Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Sviðsljós Fimm ættliðir Þær voru stoltar, móðirin og ömmurnar, þegar þær stilltu sér upp með hann Aron Kristin Antonsson. Snáðinn kom í heiminn fyrir þremur mánuð- um og það er sennilega lítið vandamál fyrir foreldrana að fá barnapössun með allar þessar ömmur. Móðirin heitir Ester Ósk Erlingsdóttir, 19 ára, amman Fjóla Sigríður Hoblyn, 35 ára, langamman Pálína Ester Guðjónsdótt- ir, 50 ára, og langlangamman Fjóla Guðrún Aradóttir, 68 ára. Því má svo bæta við að pabbi Arons Kristins heitir Anton Kevin Antonsson. DV-mynd Ægir Már Kárason, Suðurnesjum Í7! _____________________________Menning Laugarásbíó - Geðkloflnn: ★★ Hver kippir í spottana? Brian DePalma giftist nýlega Gale Anne Hurd, fyrr- verandi konu James Cameron, og þótti víst að þaö myndi leiða gott af sér, því Gale Anne átti stóran þátt í fyrstu og bestu myndum Camerons. Því miður verð- ur Raising Cain ekki til þess að hifa orðstír DePalma upp úr gröfinni sem hann gróf sér með Bonfire of the Vanities. DePalma semur sjálfur eigiö handrit, nokkuð sem hann gerir óreglulega, síðast í Casuahties of War. Sag- an fjallar um sálfræðing sem er tæpur á geði (eru til Kvikmyndir Gísli Einarsson Nokkur góð spennuatriði eru í Geðklofanum. öðruvísi sálfræðingar í bíó?). Asamt illkvittnum tví- burabróður sínum (sem er ekki víst að sé tO) og norsk- um föður (sama þar) ræna þeir (hann?) ungum bömum eftir að hafa myrt mæðumar. Pabbi gamh er með ein- hveriar tilraunir í gangi í Noregi og góði bróðirinn er ekki viss um að hann gúteri þetta, sérstaklega þegar eitt af tilraimadýrunum á að vera hans heittelskaða dóttir. í ofanálag er kona sála aö hugleið framhjáhald með glæsilegum vonbiðh. Vondi bróðir sér sér leik á borði að koma sökum á vonbiðilinn en góði bróðirinn ætlar að reyna að gera konunni ljótan grikk. Það fer ekki mikið fyrir góðmennskunni hjá þessum persónum og það er erfitt að finna tU sainkenndar með þeim. Verst að DePalma viU það endilega og eyð- ir miklum tíma í rólegar senur sem eiga að fyUa út í persónumar. Þær em bara sumar svo furðulegar að árangurinn er þveröfugur: áhorfandinn fjarlægist sög- una þegar hann þarf að hugsa um það af hveiju sé endUega nærmynd af þessari klukku (og fær ekkert svar). SífeUdar, ruglandi draumsenur sjokkera dáUtið en draga úr spennunni á heUdina Utið. DePalma hefur kvikmyndatæknina á hreinu og góð- an leikhóp (sérstaklega Lithgow í þreföldu hlutverki), þannig að myndinni er viðbjargandi, sérstaklega með nokkrum góðum spennuatriðum. DePalma hefur þræl- útreiknað hvert skot og hveija khppingu (eins og hann gerir aUtaf með aðstoð teikniforrits) en myndin verður einum of mekanísk fyrir vikið. Það vantar einhveija væntumþykju um persónumar þannig að manni sé ekki sama hver lifir eða deyr. DePalma er fær strengja- brúðuleikari sem hefur vanrækt brúðumar sínar und- anfarið. Raising Cain (Band. 1992) Handrit og leikstjórn: Brian DePaima (Untouchables, Bontire ot the Vanities). Leikarar: John Lithgow, Lolita Davidovitch, Steve Bauer (Scarface), Frances Sternhagen (Misery). MARKAÐURINN ER í FAXAFENI 10. HÚSI FRAMTÍÐAR OPNUNARTÍMI: MÁNUD. TIL FIMMTUD. 13:00 TIL 18:00 FÖSTUDAGA 13:00 TIL 19:00 LAUGARDAGA 10:00 TIL 17:00 SUNNUDAGA 13:00 TIL 17:00 HINN EINI SANNI STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR ER í FAXAFENI 10 Við erum með stærstu og ódýrustu plötubúð landsins í Faxafeni 10. Húsi Framtíðar, yfir 400 fm2 þar bjóðum við gríðarlegt úr val af Músík & Myndum á verði sem á sér enga hliðstæðu. Margir hafa komið daglega. Þú skilur afhveju, þegarþú mætirá svæðið. ÞÚSUNDIR AF GEISLADISKUM! Á VERÐIFRÁ 99.- kr. ^ ÍSLENSK TÓNUST við opnum lagerinn okkar sem er sá stærsti í heiminum. Hundruðir titla á verði frá 99.-kr. é MYNDBÖND, James Bond, Clint Eastwood, Strumparnir, The Pink Panther, Lovers guide, ofl. Úrvals efni með íslenskum texta eða tali á verði frá kr . 990.- BARNAEFNI; Barnalög, sögur og leikrit í miklu úr vali á kassettum, plötum, geisladiskum og myndböndum. d TDK myndbandsspólur og tónbönd á TILBOÐSVERÐI Traustar Dugandi Kassettur með margfaldri endingu umfram aðrar tegundir. Myndbandsspólur frá Kr. 390,- Tónbönd fráKR. 90,- ENN EYKST ÚRVALIÐ! Þessi stórútsölumarkaður er óvenjulegur að þvíleyti að úrvalið eykst eftir þvísem líður á útsöluna og enn bætum við um betur! Það er meira og betra úrvai nú heldur en þegar við opnuðum. M U’S l i M YND• SENDUMíPÓSTKRÖFU TÖKUM VIÐ PÖNTUNUM í SÍMA 91- 67 90 15 ALLA DAGA FRÁ 10:00 TIL 23:30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.