Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 9 Útlönd Vill dómsrannsókn á fjárhag Færeyja VeldiBanda áenda Nú lítur út fyrir að veldi forseta Malawi, Kamuza Banda, hafi runnið sitt skeið á enda þar sem líkur eru taldar á að stjór narand- stæðingar vinni sigur í kosning- um sem þar fara fram á mánu- daginn. Verður kosið um hvort afnema eigi einflokkastjórn. Leiðtogi stærsta stjómarand- stöðuflokksins, Bakili Muluzi, hélt útifund fyrir u.þ.b. 8.000 manns þrátt fyrir bann stjórn- valda. Höfðu margir komið langt aö og klöppuðu honum iof í lófa. íbúar Maiawi eru u.þ.b. átta milljónir og hefur Banda ríkt þar sem einræðísherra sl. 30 ár. Engiimleið- togafundurá næstunni Bandarisk yfirvöid hafa neitað þvi að til standi að halda leiðtoga- fund í Moskvu í nóvember. Talsmaður Hvíta liússins sagði að Bill Clinton Bandaríkjaforseti mundi hitta Boris Jeltsín, forseta Rússlans, í Tokýo í næsta mánuði eftir efnhagsráðstefnu sjö heistu iðnríkja heims. Embættismenn á fundi utanrikisráherra NATO í Aþenu höföu sagt fréttamönnum að verið væri að skipuleggja fund Clintons og Jeitsíns í Moskvu í nóvember. Mulroneyferfrá Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, mun fara frá eftir hálfan mánuð þar sem hann hyggst setjast í helgan stein. Hann vann kosningarnar árið 1984 með mesta meirihluta í kanadískri sögu. Niu árum síðar er þann orðinn óvinsælasti ieið- togi Kanada frá því að byrjað var að gera skoðanakannanir í Kanada eftir seinni heimsstyrj- öldina. Flokkur hans mun velja eftirmann hans nú um helgina. „Eftir aö hafa tekið erfiðar ákvarðanir í niu ár verður þú óvinsæll,“ sagði Mulroney í við- tali við CNN. „Þetta kom fyrir George Bush, Margaret Thatc- her, Helmut Kohl og Francois Mitterrand." Reuter Stuttar fréttir Eftirlit úr lofti Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur ákveðið að fylgst verði með landamærum Júgó- slavíu og Bosniu úr lofti. Austurblokkin verði með Aðildarþjóðir NATO reyna nú að fá þjóðir Austur-Evrópu til að senda hersveitir til Bosníu- Herzegóvínu til að verja griða- svæði múslíma. Kosningaríhættu Kosningamar í Nígeríu eru nú í hættu þar sem hópur gamalla stjórnmálamanna og ríkra kaup- manna hefur farið fram á það að kosningunum verði frestað. Kosningarnar á laugardaginn myndu verða fyrstu forsetakosn- ingarnar þar í landi í áratug. Eldf laug í N-Kóreu Norður-Kóreumenn skutu á loft upp í lok maí nýrri tegund eld- flauga. Hafa Japanir af þessu nokkrar áhyggjur þar sem eld- flaugin gæti náð til Japans. Einn grunaður Lögreglan í Mexíkóborg hefur handtekið mann sem grunaður er um morðið á rómversk kaþ- ólskum kardinála. Maðurinn seg- istverabóndi. Reuter Framsóknarflokkurinn í Færeyj- um ætlar að leggja fram tillögu á þingi um að dómsrannsókn fari fram á pólitískum og efnahagslegum hneykshsmálum í Færeyjum síðast- liðin fimm ár. „Daglega má lesa um ný hneykslis- mál í Færeyjum. Það nýjasta er krafan um að danska ríkið yfirtaki og breyti í ríkislán skuldir sveitarfé- laganna upp á 1,7 milljarða og að danska ríkið og lánardrottnar ætla að aflétta skuldum fiskiðnaðarins upp á 650 milljónir krónur. Áður höfðu skuldimar síðasta hálfa árið aukist um 110 þúsund krónur á mann til viðbótar árlegu framlagi upp á nær milljarð. Það er því kominn tími til að þingmenn fái yfirlit yfir fjár- málin,“ segir Kirsten Jacobsen, tals- maður Framsóknarflokksins. Ef ekki hefði verið fenginn millj- arður að láni frá Danmörku núna hefðu Færeyjar orðið gjaldþrota í sumar. Þetta sagði Marita Petersen, lögmaður Færeyja, þegar hún kynnti samninginn á lögþinginu í gær. „Samningurinn var nauðsynlegur til að bjarga landinu frá gjaldþroti. Það hefði verið ábyrgðarlaust af landstjóminni ef ekki hefði verið komið í veg fyrir gjaldþrot," sagöi lögmaðurinn. Umræður um samninginn við Dan- mörku verða á morgun. Ritzau SAMM mmiiixmriii i im irmxn iitii rrm • U SAM\ m SAM\ M SAM vi ■PllW'ln'fi , VI. VI VI UBHF Bi't UUit rmjllIlTTlJHXiriTniri n iiiixl: • i n rrr n riTTT m nn m titi titii i rr ttt m nnnmmimimimnTi rTTrrriT i ri i m SAM FRUMSYNIR MAGNAÐA SPENNUMYND SPILLTILÖGREGLUFORINGINN Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Paul Cald- erone, Leonard Thomas og Robin Burrows. ODYSSEY **** J.B, New York Post. Erl. umsagnir: „Besta lögreglumynd síðan „French Connection" - leikstjórinn Oliver Stone. „Harvey Keitel... besti leikarinn árið 1992." - Rolling Stone. „Harvey Keitel sýnir hér magnaðasta og hug- rakkasta leik á sinum víllta starfsferli". - L.F. US Magzine. Sýnd í Bíóborginni kl. 5, 7, 9 og 11. L U C A S F I l M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.