Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Fréttir Hiti í mönnum á fundi Starfsmannafélags Reykjavíkur og SVR um aö breyta SVR í hlutafélag: Oheiðariegur málflutningur og vantraust á lýðræði - tiUagan er ótrúlega illa unnin, segir Ögmundur Jónasson „Léleg menntaskólaritgerö nokk- urra fijálshyggjudrengja, lítilsvirö- ing gagnvart starfsmönnum, óheið- arlegt skjal og óheiðarlegur mál- flutningur.“ Þessi orð komu fram á fundi sem Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar og fulltrúar starfs- manna Strætisvagna Reykjavíkur stóðu fyrir í gær um tillögu meiri- hluta sjálfstæðismanna í borgar- stjóm um að breyta rekstrarformi SVR í hlutafélag. BorgarfuUtrúar og formaður BSRB voru boðaðir á fund- inn en einungis Sveinn Andri Sveins- son og Helga Jóhannsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðistlokksins í stjórn SVR, sáu sér fært að mæta fyrir hönd sjálf- stæðismanna. „Þetta plagg er ein mótsögn frá upphafi tU enda og þaö er ekki kom- ið hreint til dyranna. Menn lofa upp í ermina á sér og segja að starfs- mönnum séu tryggð sambærileg rétt- indi og kjör og borgarbúum tryggð óbreytt þjónusta en breytt rekstrar- fyrirkomulag lýtur að sjáifsögðu að stjórnun starfsfólks, kjörum þess og veittri þjónustu. Það hafa engin svör fengist við þessum mótsögnum," seg- ir Ogmundur Jónasson, formaður BSRB. „Þetta eru fullyrðingar um tiltekið rekstrarform sem byggjast á trú en ekki röksemdum. Eg furða mig á hversu ótrúlega illa þessi tillaga er unnin. í málflutningi flutnings- manna tillögunnar er lýst hálfgerðu vantrausti á lýðræöi og lýðræðislega kjörna fulltrúa. Stjómmál og stjóm- málamenn eru slæmir og það á að bola þeim öllum út. Þetta er andlýð- ræöisleg hugsun og mjög varasöm," segir Ögmundur. - í hverju felst þessi mikla hagræð- ing sem breyting á rekstrarformi SVR í hlutafélag felur í sér? „Breytingin á rekstrarformi SVR felur hagræðinguna í .eðli sínu. Það mun styrkja stjóm fyrirtækisins að hafa faglega stjómendur sem sinna alfarið rekstrinum. Stjórnendur fyr- irtækisins fá ákveöin völd og ábyrgð í hendur en í dag þurfa stjómendur SVR að leita samþykkis embættis- manna og stjórnmálamanna í ráð- húsinu út af hveiju smáatriði," segir Sveinn Andri Sveinsson, stjómar- formaður SVR. Á fundinum kom fram mikil óánægja starfsmanna SVR með til- löguna og var hún gagnrýnd harka- lega. Starfsmenn SVR telja að mörg- um spurningum varðandi hagsmuni starfsmanna sé ósvarað og að form- breytingin sé ótímabær. -GHS Starfsmenn SVR boðuðu borgarfulltrúa og formann BSRB á fund i gær til að ræða tillögu meirihluta sjálfstæðismanna um að breyta eignarhaldi SVR í hlutafélag. Mikil gagnrýni kom fram á fundinum. DV-mynd JAK Styttan af Ingólfi Arnarsyni bíður viðgerða hjá garðyrkjustjóra í Laugardal. Búist er við að viðgerðir á styttunni kosti nokkur hundruð þúsund krónur. DV-mynd JAK Pétur Bjamason myndhöggvari: Gerirtilboðíviðgerðá Ingólfi Arnarsyni „Styttan af Ingólfi Amarsyni er nokkuð vel á sig komin miðað viö að hún er 70 ára gömul og hefur ekk- ert veriö haldið við. Það eru einhverj- ar sprungur í henni en ég á eftir að snúa henni við og hreinsa innan úr henni. Að því loknu veit ég betur hvað þarf að gera við hana,“ segir Pétur Bjamason myndhöggvari en hann hefur verið fenginn til aö gera stutta verklýsingu og kostnaðaráætl- un vegna viðgeröanna. „Upprunalega kom tilboð aö utan um ég veit ekki hvort það gefur raun- hæfar tölur. Tilboðið virtist einungis ganga út frá hreinsun og litun á myndinni en ekki viðgerðum. Ég er nú að ráðfæra mig við efnaverkfræð- ing og erlenda málmsteypuaðila, auk þess sem þarf aö smíöa nýjar festing- ar. Það þarf að gera í samráði við hönnuði nýs sökkuls undir mynd- ina,“ segir Pétur. Búist er við að kostnaöaráætlun vegna viðgerða á Ingólfi Amarsyni skýrist á næstu dögum en Pétur býst við að viðgerðir á styttunni kosti nokkur hundmð þúsund króna en meðan beðið er efdr tilboðum bíður styttan hjá garðyrkjustjóra í Laug- ardal. -GHS Göng undir HvalQörö: Spölur fær fimmtíu milljón- ir til rannsókna - endanleg niöurstaöa í haust Spölur, hlutafélag um byggingu og rekstur Hvalfiarðarganga þarf ekki á frekari atbeina ríkisins að halda. Rannsóknum og undirbúningi verð- ur lokið í haust. Þá kemur ennfrem- ur í ljós hvort fiármögnun tekst. Þetta var niðurstaða fundar full- trúa félagsins með fulltrúum ríkisins í gær. Gert er ráð fyrir að ríkið muni lána Speli 50 milljónir til rannsókna í sumar og ennfremur hefur tekist samkomulag milli félagsins og fiár- málaráðuneytisins um að virðis- aukaskattur af umferð um göngin verði í lægra skattþrepi, eða 14 pró- sent. Möguleikar á fiármögnun verða kannaðir í sumar og að sögn Gylfa Þórðarsonar, stjórnarformanns Spalar, komast þau mál á hreint í haust. Máliö verður lagt fyrir ríkis- stjórnina á næstunni og skv. heimild- um DV er eklti búist við að stjómin hafni samkomulagi. -bm Félagamiðstööin við Grettisgötu: Borgum 100 millj. fyrir ekki neitt - segir félagi 1 Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar „Það er verið að borga 100 milljón- ir króna fyrir að flytja til tvö klósett. Starfsmannafélagið borgar fyrir ekki neitt. Félagsaðstaöan minnkar mið- að við þá aðstööu sem félagið hefur í húsinu í dag. Ég hefði kosið að félag- ið sleppti þessum breytingum en legði þess í stað sömu upphæð í nýtt eigiö húsnæði sem félagið hefði alveg út af fyrir sig,“ segir Pétur Kristjáns- son, starfsmaður hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Fyrirhugaðar eru breytingar á Fé- lagamiðstöðinni aö Grettisgötu 89 í Reykjavík en Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur aðstöðu í húsinu ásamt BSRB og ýmsum öðr- um stéttarfélögum. Áætlaður kostn- aður við breytingarnar er 70 milljón- ir króna en hlutur starfsmannafé- lagsins veröur 12,6 milljónir króna sem er jafnhár brunabótamati húss- ins. „Við eigum 18 prósent óskilgreind- an hiuta í allri húseigninni við Grett- isgötu. Þetta eru vissulega miklir peningar en húsið er gamalt og þarfnast lagfæringa enda hefur ekki verið kostað neinu til viðhalds í fiöldamörg ár. Við ákváðum að fara út í þessar lagfæringar og það var ekki ákvörðun sem var tekin í neinu flaustri,“ segir Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. -GHS 15 ára bílþjóf ur Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði víkur og farið á puttanum til Akur- í fyrrakvöld 15 ára gamlan bílþjóf. eyrar og stolið bíl þar. Hann var svo Drengurinn hafði strokið af lokuðu gómaður á bílnum á Sauðárkróki unglingaheimili í nágrenni Reykja- skömmueftirmiðnætti. -pp Stuttar fréttir Víkingur í Kópavog Forráðamenn Víkings hafa hug á að fá aukið land í Kópavogi tii að iöka knattspyrnu. Umhverfis- ráð bæjarins er alfarið á móti því og vill að gerður verði 9 hola golf- völlur í Fossvogsdal í tengslum viö opin útivistarsvæði. Sameiningar krafist Sjö orkufyrirtæki, sem reka bæöi raf- og hitaveitur, ætla aö segja sig úr Sambindi íslenskra hitaveitna verði það ekki samein- að Sambandi íslenskra rafveitna. RÚV greindi frá þessu. Tófaíbyggðum Meira hefur sést til tófu í byggð en oft áður og er talið að stofninn sé mjög sterkur, Sarakvæmt Tím- anum er talið að viðvarandi Qölg- un grágæsa undanfarna 3 áratugi valdi þar einhverju um. Kulditafðilaufgun Tré laufgast seint í ár. Sam- kvæmt Morgunblaðinu er það vegna kulda í vor. bjóðin vill hvalveiðar Um 86% þjóðarinnar eru fylgj- andi því að hvalveiöar í vísinda- skini verði hafnar á ný. ívið færri vilja hefia veiðar í atvinnuskyni samkvæmt skoðanakönnun Gall- ups á islandi. Sjónvarpið greindi frá þessu. Tannlæknakostnaður Trygg- ingastofnunar ríkisins fyrstu 5 mánuði ársins var um 40% lægrí en á sama tíma í fyrra. Búist er við að kostnaður ríkisins vegna tannlækninga í ár verði 630 millj- ónir eða um 30% lægri en í fyrra. Bækurfyrirmat Fombókasalar hafa í auknum mæli orðið varir viö aö fólk selji bækur sínar til að liafa í sig og á. Bylgjan greindi frá þessu. Flugleiðirtapa Um 740 milijóna króna tap varð á starfsemi Flugleiða fyrstu 3 mánuöi ársins. Á sama tímabili í fyrra varð tapið 460 mOIjónir. Rækjuveiðar i hatti Nokkrir íslenskir rækjutogarar hafa haidið til veiða á rækjumið- um sem nýlega fundust á alþjóð- legu hafsvæði úti fyrir lögsögu Kanada. Sjónvarpið segir svæðið ganga undir nafninu Flæmski hatturinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.