Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 33 Veiðivon Leikhús Tvær stórár opnaðarígær - Laxá í Kjós og Laxá í Aðaldal „Eg veiddi tvo laxa fyrsta hálfa daginn, annan á túbu en hinn á maök. Þetta voru 12 og 8 punda fisk- ar,“ sagði Árni Baldursson á bpkkum Laxár í Kjós í gærdag. „Það veiddust 5 laxar þennan Halldór Blöndal var í opnun Laxár í Aðaldal með Laxamýrarmönnum. Hann veiddi einn lax. DV-mynd BG fyrsta hálfa veiðidag, sem er allgott, við áttum ekki von á neinu stóru. Sveinn Ingibergsson í Gretti, Halldór Berg í Veiðihúsinu og Bolli Kristins- son í Sautján veiddu sinn fiskinn hver. Það voru fjórir á maðk en einn á túbu, það verður reynt vel eftir matinn. Við ætlum að bæta við þess- ar tölur,“ sagði Árni ennfremur. Morgunvaktin gaf 6 laxa í Aðaldalnum „Við veiddum 6 laxa á morgun- vaktinni okkar, Laxamýrarmenn, frá 10 upp í 14 pund,“ sagði Vigfús B. Albertsson á Laxamýri II í gær- dag. En það er löng hefð fyrir því í Laxá í Aðaldal að Laxamýrarmenn veiði fyrsta morgun sem áin er opin. „Við erum hressir með þessa morg- unveiði en 5 laxanna komu á maðk en einn á spún. Þetta er helmingi betra en í fyrra í opnun, þá veiddum við 3 laxa um morguninn. Halldór Blöndal ráðherra veiddi einn lax,“ sagði Vigfús ennfremur. Fáir laxar komnir í Elliðaárnar Elliðárnar voru ekki opnaðar í gærmorgun eins og verið hefur hefö í fjölda, fjölda ára. Þrátt fyrir það fóru margir inn að að ánum til að kíkja en ekkert var að gerast. Fáir laxar eru komnir í árnar. -G.Bender ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 11200 Stórasviðlökl. 20.00: KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon. Á morgun, örfá sæti laus, sun. 13/6, örfá sæti laus. Siðustu sýningar þessa leikárs. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Allra síðasta sýnlng. í kvöld, nokkur sæti laus. LEIKFERÐ RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftirWilly Russei í kvöld kl. 20.30 í Stykkishólmi. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýnlngu sýningardaga. Miða- pantanir frá kl. 10.00 virka daga í sima 11200. Greiöslukortaþj. - Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðlelkhúsið - góða skemmtun. Laxá í Kjós gaf 5 laxa fyrsta morguninn sem hún var opin og fyrsti fiskurinn er kominn á þurrt. Skömmu seinna kom einn 12 punda á sama staö. DV-mynd G.Bender Tilkynningar Vitni óskast Keyrt var utan í ljósbláar. Opel á bíla- stæði við Ármúla 5 milii kl. 9.30 og 10.40 miövikudaginn 6. júní sl. Sjónarvottar, ef einhveijir eru, eru vinsamlegast beðn- ir að hafa samband vlð Þorbjörgu í síma 32737. Póstkort í tilefni kvennahlaupsins Garðabær og undirbúningsnefnd fyrir Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ hafa gefið út póstkort í tilefni kvennahlaupsins sem fram fer á kvenréttindaginn 19. júni nk. Póstkortið er hægt að fá á þeim stöðum sem forskráning fer fram og á pósthúsi sem starfrækt verður sérstaldega á hlaupdaginn þar sem hlaupiö fer fram, þ.e. við Garða- og Flataskóla í Garöabæ. Fjölskyldudagur Borgarspítalans Hinn árlegi fjölskyldudagur Borgarspít- alans verður laugardaginn 12. júní. Að venju verður margt á dagskrá sem hefst kl. 10 og mun standa fram eftir degi. Helstu liöir eru: Gróðursetning plantna á vegum Velunnarafélags Borgarspítal- ans hefst kl. 10. Borgarspítalahlaupið hefst kl. 12, skráning kl. 11 sunnan við spítalann. Röntgendeild Borgarspítalans verður opin starfsmönnum spítians kl. 10-15, knattspyrnudeild ÍBSP leikur við hð frá Vestmannaeyjum á gervigrasvell- inum i Laugardal kl. 16 og fjölmargt ann- að verður á dagskránni. Mendive og kúbverskir dansar á Listahátíð Vegha gífurlegrar aðsóknar að gjömingi kúbverska myndlistarmannsins Manu- els Mendives og dansara og tónhstarfólks frá Kúbu verður efnt til aukasýningar á gjömingi þeirra í kvöld kl. 20.30 í Hafnar- borg. Kvenfélagið Freyja fer í vorferð til Nesjavaila sunnudags- kvöldið 13. júní. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 20. Þátttökutilkynn- ingar og nánari upplýsingar veita Katrín, s. 40576, og Sigurbjörg, s. 43774. Allir vel- komnir. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður með sýningu í Hús- dýragarðinum á sunnudag, kl. 15. Tobacco Road á ferð um Norðurland Leikfélag Hólmavíkur leggur upp í leik- ferð um Norðurland í dag, 11. júní, með leikritið Tobacco Road eftir Erskine Caldwell í leikstjóm Skúla Gautasonar. Sýningar verða á sjö stööum viös vegar um Norðurland. Fyrsta sýningin verður á Skagaströnd. Laugardaginn 12. júni verðm- sýning í Nýja bíói á Siglufirði. Sunnudaginn 13. júní verða Hólmvíking- ar á Ólafsfirði og þaðan fara þefr í Frey- vang og sýna þar mánudagskvöldið 14. júní. 15. júní sýna þeir í félagsheimihnu Hnitbjörgum á Raufarhöfn og 17. júrú í Hrísey. Ný umferðarijós Laugardaginn 12. júní, kl. 14, verður kveikt á nýjum umferðarljósum á mótum Sæbrautar og Súðarvogs. Umferðarljósin verða samhæfð við önnur ljós á Sæ- braut. Vinstri beygja af Sæbraut inn á Súðarvog verður umferðarstýrð. Enn- fremur verður umferð af Súðarvogi um- ferðarstýrð. Til að áminna ökumenn um hin væntanlegu mnferðarljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. Körfuskotkeppni Tommahamborgara Laugardaginn 12. júní verður haldin á Lækjartorgi körfuskotskeppni Tomma- hamborgara. Keppnin stendur yflr frá kl. 13-16 og er öllum heimil þátttaka. Að keppninni standa, auk Tommahamborg- ara, Körfuknattleikssamband íslands og FM 95,7 en Austurbakki veitir verðlaun fyrir besta árangurinn. Umsjón keppn- innar verður í höndum KKI. Karlalands- lið íslands í körfuknattleik muu mæta á svæðið og sýna götubolta (street ball). Afþessu tilefni verða Tommahamborgar- ar með tilboð á hamborgurum, aðeins kr. 150. Laugardagsganga Hananú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt verður af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað mola- kaffi. Félag eldri borgara Kópavogi Félagsvist og dans að Auðbrekku 25 í kvöld, fóstudag, kl. 20.30. Þ.K. Tríó og Hjördis leika fyrir dansi. Húsið öllum opið. Umhverfisskoðunarferð í Krýsuvík Laugardaginn 12. júní nk. verður farin á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags umhverfisskoðunarferð í Krýsuvík. Lagt verður upp frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 en stefnt að endurkomu um kl. 18. Kom- ið veröur við á ýmsum stöðum á suður- leið en hádegishlé verður gert í Gömlu- Krýsuvík eða þar í grennd. Gjald fyrir ferðina er kr. 1800. Þátttaka í ferðinnl er öllum opin en skráning fer fram við brott- fór. Venjulegir gönguskór eiga að duga en ekki sakar að hafa með stígvél. Minnt er á aö hafa með sér nesti. Fararstjórar verða Freysteinn Sigurðsson og Gutt- ormur Sigbjamarson. Lestrar- og litabók um Lunda litla Út er komin á vegum Bókaútgáfunnar Reykholts Lestrar- og Utabókin um Lunda litla. Texti og myndir eru eftir þá Jónas Þór kennara og Böðvar Leós teikn- ara. Bókin er ætluð bömum á aldrinum 5-9 ára til að lesa og Uta og hefur hlotið lofsamlegar undirtektir sérfræðinga um bamabókmenntir. Bókin kemur út á ís- lensku og ensku og er hugsuð sem gott innlegg í lestrarátak það sem í gangi hef- ur verið og verður vonandi áfram. : : trf.tz: >) Nýr stórmarkaður í miðjum Garðabæ Föstudaginn 28. mai sl. var opnaður nýr stórmarkaður í miðjum Garðabæ undir nafninu Garðakaup. Verslunin er við Garðatorg þar sem verslunin Kaupstaður var áður. Verslunarstjóri hefur verið ráðinn Guðjón Sveinsson sem hefur ára- tugareynslu af verslunarstörfum hjá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Guðjón segir markmið Garðakaupa vera að halda vömverði í lágmarki og veita góða þjón- ustu. í verSlunimú er vönduð og rúmgóð leikaðstaða fyrir böm, með skemmtileg- um leiktækjum. Verslunin verður opin aba daga vikunnar, mánud.-fimmtud. kl. 9- 19, fóstudaga kl. 9-20, laugardaga kl. 10- 17 og sunnudaga kl. 11-17. mm w Allt í veiðiferðina AtV í „.FU.BÍ BYRJAÐ AÐ BÓKA í HAFNARA OG EYSTRI-RANGÁ. LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 ER SKEMMTILEGIIR TÍMIFRAMIJNDM? Ekki nema í góöum félagsskap. Hringdu og prófaöu Símastefnumótið þar sem fjöldi fólks ó öllum aldri hefur fundið sér félaga. Þetta er spennandi og skemmtileg leið til að kynnast nýju fólki. Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt. Mínútan kostar 39,90 kr. SÍMASTEFNIJMÓT »»/l 8/9 5 Teleworld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.