Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
9
|^bp^^|i)djjíjfíí:íö júhi
Nú ber vel
í veiði!
Tilboð! Þegar þú kaupir nýja Cardinal Maxxar
hjólið færð þú Abu Garcia veiðivörur að eigin
vali fýrir 1.000 kr. í kaupbæti.
Maxxar hjólin eru hönnuð af Achin Storz, þau
eru með tveim kúlulegum og teflonhúðuðum
diskabremsum. Nú er tækifærið að eignast
þetta frábæra hjól á góðu verði.
Söluaðilar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ
Versturröst Laugavegi 178 • Musik & sport Hafnarfirði ■ Veiðibúö
Lalla Hafnarfriði ■ Akrasport Akranesi ■ Axel Sveinbjörnsson
Akranesi • Kaupfólag Borgfiröinga Borgarnesi ■ Verslunin Kassinn
Óiafsvík ■ Verslunin Vísir Blönduósi ■ Kaupfélag Skagfirðinga
Sauðárkróki • Siglósport Siglufiröi ■ Verslunin Valberg Ólafsfirði
Sportvík Dalvík ■ KEA Akureyri ■ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík
Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum ■ Verslunin Skógar Egilsstöðum
Tröllanaust Neskaupstað ■ Verslun Elísar Guðnasonar Eskifirði
Viðarsbúð Fáskrúðsfirði ■ Kaupfélagið Djúpavogi • Kaupfélag
Árnesinga Kirkjubæjarklaustri ■ Sportbær Selfossi
Rás Þorlákshöfn ■ Stapafell Keflavík
Elduríolíuskipi
viðBelgíu
Tíu manns létu lífið þegar líberískt
flutningaskip rakst á breskt olíuskip
undan strönd Belgíu í morgun. Eldur
kom upp í olíuskipinu og rennur olia
í sjóinn, að sögn strandgæslumanna.
Belgískir embættismenn sögðu í
morgun að tveggja manna væri
saknað eftir áreksturinn sem varð
skammt frá hafnarborginni Zee-
brugge.
Flestir bresku sjómannanna þrjá-
tíu og sex á flutningaskipinu björg-
uðu sér með því að stökkva í sjóinn.
Reuter
Músveldurtöf-
umáflugi
Um það bil 150 farþegar sem ætluðu
að fljúga með Inter European Airwa-
ys urðu að bíða í tvo tíma í Boeing
737 á flugvellinum í Newcastle með-
an verið var að leita að mús. Farþeg-
amir voru að koma frá Krit.
Flugstjórinn lét yfirvöld á flugvell-
inum í Newcastle vita um músina
eftir að flugfreyja þóttist hafa séð
þennan óvenjulega laumufarþega á
rápi um vélina. Músin var þó svo
útsmogin að þrátt fyrir vandlega leit
fannst hún ekki og flugvélin fékk að
halda áfram til Prag.
Vélin er aftur komin til Newcastle
og verður hún sótthreinsuð.
Utlönd
HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800
Litil börn í Sarajevo yfirgefa íslamskan kirkjugarð eftir að hafa lagt blóm á leiðin en þessa dagana er íslömsk
trúarhátíð. Simamynd Reuter
Skotið á ítalskan fiskibát á Adríahafi
Spennan jókst á Adríahafi í gær
eftir að ítölsk yfirvöld sögðu að júgó-
slavneskur eftirlitsbátur hefði skotið
á ítalskan fiskibát með þeim afleið-
ingum að einn sjómaður lést og ann-
ar særðist.
ítölsk stjórnvöld mómæltu strax
atburði þessum harðlega og sögðu
að hann hefði gerst á alþjóðlegu haf-
svæði. Þau skipuðu hemum að gæta
öryggis skipa á svæðinu. Vamar-
málaráðherrann, Fabio Fabbri, sagði
að ítalir áskildu sér rétt til að gera
allt sem þeir teldu rétt.
Utanríkisráðherra Ítalíu sakaði
júgóslavneska sjóherinn um að hafa
byijað að skjóta án nokkurrar við-
vörunar og krafðist þess að stjóm-
völd í Svartfiallalandi leystu strax
úr haldi skipstjóra bátsins og tvo sjó-
menn úr áhöfninni.
Tanjug fréttastofan hefur það eftir
júgóslavneska sjóhernum að skotið
hafi verið á fiskibátinn vegna þess
að hann hafi verið á veiðum fyrir
innan lögsögu Júgóslavíu. í tilkynn-
ingu frá sjóhemum segir að fiskibát-
urinn hafi ekki hætt veiðunum þó
hann hafi stefnt í átt að alþjóðlegu
hafsvæði og því hefði verið skotið á
hann.
Her Bosníu-Serba hefur neitað að
hafa hafið sprengjuárás á fótbolta-
völl í Sarajevo. Fimmtán manns létu
lífið í árásinni og um 100 slösuðust.
Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna
hefur talið Serba ábyrga fyrir árás-
inni eftir að ljóst þótti aö sprengjan
hefði komið frá yfirráðasvæði Serba.
Fyrrum forseti Júgóslaviu,
Dobrica Cosic, hefur líkt forseta
Serbíu, Slobodan Milosevic, við ein-
ræðisherrann Adolf Hitler og varaði
jafnframt við því að Milosevic væri
að leiða þjóðina inn í hörmungar.
Cosic kallaði Milosevic „Fuhrer (for-
ingja) flokks róttækra Serba“. Cosic
var bolað úr embætti er þingið lýsti
yfir vantrausti á hann.
Gífurlegir bardagar eru nú í kring-
um Gorazde í austurhluta Bosníu og
hafa Serbar hert árásir sínar á borg-
ina. Einnig hefur spenna aukist tíl
muna á svæðum Serba í Króatíu. Öll
sjúkrahús em nú full í Gorazde og
flóttamenn sofa á götum úti, úti í
skógieðaígöröum. Reuter
ISU2U PALLBÍLAR, SÉRTILBOÐ!
Bjóðum 35 - 65 % afslótt af aukahlutum ef þú kaupir nýjan Isuzu
pallbíl, 2ja dyra og 4ra dyra 4x4
Hafið samband við sölumenn sem gefa nónari upplýsingar
um sérstök verð og aukahlutatilboð
i ';<T i x . s"
: jtsavvi
■ .V ' r ■ “■
V.T.-.*’
■•"'r > V <■' ^
1 ’ pnw1* ' Vsd i ■'■■' ■■;'-
«4. ...
> * .1
ISU2U • ISUZU • ISUZU • ISUZU
Milosevic líkt
við Adolf Hitler