Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Útlönd__________________ Ástkona Allensí eigin íbúð Soon-Yi, hin tuttugu og tveggja óra gamla kjördóttir Miu Farrow og ástkona Woodys Allen, er nú aö leita sér aö íbúö. Samkvæmt frásögn lögfræðings leikstjórans er Allen sáttur við hugmyndina. Soon-Yi hefiir í vetur búiö á stúd- entagaröi í New Jersey en eytt helgum og fríum með Ailen. Farrow komst aö aambandi Al- lens og kiördóttur sinnar fyrir rúmu ári þegar hún sá nektar- myndir af henni í íbúð hans í New York. í kjölfariö hófst hörð deila miili Farrow og Allens um for- ræöi yfir sameiginlegum kjör- börnum þeirra og syni. Winnie Nland- elafærvæqari refsingu Winnie Mandela létti í gær þeg- ar áfrýjunardómstóll i Suöur- Afríku mildaði sex ára fangelsis- dóm yfir henni vegna aðildar aö mannráni og líkamsárás. Áfrýj- unardómstóliinn staðfesti sekt hennar í mannránsmálinu og þarf Mandela að greiða um 300 þúsund króna sekt eöa sitja eitt ár i fangelsi. Dómstóllinn sýknaði hana hins vegar af aöild að lík- amsárás. Winnie Mandela var í maí 1991 dæmd í fimm ára fangelsi fyrir aðild að mannráni og eins árs fangelsi íyrir aöild að likamsárás á fjóra unga blökkumenn á heim- ih hennar. Mandela neitaði öllum sakargiftum. Smyglaði 7 kílóum af heró- íni til Svíþjóðar Smyglari frá Singapore hefur veriö gripinn í Svíþjóð með 7 kíló af heróíní. Sænskir tollverðir höföu fengið upplýsingar frá Moskvu um aö taska með heróíni heíöi farið þar í gegn. Á Arlandaflugvellinum við Stokkhólm tók maður frá Singa- pore töskuna af færibandi, fór meö hana í gegnum tollinn og hélt með rútu til miðborgarinnar. Lögreglan eiti hann aö hóteli þar sem tveir landar smyglarans áttu fund með honum. AÍlir þrír voru handteknir. Færeyingar fangarí Múrmansk Tveir Færeyingar, skipstjóri og vélstjóri, haia í fimm daga verið fangar í Múrmansk. Stjómendur rússnesks útgerðarfélags hafa tekið vegabréfin af Færeyingun- um og neita að afhenda þau. Svo virðist sem málið snúist um misskilning og rof á samningi milli rússneska útgerðarfélags- ins og eigenda skipsins Thor Trawi sem meðal annars Færey- ingarnar tveir eiga. Samkvæmt samningnum átti skipið, sem á var bæöi rússnesk og færeysk áhöfn, að veiöa hluta af kvóta útgerðarfélagsins í Barentshafi. Eftir fyrsta túrinn var aflinn seld- ur í gegnum Færeyjar samkvæmt samningnum. Síöan sneri skipið aftur til Múrmansk þar sem það var kyrrsett Rússneska útgeröarfélagið krefst þess nú aö fá aö sclja aflann sjálft og að öll áhöfnin veröi rúss- nesk. Félagiö hefur einnig skráð skipiö í Rússlandi og gefið þvi nýtt nafh. Eigendumir hafa þess vegna tíikynnt um stuld á skip- ÍPU- TT, Ritzau, Reuter Fullur kassi af sprengiefni fannst í þessari Fiatbifreið í Róm. Símamynd Reuter Rómaborg: Sprengja f innst í stolnum Fiat - eftir handtöku mafíósa Stórhættuleg bílasprengja fannst skammt frá þinghúsinu í Róm á ítal- íu í gær. Lögreglan fjarlægði fullan kassa af sprengiefni og sprengiþráð- um úr Fiatbifreið eftir aö lögreglu- maður sem átti leið hjá hafði komið auga á kassann í aftursæti bifreiðar- innar. Talið er að það hefði haft skelfileg- ar afleiðingar ef sprengjan hefði náð að springa. Fiatinum, sem var stolið, hafði verið lagt hjá Via Del Corso, á milli þinghússins og minnismerkis- ins um óþekkta hermanninn á Piazza Venezia þar sem Oscar Luigi Scalf- aro, forseti Ítalíu, hafði fyrr um dag- inn verið í fararbroddi hóps sem hélt upp á að 47 ár voru liðin frá stofnun ítalska lýðveldisins. Það er kaldhæðni örlaganna að skömmu eftir aö Scalfaro hafði sagt erindrekum og yfirmönnum hersins að „Ítalía kysi lýðræði og frið“ var götirni lokað og lítið vélmenni á hjól- um braust inn í Fiatinn. Að sögn þeirra sem rannsökuðu sprengjuna hefði kraftur hennar verið á við 20 kíló af dýnamíti. Leiðtogar á Ítalíu höfðu fyrr um daginn hrósað lögreglunni þar í landi fyrir vel unnin störf eftir handtöku mafiósans Guiseppe Pulvirenti. Pulvirenti var handtekinn snemma morguns í neðanjarðarbyrgi í húsi nálægt Catania á Sikiley. Hann hafði þá verið á flótta í 11 ár. Pulvirenti var aðalleiðtogi mafíunnar á austur- hluta Sikileyjar og einn af hættuleg- ustu félögum hennar. Allt í allt eru 24 mafiósar enn í felum. Forsætisráöherra Ítalíu, Carlo Azeglio Ciampi, hét því að atburðir gærdagsins myndu ekki hafa áhrif á þá stefnu hans að hreinsa til og end- urnýja stjómkerfi landsins sem allir hafa misst trú á. Reuter Kosningamar 1 Kambódíu: Konungssinnar sigurstranglegir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær alla stjórnmálaflokka í Kambódíu til að virða kosningaúr- slitin. í gær virtist sem konungssinn- ar hefðu tryggt sér sigur í fjölílokka- kosningunum sem haldnar voru á vegum Sameinuöu þjóðanna í síð- ustu viku. Stjómarflokkurinn hefur hótað að hafna úrslitum kosninganna. Hefur stjómin farið fram á að kosningar verði haldnar aftur í fjórum mikil- vægum hémðum þar sem allt hafi ekki farið rétt fram en Sameinuðu þjóðimar vísuöu þeirri kröfu á bug. Þegar búiö var að telja nær 90 pró- sent atkvæða höíðu konungssinnar hlotiö 57 þingsæti en stjómarflokk- urinn 52. Búddistaflokkur Son Sanns, fyrrum forsætisráðherra, hlaut 10 sæti og annar stjómarand- stöðuflokkur eitt sæti. Bæði kon- ungssinnar og fylgismenn Son Sanns hafa stutt rauðu khmerana í áratuga- löngu borgarastríði sem fylgdi í kjöl- far innrásar Víetnama í Kambódíu. Reuter Reykingabann á matsölu- stöðum í Los Angelesborg Borgarstjóm Los Angelesborgar í Kalifomíu í Bandaríkjunum sam- þykkti til bráðabirgða í gær að banna reykingar á öllum veitingastöðum borgarinnar. Ef borgarstjórnin sam- þykkir reglugerðina um reykinga- bannið þegar það kemur til lokaat- kvæðagreiðslu eftir viku verður Los Angeles stærsta bandaríska borgin sem bannar fólki að kveikja sér í síg- arettu eða vindli á almennum mat- sölustöðum. Meirihluti borgarstjórnarinnar er samþykkur banninu en þó er mjótt á mununum, átta með og sjö á móti. Fyrir ári var svipuð tillaga lögð fram og hafði hún þá ekki nægt fylgi. Bannið myndi ganga í gildi mánuði eftir atkvæðagreiðsluna og undan- þegin banninu yrðu krár, nætur- klúbbar, dansstaðir og diskótek. Reuter Svo getur farið að reyklngar verði stranglega bannaðar á öllum veitingahús- um Los Angeles-borgar. Simamynd Reuter Barnfósfra myrti tvöbörn Bamfóstra híá sænskri flöl- skyldu í Paris myrti í gærmorgun tvö böm flölskyldunnar. Eldra barnið var tveggja ára en það yngra tiu mánaða. í gærkvöldi var ekki ljóst hvers vegna barnapían greip til þessa ódæöis- verks en deilur höfðu veriö á milli hennar og flölskyldunnar ura peninga. Bamfóstran er á sextugsaldri. Sagt var frá morðunum í sænsk- um sjónvarpsfféttum í gærkvöldi en ekki var getið um þjóðemi bamfóstrunnar. Gatekki stöðv- aðreykingar dótturinnar Dómstóll 1 Miinchen í Þýska- landi hefur úrskurðað að ekki sé hægt með lögum að banna móður að reykja í návist barna sinna. Þaö var móðuramma bamanna sem lét reyna á máiið fyrir dóm- stólum. Amman vill ekki að barnabörnin, sem eru 14 ára og 4 ára, skaöist af óbeinum reyking- um, Skotbardagium sveppi Samkeppnin um dýrar villtar matarsveppategundir er svo mik- il í vesturhluta Bandarikjanna að fyrir kemur að menn grípi til vopna til að vernda sín svæöi. Dauðsfail í Washingtonriki er rakiö til sveppastríös. Hinn látni hafði einnig verið rændur þeim sveppum sem hann hafði náö að tína. Villtir sveppir eru tíndir til út- flutnings til Evrópu og Japans, Duglegur sveppatínslxunaöur getur þénað frá 3 þúsund til 10 þúsund krónur á dag. Á skógarsvæðum í vesturhluta Bandaríkjanna ríkir mikiö at- vinnuleysi vegna takmarkana sem settar hafa veríð á skógar- högg. Margir skógarhöggsmenn reyna því aö hafa ofan af fyrir sér með sveppatínslu. Flestir þeirra fara vopnaðir í tínsluna. McDonaldsfærir útkvíarnarí Moskvu Hamborgarakeðjan McDonalds hefur nú opnað nýjan stað í Moskvu og brátt veröur sá þriöji opnaður. Fyrsti McDonaldsstað- urinn í Moskvu var opnaður 1990 og varð vinsælli en menn höföu þorað aö vona. Boðið er upp á sama vöruurval og annars staöar en allar hrávörur eru framleidd- ar í Rússlandi. Verðið á tvöfóldum BigMac- hamborgara er um 72 íslenskar krónur eða svipaö og meðaldags- laun venjulegs rússnesks laun- Nýgeislameð- ferðviðkrabba- Á Rigshospitalet í Kaupmanna- höfh hefur nú verið tekin upp ný geislameðferð við krabbameins- lækningar. Geislarnir eru sendir beint til krabbameinsæxlisins án þess að hætta sé á heilbrigöir vefir umhverfis það skaðist. Plastslöngmn eöa sprautunálum er stungið í æxlið og í gegnrnn þær eru geislamir sendir. Til að byrja með verða það sjúklingar með krabbamein i endaþarmsopi, grindarhofi eöa vélinda sem fá munu þessa nýja meðferð. TT, Ritzau, Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.