Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993. 15 í hvaða f lokki er Bill Clinton? BUl Clinton Bandarikjaforseti er sagður valdamesti maður heims. Hann ræður meira að segja gildi verðbréfa. Þegar hann tekur við embætti og brosir með öllum skemmtikröftum þjóðarinnar í beinni útsendingu, þá hækkar verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum upp úr öllu valdi. Þegar hann nú setur upp alvörusvip og segir: því miður, góða fólk, við verðum að hækka skatta, þá hrapa þau sömu hlutabréf. En á sigurdögum vildu aRir BUls vinir vera. Það fór meira að segja af staö spaugUeg togstreita um þaö í hvaða flokki forsetinn væri ef hann byggi á íslandi. Þetta var tek- ið upp í útvarpsþætti: PáU Heiðar þáttarstjóri minnti á að Ólafur Ragnar væri langt kominn með Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur . a sigurdögum vildu allir Bills vinir vera. Þaö fór meira að segja af stað spaugileg togstreita um það í hvaða flokki forsetinn væri ef hann byggi á Islandi.“ BUI inn í Alþýðubandalagið. Ein- hver fann hins vegar Framsóknar- keim af þeim nýkjöma. En Guð- mundur Magnússon, sitjandi þjóð- minjavörður, hann var ekki í vafa um það hvar BUl ætti heima. Hann væri náttúrlega sjálfstæðismaður hér, sagði hann. Allir í Sjálfstæðisflokknum Nú heíði verið upplagt að spyrja Guðmund og aðra: í hvaða flokki hefði sá sem tapaði, George Bush, átt heima? Vafalaust hefði svarið veriö það að hann væri líka sjálf- stæðismaöur. Og við getum bætt því við að þriðji frambjóðandinn, Ross Perot, hann ætti einnig hvergi heima nema í Sjálfstæðisflokknum. Hann trúir líka á einkaframtakið og lágmarksumsvif ríkisins og margt fleira sem er góð kenning þar á bæ. Og þá má spyrja: er Sjálfstæðis- flokkurinn svo víðfeðmur að hann spanni allt póhtískt Utróf Banda- ríkjanna? Þetta virðist hláleg spuming en hún er samt ekki út í hött. Sjálfsmynd Sjálfstæðisflokks- ins og túlkun hennar í Morgun- blaðinu er einmitt í þessa veru. Það er í rauninni engu líkara en demókratar og repúblíkanar og einfarar tU hægri - alhr séu þeir sannir sjálfstæðismenn. Að minnsta kosti ef þeir sigra í kosn- ingum. Enda segir Morgunblaðið alltaf öðra hvora í Reykjavíkur- bréfum að SjálfstæðisUokkurinn sé „hinn eðlUegi vettvangur mála- miðlana í íslensku þjóðfélagi". Sem þýðir - þótt ekki sé það sagt beint - að aðrar pólitískar hreyfingar séu einhvers konar óþarfi, heimska og misskUningur. Eða þá bráða- birgðanauösyn eins og Alþýðu- Brosandi Bill, og verð hlutabréfa í Bandaríkjunum hækkar - alvörusvip- urinn hrindir af stað hrapi sömu bréfa. flokkurinn. Það getur verið hent- ugt að taka upp á sinn eyk eitthvaö sem byijar á „alþýða“. Þangað tU þjóðin skUur hvað klukkan slær og sameinast öU á hinum „eðlUega vettvangi málamiðlana“. Við búum reyndar við meira og frekara flokksveldi og flokksdýrk- un en flestar þjóðir aðrar sem eiga kost á fjölflokkakerfi og fjölhyggju. Gagnslítill samanburöur En að því er varðar bandaríska flokka þá er það vitanlega út 1 hött að bera þá saman við okkar flokka- kerfi. Tvíflokkakerfið vestra skap- ar tvö stór bandalög misUtra hópa, sem skerast á stóru svæði í miðj- unni - en geyma tíl hægri hjá re- públíkönum og tíl vinstri hjá demó- krötum viðhorf, sem er eins langt á milh og milU andhverfustu póla í evrópsku fjölflokkakerfi. Og BUl Clinton - við vitum í rauninni ekki hver hann er. Hann var kosinn vegna þess að bandaríska þjóðin var orðin þreytt á þeirri höfuðlygi Reagans og Bush að það ætti að létta sköttum af þeim ríku tU að þeim fátæku Uði betur. Um leið og eyðUagt var og látið drabbast niður margt af því sem gerir sænúlega þolanlegt og háskalaust að lifa í samfélagi. Þessu höfnuðu menn með því að kjósa BUl Clinton - en hvað hann svo sjálfur gerir, það er skrifað með gaSli á sjóinn enn sem komið er. Árni Bergmann Börn með krabbamein -hiðsvartaský „Meðferðin er tímafrek og spannar oft- ast vikur, mánuði eða ár. Daglegtfjöl- skyldulíf raskast bæði fyrir sjúklinginn og alla nánustu ættingja hans.“ Á meðan lífshorfur bama meö krabbamein hafa batnaö á undan- fomum áram hefur þörf fyrir stuðning við sjúklinga og fjölskyld- ur þeirra aukist. Hægt er að tala um lækningu hjá sjúkUngum, sem fyrir tveimur áratugum var útUok- að. Meðferðin er löng og erfiö. Ef bamið þarf lyfjameðferð tekur sú meðferð frá hálfu ári aUt að þremur áram. Á þessu tímabiU dvelst sjúkl- ingurinn að mestu heima en nýtur þjónustu frá sjúkrahúsinu. Markmið hjúkrunar Markmið hjúkranar á göngu- deUd fyrir krabbameinsveik börn á Bamaspítala Hringsins era: - Að gefa markvissa einstakUngs- bundna meðferð og eftirUt sem stöðugt er endurmetin miðað við þarfir sjúkUngs. - Að styrkja og styðja sjúkUng og aðstandendur líkamlega, and- lega og félagslega í því mikla áfalU og álagi sem sjúkdóms- greining, sjúkdómurinn og með- ferðin hefur í fór með sér sem getur leitt til tímabundinnar og KjaUarinn Gillian Holt deildarstjóri Barnaspítala Hringsins varanlegra breytinga á lífshátt- um hans. - Að veita sjúklingi og aðstandend- um hans leiðbeiningar og fræðslu varöandi sjúkdóminn, meðferð og annað sem að gagni má koma, þannig að ættingjar geti tekið virkan þátt í aUri með- ferð og haft þannig möguleika á að veita barninu stuðning. - Að samræma úrræði mismun- andi starfshópa tíl að sjúkUngur- inn fái þá bestu umönnun, sem völ er á hveiju sinni, við innlögn, á göngudeUd og heima. Sífelld samvinna Krabbamein hjá bömum er sjúk- dómur sem hefur áhrif á aUa fiöl- skylduna. Meðferðin er tímafrek og spannar oftast vikur, mánuði eða ár. Daglegt flölskyldulíf raskast bæði fyrir sjúkUnginn og aUa nán- ustu ættingja hans. Vegna stórauk- innar sýkingarhættu bamsins, sem stafar af lyfjagjöf, einangrast bam- ið frá sínu umhverfi, hvort sem er leikskóla, skóla, keppnisíþróttum eða öðrum áhugamálum. Samfara aUri meðferð er endur- hæfing eða aðlögun að breyttum lífsháttum nauðsynleg fyrir aUa fjölskyldumeðlimi. Fjárhagur raskast verulega ef annað foreldrið hættir að vinna til að sinna sjúkl- ingnum. Stærsta byrðin er hið svarta ský, hræðsla sem fólk verður að búa við frá degi til dags og frá ári til árs. Þessi ótti verður ekki numinn burt. SífeUd samvinna allra aðila, sjúklings, aðstandenda hans, sjúkrahúss, skóla og styrktafélaga, samhUða aukinni fræðslu tíl allra aðUa getur ef til vUl létt því oki sem sjúkdómurinn hefur í fór með sér. GilUan Holt „Því er haldið fram að tveir menn stöðvi Heijólf með verk- fallsaðgerð- um. Það er ekki rétt því það eru tveir Jónas Ragnarsson, aðiiar sem tonmaöur Stýrl- deUa. í stjóm mannalélags ís- Hetjóifs sitja lands. firnm menn og aðrir fimm tU vara. Oftast mæta þeir alUr á fundi stjórnarinnar og þiggja laun fyrir. Hefðu þeir haft vilja til að gera eitthvað í málinu væri tyrir löngu búið að gera sérkjara- samnmg við stýrimenn Heijólfs. TU þess hafa þeir haft 4 mánuði, ef ekki 12 ár. Hingaö tíl hefur stjórn Heijólfs ekkert viljað gera tíl að ná sam- komulagi og því er þaö ósann- gjamt að kenna stýrimönnunum um hveraig fór. Enn hafa þeir ekki séð ástæðu tU að funda með hinum raunverulega deUuaðila, stýrimönnum. Þess í stað hafa þeir verið aö þjarma aö undir- mönnum. Okkur þykir afskap- lega leiöinlegt hvernigþessi deUa hefur verið látin bitna á þeim. Það er ekki okkar vilji að þeim hefur verið sagt upp. Aðgerðir stýrimaima á HeoóUi koma ekki tU af góðu. Við gætum gefið ut 170 síðna bók með svikn- um loforðum. Þegar aðalkjara- samningar hafa farið fram hjá Stýrimamiafélaginu þá hafa þeir venjulega verið afgreiddir meö bókun frá VSÍ og stjóm Heijólfs um að gengið verði ffá sérkjara- samningi. En þegar þeir hafaver- ið ridtkaðir um slíka samninga hefur ekkert verið gert. Það hlaut því að koma að vendipunkti.“ Gömul löggjöf „Herjólfs- deUan bregð- ur ljósi á það hvernig regluleysið í vinnulöggjöf- inni er farið að ógna verk- faBsréttinum. . Frá 1938 het- fórariro’ V' ur starfshóp- n”°"; u„ ,„ ^ um og starfs- “væmdaslióri VSI. stéttum fjölgaö gríðarlega mikiö. Löggjöfin tUheyrir ekki þessum hluta aldarinnar. Ekki færri en 400 síétlarfélög eru nú með sjálf- stæða samninga á 120_þúsund manna vinnumarkaði. í hveiju félagi em að meðaltali innan við 300 félagar. Sérhvert þessara fé- laga, og hópar innan þeirra, getur stöðvað vinnu. Það em engin tak- mörk íyrir því hversu lítiU hluti af starfsmönnum getur stöðvað aUa vinnu á einstökum vinnu- stað. Á Heijólfi em þetta 2 menn af 16 manna áhöfta. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að það sé tímabært að setja um það reglur að ekki megi heíja verkfaU á vinnustað nema minnst þriðjungur starfsmanna taki þátt I þvi. Með þessu væri ekki verið að svipta fámenna starfshópa verkiaUsréttl Hins vegar yrðu þeir neyddir tU þess að deUa verkfaUsrétti með öðr- um. Ég veit að innan verkalýðs- hreyfingarinnar em margir mér sammála um þetta. Kjarkleysi sljómmálamanna hefur hins veg- ar sýnt sig í þvi að þeír láta það viðgangast að örUtíir hópar geti valdið vinnufélögum sínum, at- vinnurekanda og samborgurum griðarlegu tjóni í krafti lög- tryggðrar einokunaraöstöðu á vinnumarkaömum. Það má til dæmis enginn stýra Heijólfi með- anverkfalliðer." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.