Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 39 dv_________________________Sviðsljós Jökla-Jón Prímus sló í gegn Jökla-Jón Prímus sló í gegn á sýningu Hundaræktarfélags íslands um helg- ina og var valinn sá besti úr hópi 106 hunda af 18 tegundum. Eigandi hans er Guðbjörg Helgadóttir sem hér stendur stolt viö hliöina á hundinum sínum. DV-mynd RaSi Þorrablót Sandara Árlegt þorrablót Sandara var haldið nýlega i félagsheimilinu Röst á Helliss- andi. Skemmtunin heppnaðist hið besta og gestir létu það ekkert á sig fá þótt rafmagnið færi af um tíma. Boðið var upp á fjölda skemmtiatriða en hér eru það Kolbrún, Lúðvík, Beta og Ómar sem stjórna fjöldasöng. DV-mynd Ægir Þórðarson, Hellissandi Smáauglýsingar - Simi 632700 ■ DuJspeki - heilun Spiritistafélag íslands. Miðlarnir Dennis Burris og Anna Carla munu starfa hjá félaginu með einkatíma. Dennis verður með nýjung, 15-20 manna skyggnilýsingafundi. Allir fá lestur. Tímapantánir í s. 40734 frá kl. 10-22 alla daga. Enski miðillinn Melsa Down er með einkatíma hjá félaginu til 14. mars 1993 og eru þeir opnir fyrir alla. Tímapantanir í síma 92-13348. Sálarrannsóknafélag Suðurnesja. ■ Veisluþjónusta Fermingarveislur. Skipuleggið ferm- ingarveisluna tímanlega. Veisluþjón- ustan og borðbúnaðarleigan Kátir kokkar bjóða fermingarhlaðborð sem erfitt er að láta framhjá sér fara. Það inniheldur: Hamborgarhrygg, roast beef, kjúklinga, graflax, rækjur, rjómalagaðan lambapottrétt, krydd- hrísgrjón, kokkteilsósu, remúlaði, sinnepssósu, chantillysósu, heita sveppasósu, kartöflusalat, ferskt salat, kartöfluflögur og snittubrauð. Ef þú ert svo lánsamur að panta f. 15. mars færðu þetta glæsilega hlaðborð með borðbúnaði á aðeins 1.300 kr. fyr- ir manninn. Uppl. gefa Konráð eða Guðni, í s. 621975 frá kl. 8-16 alla daga. ■ Tilsölu Argos. Ódýri listinn með vönduðu vörumerkjunum. Verð kr. 190 án bgj. Pöntunarsími 91-52866. B. Magnússon Hólshrauni 2, Hafnarfirði. ■ Verslun Tilboð: Leðurkuldaskór með hlýju fóðri og slitsterkum gúmmísóla, st. 44 og 45, verð áður kr. 6.885 nú kr. 3.500. Karlmannaskór, svart leður, með mjög slitsterkum sóla, st. 40-47, verð áður kr. 5.350 nú kr. 3.500. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, s. 14181 og Ecco, Laugavegi 41, s. 13570. Vélsleðakerrur - jeppakerrur. Eigum á lager vandaðar og sterkar stálkerrur með sturtum. Burðargeta 800-2.200 kg, 6 strigalaga dekk. Yfirbyggðar vélsleðakerrur. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. Veljum íslenskt. Opið alla laugard. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, s. 91-43911/45270. ■ Bílar til sölu Til sölu BMW 318IA, árg. '91, demants- svartur, sjálfskiptur og m/öllu. Upp- lýsingar í síma 92-14638. Meiming Stjömubíó - Drakúla: ★★★ Blódi drifin ást Það er engum blöðum um það að fletta að Bram Stok- er’s Dracula er fyrsta stórmyndin í ár. Hún er á marg- an hátt mjög sérstök þótt margt hefði líka mátt betur fara. Myndin hefst í Transylvaníu þar sem Vlad „Tsep- es“ Dracula berst grimmilega gegn innrás íslama með blessun kirkjunnar. Örlögin eru greifanum grimm því þrátt fyrir frækilegan sigur á vígvellinum bíða hans váleg tíðindi heima fyrir. Vlad kennir Guði um ófarir sínar og sver þess dýran eið að hann muni lifa að ei- lífu og hafa að engu boðskap Guðs sem hefur svikið hann. Hann tekur upp nýja trú: Blóðið er lífið. Handritshöfundurinn James V. Hart brýtur upp sögu Bram Stoker, breytir og bætir við eftir þörfum en þeg- Kvikmyndir Gísli Einarsson ar kemur að því að púsla henni saman þá passar ekki allt saman. Honum er mikið 1 mun að gera Drakúla að tragískri persónu. Þar er hans stærsti feill því að það var ekki ætlun Stokers (heldur kom það til í seinni útfærslum) og í hvert sinn sem Hart fylgir grannt sögu Stokers er Drakúla skrímsh og í hvert sinn sem Hart bætir einhverju við sjálfur er Drakúla orðinn róman- tísk hetja, líkt og í skrímshð í Fríðu og Dýrinu. Þetta gengur ekki upp og það er engin leið að sjá hvað Hart og Coppola ætla að gera við söguna fyrr en undir lokin. Þá er ástarsaga Hart farin að bera drama- tískan ávöxt, að visu í engu samhengi við texta Stok- ers en í góðu samræmi við upphaf myndarinnar því Drakúla er búinn að finna, eftir 400 ár, ástina sína endurholdgaöa í Mínu (Ryder) sem býr í London. Eft- ir mikla (og langdregna) undirbúningsvinnu (meðal annars aö lokka unnusta hennar (Reeves) til kastala síns) fer Drakúla sjálfur th London og gerir hosur sín- ar grænar fyrir Mínu. Þá loks fer myndin að ganga fyrir eigin krafti. Hún stigmagnast eftir það og mynd- máhð fer að vinna fyrir alvöru með sögunni. Coppola sleppir alveg fram af sér beislinu líkt og í One FYom the Heart og The Cotton Club og töfrar fram einhverjar þær fahegustu myndir sem sést hafa í lengri tíma. Hann skeytir aðeins um sinn eigin raun- Gary Oldham leikur Dracula sem bregöur sér í mörg gervi. veriheika og treystir á að sjónræn skynjunin lyfti sög- rnini upp á æðra plan. Myndin er öh tekin í kvik- myndaveri og næstum ahar brehur eru gerðar með gamaldags tækni: speglum, lýsingu, khppingu. Myndmáhð samræmist feikivel. Það er bæði frum- legt og gamaldags í senn, margfold myndskeið rísa og hníga hvort innan um annað, stundum khppt, stund- um blandað, likt og í músíkvídeói. Ekki sakar frábær tónhst pólska tónsmiðsins Wojciech Khar. Coppola hefur fuht vald á myndrænu hhðinni, miklu meira en Hart hefur á sögunni. Leikaramir verða hálf utangátta th að byija með. Persónur hendast fram og th baka eftir því hvar þeirra er þörfth að koma sögunni af stað. Keanu Reeves er vorhaus í upphafsat- riðum myndarinnar, Wynona Ryder er þokkaleg Mina en frekar daufleg. Sérstaklega miðað við Sadie Frost, sem leikur Lucy, vinkonu Minu og vhjugt fómarlamb Drakúla. Anthony Hopkins skýtur upp kolhnum um miðja mynd sem blóðsugubani með nauðsynlegan svartan húmor í farteskinu auk sérhæfðra drápstóla. Þaö reynir auðvitað mest á Gary Oldman. Hann er frábær í öhum persónugervingum greifans, hvort sem hann er ævagamah og klikkaður, risaleðurblaka eða smart klæddur aristókrati. Hann ræðst á hlutverkið meö kjafti og klóm og berst við skrykkjótt handritið th síðasta blóðdropa. Hann vinnur. Bram Stoker's Dracula (Band. 1992) Handrit: James V. Hart, byggt á bók Brams Stoker. Leikstjórn: Francis Ford Coppola. Leikarar: Gary Oldman (State of Grace, Sid and Nancy), Wynona Ryder, Anthony Hopkins, Keanu Reeves, Richard E. Grant, Cary Elwes, Bill Campbell, Sadie Frost. Regnboginn - Svikahrappurinn: ★★ Alsæla og ástín Eftir aö hafa horft á þessa léttvægu en oft skemmti- legu gamanmynd kynnu sumir að velta fyrir sér hvað stórleikarinn Jack Nicholson er að gera í henni. Það væri sennhega hægt að gera tvær svona myndir fyrir meðahaun Jacks í dag og handritið er varla nógu kjarnmikið th að bjóða honum upp á margþætta per- sónukrufningu. Þetta má auðveldlega útskýra með því að benda á það að handritshöfundur og leikstjóri Man Trouble eru þeir sömu og gáfu Nicholson sitt fyrsta alvöru tækifæri í myndinni Five Easy Pieces, þar sem hann sló í gegn. Carole Eastman og Bob Rafaelson muna bæði betri tíma í Hohywood og Jack hefur eflaust fund- ist sjálfsagt að styðja við bakið á þeim og leika fyrir lágmarkstaxta. Jack leikur Harry Bhss, vafasaman en góðhjartaðan Kvikmyndir Gísli Einarsson hundaþjálfara sem kemur taugatrekktri en góðhjart- aðri söngkonu (Ehen Barkin) th aðstoðar. Hann leigir henni varðhund, nokkuð sem hún telur sig þurfa vegna ofsókna sem hún sætir frá einhveijum nafnlaus- um aðhum. Harry er ekki við eina fjöhna fehdur í kvennamálum og munar ekki mikið um að fleka Joan á sama tíma og hann er í hjónabandsmeðferð með austurlenskri eiginkonu sinni. En þetta er bara hálf sagan. Það er kona sem skrifar handritið og þaö er augijós- lega meiri rækt lögð við kvenpersónumar og Eastman hefur margt að segja í þeim efnum. Hún kemur því þó haganlega fyrir í sögunni þannig að boðskapurinn kemst skemmtílega th skha. Ehen Barkin er frábær leikkona og jafnfær á hefð- bundnar kynbombur og feimnar og hlédrægar konur. Th að byija með er hún fullumkomulaus en það er með ráðum gert því hún eflist viö mótlætið uns hún hefur fengið sig fuhsadda í lokin og snýst th vamar. Svo er líka Jack. Það er ekki að ástæðulausu aö hann er talinn einn besti leikari í bransanum í dag. Hann leikur sér aö ruhu Harry Bhss og er ahtaf rétt stemmd- Jack Nicholson og Ellen Barkin leika aðalhlutverkin t Svikahrappnum. I ur. Hlutverkið býður ekki upp á mikiö en hann nýtir sér það vel og fær mann th að gleyma að hann er meira en tuttugu árum eldri en Barkin. Þrátt fyrir þessar stjömur og kvennasjónarhomið er myndin frekar rýr. í myndinni er færst of mikið í fang. Hún á bæði að vera ástarsaga, gamanmynd, ádeha og spennumynd. Myndin kiknar undir þessu fargi á endanum þegar sagan er farin að tvístrast í ahar áttir. Ýmsir þættir em þá orðnir fuhvafasamir þegar grannt er skoðaö og endirinn hjá Eastman er jafn ótrúlegur og ofur gleðhegur hjá kohegum hennar af hinu kyninu í Hohywood. Man Trouble (Band. 1991) Handrlt: Carole Eastman (The Fortune). Leikstjórn: Bob Rataelson (The Postman always Rings Twice). Leikarar: Jack Nicholson, Ellen Barkin (Switch, Sea of Love, Blg Easy), Beverly D’Angelo (The Pope Must Dle(t)), National Lampoon’s Vacations), Harry Dean Stanton (Parls Texas, Wlld at Heart).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.