði aðeins 35 stig í fyrri hálfleik, var Clyde Drexler með 20 stig og Rod Strickland með 18. Pervis Ellis og Michael Adams gerðu 24 stig fyrir Washington í sigri á Indiana sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Boston náði loks að rétta úr kútn- um eftir slæmt gengi í síðustu leikj- um. Boston vann sigur á New Jersey sem tapaði sínum fjóröa leik 1 röð. Reggie Miher var með 31 stig fyrir Boston og Xavier McDaniels 20. Chris Morris skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Kenny Anderson 20. Atlanta Hawks vann öruggan sigur á Philadelphia 76’ers sem aöeins hef- ur unnið einn leik af síðustu 11. Dom- inique Wiikins var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Ekki tókst Dallas að vinna frekar enn fyrri í daginn í viðureign sinni við Denver. LaPhonso Ellis og Chris Jasckson gerðu hvor um sig 23 stig fyrir Dallas, sem hefur unnið aðeins 4 leiki en tapað 46. Reggie Wiliams var með 19 stig fyrri Denver. Seattle er á sigurbraut og hðið lagði Minnesota þar sem stigaskorið var lágt, 89-77. Shawn Kemps gerði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Seattle en Christian Laettner, sem var í leik- banni í síðasta leik fyrir að skrópa á æfingu, var með 28 íyrir Minnesota. Utah Jazz er á niðurleið og tapaði sínum fjórða leik af síðustu 6 er liðið sótti Golden Stete heim. Tim Hardaway var með 29 stig og Lithá- inn Sauranas Marciuiionis 24 fyrir Golden State. Sacramento tapaði sínum sjötta Charles Smith miðherjinn í liði New York Knicks treður hér knettinum með tilþrifum ofan í körfu Milwaukee í leik liðanna í nótt þar sem Knicks vann nauman sigur. leik í röð er Uðið fékk Los Angles Lakers í heimsókn. Walt Williams skoraöi 31 stig fyrir Sacramento en Sedale Threat 23 og Byron Scott 22 fyrir Lakers. Úrsht leikja í nótt uröu annars þessi: Boston - New Jersey......103-88 Philadelphia - Atlanta...107-132 Símamynd Reuter Washington - Indiana Miami-Portland ....105-101 ....102-91 Milwaukee - New York 91-90 Minnesota - Seattle .... 77-89 Dallas-Denver .... 92-113 Golden State - Utah Jazz.... ....120-109 Sacramento - LA Lakers... .... 99-104 -GH Borgarráð samþykkt á fúndi sín- um í vikunni að gervigrasvöllur íþróttafélagsins Leiknis í Breiö- holti yrðí ílóðlýstur og upphitaöur. Framkvæmdir við þennan völl era þegar hafnar og nú standa yfir jarö- vegsframkvæmdir og er áætlað að þelm liúki í aprtí, Gervigrasiö verð- ur lagt yfir malarvöllinn en á með- cui verður útbúinn bráðabirgða- völlur. ■ Þetta verður knattspymu- völlur í löglegri stærð og hijóðar ónir króna. Af þeirri upphæö greið- ir Leiknir 20% en Reykjavíkurborg 80%. Fljótlega verður verkið boðið út og verður þá um alútboð að ræða. Leiknismenn hafa aflað sér ítar- legra gagna um gervigrasvelli og að sögn forráðamanna felagsins verður vandaö mjög til við val á grasi og aöeins það besta tekiö að þeirra sögn. Ef allt gengur að ósk- um eru Leiknismenn að gæla viö að taka völlinn í notkun í júll -GH Guðjón hættur í landsliðinu - hef meiri áhuga á að einbeita mér með FH - Guðjón Amason, fyrirliði íslands- meistara FH, hefúr dregiö sig út úr landsliðshóp íslands í handknattleik og hefur hann ttíkynnt Þorgbergi Aðalsteinssyni landshðsþjálfara ákvörðun sína. „Mér finnst ég ekkert fá út úr þessu þegar ég er 15. eða 16. maður og hef meiri áhuga á að einbeita mér með FH. Ég mat stöðuna svona eftir að hafa ekki fengið að spila eina einustu mínútu á mótinu í Frakklandi og ekkert komið inn á í leikjunum gegn Pólverjum,“ sagði Guðjón í samtali við DV í gær. „Engin leiðindi í kringum þetta“ „Það em engin leiðindi í kringum þetta. Þorbergur velur sitt hð og ræður því hvemig hann gerir það og ég er ekkert að svekkja mig á þessu. Ég hugsaði máiið vel og vand- lega eftir að ég kom heim frá Frakk- landi og taldi skynsamlegra að æfa vel með FH heldur en að vera á áhorfendapöllunum í Svíþjóö," sagði Guðjón. -GH Guðjón Ámason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.