Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 25 Iþróttir Pflukastmót í Hafnarf irði Opna sumarmót E)arðarins í pílukasti verður haldiö um helg- ina. Spilaöur verður 501 ein- menningur i riðlaformi. Mótið hefst stundvislega klukkan 12 á laugardaginn en skráningu lýkur klukkan 11.30 sama dag. Mtt- tökugjald er kr. 800 og veitt verða verðlaun fyrir átta efstu sætin. Á mótið kemur erlendur gestur. Hann heitir Jamie Harvey og er talinn einn af 20 bestu píluköstur- um heimsins í dag. Hann verður á veitingahúsinu Firðinum á sunnudaginn og spilar við sigur- vegara mótsins að því loknu, einnig eru okkar nýkrýndu Norð- urlandameistarar í tvímenning á staðnum og taka jþátt í mótinu. Nánari upplýsingar um mótiö er hjá Hafsteini i síma 51229 og hjá Heiðari 651129. -GH Hraðmót íkvenna- knattspyrnu Helgina 2.-4. júlí veröur haldið á Egilsstöðum hraðmót í kvenna- knattspymu fyrir meistaraílokk. Leikið verður hálfan völhnn og stendur hver leikur yfir i 2x15 mínútur. Glæsilegir verðlauna- gripir eru í boði og ýmsar uppá- komur veröa á svæðinu; meðal annars útitónleikar hijómsveit- arinnar Pelikan. Þátttökugjald er krónur 10.000 fyrir hvert lið. Nán- ari upplýsingar og skráning er i síma 97-11579 eða 97-11991 (Hiim- ar) eftir hádegi alla daga. -GH Fylkirmætir KRíkvöid Fjórðu umferð Getraunadeild- arinnar í knattspymu lýkur i kvöld meö leik Fylkis og KR i Árbæ. Leikurinn hefst klukkan 20. -RR Dregiðí Mjólkurbikar- keppninni í gær var dregið um hvaða liö leika saman í 3. umferð Mjólkur- bikarkeppninnar í knattspymu. Drátturinn lítur þannig út: Grótta-UBK, Stjarnan-HK, Viðir - Haukar, Völsungur - Leiftur, Hvöt - KA, Austri - Hött- ur, Leikirnir íára fram þriöjudag- inn 22. júní og sigurvegaramir komast í 16 liöa úrslit keppninn- ar. -GH Klinsmann skoraðitvö Brasilíumenn og Þjóðverjar skíldujafnir, 3-3, áíjögurralanda mótinu í knattspyrnu í gær. Sjálfsmark frá Hehner, Careca og Luisinho geröu mörk Brasilíu- manna en Júrgen Kiinsmann 2 og Andreas Möller skoruöu fyrir Þjóöverja. -GH ÞRÓTTUR R - ÞRÓTTUR NES Þróttarvöllur Laugardaginn 12. júní kl. 14. Láttu sjá þig! Handknattleiksmennirnir Geir Sveins- son og Júlíus Jónasson hafa náð munn- legu samkomulagi viö forráðamenn spænska 1, deildar liösins Avidesa um að þeir leiki með félaginu á næsta leiktima- bili. Geir er ekki ókunnugur þessu félagi því hann lék tvö keppnistímabil með því áöur en hann kom heim til aö leika með Val. Júlíus er ekki ókunnugur spænska hand- boltanura því hann lék með hði Bidasoa fyrir tveimur árum en á síðasta keppnis- tímabih lék hann i Frakklandi. .gh Meisturunum skellt Þriðja mark Framara í uppsiglingu. Ingólfur Ingólfsson um það bil aö skjóta á mark Skagamanna en boltinn hrökk af Kristjáni markverði í Ólaf Adólfsson Skagamann, sem er fyrir aftan Ingólf á myndinni, og þaðan í netið. Á minni myndunum sjást Framarar fagna mörkum sínum í leiknum en þeir sigruðu íslandsmeistarana, 4-2. DV-mynd BG - Fram vann ÍA, 4-2, í bráðflörugum leik 1 Laugardal „Þaö var algert skilyrði aö vinna leikinn til aö vera meö í toppbarátt- unni. Strákamir vissu hvað þurfti að gera. Við náöum upp keyrslunni sem við höfum verið að vinna að og small leikurinn saman. Ég er viss um að leikurinn hefur verið góð skemmtun fyrir áhorfendur," sagði Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari Fram, eftir að hð hans hafði unnið íslands- meistara Skagamanna, 4-2, í stór- skemmtilegum leik í Getraunadeild- inni á Laugardalsvelh í gærkvöldi. Skagamenn komu ósigraðir til leiks í gærkvöldi og höfðu ekki feng- ið á sig mark í fyrstu þremur leikjun- um. En eftir byrjun sem virtist lofa svo góðu í gærkvöldi snerist leikur- inn upp í martröð fyrir Skagamenn og íjölmarga stuðningsmenn þeirra á Laugardalsvellinum. Framarar náðu aö skora á 10. mínútu og var þar að verki Valdimar Kristófersson með góðum skaha sem Kristján Finnbogason hálfvaröi en boltinn sveif í netið. Skagamenn voru óheppnir að jafna ekki rétt á eftir þegar Mihajlo Bibercic stóð einn fyr- ir opnu marki en skahi hans fór í þverslána á marki Fram. Bæði lið fengu góð færi til að bæta við mörk- um en það gekk eftir í fyrri hálfleik. Framarar voru mun ákveðnari í síðari hálfleik og skoruðu þijú mörk á 13 mínútna kafla. Á 51. mínútu skoraði Valdimar eftir frábæran skeran var eftir því. Helgi Sigurðsson var öðrum ólöstuðum bestur í ann- ars mjög góöu liði og menn eins og yaldimar, Steinar, Ingólfur og Ágúst Ólafsson léku allir geysi vel. Skagamenn byijuðu vel og léku í raun mjög vel í fyrri hálfleik en ekk- ert gekk þá upp hjá liðinu. Leikur hðsins hrundi í seinni hálfleik þegar leikmenn fóru að reyna langar send- ingar fram í óvissuna. Þeir Sigurður Jónsson og Alexander Högnason voru bestu menn liðsins. „Þetta er búið og gert og nú er bara aö einbeita sér að næsta leik. Svona hlutir gerast en við höfum 10 daga til að rífa okkur upp fyrir næsta leik og við ætlum okkar að gera það,“ sagði Sigurður Jónssoneftirleikinn. -RR Eyjólfar Haxðarson, DV, Svíþjóð: Heil umferð var leikin í sænsku úrvalsdeildinni í knattspymu í gær. Hácken, hð þeirar Amórs Guðjohn- sen og Gunnars Gíslasonar, lagði botnhð Brage að velli á útivelh, 0-2. Amór lék allan leikinn og átti ágæt- an leik og Gunnar kom inn á í síðari hálfleik. Einar Páh Tómasson og félagar hans í Degerfors máttu þola tap á heimavelh, 2-3, fyrir Örgryte. Einar lék allan tímann í vörn Degerfors. Hlynur Stefánsson tók út leikbann þegar hð hans, Örebro, tapaði fyrir Gautaborg, 2-0. Önnur úrsht urðu þannig: Öster-AIK 1-1, Malmö- TreUeborg 1-4, Norrköping - Helsing- borg 1-1, Frölunda-Halmstad 3-1. Gautaborgarar em í efsta sæti með 22 stig, Trelleborg 20, AIK 20, Nor- rköping 19, Öster 18, Helsingborg 15, Frölunda 15, Hácken 12, Malmö 11, Örebro 9, Örgryte 8, Degerfors 4 og Brage 4. Pæjumótið hófst í gærkvöldi Pæjumótið í knattspyrnu hófst í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þar leika 800 stelpur á öllum aldri og víst er að fjörið verður mikið hjá efnilegum knattspyrnukonum. Hér á myndinni að neðan streyma FH-stúlkurnar frá borði á Herjólfi sem flutti fjöldann allan af stelpum milli lands og Eyja í gær. DV-mynd Ómar undirbúning Helga Sigurðssonar. Framarar héldu áfram að hreUa vamarmenn Skagamanna með snöggum og vel útfæröum sóknum og eftir eina shka á 61. mínútu komst Ingólfur Ingólfsson í gegnum vöm gestanna, Kristján varði skot hans en boltinn hrökk í Ólaf Adólfsson og af honum í netið. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Ingólfur fjórða markið eftir fallega sókn. Framarar gáfu dálítiö eftir þegar leið á leikinn enda með unninn leik í höndunum og við það náðu Skaga- menn að minnka muninn með tveim- ur mörkum á lokamínútunum. Fyrst skoraði Bibercic meö fostu skoti frá markteig eftir þunga sókn og síðan lék Alexander Högnason skemmti- lega inn í teiginn og þmmaði boltan- um í netiö. Lengra komust íslands- meistarnir þó ekki og urðu að játa sig sigraða. Framarar léku sinn besta leik í langan tíma og sýndu sannar- lega hvers þeir em megnugir. Liðið spilaði vel og skynsamlega og upp- Körfuknattleikur: mm *ÉLZ |fv r m ■■ 1 VVII WUIII Torfi Magnússon, landsliösþjálf- ii au vuija Matthiasson, VaL Nökkvi M. Jóns- ari í körfuknattleik, hefur valið hö son, ÍBK, Jón A. Ingvarsson, Hauk- íslands sem tekur þátt í undan- um, Teitur Örlygsson, UMFN, Guð- keppni Evrópumóts landsliða sem jón Skúlason, ÍBK, Birgir Mikaels- fram fer í Vínarborg í Austurríki dagana 21. júní til 27. júní. Lands- son, UMFS, Jón Kr. Gislason, ÍBK, Valur Ingimundarson, UMFN, ís- Falur Haröarson, Charieston, Henning Henningsson, UMFS, íensKa uoio leiKur 1 A’noii og auK íslands í þessum riðli eru: Holland, Mekedoiúa, Úkraína, Skotland, Austurríki og Lítháen. Tvær þjóðir Guðmundur Bragason, UMFG, Her- bert Amarson, Kentucky, Magnús komast í raihiriðla. -GH Hacken sigraði Tékki til KR 29 ára gamall sóknarmaður til reynslu hjá félaginu KR-ingar fá á sunnudag sterkan tékkneska knattspymumann í her- búðir sínar og mun hann verða til reynslu hjá vesturbæjarhðinu í viku. Leikmaðurinn heitir Pavol Dina og er 29 ára gamall sóknar- maður. Dina er mjög þekktur í hei- malandi sínu og hefur leikiö þar við góðan orðstír. Dina hefur leikið undanfarin ár með tékkneska 1. deildar hðinu Dunajska Streda og m.a. verið fyrirliði hðsins. Dina lék aha deildarleikina með hðinu síð- ustu tvö ár og skoraði þá samtals 16 mörk í leikjum hðsins. Þaö er ljóst að KR-ingar ættu þama að vera með góðan leikmann í sigtinu en Dina mun verða til reynslu í viku og að þeim tíma liðn- um munu KR-ingar ákveða sig hvort þeir semja við leikmanninn. KR-ingar hafa átt í vandræðum með meiðsli á lykilmönnum nú síð- ast meiddist Ragnar Margeirsson iha og verður sennhega lítið eða ekkert með hðinu í sumar. KR-ingar vom á höttunum eftir pólskum leikmanni, Boguslaw Pac- helski, sem leikur með Adanaspor í Tyrklandi en ákveðið var frekar að fá Tékkann th reynslu. -RR/VS Getraunadeildin í knattspymu: Loks lágu Kef Ivíkingar Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: „Við biðum eftir skyndisóknunum og þær heppnuðust vel. Það er alltaf gaman að vinna Keflavík en við kom- um vel undirbúnir og vissum að þetta yrði mikih baráttuleikur," sagði Bjami Sigurðsson, markvörð- ur Vals, eftir að hð hans hafði unnið afar miidlvægan sigur gegn Keflvík- ingum, 1-3, í Getraunadehdinni í Keflavík í gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap nýhða Keflvíkinga í dehdinni. Valsmenn áttu fyrstu alvöru færin í leiknum og fyrsta mark þeirra kom á 25. mínútu þegar þeir fengu auka- spyrnu rétt fyrir utan vítateigshom- ið. Sævar Jónsson tók spyrnuna á nærstöngina og þar var Kristinn Lárasson einn og óvaldaður og skah- aði í netið. Aðeins mínútu síðar voru Keflvíkingar afar óheppnir að jafna ekki metin þegar Sigurður gaf stungusendingu á Gunnar Oddsson sem komst einn í gegn en skaut í stöngina eftir að hafa verið kominn fram hjá Bjama markverði. Þegar fjórar mínútur vom hðnar af síöari hálfleik náði Gunnar Gunn- arsson að auka muninn fyrir Vals- menn. Bjarni átti þá langa sendingu frá marki og skoppaði boltinn einu sinni áður en hann fór th Gunnars sem var vel vakandi og skoraði. Átta- mínútum síðar var Gunnar aftur á ferðinni. Hann setti þá fluggír og lék á varnarmenn Keflvíkinga áður en hann skoraöi af öryggi. Kjartan Ein- arsson náði að minnka muninn fyrir heimamenn á 64. mínútu eftir mik- inn darraöardans í vítateig Vals. Keflvíkingar náðu ekki að leika sem hðshehd sem var aðah liðsins í frystu leikjunum. Gunnar lék mjög vel og var besti maður hðsins. Marko Tanasic kom einnig vel út og sphaði boltanum vel frá sér. Valsmenn komu mjög ákveðnir th leiks og fara langt á svona baráttu. Gunnar átti mjög góðan leik og var bsti maður hðsins. „Það þýðir ekkert að gráta þetta, við komum bara sterkari í næsta leik. Þeir nýttu færin sín en við ekki og út á það gengur þetta," sagði Óli Þór Magnússon, Keflvíkingur, eftir leikinn. Sanngjörn úrslit - þegar Eyjamenn og FH-ingar gerðu 2-2 jafntefli Ómar Garðarsson, DV, Eyjum: Leikur Eyjamanna og FH-inga í Eyjum í Getraunadehdinni í gær- kvöldi lauk með sanngjömu jafn- tefh, 2-2. Eyjamenn voru mun grimmari bæöi í upphafi fyrri og síð- ari hálfleiks og uppskáru mörk sín þá. Hafnfirðingar efldust við mótlæt- ið og náðu að jafna í tvígang með mikhh baráttu. Bjarni Sveinbjörnsson, sem lék sinn 100. leik í 1. dehd skoraði fyrra mark Eyjamanna á 17. mínútu eftir góða sendingu frá Antoni Birni Markússyni. Eftir markið gáfu Eyja- menn nokkuð eftir og það nýttu FH- ingar sér meö snörpum sóknum. Sér- staklega var Hörður Magnússon hættulegur við mark heimamanna. Jón Bragi Arnarson, aftasti maður Eyjamanna, stjórnaði vöminni með prýði en hann varð að lúta í lægra haldi á 30. mínútu þegar FH-ingar jöfnuöu. Andri Marteinsson gaf fyrir markið og þar var Jón Erhng vel staðsettur á fjærstöng og skahaði í netið. Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks sóttu Eyjamann af krafti og komst Steingrímur Jóhannesson þrívegis í dauðafæri sem ekki nýttust. Á 53. mínútu skomöu Eyjamenn og mark- ið var algert gullkorn. Tryggvi Guð- mundsson fékk sendingu frá Bjarna 10 metra frá markteig FH-inga og þrumaði boltanum viðstöðulaust upp " undir þverslána og í netið. Eitt falleg- asta mark sem lengi hefur sést í Eyj- um. Síðustu 15 mínútur leiksins sóttu FH-ingar nær látlaust að marki heimamanna og náðu að jafna tveim- ur mínútum fyrir leikslok. Andri fékk boltann frá varnarmönnum ÍBV rétt utan við vítateig og skaut fostu skoti í bláhornið. „Ég er ekki ánægður með mína menn, við byrjuðum báða hálfleik- ana mjög iha. Það tók okkur langan tíma að komast í gang en svo náöum við að komast inn í leikinn. Við viss- um að það er erfltt að leika í Eyjum. Þeir börðust mjög vel í þessum leik eins og þeir em þekktir fyrir,“ sagði Hörður Hhmarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Maður getur ekki verið ánægður þegar við missum þetta niður í lokin. Við gáfum eftir og duttum niður á lágt plan,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. FYLKISVOLLUR FYLKIR - KR í kvöld kl. 20.00. SMRISJÓÐUR VÉLSTJÓRA ImeDa) nöatún Skalli Hraunbæ Iþróttir Fram (1) 4 IA (0) 2 1- 0 Valdimar Kristófersson (10. mín.) 2- 0 Valdimar Kristófersson (51. mín.) 3- 0 Olafur Adólfsson (sjálfsm.) (61. mín.) 4- 0 Ingólfúr Ingólfsson (64. min.) 4-1 Mihajlo Bibercic (89. mín.) 4-2 Alexander Högnason (90. mín.) Lið Fram: Birkir (2), Helgi B. (2), Kristján (2), Kristinn R. (1), Jón (1) , Ágúst (2), Guðmundur (1) (Rúnar 83. mín.), Ingólfur (2), Steínar (2), Helgi S. (3), Valdimar (2) . Lið IA: Kristján (2), Kostic (1), Theodór (1), Ólafúr A. (1), Sigurður (2), Ólafur Þ. (1), Alexander (2), Haraldur II. (1) (Sturlaugur (1) 67. min.), Bibercic (1), Haraldur I. (1), Þórður (2). Gul spjöld: Valdimar, Jón (Fram), Ólaíúr A. (ÍA). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, hefúr oft dæmt betur en í gærkvöldi. Áhorfendun Um 1600. Aðstæður: Gott kvöldveður, vöh- urinn prýðhegur. ÍBV (1) 2 FH (1) 2 1-0 Bjami Sveinbjörnsson (17. mín.) 1- 1 Jón E. Ragnarsson (30. mín.) 2- 1 Tryggvi Guömundsson (53. mín.) 2-2 Andri Marteinsson (88. mfn.) Liö ÍBV: Friðrik (2), Ingvi (1), Magnús (1), Tryggvi (2), Jón Bragi (2), Rútur (1), Anton Bjöm (1), Martin (1), Bjarni (2) (Sigurður 85. mín.), Nökkvi (1), Steingrímur (1) (Sindri (l) 75. mín.). Lið FH: Stefán (1), Ólafur (1), Þorsteinn H. (1), Þórhahur (1), Mrazek (2), Þorsteinn J. (2), Davíð (1), Hallsteinn (1) (Auðunn 62. mln.), Andri (2), Jón Erling (2), Höröur (2). Gul spjöld: Tryggvi (ÍBV), Andri, Jón Erling, Davíð, Mrazek (FH). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson, dæmdi vel. Áhorfendur, Um 700. Aðstæöur: Vindur og rigndi lengst af, Helgafellsvöhurinn þungur og háll ÍBK (0) 1 Valur (1) 3 0-1 Kristinn Lámsson (25. mín) 0-2 Gunnar Gunnarsson (49. min) 0-3 Gunnar Gunnarsson (57. min) 1-3 Kjartan Einarsson (64. mín) Lið ÍBK: Ólafur (1), Jakob (1), Jóhann (1), Steinbjörn (1), Gestur (1), Sigurður (l), Gunnar (2), Marko (2), Róbert (1) (Karl 59. mín (1)), Kjartan (1) (Georg 78. mín (1)), Óli Þór (1). Liö Vals: Bjarni (1), Hörður (1) (Jón S. 88 mín), Bjarki (1), Jón G (1), Steinar (2), Sævar (l), Ágúst (l), Þórður (1), Sigurbjöm (l), Gunnar (2) (Anthony 77. mín. (1), Kristmn (1). Gul spjöld: Gunnar (ÍBK), Stein- ar og Sævar (Val). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Gunnar Ingvarsson, náði sér ekki á strik. Áhorfendur: 1050. Aðstæður: Norðvestan gola, 8 stiga hiti, völlur góður. Akranes.... 4 3 0 1 94 9 Keflavík... 4 3 0 1 7-6 9 KR.......... 3 2 0 1 9-3 6 Valur...... 4 2 0 2 7-5 6 Fram........ 4 2 0 2 8-7 6 Þór......... 4 2 0 2 4-5 6 FH......... 4 12 16-75 ÍBV......... 4 112 5-6 4 Fylkir...... 3 1 0 2 3-7 3 Víkingur... 4 0 1 3 4-12 1 Markahæstir: GuðmundurSteinsson.Vík.......3 Ómar Bendtsen, KR............3 Óli Þór Magnússon, ÍBK.......3 Mihpjlo Bibereic, ÍÁ.........3 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV.....3 Ingólfur Ingólfsson, Fram....3 • Bjami Sveinbjörnsson, ÍBV, lék í gær sinn 100. leik í 1. dehd. • Birkir Kristinssen, Fram, lék sinn 150. leik í l. deild. • Anthony Karl Gregory, lék sinn lOO.leikíl.deild. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.