Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 5
I
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
13 V
Fjármagnstekjuskattur teklnn upp um næstu áramót:
Fréttir
Ovissa ríkir enn
um framkvæmdina
- undanþága llfeyrissjóöa frá skattinum kostar ríkið tvo milljaröa
í tengslum við nýgerðan kjara-
samning VSÍ og ASÍ lýsti ríkisstjóm-
in því yfir að tekinn yrði upp fjár-
magnstekjuskattur frá og með næstu
áramótum. Gert er ráð fyrir að skatt-
urinn verði innheimtur með stað-
greiðslu og skili ríkissjóði tekjum
þegar á næsta ári.
Að sögn Friðriks Sophussonar fjár-
málaráðherra var upphaflega gert
ráð fyrir í útreikningum ASÍ að fjár-
magnsskattur gæti skilað ríkissjóði
2,7 milljörðum. Síðar hafi komið í ljós
að aðilar vinnumarkaðarins vildu
undanskilja lífeyrissjóðina frá slík-
um skattgreiðslum. Þar með falli nið-
ur tveggja milljarða tekjur í gegnum
fjármagnsskattinn.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
aflaði sér í fjármálaráðuneytinu í
gær, liggur enn ekki fyrir hvernig
staðið verður að skattheimtunni né
til hvaöa fjármagnstekna hún nær.
Skipa á starfshóp í ráðuneytinu á
næstunni til að vinna að tillögugerð
í málinu.
Að sögn Friðriks er ekki ljóst hve-
nær tekst að loka útgjaldaramma
fjárlagafrumvarps næsta árs. Hann
bendir meðal annars á að erfitt sé
að loka útgjaldaramma einstakra
ráðuneyta fyrr en fyrirhuguö ráð-
herraskipti hafi átt sér stað. Að öðru
leyti vildi hann ekki tjá sig um fjár-
lagagerðina.
-kaa
Forrit Tölvuvinafélagsins vekja athygli erlendis:
Útflutningur á Búkollu hafinn
Tölvuvinafélagið er 4 ára gamall
félagsskapur 30 kennara og foreldra
sem hefur komið saman einu sinni á
ári til að vinna að gerð forrita fyrir
BBC-tölvur, sem víða eru notaðar til
kennslu hérlendis. Nú er svo komið
að vinna Tölvuvinafélagsins hefur
vakið athygh erlendis og til stendur
að flytja út ævintýrið um Búkollu í
tölvutæku formi. Hér á landi er
staddur breskur forritari, Mike Mat-
son að nafni, frá fyrirtækinu 4mati-
cn, í boði Tölvuvinafélagsins til að
kynna sér Búkollu-forritið og fleiri
forrit. Tölvuvinafélagið var með síð-
asta vinnufund í Varmahlíð í Skaga-
firði um síðustu helgi þar sem unnið
var að myndrænni framsetningu
sögunnar um Búkollu í forriti fyrir
BBC-tölvur.
Að sögn, Garðars Runólfssonar hjá
tölvudeild Japis, eins af forsvars-
mönnum Tölvuvinafélagsins, er
Matson að kynna sér Búkollu-forritið
með markaðssetningu erlendis í
huga. Þetta verkefni er unnið í sam-
vinnu Tölvuvinafélagsins, umboðs-
aðila BBC-tölva á íslandi og breska
tölvufyrirtækisins 4mation.
„Matson er orðlaus yfir því sem
hann hefur séð hjá okkur. Við ætlum
að gera ævintýrið um Búkollu á
ensku með spennandi myndrænni
framsetningu þar sem tölvunotand-
inn getur tekið þátt í sögunni með
persónunum. Við byrjum á Búkollu
og síðan eiga vonandi fleiri sögur
eftir að fylgja,“ sagði Garðar og vildi
koma á framfæri þakklæti til þeirra
sem gerðu vinnufundinn í Varmahlíð
mögulegan.
-bjb
- í tölvutæku formi
Breski forritarinn Mike Matson, til vinstri, og Garðar Runólfsson, einn af
forsvarsmönnum Tölvuvinafélagsins, við Búkollu-forritið sem nú stendur til
að gera markaðshæft erlendis. DV-mynd JAK
Landlæknir um lifrarbólgusmit:
Smittilfelli skerpa eftirlit
FLÚRLAMPAR
FYRIR:
SKRIFSTOFUR *VERSLANIR
iðNaðarhúsnæði O.FL.
RAKAÞÉTTIR ÚTILAMPAR.
HAGSTÆTT VERÐ
Rafkaup
ÁRMÚLA 24 • 108 RVÍK.
SÍMAR: 681518 * 681574
FAX: 680017
FLUR-
LAMPAR
(meTfilmeH)
\ llluminazione s.r.l. /
„Rétt er að það þarf að endurskoða
hvemig blóðgjafar em síaðir með
spurningum fyrir blóðgjöf. Það hefur
aíltaf verið ákveðin sía í gangi og hún
verið þétt. En það má skerpa á
nokkrum atriðum í henni. Almennt
má segja að tilfeUi eins og með lifrar-
bólgusmitið skerpi allt éftirlit," sagði
Ólafur Ólafsson landlæknir við DV.
Ólafur vildi koma á framfæri at-
hugasemd vegna fréttar í blaðinu á
mánudag þar sem greint var frá smiti
- lifrarbólguveiru C. í fréttinni kom
fram að landlæknir hefði leitað eftir
sérstakri fjárveitingu vegna bólu-
setningar gegn lifrarbólguveim C.
Hið rétta er að fjárveitingin átti að
fara í bólusetningu gegn lifrarbólgu-
veim B.
Ólafur sagði, varðandi eftirlit eða
síun á blóðgjöfum, að það væri alltaf
spurning hvort menn segðu satt þeg-
ar þeir ætluðu að gefa blóð. Það gæti
eitthvað hafa gerst fyrir mörgum
Höfn í Homafirði:
Brennuvargs
leitað
Lögreglan á Höfn í Homafirði leitar
nú logandi ljósi að brennuvargi eða
-vörgum. Um síðustu helgi var kveikt
í bát í höfninni og helgina þar áður
var kveikt í bíl í bænum. Rannsókn
á íkveikjunum stendur yfir og hafa
nokkrir menn verið yfirheyrðir.
-bjb
árum sem fennt væri yfir og menn
hefðu ekki áhuga á að segja frá, til
dæmis stöðu sinnar vegna. Því væri
ipjög erfitt að loka að öllu leyti fyrir
blóðgjafir þar sem um smit gæti ver-
ið að ræða. Fullkominn búnaður til
skimunar, sem blóðbankinn býr nú
yfir, eigi hins vegar að koma í veg
fyrir að smitað blóð verði notað við
blóðgjafir.
-hlh
verður haldin á brautinni við
Krýsuvíkurveg laugardaginn 12. júní.
Keppni hefst kl. 13.
Kappakstur af götunum.
Dúndrandi rallýkrossball og verðlaunaaf-
hending verður að Bíldshöfða 14. Húsið
opnað kl. 21.00.
RALLY
RALLÝKROSSKEPPNI