Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 Fréttir Hárlaus og með bólgnar axlir eftir vist í fangaklefa á Selfossi: Segir tvo lögreglumenn haf a ráðist á sig - trítilóður og greip í pung lögreglumanns, segir lögreglan „Þaö komu tveir hraustlegir lög- reglumenn inn í klefann og réöust að mér. Ég tók á móti en þetta end- aöi með því að ég missti stóra hár- flygsu af höfðinu, var handjámað- ur og er nú óvinnufær vegna eymsla í öxlum þar sem snúið var upp á handleggina á mér. Ég hélt að menn með læti í klefunum væru látnir í friöi þar sem þeir gefast vanalega upp og sofna en það á víst ekki við um mig,“ segir Ólafur Bjömsson, 24 ára Selfyssingur, við DV. Ólafur er afar óhress með þá meðferð sem hann segist hafa feng- ið í fangaklefa lögreglunnar á Sel- fossi á laugardagskvöld og ætlar að kæra máhð. Um aðdraganda þessa segir Ólafur: „Við vorum að skemmta okkur á laugardagskvöldið, við höfðum drukkið. Við stoppuöum lögreglu- bíl og báðum lögguna að keyra okkur á skemmtistað. Löggan keyrði okkur hins vegar beint á stöðina þar sem nöfnin okkar vom tekin niður. Lögreglumennimir vissu hvar ég á heima og í einhveij- um hálfkæringi nefndi ég því ann- að heimilisfang. Það þoldu þeir ekki og mér var stungiö inn. Þaö var heldur snubbóttur endir á gleð- inni og baröi ég því hressilega á dymar og æpti dágóöa stund. Þá gerðist það sem ég lýsti hér að df- an.“ Ólafur leitaði á bráðavakt heilsu- gæslustöðvar Selfoss á sunnudags- kvöld þar sem hann kvartaði um óþægindi í öxlum og báðum hand- leggjum. Segir meðal annars í skýrslu heilsugæslulæknisins: „Það sýnir sig að það vantar tölu- vert hár efst á hvirfli sem hefur verið rifið úr. í ljós kemur allnokk- ur bólga og mar aftan á öxlum." Ólafur vinnur á krana hjá bygg- ingarverktaka og segir lækni hafa mælt með aö hann ynni ekki í þess- ari viku. Trítilóður og greip um pung lögregluþjóns „Það voru teknir þrír piltar úti á götu þar sem þeir vom búnir að loka götunni með búkkum og gang- brautarhellum. Þeir vom allir öl- vaðir en einn sýnu mest, Ólafur. Sá vissi ekki einu sinni hvar hann átti heima og sneri bara út úr og brúkaði munn. Mér fannst því að hann ætti að fá að hvíla sig hjá okkur enda hafði hann staðið fyrir því aö loka götunni. Þá varð dreng- urinn trítilóður, lamdi og barði og greip í punginn á öðmm lögreglu- þjóninum sem kom í klefann. Sá bjargaði sér síðan með því að taka í hárið á honum. Það urðu þarna mikil átök sem enduðu með því að maðurinn var yfirbugaður, járnað- ur og bundinn. Þegar hann svo ró- aðist vom tekin af honum böndin, hann lagður til á dýnu og teppi breitt yfir. Það er allt í lagi þó menn skemmti sér og smakki vin en þeir verða að bera ábyrgð á því sem þeir gera,“ sagði Guðmundur-Hart- mannsson, varðstjóri hjá lögregl- unni á Selfossi, en hann var á vakt á laugardagskvöld. -hlh Einn maður slasaöist i höröum árekstri sem vaið í Ártúnsbrekku um miðjan dag í gær. Ökumaður jeppa á leið niður Ártúnsbrekkuna missti vald á bil sínum í hálku og fór yfir á rangan vegarhelming. Þar lenti hann framan á fólksbíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Sá bíll endasentist á þriðja bílinn. Kalla þurfti á tækjabíl slökkviliðs- ins en þegar til kom þurfti ekki að nota klippur til að ná ökumanni fólksbílsins úr fiakinu. Hann var fluttur á slysa- deild en mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. DV-mynd Sveinn Mat á eignum Hagvirkis-Kletts væntanlegt á næstu dögum: Ólíklegt að eignir nægi - segir Ragnar Hall, bústjóri þrotabús Fómarlambsins Menntaskólinn á Akureyri: Nemendum Gylfi Krimjánsaon, DV, Akureyri: „Ég vll leggja það til í skóla- nefhd aö skólinn verði laus vlð reyklngafólk á næsta vetri," segir Tryggvi Gislason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Tryggvi segir að í dag reyki inn- an við 10% nemenda skólans. Ekki sé vitað nákvæmlega hvert hlutfallið sé en það sé alveg Ijóst aö talan sé lægri en 10%. „Hér eru reyklausir bekkir og reyndar er það meirihluti bekkjanna,“ segir Tryggvi. Br þeim nemendum, sem reykja, gert orfitt fyrir að stunda þá iðju sina? „Þeim er i rauninni úthýst og ég ætla ekki að taka reykingafólk í heimavist skólans næsta haust. í þrengslum, eins og eru hér, bæði í skóla og í heimavist, eru reykingar til mikilla vandræða fyrir utan það hversu þetta er heilsuspillandi og mikill sóða- skapur," segir TryggvL Brotiðblaði sögu Flugleiða Ægir Már Kázason, DV, Suðurrteajuro: Flugleiðir tóku í gær formlega í notkun 12.500 m2 nýbyggða við- haldsstöð á Keflavíkurfiugvelli. Þar veröur vinnustaöur 160-170 starfsmanna tæknisviðs félags- ins, sem flestir hafa unxúð í Reykíavfk fram til þessa. „Hér er brotiö blað í sögu Flug- leiða, hér er einnig brotið blað í íslenskri tækniþróun því að þetta er í fyrsta skipti sem sköpuð hef- ur verið viöunandi aðstaöa á ís- landi til viöhalds flugvélum. Meö þessu roikla mannvirki staðfesta Flugleiðir í verki þann vi}ja aö festa íslenskt flugvélaviðhald enn frekar í sessi hér á landi. Með byggingu viðhaldsstöövarinnar hér vonast félagið einnig til að byggja upp atvinnulíf á Suður- nesjum. Hingað flyst nú 160 manna vin»u$taður,“ sagði Hörð- ur Sigurgestsson, stjórnarfor- maður Flugleiöa, við opnunina. „Það er verið að meta eignimar sem bent var á til kyrrsetningar. Því starfi er ekki lokið en mér skilst hins vegar að það sé mjög langt komiö. Ég býst nú ekki við því aö þeir geti bent á eignir sem geta tryggt alla kröfuna," segir Ragnar Hall, bústjóri þrotabús Fómarlambsins, áður Hag- „Við spurðumst óformlega fyrir um það hvort rækjuvinnslan í Bol- ungarvík væri til leigu yfir sumar- mánuðina. Þetta er hins vegar komiö svo stutt á veg aö það er ekki vert að ræða það. Málið er í skoðun,“ seg- ir Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvarsson- virkis hf. Ragnar sagði aö búast mætti við að um eða eftir helgina yrði sýslu- manni í Hafnarfirði tilkynnt niður- staða mats á eignum Hagvirkis- Kletts. Þá kemur í ljós hvort fyrir- tækiö verður gjaldþrota. Við kyrr- setningarkröfuna á eignum Hagvirk- ar hf. á Akranesi. Loðnuskip HB eiga alls um þúsund tonna rækjukvóta en fyrirtækið starfrækir ekki eigin vinnslu. í fyrra lönduðu þau á Akureyri og Siglu- flrði. Haraldur segir það hins vegar kost fyrir fyrirtækið að taka rækju- vinnslu Einars Guðfinnssonar á is-Kletts var forráðamönnum gert að benda á eignir upp á 370 milljónir króna, sem þeir gerðu, og síðan hefur mat á þeim eignum farið fram. Sýslu- maðurinn í Hafnarflrði skipaði mats- mennina. Heildarkröfur í þrotabú Fómarlambsins nema 1200 milljón- um. -Ari leigu og vinna þannig rækjuna sjálft. Fyrir skömmu tók HB síldar- bræðsluna á Bolungarvík á leigu. Þar hafa loðnuskip fyrirtækisins landað um 4 þúsund torujum. Allar þrær voru fullar í gær. Leigusamningur- inn rennur út 3. apríl enda líklegt að loðnuvertíöinniverðiþálokið. -kaa Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi: í skoðun að vinna rækju í Bolungarvík Stuttar fréttir Töbak hækkar um 18% Skattheimta ríkisins af vindl- ingum eykst um fjórðung sam- kvæmt frumvarpi um tóbaks- gjald. Smásöluverö hækkar um 18% að mati umboösmanns fyrir tóbak. ASÍhótar Forseti ASÍ segir að ef ekki komist hreyfing á eiginlegar samningaviðræöur næstu daga muni verkalýðsfélögin búa sig undir að grípa til aðgerða. Enginn spamaður Ekki tókst að lækka útgjöld vegna sjúkratrygginga eins og stefnt var að á siðasta ári. Þau fóm 11 miUjarða króna fram úr áætlun í fyrra. Samstarf víð útlendinga Birgir Rafn Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, telur æskilegt að leita samstarfs við erlend skipafélög til að lækka flutningskostnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt fyrrverandi yfirlyfja- fræðing á Landakoti til 15 mán- aöa fangelsisvistar og til að greiða 3 milljónir króna í sekt. Hann missir starfsleyfið í 2 ár. Vaxtalækkun á næstunni Forsætisráðherra sagði á Stöð tvö að skilyrði til lækkunar vaxta séu til staðar enda fari verðbólga minnkandi og búast megi við vaxtalækkun innan skamms. Fleiri viðvörunarkerfi Stóru öryggisþjónustufyrirtæk- in í Reykjavík hafa selt margfalt fleiri viðvörunarkerfi gegn inn- brotum en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg kynnir Reykjavíkurborg ætlar aö veija 7,5 milljónum í að kynna HM í handbolta sem ftam fer hér á landi árið 1995. Skúh Þorvaidsson í Hótel Holti, Siguijón Sighvatsson, kvik- myndaframleiöandi í Hollywöod, og Hof hf., eignarhaldsfélag Hag- kaups, hafa fengið umboð fyrir Domino Pizzas á öllum Noröur- löndum en undir þessu nafni cru 5000 staðir reknir um allan heim. . -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.