Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 9 ÚRönd í Færeyjum Nýir bílar eru svo til alveg hættir að seUast I Færeyjum. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Færeyingar keyptu milli tvö og þijú þúsund bíla ár- lega. I janúar voru aðeins 12 nýir bíiar skráöir og ekki er útlit fyrir aö bOasalar nái betri árangri þeg- ar liöur á áriö. Þegar bílasalan var mest árið 1986 seldust 2603 bílar. MOdö dró úr sölunni á síöasta ári og nú er hún nánast aflögð. Leika 23 áður óþekktpíanó- verk eftirGrieg Norðmenn ætla aö halda upp á 150 ára afmæli tónskáldsins Ed- vards Grieg meö miklum látum í sumar. Hálfsmánaðar hátiö verður í Björgvin, heimabæ listamanns- ins. Þar veröa m.a. leikin 23 áður óþekkt píanóverk eflr Grieg. Þá verða þrjár uppfærsiu á Pétri Gaut og ætlar Ingmar Berg- man aö leikstýra einni þeirra. Heimskunnir listamenn koma á hátíðina sem á aö auka hróður Noregs og Griegs um öll lönd. SviarogNorð- menníhársam- anútafrækju Sænskir og norskir ráðherrar ætla aö hittast nú x vikulokin og reyna að finna lausn á deflumáli sem sumum flnnst reyndar of smátt til aö tvær siöaðar þjóðir rífist um þaö. Deilan stendur um að Sviar vilja veiða 30 tonnum meira af rækju i norskri iögsögu en Norö- menn telja sig hafa heimilaö þeim. Báðir aöilar segjast hafa á réttu að standa hver sem niður- staðan veröur eför sáttafundiim. Clintonhefur stóraukíðsöiuá saxófónum Saxófónsmiðir eru í skýjunum þessa dagana vegna þess aö salan hefur aldrei verið meiri. Þetta er þakkað B01 Clinton Bandaríkja- forseta, sem fór langleiöina í Hvita húsiö á saxófónleiknum einum saman. Aörir stjórnmáiamenn reyna aö herma þetta eftír. Þannig iæt- ur Paul Keating, forsætisráð- herra Ástralíu, sig hafa það aö blása í saxófóninn í von um at- kvæði. Þingkosningar standa fyr- ir dyrum í iandinu. NewYork Könrnm í baraaskólum í New York borg sýnir að ólæsi er i sókn í níu af hvetjum tíu þeirra. Þetta þykja ekki upporvandi niðurstöð- ur því á undanfömum árum hef- ur miklu fé verið variö í að gera börn í borginni almennt læs. MMUk MMg m «r Eldflaugasmiður brottrækur ■ Þýskaíttaði eldflaugasmiðurinn ; Arthur Rudolph fær ekki að snúa aftur tii Bandaríkjanna eftír aö hann varð að afsala sér borgara- réttindum áriö 1984 vegna meintra stríðsglæpa. Rudolph átti þátt í aö koma mönnum til tunglsins. Hann er 86 ára gamaii og baö í upphafi árs um að fá að snúa heim. Fjórtán sjómönnum af linubát bjargaö naumlega í Færeyjum: Dregnir á trillu úr klettaskoru - báturinn sat fastur í gjá undir Glyvrabergi á Suöurey Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Litlu munaði að fjórtán manna áhöfn á línubátnum Kvikk frá Klakksvík færist þegar skip hennar rak upp í klettaskoru undir Glyvra- bergi, nyrst á Suðurey. Lán var að veður var sæmilegt þannig að báturinn brotnaði ekki í spón um leið og hann skorðaðist milli kletta. Báturinn strandaði nú í byijun vikunnar. Skoran er hins vegar það þröng að nærstaddir bátar komust ekki að til að bjarga mönnunum. Engin leiö var að bjargast á land og mönnum sýnd- ist óráðlegt að róa á björgunarbát út úr skorunni vegna sogs. Það var ekki fyrr en trilla frá Suð- urey kom á staöinn að tókst að bjarga mönnunum. Trillan var það lítil að hún komst að línúbátnum en aðeins var hægt að ferja sjö menn í einu út úr klettaskorunni. Öryggislína var höfð í trilluna úr bát fyrir utan. í síðari björgunarferð trillunnar slitnaði línan en björgunarmönnum tókst aö koma nýrri um borð áður en bátinn rak upp í klettana og draga trflluna út. Kvikk var um 100 tonna línubátur. Skipstjórinn ætlaði að láta reka en er ekki viss um að hann hafi kúplað alveg frá vélinni og sigldi línubátur- inn því á hægri ferð upp í klettaskor- una. Eric Clapton hefur fyllstu ástæðu til að brosa eftir öll Grammy-verðlaunin sem hann fékk í gærkvöldi. Simamynd Reuter Grammy-verðlaunin afhent í gærkvöldi: Clapton sópaði að sér verðlaunum Breski rokkarinn Eric Clapton var maður kvöldsins þegar Grammy- verölaun bandaríska hljómplötuiön- aðarins voru afhent í Los Angeles í gærkvöldi. Hann var verðlaimaður sex sinnum, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, bestu stóru plötu ársins og besta lag ársins, en þessi þrenn verðlaun eru eftirsóttust þeirra ailra. Clapton sagði að viö hefði legið að stóra platan „Unplugged" með laginu „Tears in Heaven" heföi ekki verið gefin út. „Ég var sannfærður um að þetta væri ekki þess virði að gefa það út,“ sagði hann eftir að hafa veitt viðtöku verðlaununum fyrir bestu stóru plötu ársins. „Ég vildi ekki að þessi plata kæmi út en féllst loks á að hún kæmi út í takmörkuðu upplagi. Svo seldust nokkur eintök og síðan nokkur í við- bót og ég hugsaði með mér: „Af hverju ekki að prófa þetta,“ og ég á ekki orð yfir velgengninni." Platan hefur selst í fimm mifijón eintökum. Lagið „Tears in Heaven" hlaut verðlaun sem besta litla plata ársins og sem besta lag ársins en Clapton samdi það til minningar um son sinn Connor sem lést fyrir tveimur árum þegar hann féll út um glugga íbúðar söngvarans á 53. hæð í háhýsi á Manhattan. Það varð fijótt Ijóst að Clapton var maður kvöldsins. Gestgjafi veislunn- ar, Gary Shandling, varaði áhorfend- ur við eftir að Clapton hafði fengið verðlaunin fyrir bestu stóru plötuna: „Ef þið keppið við Eric í einhverjum hinna flokkanna mundi ég fara heim, í ykkar sporum." Meöal annarra sigurvegara má nefna k.d. lang sem var kjörin besta söngkonan, Red Hot Chili Peppers og Arrested Development. Reuter Lögrégluþjónar í Lundúnum tóku á dögunum flóra starfs- bræður sína dauðadrukkna á'bíl í eigu iögreglunnar. Fjórmenn- ingarnir voru ekki við skyldu- störf og höföu tekiö bflinn í heim- ildarleysi. Þelr fóru saman út að skemmta sér til að halda upp á stöðuhækk- un eins þeirra. Aliar líkur eru á að þeir verði nú afiir reknir úr starfi fyrir brotið. Moore er fegurðardrottn- ing Bandaríkjanna. Fyrslablökku- konanfegurðar- drottningí51ár Kenya Moore, 22 ára gömul feg- urðardís frá Detroit í Michigan, hefur veriö valin fegurðardrottn- ing Bandarikjanna. Valið var í Wichita i Kansas og þótti Moore bera af bæði í fegurö og gáfum. Það þykir tíðindum sæta að Moore er fyrsta blökkukonan í 51 ár sem hlýtur þennan titil. Moore stundar háskóianám í heimaborg sinni og fæst við leik- list í frístundum. Ítalskurfaðirí einkastríði við Danntorku Ítalinn Bruno Poli er kominn i einkastrlð við danska ríkiö vegna þess að honum gengur ifia að koma fram forræðiskröfu á hend- ur fyrmm eiginkonu sinní. Hún er dönsk og er með bam þeirra í Danmörku. Poli hefur fengið þingmenn á Evrópuþinginu til aö taka máliö upp og krefla Ðani svara um hvort þelr hafi taríð að réttum lögum í forræðisdeilu þeirra hjóna. Poli hefur oft komið frara í sjón- varpi á Ítalíu vegna málsins og er talinn hafa skaöað hagsmuni Dana þar í landi með ófógrum lýsingum á harðneskju víkinga- þjóðarinnar fomu. Samþykkirekki erf ivtgja nema meðblóðprófi Hertoghm af Marlborough krefst þess að sonarsonur hans verði sendur í blóðpróf áður en hann verður viðurkenndur sem réttur erfingi aö titlinum eftir afa sinn og fööur. Hertoginn segir aö strákurinn sé ekki rétt feðraður þvi tengda- dóttirin. Rebecca Few Brown, hafl haldiö fram fljá syni hans og þannig hafi barnið komið undir. Rebecca segir aö gamli maðurinn sé ruglaður og enda enginn vafi á hver sé faöir sonar hennar. Hún segir aö það sé mjög niöur- lægjandi fýrir alla aöila ef hún íari með soninn í blóðpróf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.