Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Síða 15
FÖSTUDAGUR14. MAÍ1993 15 Ennersótt að Elliðaánum Fyrir fáeinum árum var hrað- bátahöfn vaiinn staður skammt vestan við árósinn, eftir töluverðar umræður og deilur. í umræðum um þessa höfn var eðlilega mjög rætt um göngur laxa- seiðanna frá ánni; hætturnar á að þau færu sér að voða í skarkala hraðbátanna. Vitað væri hve við- kvæm þau væru fyrir hvers konar áreiti fyrst eftir að þau kæmu í sjó- inn. Einnig var bent á óhjákvæmi- lega árekstra laxanna viö ærustu og ógnir hraðbátanna, styggð og streitu; auk hugsanlegrar olíu- mengunar. TU að hnekkja þessu var m.a. bent á að laxarnir kæmu aðallega aö ánni austanað, þannig að þeir yrðu lítið á vegi hraðbátanna sem skriðu fyrst og fremst að og frá höfninni að vestanverðu! Hraðbátahöfn að austanverðu! Nýlaga sá ég skipulagsteikningu af annarri fyrirhugaðri hraðbáta- höfn - innundir Gullinbrú - við mynni Grafarvogs. Þar ku eiga að byggjast viðlegurými fyrir 240 báta! Hvað eru mennimir að hugsa? Oft hefur mér reyndar virst sem Kjallariim Kristján Gíslason fyrrverandi verðlagsstjóri forsvarsmenn borgarinnar létu sér í léttu rúmi liggja framtíð Elliða- ánna sem laxveiðiár. Enda kann lífríki ánna að vera umdeilanlegt - hugsanlegt að skipta á því og ein- hveiju öðru, til aö mynda hrað- bátahöfnum. En vilja menn það? Hvað á maður að halda þegar sí- fellt er fitjað upp á nýjum og enn meiri ógnum gagnvart þessu líf- ríki? Þegar sýnt þyki að smábáta- „Hverjir eru tilbúnir til að bera ábyrgð á þessari nýjustu aðför að laxastofni Elliðaánna? - Eða samþykkja hana með þögninni?“ Bryggjuhverfi við Elliðaárnar, skipulagsuppdráttur 1991. höfn að vestanverðu hafi ekki á nokkrum árum gert út af við laxa- stofninn - þá sé sjálfgefið að byggja þá næstu - að austanverðu! - þar sem áður var fullyrt að laxinn gengi aðallega. Hættulegt mannvirki Þegar tekist var á um vestur- hraðbátahöfnina á sínum tíma voru ýmsir aöilar, útlendir sem innlendir, spurðir ráða. Engum man ég eftir sem taldi mannvirkið hættulaust fyrir seiði og fullvaxna laxa. Ýmsir bentu á verulega hættu. Nú á augljóslega að bæta um bet- ur: Nú skal á það reynt, einu sinni enn, hvað þjóða megi lífríki Elliða- ánna upp á! Og mér er spurn: Hverjir hafa nú verið spurðir - og hvað hafa þeir sagt: Veiðimála- stofnun - Stangaveiðifélag Reykja- víkur - Umhverfismálaráð borgar- innar? Hverjir eru tilbúnir til að bera ábyrgð á þessari nýjustu aðfór að laxastofni Elliðaánna? - Eöa sam- þykkja hana með þögninni? Hvar eru nú vinir „perlunnar dýru“? Stutt er síðan lögreglunni var att á unga borgara með stengur, ein- mitt við Gullinbrú. - Þeir voru að hrekkja laxana sem ætluðu í árnar! - sögðu menn. En hvað er þá hraðsigling nokkur hundruð báta aftur og fram um gönguleiðir seiða og laxa? Er það aðeins meinlaus hrekkur - eða kannski endanlegur dauðadómur yfir laxastofni Elhöaánna? Á reynslan virkilega að svara því? Kristján Gíslason Uppsögn fram- kvæmdastjóra F.S. Þann 30. mars sl. spurðist það út að 3 fulltrúar Röskvu í stjórn Félagsstofnunar stúdenta, með Guðjón Ólaf Jónsson, fram- kvæmdastjóra þingflokks Fram- sóknarflokksins og nýkjörinn stjórnarformann, í broddi fylking- ar ætluðu sér að segja upp fram- kvæmdastjóra F.S. Viöbrögð voru hörð, fulltrúi Há- skólaráðs og fulltrúi menntamála- ráðuneytis í stjórn F.S., stafsfólk og bygginganefnd F.S. mótmæltu þessari fyrirætlan bréflega og al- menn óánægja varð meðal þeirra er láta sig málefni F.S. einhveiju varða. Nema í herbúðum Röskvu; þar kættust menn mjög og töldu sig hafa himin höndum tekið. En þegar stúdentar kröfuðst svara var í sama tómið tekið. Fulltrúar Röskvu klóruðu þó í bakkann og lögðu fram við upp- sögnina, þann 15. apríl, greinargerð um stöðu framkvæmdastjóra F.S. Þar töldu þau upp nokkrar skýr- ingar sem þau töldu fullnægjandi. Um þeirra helstu rök verður nú fiallað. Störf framkvæmdastjórans Fram hefur komið í samtölum við forsvarsmenn Garðsbúa að óánægja hafi verið á görðum með F.S. í kjölfar leiguhækkana þar fyr- ir tveimur árum en sú óánægja var KjaUaiinn Friðjón R. Friðjónsson varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta í garð F.S. í heild. Almennt hafa Garðsbúar ekkert út á fram- kvæmdastjórann að sefia og er eng- inn akkur í brottvikningunni. Framkvæmdastjórinn settí fram tillögur um innritunargjöld sem miöuðu að því að ekki yrði tap- rekstur á fyrirtækinu. Sfiórn F.S. var honum ekki sammála og ákvað að lækka gjöldin. Það verður að teljast öfugsnúið aö gagnrýna fyrr- um framkvæmdastjóra fyrir að leggja fram tillögu sem ekki var samþykkt. Hlutverk sfiómar er að ákveða hvað skuli framkvæmt, framkvæmdastjóri framkvæmir vilja sfiórnar. Útfærsla skiptibókamarkaðar Fulltrúar Röskvu halda því fram að trúnaðarbrestur hafi orðið milh þeirra og framkvæmdasfióra þar sem hann taldi ekki hagkvæmt að slíkur markaður yrði haldinn í Bóksölu stúdenta. Þessi rök verða að teljast með eindæmum fráleit þar sem fyrrverandi sfiómarfor- maður F.S., einn af fulltrúum Röskvu, sagði það sjálfur á fundi sfiómar F.S. þann 8. des. 1992 að ekki væri ráðlegt að Bóksalan sæi um skiptibókmarkaðinn. Hugmyndafræðilegur ágreiningur Rúsínan í pylsuendanum er svo „Hugmyndafræðilegur ágreining- ur fulltrúa Röskvu við fram- kvæmdasfiórann fyrrverandi um rekstur og markmið fyrirtækisins. Félagsstofnun hefur fengið á sig ímynd stórgróðafyrirtækis í aug- um stúdenta." (sbr. greinargerð Röskvu). Framkvæmdastjóri F.S. hefur haft það að leiöarljósi að tryggja fyrirtækinu traustan rekstrargrundvöll og að veita góöa þjónustu. Á stúdentaráðsfundi 22. apríl sl. lýsti sfiómarformaðurinn því yfir að stefna bæri að að F.S. skilaði hagnaði. Fyrst sfiómar- formaðurinn ætlar Félagsstofnun að veita áfram góða þjónustu og skila fyrirtækinu með gróða, þá hlýtur sú spuming að vakna hver sé hinn hugmyndafræðilegi ágrein- ingur. Ef það svar fæst ekki er ein- ungis hægt að draga þá ályktun að uppsögn framkvæmdasfiórans hafi aðeins verið subbulegur leikur í póhtískri refskák Röskvu. Friðjón R. Friðjónsson „Það verður að teljast öfugsnúið að gagnrýna fyrrum framkvæmdastjóra fyrir að leggja fram tillögu sem ekki var samþykkt.“ Meðog Innflutningsvernd búvara Nauðsynleg vörn „Það cr nauösynlegt liverri sjálf- stæðri þjóð að vera sér sjúlfri nóg um matvæli. Sér- staklegaáþað við um af- skekkta ey- son< hagtræðingur þjóð. Þetta Sléttarsambands segir sagan okkur og aukin milliríkjaviö- skipti hafa engu breytt um það. Landbúnaður er einnigþess eðlis að hann verður ekki settur í gang á einni nóttu ef þörf er á. Þvi hefur það verið mjög al- mennt áht stjómmálamanna víða um heim að þaö sé eðlilegt að vernda innlendan landbúnað gagnvart óheftum innflutningi með ýmsum aðferðum og skapa á þann hátt ákveöinn stöðug- ieika. Offramleiðsla búvara víða um heim hefur síðan skert þessa línu því það getur engín fram- leiðsla staðist niðurgreiddri vöm snúning þar sem verðmyndun hennar er úr öllum tengslum við raunveruleika. Þetta kemur með- al annars glögglega fram í land- búnaöarstefnu Evrópubanda- lagsins og Bandaríkjanna. Lega íslands skiptir einnig máli í þessu samhengí vegna hærri framleiöslukostnaðar en í suð- lægari löndum út frá náttúruleg- um aöstæðum. Menn geta einnig skoðað hvernig þróun mála hefur orðið í löndum af áþekkri stærð og ísland er, til dæmis á Ný- fundnalandi og í Alaska, þar sem landbúnaður lagðist að miklu leyti af vegna póhtískrar ákvarö- anatöku. Nú er varið miklum fiármunum í að byggja hann upp á nýjan leik.“ Heimsins hæsta verð „Af hálfu Neytenda- samtakanna horfum við mjög jákvætt til þess að samkomulag náist í GATT-við- ræöunuin. Við höfum ít- rekaö bent á að verð á íslenskum landbúnað- arvörum er óeðlilega hátt. Viö þurfum að borga heimsins hæsta verð fyrir landbúnaðarvörur. Með þeirri eihtlu rýmkun sem vænta má þá mun íslenskur land- búnaður fá mikilvæga sam- keppni. Það mun kaha á hagræð- ingu, bæði í frum- og úrvinnslu, sem aftur eflir landbúnaöinn. Neytendasamtökin standa ekki gegn eðlilegri notkun jöfnunar- gjalda á innfluttar landbúnaðar- vörur þannig að þau vegi upp á móti óeðhlegri verðlagningu, til dæmis vegna niðurgreiðslna eða annarra stuðningsaðgerða í framleiðslulandi vörunnar. Gjöldunum á hins vegar ekki að beita til að vernda innlenda iram- leiðslu gegn innflutningi. í umræðum um innflutnings- vemdina lét Hahdór Blöndal ný- verið hafa eftir sér að bændur væru sammála hðkun gegn þvi að atvinnumálaráöuneyti bænda hefði síðasta orðið. Greinilega ætlar hann að að standa á brems- unni og þá ekki með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Að tnlnu mati er fráleitt að landúnaöaráð- herra eigi aö hafa síöasta orðið í þessummálum.“ -kaa Jóhannes Gunnars- son, formaður Neyt* endasamtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.