Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1993 Fréttir_______________________________________________________________________________________dv Óvissa og átök um sljóm efnahagsmála á stjómarheimilinu: Þorsteinn þáði valdið sem Davíð gaf frá sér - forsætisráðherra vill endurheimta verkstjómina með hjálp stjómarandstæðinga fyrra heföi veriö málamiðlun eftir að hafa verið beittur póhtískum þrýstingi. Nú væri ástand þorsk- stofnsins hins vegar orðið það slæmt að ekki væri verjandi að auka við þann kvóta sem fiskifræðingar ráð- leggja. Að öllum líkindum yrði því að skerða kvótann enn frekar. í kjölfar þessa lýsti Davíð því yfir að efnahagur þjóðarinnar þyldi ekki frekari aflasamdrátt. Farsælast væri fyrir alla að hægja á uppbyggingu þorskstofnsins vegna þeirra að- stæðna sem nú ríkja í þjóðarbú- skapnum. Kemur þetta sjónarmið ekki mörgum á óvart miðað við þá stöðu sem efnahags- og atvinnulífið er komið í. Og ekki skiptir minna máh að þrátt fyrir yfirlýsingar um hallalaus fjárlög stefnir fjárlagahalli þessa árs nú í minnst 17,5 milljarða. Stjórnarandstaðan tortryggir Davíð í DV í gær lýstu Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Ásgrímsson og Anna Ólafsdóttir Bjömsson því yfir að þau væm vissulega reiðubúin að ræða við forsætisráðherra mn lausn aðsteðjandi vanda í efnahagsmálun- um. Þegar í haust heíði stjómarand- staðan lýst yfir vilja til að koma að málinu en því hefði forsætisráðherra hafnað þá. Nú væri hins vegar erfitt að taka tillöguna alvarlega. Ljóst er að deila Þorsteins og Dav- íðs um aflaheimildir næsta árs verð- ur ekki útkljáð með þögn á stjómar- heimilinu. Ög af viðbrögðum stjórn- arandstöðunnar að dæma er fráleitt að hún komi stjórninni til hjálpar í þessu viðkvæma deilumáli með þátt- töku í starfshópi sem virðist hafa það höfuðmarkmið að tryggja forsætis- ráðherra aftur þau völd sem hann „missti" til Þorsteins. Davið Oddsson forsætisráðherra hefur farið þess á leit við stjórnar- andstöðuna að hún hjálpi ríkis- stjóminni til að finna leiðir sem bætt geta hag sjávarútvegsins í kjölfar væntanlegrar þorskveiðiskerðingar. Hugmyndin er að skipa starfshóp með fulltrúum stjómarinnar og stjómarandstöðunnar, embættis- mönnum ráðuneyta og aðilum vinnumarkaðarins. Tilboð Davíðs hefur komið mörg- um á óvart, jafnt meðal stjómarhða sem sljómarandstæðinga. Viðbrögð- in hafa borið þess vitni að menn tor- tryggja tilboðið. Stjórnarandstæð- ingar segja það bera vott um að ríkis- stjómin hafi misst tökin á stjórn efnahagsmála. Á það fallast stjómar- sinnar þó ekki en segja vandann það mikinn að þjóðarátak þurfi að koma tíl ef farsæl lausn eigi að finnast. Afdrifaríkt valdaafsal Ekki em nema nokkrir dagar síðan Davíð lýsti því >fir að samhhða ákvörðun um þorskveiðar næsta árs yrði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra að koma með heildstæöar tillögur til lausnar þeim efnahags- legu afleiðingum sem ákvörðunin hefur. Að baki lá* sú hugmynd að knýja Þorstein til aö auka við þann afla sem fiskifræðingar telja ráðlegt að veiða á næsta ári. Þorsteinn gaf ögruninni hins vegar langt nef og tók Davíð á orðinu. Um leið tók hann svo gott sem við stjórn efnahagsmála í landinu. Samkvæmt heimildum DV kom yfirlýsing Þor- steins mörgum stjómarsinnum í opna skjöldu, ekki síst Davíð sjálfum, enda hefur aldrei verið um það rætt í ríkisstjóminni né í þingflokkum stjómarliða að færa Þorsteini þetta mikú völd. Hugmyndin um starfshóp fæddist í kjölfar þessa. Þorstemn Palsson og Davið Oddsson. honum var rétt. Valdabarátta flokksbræðra Ljóst hefur verið um langt skeið að verulegur ágreiningur er núlh Davíðs og Þorsteins í veigamiklum atriðum. Annars vegar hefur verið um að ræða ágreining um stjómar- stefnuna og hins vegar persónulega baráttu um völd og áhrif innan Sjálf- stæðisflokksins. Upphaf þessara deilna má rekja til þess að Davíð steypti Þorsteini úr stóli formanns í Sjálfstæðisflokknum en í fyllingu tímans hafa þær tekið á sig ýmsar birtingarmyndir. Sem sjávarútvegsráðherra hefur Þorsteinn treyst sig mjög í sessi inn- an Sjálfstæðisflokksins á undanföm- um misserum og náð að vinna sér traust sægreifa og athafnamanna í landi. Að sama skapi hefur hann Fréttaljós Kristján Ari Arason skapað sér mikla óvild meðal krata, einkum vegna andstöðunnar við kvótaleigu, og um leið veikt stöðu Davíös sem verkstjóra í stjómarsam- starfinu. Þorskastríð í ríkisstjórninni Th harkalegra átaka kom síðastlið- ið sumar mhli þeirra Davíðs og Þor- steins um aflaheimildir þess fisk- veiðiárs sem nú er að líða. Sam- kvæmt heimildum DV lá við að Þor- steinn segði sig úr ríkisstjórninni en það hefði að öllum hkindum haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og ríkisstjórnina. Lyktir þessara dehna urðu þær að Þor- steinn neyddist til að auka nokkuð við þann þorskveiðikvóta sem fiski- fræðingar ráðlögðu en þó minna en Davíð krafðist. í samtali við DV fyrir skömmu sagði Þorsteinn að niðurstaðan í í dag mælir Dagfari Þorsteinn og þorskurinn Djöfuls skepnan hann Þorsteinn Pálsson. Þarna situr hann í ríkis- stjóminni en er ekki meiri og betri ráðherra en svo að hann leyfir sér að leggja fram tillögur frá Hafrann- sóknastofnun um verulegan niður- skurð á aflaheimhdum th þorsk- veiða. Sjálfsagt unnið að því bak við tjöldin að draga úr þorskstofn- inum og svo hlakkar í honum þegar honum tekst að ná kvótanum nið- ur. Allt er þetta gert af hreinum skepnuskap, enda er öllum kunn- ugt um það hversu Ula Þorsteini er við Davíö, eftir að Davíð fehdi hann sem formann í Sjálfstæðis- flokknum. Ráðabmgg Þorsteins Pálssonar er bein árás á ríkissfjóm Davíðs Oddssonar. Davíð hefur mátt þola þennan skæruhða og fimmta her- dehdarmann í stjóm sinni og raun- ar verið betri við hann en efni stóðu th. Var ekki búið aö feha Þorstein sem formann og lýsa því þar með yfir að hann hefði enga forystu- hæfileika? Var ekki flokkurinn bú- inn að lýsa frati á Þorstein Pálsson með því að sparka honum sem formanni og foringja? Samt er Davíð góður við hann og leyfir honum að vera í ríkisstjóm og ríkisstjóm Davíðs hefur staðið sig vel og stendur vel. Um það er engin spuming. Skoðanakannanir hafa verið að segja að sljómin og flokkurinn standi hla en það er aht á misskhningi byggt og rógburði sem Davíð tekur ekki mark á. Ef þessi rógburður hefði ekki verið í gangi stæði ríkisstjómin vel, enda skhur almenningur í landinu full- komlega hvað ríkisstjómin er að gera og er ánægður með það. Ef almenningur skilur það ekki enn þá mun almenningur skilja það betur þegar Davíð hefur talað viö almenning og sagt honum hvað rík- isstjórnin er góð. Já, þetta er góð ríkissfjóm og allt er í himnalagi nema þetta með róg- burðinn og svo kemur Þorsteinn aftan að ríkisstjóminni og hefur markvisst dregið úr þorskstofnin- um th að gera ríkisstjóminni óleik. Það er ekki að spyija að hefnigim- inni í þessum mönnum sem geta ekki skilið að þeir vom miklu verri formenn heldur en formaðurinn sem velti þeim úr sessi. Sjálfstæðis- flokkurinn stóð afar hla í skoðana- könnunum og kosningum og Davíð og fylgismenn hans ákváðu á sín- um tíma aö það þyrfti sterkan for- ingja th að rífa flokkinn upp úr lægðinni og það hafa þeir gert, ef ekki væri fyrir rógburðinn. Úr því Þorsteinn er svona hlgjarn að vfija draga úr þorskveiðum er eins gott að hann fái að finna fyrir því. Þess vegna var það hárrétt hjá Davíð og Jóni Baldvin að segja aö Þorsteinn þurfi að koma með thlög- ur, bæði um aflakvótann og þær efnahagsaðgerðir sem þurfa að fylgja. Það er alveg ástæðulaust að láta hann sleppa með þann skepnu- skap að draga úr þorskveiðunum öðmvísi en láta stráksa segja hvað eigi að gera til að þjóðin og ríkis- stjómin lifi af þá aflaskerðingu. Gjörðu svo vel, Þorsteinn minn. Ef þú vht endhega skerða aflaheim- hdir og takmarka þorskveiðamar þá skaltu líka segja okkur hvemig við eigum að leysa vandann sem skapast vegna samdráttarins. Þá skaltu segja þjóðinni hvað þú vht láta gera th að þjóðin komist af án þorsksins. Ekki ætlum við að gera það. Ekki ætlum við að fara að tapa fleiri atkvæöum og draga enn úr fylgi ríkissfjórnarinnar með því að bendla hana við þennan niður- skurð. Þetta er sem sé vandamál Þor- steins Pálssonar. Hann hefur búið það th. Hann verður að leysa úr því. Davíð ætlar að vísu að skipa nefnd tíu manna meö hagsmunaað- hiun og sijómarandstöðunni til að fara yfir thlögur Þorsteins þegar þær verða lagðar fram, en þaö er þá til að sýna fram á hvað þær verða vitlausar og koma þannig upp um svik Þorsteins. Davíð lætur ekki taka sig í ból- inu. Það má Þorsteinn vita. Þor- steinn tók við sjávarútvegsráðu- neytinu. Það er hann sem á að fylgj- ast með þorskgöngunum og það er á hans ábyrgð ef þorskurinn er horfinn úr sjónum. Þess vegna er það hans mál að ráða fram úr þess- um vanda sem er ríkisstjóminni óviðkomandi. Algjörlega óviðkom- andi. Þorskurinn og Þorsteinn eru óvinir þessarar ríkisstjómar og ef þeir era að grafa undan ríkisstjóm- inni þá skulu þeir í sameiningu fá að vita hvar Davíð keypti öhð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.