Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr; Mislukkað stjórntæki Ríkisstjórnin fylgir þeim ráöum, að heppilegt sé að hafa nokkurt atvinnuleysi í landinu til þess að fólk haldi betur á spöðunum í vinnunm og geri ekki kröfur um óbreytt lífskjör. Hagfræðin segir, að þetta sé ein auðveld- asta og öruggasta leiðin í baráttunni við verðbólguna. Þetta má ekki segja opinberlega. Til að breiða yfir ábyrgð stjómvalda er atvinnuleysið kennt utanaðkom- andi náttúruafli, sem kallað er kreppa. Hún er sögð stafa af samdrætti útflutningstekna af sjávarútvegi, sem nem- ur þó ekki nema um þremur milljörðum króna á ári. Til samanburðar má nefna, að hinn heföbundni land- búnaður kostar skattgreiðendur níu milljarða á flárlög- um þessa árs, fyrir utan tólf milljarða, sem hann kostar neytendur á þessu ári. Kreppan er blóraböggull upp á 1% af300 milljarða króna þjóðarframleiðslu á þessu ári. Þriggja milljarða vasabrotskreppa, fimm prósenta atvinnuleysi og slæmt fordæmi Færeyinga er óspart notað til að gefa þjóðfélaginu frið fyrir kröfum um hærri taxtalaun og stjómvöldum þar á ofan frið fyrir kröfum um óbreytta velferðarþjónustu hins opinbera. Sum áhrifin af þessu era góð. íslendmgar hafa áreið- anlega fremur gott af auknum aga í störfum. Margir standa sig betur í vinnunni, af því að þeir vilja ekki lenda í hópi þeirra, sem sagt er upp. Þetta eflir þá sem einstaklinga, svo og fyrirtækin og þjóðina í heild. Samt er atvinnuleysi stórhættulegt hagstjórnartæki. Við sjáum það vel í útlöndum, þar sem lengi hefur ver- ið mikið atvinnuleysi. Langvinnt atvinnuleysi gerir fólk óhæft til að hefja vinnu að nýju, þótt hún bjóðist. At- vinnuleysið verður eins konar lífsstíll fátækrahverfa. Atvinnumissir er stórfellt persónuáfall. Hann tætir í sundur fjölskyldur, spillir heilsu fólks, veldur stórauk- inni misnotkun áfengis og annarra fíkniefna, margfald- ar afbrot og tjón. Hann eykur álagið á þjónustu hins opinbera á mörgum sviðum velferðar og löggæzlu. Atvinnuleysi rífur sjálfan þjóðfélagsvefinn, magnar stéttaskiptingu og ábyrgðarleysi. Það felur auk þess í sér gífurlega sóun á hæfileikum og kunnáttu hinna at- vinnulausu. Víðast hvar hefur afar lítið verið gert til að endurhæfa atvinnulaust fólk til nýrra verkefna. Hagfræðikenningar um gJUdi atvinnuleysis sem hag- stjómartækis vanmeta eða meta alls ekki þessa þætti. Kostnaðurinn við brotnar persónur og brotin samfélög er miklu meiri en hagurinn, sem fæst af meiri aga og minna röfli. Það er bara erfiðara að mæla hann. Atvinnuleysið á íslandi er orðið svo mikið, að það er farið að hafa hin skaðlegu áhrif, sem við höfum séð í útlöndum. Tímabært er, að stjómvöld halli sér frá trú- boðum atvinnuleysis meðal ráðgjafanna, án þess þó að falla fyrir háværum kröfum um atvinnubótavinnu. Atvinnuleysi skánar lítið, þótt það sé dulbúið sem atvinnubótavinna. Þess vegna er rétt að gjalda varhug við tilraunum nokkurra sveitarfélaga til að komast yfir ríkispeninga undir því yfirskini, að verið sé að útvega fólki vinnu. Aðgerðimar þurfa að vera varanlegri. Leggja þarf aukið fé í margs konar kennslu fyrir at- vinnulausa, svo að þeir geti haslað sér völl á þenslusvið- um, þar sem ríkir full atvinna. Þeir þurfa að koma sér upp fagþekkingu, þekkingu á minni háttar rekstri og fjármálum, svo og þekkingu á mannlegum samskiptum. Ekki má líta á atvinnuleysi sem nauðsynlegan her- kostnað við aðgerðir í efnahagsmálum, heldur sem einn versta framtíðarvanda þjóðarinnar um þessar mundir. Jónas Kristjánsson „Menn þurfa ekki aö fylgjast vel með stjórnmálum til að vita, að Svanhildur og Ögmundur eru eindregnir andstæðingar ríkisstjórnarinnar," segir m.a. í greininni. Vernd verka- lýðsfélaganna í lögum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna segir, að starfs- maður, sem lögin taki til og ekki er innan stéttarfélags samkvæmt þeim, eigi að greiða til þess stéttar- félags, sem hann ætti að tilheyra, jafnt því og honum bæri að greiða væri hann í félaginu. Hvað felst í þessu ákvæði? Launagreiöandi opinbers starfs- manns tekur fjárhæð af launum hans og greiðir til einhvers stéttar- félags opinberra starfsmanna, án tillits til þess, hvort starfsmaður- inn vill vera í félaginu eða ekki. Ber utanfélagsmanni að greiða, jafnhátt gjald og þeim, sem gengur í félagiö af fúsum og frjálsum vilja. Umræður um félagafrelsi á ís- landi eru í vaxandi mæli famar að snúast um það, hvort mannréttindi séu í heiðri höfð, þegar slík greiðsluskylda er lögð á þá, er hafa atvinnu, hvort heldur hjá lúnu op- inbera eða öðrum. Verkfallsvopnið Nú er rætt um það af meiri hrein- skilni en oft áður, að undir merkj- um verkalýðshreyfmgarinnar skuli efnt til pólitískrar baráttu gegn ríkisstjóm Davíös Oddssonar. Vakin hefur verið athygli á því, að viðræður við kennara undir for- ystu Svanhildar Kaaber og opin- berra starfsmanna undir forystu Ögmundar Jónassonar hafi tæp- lega verið komnar á skrið, þegar forystmnennimir ákváðu að leita eftir umboði til að geta notað verk- fallsvopnið gegn viömælendum sínum. Forystumennimir sáu ekki ástæðu til að skjóta deilunni til sáttasemjara, áður en þeir fóm að hóta því vopni, sem þeir telja öflug- ast. Menn þurfa ekki að fylgjast vel með stjómmálum til að vita, aö Svanhildur og Ögmundur em ein- dregnir andstæðingar ríkisstjóm- arinnar. KjaHaiinn Björn Bjarnason alþingismaður Sjóðir BSRB hafa verið notaöir til auglýsingaherferðar í fjölmiölum, sem ekki verður kennd við annað en pólitíska baráttu. Nýlega fór verkamannafélagið Dagsbrún í auglýsingastríð við ríkisstjómina. Aðalatriði gleymast Ekki er nóg með, að forystusveit verkalýðshreyflngarinnar starfi í því vemdaða umhverfi, sem skylduaðild að félögum hennar eöa greiðsluskyldan til þeirra veitir henni. í almennum umræðum er þess einnig oft krafist af stjóm- málamönnum, að þeir setji upp siikihanskana, þegar þeir takast á við verkalýðsforingjana, því að annars ijúfi þeir friðinn á vinnu- markaðinum og espi til verkfalla. Umræður, sem byggjast á því að „Besta leiðin til að komast að raun um það, hvort launþegar telja æskilegt að vera í verkalýðsfélögum eða ekki, er að leyfa frjálsa aðild að þeim.“ Ólík aðstaða Enginn verður skyldaður til þátt- töku í stjómmálaflokki. Það yrði talið hróplegt brot á mannréttind- um, ef félagafrelsi væri skilgreint þannig hér á landi, að mönnum væri gert skylt að greiða gjald til stjórnmálaflokks til að geta neytt atkvæðisréttar í kosningum. Stjómmálaflokkarnir búa þannig við allt aðrar aðstæður en verka- lýðsfélögin, sem nú á markvisst aö nota gegn þeim. Það er ekkert nýmæli, að undir forystu Ögmundar Jónassonar sé BSRB beitt í pólitískum tilgangi. verkalýðshreyfingin og foringjar hennar geti ekki notið sín nema í vemduðu umhverfi, bera þess merki, að aðalatriðin hafi gleymst. Höfuðmáli skiptir auðvitað, hvort starf hreyfingarinnar sé til þess fallið að fullnægja kröfum þeirra, sem skyldaðir em til að leggja henni lið. Besta leiðin til að komast að raun um það, hvort launþegar telja æskilegt að vera í verkalýðsfé- lögum eða ekki, er að leyfa frjálsa aðild að þeim. A það mega verka- lýðsforingjar ekki heyra minnst. Björn Bjarnason Skodanir aimarra Frumvarp um Húsnæðisstof nun „í hvítri bók ríkisstjómar Davíðs Oddssonar era markmiö um að auka sjálfstæði ríkisstofnana. Frum- varpið um Húsnæðisstofnun gengur í þveröfuga átt. Ekki veröur betur séð en að með samþykkt þess verði ábyrgð á útlánum í smáatriðum inni á borði ráðherra. Það er furðulegt ef sjálfstæðismenn á þingi era þeirrar skoðunar aö þetta sé það sem koma skal.“ Úr forystugrein Tímans 24. febr. Samkeppni í byggingariðnaði „Samkeppnin er einfaldlega komin út yfir alla skynsemi. Þetta hefur gerst með þeim hætti að bank- ar og sjóðir, sem era ríkistryggðir, hafa veitt mönn- um, sem aldrei hafa sannaö getu sína, fyrirgreiöslu til rekstrar. Afleiðingin er einfaldlega sú að á mark- aðnum era alltof margir aöilar sem rýra almennt traust í viðskiptum... Lausnin á þessum vanda nú er að sameina fyrirtæki í byggingagreinum og leyfa þeim að fara á hausinn sem ekki standa sig. Eftir það verða lífeyrissjóðimir í landinu að kaupa hlut í þessum fyrirtækjum til að koma hjólinu af stað.“ Sigurður Sigurjónsson, forstj. Iðnaðurinn, 1. tbl. 1993 Heílsteypta fjölskyldustef nu skortir „Þátttaka beggja foreldra á vinnumarkaðinum er löngu orðin að staðreynd en treglega hefur gengið að mæta þörfum þeirra og barna þeirra. Heils dags vistun bama á leikskólum hefur verið forréttindi fárra og seint gengur að koma á samfelldum heils dags skóla þótt einstök sveitarfélög séu byrjuð að feta sig inn á þá braut. Það hefur skort illilega heil- steypta ftölskyldustefnu hér á landi og þá ekki síst með hag bamanna í huga.“ Úr forystugrein Alþbl. 24. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.