Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Frá Grunnskólanum í Hveragerði Við skólann er laus staða myndmenntakennara. Upp- lýsingar um starfið veita Guójón Sigurðsson skóla- stjóri í síma 98-34195 eða 98-34950 og Pálína Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma 98-34195 eða 98-34436. I Aukablað Ferðablað um innanlandsferðir Miðvikudaginn 23. júní nk. mun aukabiað um ferðalög innanlands fylgja DV. Blaðið er hugsað sem nokkurs konar handbók fyrir ferðalanginn og þar verður Qallað um ýmis- legttengtferðalögum, t.d. hollráðvarðandi veiðiferðir, gönguferðir, tjald- og húsvagna o.fl. íslandskort (vegakort) í lit þar sem merktir eru inn á allir helstu gistimöguleikar o.fl. Kort með upplýsingum um golfvelli, auk umQöllunar um þá möguleika sem þeir bjóða. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er miðvikudagurinn 16. júni. ATH.! Bréfasími okkar er 63 27 27. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS«7 Sjúklingar sem orðið hafa fyrir umtalsverðum útgjöldum vegna læknishjálpar og lyfja Samkvæmt nýsettum lögum (nr. 74/1993) geta sjúkratryggðir með umtalsverð útgjöld vegna læknis- hjálpar og lyfja átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta eða að fullu. Mikilvægt er því að sjúklingar geymi allar kvittanir fyrir kostnaði við læknishjálp og lyf. í samræmi við reglur, sem settar hafa verið um þessar endurgreiðslur, kemur eingöngu til skoð- unarkostnaður sjúklings hér á landi vegna læknis- hjálpar og lyfja sem Tryggingastofnun ríkisins tekur almennt þátt í að greiða. Sjúklingum, sem orðið hafa fyrir umtalsverðum út- gjöldum fyrstu sex mánuði ársins 1993, er bent á að snúa sér til Tryggingastofnunar ríkisins eða um- boða hennar eftir 1. júlí nk. og sækja um endur- greiðslu á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn þurfa að fylgja kvittanir vegna útgjalda fyrir læknishjálp og lyf. Kvittanir þurfa að bera með sér nafn útgef- anda, tegund þjónustu, fjárhæð greiðslu sjúklings, greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings. Ef til endur- greiðslu kemur verður endurgreitt fyrir hálft ár í hvert sinn. Öllum umsóknum verður svarað. Við mat á því hvort umsækjandi eigi rétt á endur- greiðslu er tekið tillit til heildarútgjalda vegna læknis- hjálpar og lyfja, auk tekna hlutaðeigandi. Nánari upplýsingar hjá Tryggingastofnun ríkisins, sími 91 -60 44 00. Tryggingastofnun ríkisins Bosnískur-Króati sparkar í íslamskan bílstjóra vöruflutningabíls eftir árás Króata á lest flutningabíla meö hjálpar- gögn. Símamynd Reuter Ákvörðun NATO um Bosníu-Herzegóvínu: Sprengjuvélar til vamar liði SÞ Aöildarþjóöir Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, hafa samþykkt að hervélar, sem sendar eru til Bosníu- Herzegóvínu til að verja friðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna á yfir- lýstum griðasvæðum múslíma, muni einnig geta varið aörar hersveitir SÞ ef á þær verður ráðist og þær biðja um hjálp. Frönsk stjómvöld höfðu sagt í gær að flugvélarnar yrðu aðeins notaðar til að verja griðasvæðin sex, þar á meðal Sarajevo. Olli þessi afstaða Frakka nokkrum rughngi þar sem hún virtist stangast á við yfirlýsingar Bandaríkjamanna og Breta. Yfirmenn hjá NATO sögðu í dag að það væri nú ljóst að allar 16 aðild- arþjóðirnar studdu þá hugmynd að nota sprengjuvélar til að verja lið SÞ í Bosníu ef á þau yrði ráðist. Króatískir byssumenn réðust í gær á hjálpargagnalest múslíma og skutu a.m.k. átta borgaralega bílstjóra til bana. Króatarnir réðust á lest um 170 vöruflutningabifreiða aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að aðalher- foringi hersveita Króata í Bosníu, Milivoj Petkovic, og íslamski herfor- inginn Rasim Delic höfðu undirritað samning um vopnahlé. Að sögn starfsfólks SÞ drógu Kró- atarnir bílstjórana út úr bílunum og skutu þá áður en þeir rændu vam- ingnum. Gerðist þetta skammt frá bænum Novi Travnik. í kjölfar árásarinnar brutust út miklir bardagar á svæðinu. Bardagar króatískra og íslamskra hersveita hafa orðið hundruðum að fjörtjóni og þúsundir hafa orðiö að flýja heim- ili sín. Reuter Grunur um íkveikjuárás Lögreglan í Noregi telur að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í húsi íranskrar fiöl- skyldu í Oppdal í Suður-Þrændalög- um aðfaranótt fimmtudags. Enginn slasaðist í eldsvoðanum. Foreldrarnir og yngsta barnið í fiölskyldunni voru á ferðalagi. Átján ára gamall piltur og 13 ára gömul stúlka voru heima. Pilturinn vaknaði er steini var kastað inn um svefnher- bergisgluggann hjá honum. Samtím- is uppgötvaði pilturinn aö eldur log- aði í skúr við húsið. Á verönd hússins fannst plakat með hakakrossi og áletruninni „Nor- egur fyrir Norðmenn", NTB Jeltsín réttir fram sáttahönd Borís Jeltsín Rússlandsforseti rétti í gær fram sáttahönd. Bauð hann andstæðingum sínum á þingi að leggja fram eigin tillögu um stjórnar- skrá en samkvæmt henni yrðu völd hans takmörkuð. Áður hafði Jeltsín ítrekað lýst því yfir að einungis hans tillaga yrði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Enginn hefur hins vegar leynt þeirri staðreynd að þátttakendumir sjö hundruð á stjórnlagaþinginu í Kreml hafa allan tímann einnig rætt tillögu andstæðinga Jeltsíns. í gær ætlaði Kasbúlatov þingfor- seti, sem meinað var að taka til máls við opnun stjómlagaþingsins á laug- ardaginn, að halda ræðu. Hann veiktist hins vegar skyndilega og varð að halda heim. Áður hafði hon- um þó tekist að koma á útvarps- og símafundi sjötíu þúsund fulltrúa héraðssfiórna víös vegar um sam- veldið. A þessum fundi báru fulltrú- arnir fram tillögu um að Æðsta ráðið skyldi halda eigið stjómlagaþing í næsta mánuði. Kasbúlatov studdi þá hugmynd. TT, Reuter Sáttatillaga Jeltsíns Rússlandsforseta kom á óvart i gær. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.