Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Fréttir Aftur sólskin í Seyðisfirði Pétur Kristjánssan, DV, Seyðisfirði; Nú gleðjast menn yfir því að sólin er aftur farin að skína á kaupstaðinn í botni fjarðarins. Mér hefur verið sagt að 18. febrúar sé hinn „opin- beri“ sólardagm- en mismunandi er hvenær menn sjá til sólar eftir því hvar þeir eru staddir í bænum. Sólarsýn er fagnað. Konur úr íþróttafélaginu Viljanum fóru sína árlegu ferð með sólarpönnukökur um bæhm. Að sögn Sólveigar Svav- arsdóttiu- hafa Viljakonur bakað og selt sólarpönnukökur árlega síðan 1985. Áður höfðu konur bakað bollur og látið ágóðann renna til Vonar- lands en breytt yfir 1 pönnukökur eftir að bakari fór aftur að starfa hér. Jón bakari og Sara kona hans höfðu líka í nógu að snúast því þau bökuðu um 1300 bollur fyrir bollu- daginn. Samkomur voru haldnar á sunnu- dag. Handknattleiksdeild Hugins var með kor.udagskaffi í Herðubreið og sólarkaffi var á boðstólum í kaffistof- unni við Lónið. í Herðubreið voru íþróttamenn ársins heiðraðir, Einar Þór Halldórsson í yngri flokki en Hjörtur Unnarsson 1 eldri flokki. Síöast sást til sólar í Seyðisfirði lokavikuna í október 1992. Ormalaus f iskur úr Barentshaf i Guðfinnur Fmubogaaon, DV, Hólmavflc Línuveiðum stærri báta frá HólYna- vík lauk fyrir nokkrum dögum. Afli var oft þokkalegur en gæftir stopular vegna ótíðar, sérstaklega viðraði illa til sjósóknar í desember. Minnihluti þess afla sem barst að landi kom til vinnslu á staðnum. Nokkuð var flutt á markað syðra en meirihlutinn þó fluttur til Sauðár- króks til vinnslu þar. Með sömu flutningatækjum og fluttu fisk Hólmavíkurbáta austur kom oft svo- nefndur Rússafiskur úr Barentshafi sem unninn hefur verið í hraðfrysti- húsi kaupfélagsins. Hann hefur þann mikla kost að vera alveg ormalaus. Tveir línubátar frá Drangsnesi eru enn á veiðum. Reytingsafli hefur ver- ið - um 70-80 kíló á bala. Það þreng- ir kost hnubáta að stórum hluta Húnaflóans hefur verið lokað fyrir línuveiðum til marsloka. HEF OPNAÐ SÁLFRÆÐISTOFU AÐ HAMRABORG11. -SÁLFRÆÐILEG RÁÐGJÖFFYRIR EINSTAKLINGA OG FJÖLSKYLDUR- - ÞROSKAMAT Á BÖRNUM - FORELDR ARÁÐG JÖF - Tímapantanir alla virka daga kl. 9-17 Stofusímar: 64 12 05 og 64 1169. EINARINGI MAGNÚSSON SÁLFRÆÐINGUR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 3. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Fífusel 24, hluti, þingl. eig. Kristján. Auðunsson, geiðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Lífeyrissj. verslunar- manna, 1. mars 1993 kl. 10.00. Möðrufell 3, hluti, þingl. eig. Predrag Dokic, gerðarbeiðandi Kristín Kjart- ansdóttir, 1. mars 1993 kl. 10.00. Óðinsgata 18C, hluti, þingl. eig. Stein- grímur Benediktsson, gerðarbeiðandi Bergur Oliversson hdl., 1. mars 1993 kL 10.00,__________________________ Skipholt 42, hluti, þingl. eig. Guðiún Guðlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Ár- sæll Hannesson, 1. mars 1993 kl. 10.00. Skólavörðustígur 45, þingl. eig. Leifur Einksson hf., gerðarbeiðendur Borg- arljós hf., Búnaðarbanki íslands, Ferðamálasjóður, Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður Austur- lands, Lífeyrissjóður Hlífar og Framt., Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna, Pall- ar hf., Ríkisútvarpið, Verslunin Brynja og Vélsmiðja Hafnarfjarðar, 1. mars 1993 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bláhamrar 2, íb. 0603, þingl. eig. Guð- mundur Pétursson og Knstjana Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Bún- aðarbanki íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Hitaveita Reykjavíkur, Húsfél. Bláhamrar 2-4 og SPRON, 1. mars 1993 kl. 15.00. Fífusel 30, 1. hæð hægri, þingl. eig. Guðný Gunnarsdóttir, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður rílusins og Lífeyr- issj. Sóknar, 1. mars 1993 kl. 15.30. Frostafold 12, íb. 01-02, þingl. eig. Þorteinn S. Benediktsson og Petrea Richardsdóttir, gerðarbeiðendur Val- garður Stefansson hf. og íslandsbanki hf., 1. mars 1993 kl. 16.00. Gyðufell 8, íb. 0202, þingl. eig. Auður Ásgeirsdóttir, gerðarbeiðandi Spari- sjóður Hafiiarfjarðar, 1. mars 1993 kl. 16.30. ___________________________ Krosshamrar 2, þingl. eig. Björgúlfur Kristinsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 1. mars 1993 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Sviösljós Svanhvít Guðmundsdóttir í léttri sveiflu. DV-myndir GVA Stelpurnar láta það ekkert á sig fá þótt stundum vanti herra og undir þeim kringumstæðum dansa þær bara saman. íslandsmótið í sam- kvæmisdönsum Dansráð íslands stóð fyrir íslands- móti í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði um síðustu helgi. Dansarar í flokkum 12-13 ára og 14-15 ára reyndu með sér í 8 dönsum en kepp- endur í flokkum 16-18 ára, 19 ára og eldri og atvinnumenn spreyttu sig í 10 dönsum. Dómarar voru héðan og frá Eng- landi, Danmörku og Noregi. Benedikt Einarsson stýrði Berglindi Ingvarsdóttur um dansgólflð. Foreldrarnir fylgdust grannt með gangi mála og hér eru það Einar Sveinsson og Hjörtur Hjartarson (fjær) sem athafna sig með upptökutæki en þeir tóku dansspor bama sinna upp á myndband. Fögnuður í Óperunni Þorgeir J. Andrésson, Signý Sæmundsdóttir, Bergþór Pálsson, Jóhanna Linnet og Sigurður Björnsson höfðu ástæðu til að gleðjast i Óperunni um siðustu helgi. Þau koma öll við.sögu i Sardasfurstaynjunni sem var frumsýnd þar um síðustu helgi en undirtektir frumsýningargesta voru sérlega góðar. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.