Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Uppboð Framhald uppboðs á seglbátnum Diddu hf., skipaskrárnúmer 1712, Hafnar- firði, verður háð á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 4. júní 1993 kl. 13.00. Þingl. eig. er Jón S. Ólafsson. Gerðar- beiðandi er Llmtré hf. Sýslumaðurinn i Hafnarfiröi. 2. júni 1993. ISyi>i>ir hf. • Fullþurrkaður harðviður nýkominn: mahóní, eik, hnota, beyki, iroco og askur. • Glerfiber flaggstangirnar með öllu til- heyrandi, 6-10 metra. • Gólfparket, sænskt og franskt. Byggb* hf. Lynghálsi 9, s. 677190 Hafnir Nýr umboðsmaður Frá 1. júní ’93 Anna Lind Steinarsdóttir Seljavegi 1 - s. 16962 Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtu- daginn 10. júní 1993 kl. 10.30. HV-952 HT-572 HD-397 KC-533 HY-366 U-078 HF-549 HZ-210 IL-782 GÞ-023 KD-621 SU-772 Einnig verður þá boðið upp eftirtalið lausafé: Hjólhýsið KT-689, dráttarvélin ZA-973 og 50% eignarhluti í dráttarvélinni ZC-751. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Borgarnesi. 2. júní 1993. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hverfisgata 56,024)1, þingl. eig. Angé- lica Cantú Davíla, gerðarbeiðendur Framkvæmdasjóður, Gjaldheimtan í Reykjavík, Ofiíasmiðjan hf. og toll- stjórinn í Reykjavík, 7. júní 1993 kl. 16.00. Laugavegur 145, hluti, þingl. eig. Elín B. Olafsdóttir, gerðarbeiðandi Berg- þóra Ástþórsdóttir, 7. júní 1993 kl. 14.30. Brautarholt 4, hluti, þingl. eig. Rúnar Emiisson, gerðarbeiðendur Gjaid- heimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands, 7. júní 1993 kl. 13.30. Mjölnisholt 14, hluti, þingl. eig. Magnús Vigíusson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 7. júní 1993 kl. 14.00. Háaleitisbraut 68, hl. 3,72%, þingl. eig. Amar Guðmundsson og Guð- mundur Á. Ingvarsson, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, 7. júní 1993 ld. 15.30. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK flö PIOIMEER' 30 ÁR Á ÍSLANDI Sýning á Pioneer hljómtækjum í bíla laugardaginn 5. júní kl. 10.00-17.00. I tilefni sýningarinnar höfum við komið fyrir bifreið í versluninni sem búin er fullkomnum hljómtækjum frá Pioneer. Fjöldinn allur af tilboöum verður á sýningardaginn. Sjá nánar i auglýsingu í DV á laugardaginn. Menning Petri Sakari kveður Sinfóníuhljómsveit íslands: Miklar framfarir undir hans sljórn Finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari, sem hefur verið aðalstjóm- andi Sinfóníuhljómsveitar íslands síðustu fimm árin, lætur af störfum að loknu þessu starfstímabili. Síð: ustu tónleikamir þar sem hann stjómar hljómsveitinni eru í kvöld og em það jafnframt þeir síðustu á þessu starfsári. Það fer ekki á milli mála að SÍ hef- ur tekið miklum framförum undir leiðsögn Petri Sakaris og segir það um orðstír hans að þegar gerður var þriggja ára samningur breska út- gáfufyrirtækisins Chandos og SÍ var það skilyrði af hálfu Chandos að Petri stjómaöi öllum upptökum út samningstímabilið. Þá fór Sakari með hljómsveitina í Norðurlanda- ferð 1990 og fékk hljómsveitin þar afskaplega góðar viðtökur. Sannaðist í þeirri för að Sinfóníuhljómsveit ís- lands stendur ekki að baki sambæri- legum hljómsveitum í Evrópu. Á hljómleikunum í kyöld verða flutt verkin Hvörf eftir Áskel Más- Petri Sakari. Fimm ára farsælt starf með Sinfóníuhljómsveit íslands. son, Fiðlukonsert í d moll op. 47 eftir Jean Sibelius og Sinfónía nr. 1 í c moll eftir Johannes Brahms. Einleik- ari er Vasko Vassilev, ungur Búlgari sem stundum hefur verið kallaður „Super Paganini" eða „Töfrafiðlar- inn“. Vassilev var undrabam sem sendur var til náms í Moskvu. Hann er yngsti nemandi og jafnframt sá er hefur útskrifast með hæstu mögu- legu einkunn frá hinum virta Central Music tónlistarskóla í Moskvu. Vass- iiev flutti 1989 til London og hefur komiö fram með helstu hljómsveit- um Bretlands og víðar í Evrópu. Verk Áskels Mássonar, Hvörf, voru samin fyrir tilstuðlan Sinfóníu- hljómsveitarinnar og tileinkað henni. Þess má geta að Áskell hefur nýlokið við stórt verk fyrir Sinfóníu- hljómsveit, Sinfonia Trilogia. Það er skammt stórra högga milli hjá Sinfóníuhljómsveitinni, aðeins er vika síðan Páll P. Pálsson, sem starfað hefur með Sinfóníunni í hart- nær fimmtíu ár, stjómaði sínum síö- ustu tónleikum og nú er röðin komin aðPetriSakariaðkveðja. -HK Senn líður að Listahátíð Hafnarfjarðar og eru erlendir listamenn þegar farnir að streyma til landsins. Opnunartón- leikar hátíðarinnar verða í íþróttahúsinu i Kaplakrika á laugardagskvöld. Þá mun Sinfóniuhljómsveit íslands koma fram ásamt hafnfirskum kórum og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Einn þeirra erlendu listamanna sem kominn er til ís- lands er Mario Reis frá Þýskalandi. Er hann hér á myndinni að undirbúa eitt verka sinna. í baksýn er menningar- miðstöð þeirra Hafnfirðinga, Straumur, en hús þetta gegnir miklu og margþættu hlutverki á listahátiðinni. DV-mynd BG. Verk gömlu meistaranna boðin upp í kvöld verður á Hótel Sögu mál- verkauppboð á vegum Galleri Borgar í samvinnu við Listmunauppboð Sig- urðar Benediktssonar. Boðin verða upp verk gömlu meistaranna, til dæmis verk eftir Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal, Þorvald Skúlason, Kjarval, Kristján Daviðsson og Karl Kvaran. Þá verður boðin upp bijóstmynd af Jóni Sig- urðssyni frá 1871. Einnig verða ant- ikhúsgögn og gamalt danskt og enskt silfur á uppboöinu. Uppboðsverkin eru til sýnis í dag í Gallerí Borg. Brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni, gerð 1871 verður boðin upp i kvöld. Ólaf ur Árni tekur þátt í „Heims- keppni söngvara" Ólafur Ami Bjarnason tenór hefur verið valinn fulltrúi íslands í söng- keppnina í Cardiff, Cardiff Singer of the World Competition, sem haldin verður í þessum mánuði. Ólafur Árni verður einn af tuttugu og fimm söngvurum sem keppa munu um sig- urverðlaunin en mikil vegsemd þyk- ir að vinna í þessari keppni. Dómnefnd, sem valdi í keppnina, gerði víðreist um allan heim og hlýddi á ótal söngvara, þar á meðal nokkra frá islandi. Ólíkt tilhögun fyrri ára velur nú eingöngu dóm- nefnd frá Cardiff þátttakendur í keppnina. Nefndin fór til Þýskalands og hlýddi þar á Ólaf Áma en hann starfar þar. Meðal dómara í keppninni í ár em Joan Sutherland, Marilyn Home og Nicolai Gedda. Það er BBC sem sér um útsendingar frá keppninni sem stendur frá 10.-20. júní. Ólafur Árni Bjarnason, einn af 25 sem taka þátt í söngkeppninni i Cardifi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.