Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1993
13
Sviðsljós
Útgáfutónleikar HAM
Hljómsveitin HAM efndi til útgáfutónleika í Tunglinu sl. föstudagskvöld.
Nýja platan þeirra hefur að geyma bæði nýtt og gamalt efni en ekki var
annað að sjá en tónleikagestum félli hvorutveggja vel I geð.
DV-mynd RaSi
Sigrún Gróa kjörin
fyrirsæta Suðumesja
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum;
Sautján ára Keflvíkingur, Sigrún
Gróa Magnúsdóttir, sigraöi í Fyrir-
sætukeppni Suðumesja sem haldin
var í veitingahúsinu Þotunni í Kefla-
Sigrún Gróa Magnúsdóttir brosti blitt þegar úrslitin lágu fyrir.
vik. Fyrir sigurinn fékk Sigrún Gróa
árssamning hjá fyrirsætuskrifstof-
unni Wild, skartgripi, demantshringi
o.fl.
Esther Erhngsdóttir, 19 ára, varð í
öðru sæti og Birgitta Vilbergsdóttir,
17 ára, í því þriðja en þær eru báðar
úr Keflavík. Níu stúlkur tóku þátt í
keppninni sem tókst mjög vel en
meðal skemmtikrafta á úrslitakvöld-
inu voru Halli og Laddi og Magnús
Scheving en kynnir var Páll Óskar
Hjálmtýsson.
í GÓÐUM hÖNDUM
BJÖRN VIÐISSON NUDDFRÆÐINGUR
Líkamsnudd*SvæÖanieÖferð*í|iróHanudd
SUNDLAUG
KÓPAVOGS
S. 642560
Niu stúlkur tóku þátt í keppninni og hér eru þær allar samankomnar í einu
atriðanna. DV-myndir ÆMK
DRATTARBEISLI
BílavörubúÓin
FJÖÐRIN
Skeifan 2 • Simi 812944
Menning
Norræn kvennabókmenntasaga
Nýlega birtist fyrsta bindi af fimm um þetta
efni. Ritið er 600 bls. í stóru broti, einkar fallega
hannað og myndskreytt. Verkið hefur verið
mörg ár í vinnslu en á nú að birtast ört, tvö
bindi árlega. Fimmta bindi verður skáldkvenna-
tal, en heimildaskrá heildarritsins kemur í
fjórða bindi. Þetta er safnrit margra höfunda,
yfir tuttugu þetta fyrsta bindi, sem nær yfir
tímabilið fram að 1800. Upphafsárið er sett við
1000, en auðvitað er það ekki meint bókstaflega
því ómögulegt er að aldurssetja nákvæmlega
elstu verkin, eddukvæði.
Fornar bókmenntir
Helga Kress skrifar fyrsta kaflann, um ís-
lenskar fornbókmenntir. Höfundar þeirra
flestra eru ókunnir, og þá ekki vitað hvað er
eftir karla og hvað eftir konur. Helga velur þá
skynsamlegu lausn á þessum vanda að draga
saman það sem segir um konur í þessum bók-
menntaverkum, einkum þó þar sem konur eru
í sviðsljósinu því það er þá líklegra öðru til að
vera eftir konur. Þetta er nauðsynlegt upphaf
bindisins og fróðlegt yfirlit. Því miður hefur
heimildarýnin stundum orðið að víkja fyrir
skáldhneigö Helgu, eða hvaö á að kalla það.
Þannig segir hún t.d. um Ingunni í Hólaskóla
áð hún hafi verið ólæs og óskrifandi, en kenndi
þó skólapiltum málfræði (bls. 24). Þetta undur
leysist þó upp ef flett er upp í Jóns sögu helga
(27. k.): „Engiun þessum var hún lægri í sögðum
bóklistum," en „þessir" urðu síðar rithöfundar
og biskupar þannig að auðvitað var stúlkan læs
og skrifandi og gott betur. Á sama stað telur
Helga liklegt að mansöngur hafi verið bannaður
vegna þess að hann hafi verið söngur kvenna,
en orðabók Fritzners sýnir glögglega að orðið
merkti í flestum tilvikum lostaþrungið kvæði
karls til konu, þótt í Jóns sögu helga sé það
kvæði konu til karls.
Um Maríulof skrifar Pil Dahlerup, sem fræg
varð fyrir fróðlegt doktorsrit sitt um danskar
skáldkonur í lok 19. aldar. Sú frægð hefur fært
henni þetta verkefni sem ýmsar norrænar kon-
Helga Kress skrifar fyrsta kaflann.
Bókmeraitir
Örn Ólafsson
ur væru færari um. Hún misskilur þessa forn-
dönsku texta hvað eftir annað, og heldur sig
eingöngu viö þá, enda þótt upplagt hefði verið
að taka t.d. íslensk Maríukvæði til samanburð-
ar. Þau eru að vísu eftir nafngreinda karlmenn,
en væru einmitt þess vegna fróðleg viðmiðun
nafnlausra kvæða sem gætu verið eftir konur,
eins og Dalhlerup segir. Hún ber þau saman við
Maríukvæði danskra karla, annar er eins og
ástfanginn af henni, hinn mest í þurri guðfræði.
Sigur kvenrithöfunda
Þetta verður að segja um verkið í heild. Það
er samið til að leiðrétta þaö að hefðbundin bók-
menntasaga hafi sniðgengið skrifandi konur.
Væri þá ekki eðlilegt að bera þær hér saman
við helstu ritkarla? En það gerist sárasjaldan,
og sjaldan eru þær bornar saman innbyrðis.
Raunar er oft lítið íjallað um bókmenntaleg sér-
kenni á ritum kvennanna, en þeim mun meir
um ytri aðstæður þeirra, fordóma sem þær urðu
að berjast gegn eða viðurkenningu sem þeim
hlotnaðist. Þar við bætist að þetta er alls ekki
samfelld saga heldur safn lítt tengdra ritgerða
og misvandaðra. Og af þessu öllu fæ ég þá mynd,
að þessir höfundar eigi ekkert sérstakt sameig-
inlegt. Hvað hefði svosem dönsk'konungsdóttir
átt að eiga sameiginlegt með norskri prests-
ekkju eða finnskri alþýðukonu? Helst trúarhit-
ann, sýnist mér af kaflanum um 17. öld. En hér
eru margar merkisritgerðir og eins þótt skáldin
séu gleymd, þá varpa þær ljósi á tíðarandann.
Prestsekkjan norska, Dorte Engelbrechtsdatter
var vinsælust skálda á dögum Hallgríms Péturs-
sonar, margprentuð þá og meira að segja í sjó-
ræningjaútgáfum, meðan sá samtímamaður
hennar sem nú þykir merkastur, Peter Dass,
kom engu út í lifanda lífi! Á þessum tíma eru
þó útbreiddir fordómar gegn skrifum kvenna,
en þær vinna afgerandi sigur um 1700, eftir það
er alvanalegt að konur séu vinsælustu skáld
Norðurlanda. Þar virðist franski bréfritarinn
frú de Sévigny í fararbroddi, bréf komust í tísku
í lok 17. aldar sem sérstök bókmenntagrein þar
sem konur væru til fyrirmyndar. En bréfasöfn
þessi eru ein helsta rót nútíma skáldsagnagerð-
ar, sameiginlegt er íjölbreytt efni, áhugi á nán-
asta umhverfi, einkalífi o.fl. þ.h. Góður kafli er
líka um sjálfsævisögur 17. aldar, einkum meðal
ofsatrúarmanna leiddi þessi skriftakvöð til
sjálfsskoðunar.
Þetta er að mörgu leyti merkisrit og þyrfti að
vera til á íslenskum almenningsbókasöfnum.
Nordisk Kvindelitteraturhistorie I, I Guds navn...
Ritstjóri: Elisabeth Moller Jensen.
Rosinante, Kaupmannahöfn 1993, 595 bls. (600 d.kr.)
®T Stilling
SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97
wwvwwwwwwv
SMÁAUGLÝSINGADEILD
OPIÐ:
Virkadaga frákl. 9-22,
laugardaga frá kl. 9-16,
sunnudaga frá kl. 18-22.
ATH.! Smáauglýsing í helgar-
blað DV verður að berast
okkur fyrir kl. 17 á föstudag.
Þverholti 11 -105 Reykjavík
Sími 91-632700
Bréfasími 91 -632727
Græni siminn: 99-6272
wm
m
Auglýstu í smáauglýsingum