Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Neytendur Boðuð verðlækkun á hinum ýmsu landbúnaðarvörum hefur enn ekki skilað sér í helstu stórmarkaðina en búast má við að úr því rætist á næstu dögum. DV kannar verðlækkun á landbúnaðarvörum: DV-mynd JAK Brauðostur lækkar um rúmlega 8% - margar verslanir enn með gamla veróið Að þessu sinni kynnti neytenda- síða DV sér verð á þeim landbúnað- arafurðum sem lækkuðu í samræmi við nýafstaðna kjarasamninga. Borið var saman uppgefið verð frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins, Osta- og smjörsölunni og Mjólkursamsöl- unni við verðið í verslunum. Mis- munurinn sést í töflunni hér á síö- unni. Tækifærið var einnig notað til aö gera verðsamanburð á þessum vörutegundum á milli verslana. Farið var í Fjarðarkaup í Hafnar- firði, Hagkaup í Skeifunni, Bónus í Skútuvogi og Miklagarð við Sund. Könnunin fór fram um hádegisbilið í gær og í ljós kom að flestar verslan- irnar voru enn með gamla verðið í gangi en búist var við að lækkunin tæki gildi á næstu dögum þegar nýjar birgðir kæmu inn. Á meðal algengra vörutegunda, sem litið var á, var kíló af eggjum, 400 g skyraskja, 1 peli rjómi, 26% og 17% ostur, Camembert, kaflijógúrt og kílóverð á nautagúllasi. Það skal tekið fram að frjáls álagning er á Camembert-osti og eggjum svo aö uppgefið verð fyrir og eftir lækkun í töflunni hér á síðunni er verðið sem greitt er til framleiðenda. 40% verðmunur á nautagúll- asi Mestur verðmunur reyndist vera á hæsta og lægsta verði á nautagúllasi úr 1. flokks nautakjöti en uppgefið kilóverð er 1162 krónur eftir lækkun. Hagkaup var með hæsta verðið, 1339 krónur kílóið, og Bónus með það lægsta, 959 krónur kílóið, sem veittur er 10% afsláttur af við kassann. Verð- munurinn er því 40%. Tiu prósent verðmunur var á hæsta og lægsta kílóverði af eggjum en þau reyndust flest vera sitt frá hvorum framleiðandanum. Eggin voru dýrust í Hagkaupi, Fjarðar- kaupi og í Miklagarði, 369 krónur kílóiö, en ódýrust í Bónusi, 335 krón- ur kílóið, auk þess sem þar er veittur 5% afsláttur við kassann. Frjáls álagning á Camembert Hjá Osta- og smjörsölunni fengust þær upplýsingar að flestar verslanir væru með 18-20% álagningu á Cam- embert-osti en á honum er fijáls álagning. Verðmunur á milh versl- ana reyndist vera 21%, hæsta verðið var hjá Fjarðarkaupi og Hagkaupi, 253, en þaö lægsta hjá Bónusi, 209 krónur. Verð á brauðosti lækkar að meöal- tali um 8-8,4% til neytenda. Verðið á 26% brauðosti lækkaði um 67 krón- ur, úr 799 krónur kílóið í 732 en verð- munur á honum reyndist þó 9% á milli verslana. Þar kom til að Bónus var eina verslunin sem hafði nýtt sér lækkunina og seldi kílóið á 732 krón- ur á meðan hinar voru með gamla verðið, 799. Reyndar býöur Mikli- garður upp á sparnaðarpakkningar frá Osta- og smjörsölunni sem seldar eru með 15% afslætti á meðan birgð- ir endast. Gauda-ostur, 17%, lækkaöi úr 646 krónum kílóiö í 592 og var seldur á gamla verðinu í öllum verslununum nema Bónusi. Þar var boðiö upp á nýja verðið en þaö er 592 krónur kíló- ið. Peli af rjóma lækkar Pelinn af rjóma lækkaði um tólf krónur, úr 148 í 136. Verðmunur þar reyndist þó vera 13% á milli versl- ana. Hagkaup var með hæsta verðið, 148 krónur pelann, en Bónus með lægsta verðið, 131 krónu pelann. Að meðaltali lækkaði jógúrtdósin um 4 krónur. Kaöijógúrt fór úr 46 krónum fyrir lækkun í 42 krónur Vörufl. till.júní frál.júni Fjkaup Hagk. Bónus Miklig. Peli rjóml WW 148 136 133 148 131 136 Kg egg 2603) 2453) 369 369 335’) 369 17%Goudaostur 646 592 646 646 592’) 646 26% brauðostur 799 732 799 799 122') 799 Camembert 2103) 193 >) 253 253 209 242 Kaffijógúrt 46 42 38 46 40 42 Skyr,400g 64 59 57 64 56 59 Nautagúlias 1198 1162 1050 1339 9592) 1198 ') 5% ^1- viö kassann. 2) 10% afsl. við kassann.3) Verð til framleiðanda, fijáls álagn. í versl. eftir lækkun en hún var seld á lægsta veröinu í Fjarðarkaupum, 38, og hæsta verðinu í Hagkaupi, 46 krónur dósin. Verð á 400 g skyröskju lækkaði um fimm krónur, úr 64 krónum í 59. Þar var 14% verðmunur á milli verslana. Hagkaup seldi hana á 64 krónur en Bónus á 56 krónur sem var lægsta verðið. -ingo 1.339 kr. 3 «j !JS o> o io 5Z 959 kr. w 3 C 'O ffl Hæst Lægst 253 kr. a 3 > •£ 3 to (0 <o »= co .Í2.« u-X 209 kr. tf> 3 C 'O ffl Hæst Lægst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.