Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 3 Fréttir „Sýslmnannsmálið“ teygir sig til Þýskalands: Smyglfé notað til kaupa á hestum til útf lutnings? - hnakkar í hestakemmni á Sigluíirði nákvæm eftirlíking hnakka sem framleiðandi á Akureyri hannaði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Einn angi „sýslumannsmálsins" svokallaða á Siglufiröi teygir sig til Þýskalands og beinist að starfsemi umfangsmikils hrossabónda þar í landi. DV hefur fyrir því áreiðanleg- ar heimildir að íslenski hrossabónd- inn hafi látið framleiða fyrir sig í Póllandi og fyrrverandi A-Þýska- landi ýmis reiðtygi í umfangsmiklum mæli og einnig hestakerrur. Málið mun einnig tengjast útflutningi á ís- lenskum hestum til Þýskalands. Þá er vitað að hnakkar, sem voru í kerr- unni sem tekin var á Siglufirði, voru nákvæmlega eins og hnakkar sem framleiðandi á Akureyri hefur hann- að en þýskar eftirlíkingar af þeim hnakki hafa veriö seldar hér á landi. Það var einmitt í hestakerru sem smygluðu reiðtygin fundust á Siglu- firði á dögunum og leiddu til þess að sýslumaður og yfirlögregluþjónn þar í bænum voru leystir frá störfum. Fullyrt er að slíkar hestakerrur hafi áður verið fluttar til landsins a.m.k. þrisvar sinnum og þá hafi þær einnig verið hlaðnar reiðtygjum og jafnvel áfengi eins og í sendingunni sem gerð var upptæk á dögunum. Þá hefur DV heimildir fyrir þvi að íslenski hrossabóndinn hafi boðið mönnum hér á landi að selja þeim umtalsvert magn af reiðtygjum á mjög lágu verði eða á sama verði eða ódýrara en þær vörur eru seldar á í Þýskalandi. Fylgdi a.m.k. í einhverj- um þeirra tilvika boðinu að reiðtygin yrðu keyrð heim til kaupendanna hér á landi, þeir þyrftu engar áhyggj- ur að hafa af greiöslu gjalda af þess- um ihnflutningi. Vitaö er að íslenski hrossabóndinn í Þýskalandi hefur látið framleiða reiðtygi og hestakerrur fyrir sig bæði í Póllandi og fyrrverandi A-Þýska- landi. Varan hefur veriö talin léleg og hefur t.d. verið áberandi að mél og fleira hefur ekki verið úr ryðfríu efni heldur einungis húðað. Þá hefur saumaskapurinn á hnökkunum þótt afar bágborinn. Það hefur hins vegar auðveldað söluna hversu ódýrar þessar vörur hafa verið. „Þessar vörur hafa svo verið seldar nótulaust um allt land og það eTfull- yrt að þær hafi komið í gegnum Siglufjörð. Þeir menn sem þarna hafa verið að verki hafa síðan verið um- fangsmiklir kaupendur á hrossum og flutt út hátt í 100 hross á ári til Þýskalands á nafni islenska hrossa- bóndans þar. Þetta vita allir hesta- menn sem fylgjast með þessum mál- um,“ sagði einn viðmælanda DV sem þekkir mjög vel til þessara mála. Skýrsla um hassneyslu Reykjavíkuræskunnar: Hassneysla að aukast á ný í framhaldsskólum - hefur minnkað meðal 16 ára grunnskólanema Mjög hefur dregið úr umfangi hass- neyslu meðal 16 ára grunnskóla- nema í Reykjavík síðustu 9 ár. Hins vegar virðist hassneysla vera að auk- ast á ný meðal framhaldsskólanema í Reykjavík. Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem Þóroddur Bjarna- son hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála kemst að í grein sinni í nýútkomnu tímariti Sálfræð- ingafélags íslands. Þar ber Þóroddur saman rannsóknir sem gerðar hafa verið á hassneyslu ungmenna í Reykjavík síðustu tvo áratugi. Talið er að hass hafi borist í ein- hveijvun mæli hingað til lands upp úr 1970. Samkvæmt þeim rannsókn- um sem Þóroddur kannaði kemst hann að því að hass hafi náð nokk- urri fótfestu meðal ungmenna í Reykjavík. Talsverðar sveiflur hafa þó orðið í útbreiðslu efnisins frá því það barst til íslands. Árgangagrein- ing Þórodds á rannsóknaniðurstöð- um um útbreiðslu hass meðal 16,18 og 20 ára skólanema í Reykjavík leið- ir í ljós að hassneysla jókst frá fyrri hluta áttunda áratugarins til fyrri hluta þess níunda. Undir lok níunda áratugarins dró verulega úr neysl- unni í öllum aldurshópum en hún virðist vera að aukast á ný meðal framhaldsskólanema. Reiknað er með að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem prófað hafa hass hafi gert það 14 ára og eldri. Þóroddur segir að á síðustu tveim- ur áratugum hafi hassneysla meðal íslenskra ungmenna verið talsvert rannsökuð en niðurstöður helstu rannsókna enn ekki verið birtar. Þóroddur segir það ýmsum erfiðleik- um háð að bera saman niðurstöður annarra rannsókna og tekur saman nokkur aðferðafræðileg vandamál sem tengjast túlkun og samanburði á niðurstöðum. -bjb Hassneysla þriggja aldurshópa Hér sést hversu hátt hundraðshlutfall ungmenna í Reykjavík kvaðst hafa neytt hass á tímabilinu 1970-1992. nrfl/ 30% 25% 20% 15% 10% , 20 ára 1 % lSára / '' \ ^U^ára^ £ b%1 ’70 »75 ’80 ’85 ’90 Heimild: Timarit Sétfræöingafélags islands [ ^ j j Hún var einbeitt, þessi unga stúlka sem var að reisa sér kofa á leiksvæð- inu við Hólabrekkuskóla í Breiðholti. Reykjavíkurborg leggur til byggingar- efnið og ekki vantar áhugann hjá börnunum. Þau vildu hins vegar koma þeim skilaboðum á framfæri til „stóru strákanna" í hverfinu að hætta að skemma kofana! Fáskrúðsfjörður: Aka þarf allt að 380 km til að hýsa fanga „Það má segja að það sé um 380 km leið, fram og til baka, sem aka þarf með fanga frá Djúpavogi til Eski- fjarðar og 140 km leið ef ekið er frá Fáskrúðsfirði til Eskifjarðar. Þess ber líka að geta, þegar á þessar tölur er htið, að innsetningar fanga á þessu svæði eru frekar fáar á ári,“ sagði Sigurður Eiríksson, sýslumaður á Eskifirði, í samtali við DV, en um áramótin gerði heilbrigðisfulltrúi at- hugasemd við ástand fangageymslu á Fáskrúðsfirði og taldi húsnæöið óhæft sem fangageymslu. Síðan þá hefur þurft að flytja þá sem þurft hefur að vista í fangageymslu á Fá- skrúðsfirði til Eskifjarðar. „Vissulega er það óþægilegt þegar svona er og lögregluþjónn er fjarver- andi í langan tíma vegna fangaflutn- inga en á það ber að líta, að það eru aðilar sem geta sinnt neyðarútköll- um í fjarveru hans. Ég veit ekki bet- ur en framkvæmdadeild innkaupa- stofnunar ríkisins sé byrjuð að skoða hvernig á að bæta úr aðstöðuskorti þarna,“ sagði Sigurður. Hvalveiöar: Þurfum að uppfylla skil- yrði Hafréttarsáttmálans - segir Þorsteinn Pálsson „Til þess að geta hafið hrefnu- samráð við viðeigandi samtök veiðar á nýjan leik þurfum við i þjóða sem íjalla um þessi mál. raun og veru að uppfylla tvö skil- Norður-Atlantshafs-sjávarspen- yrði," segir Þorsteinn Pálsson sjáv- dýraráðið, þar sem viö erum með- arútvegsráðhcrra. „Viðhöfumþeg- limir, er eitt þessara samtaka en ar uppfyllt hið fyrra með því að þar hefur ekki veriö fjallað um sýna fram á að hrefhustofninn hér hrefnuveiðar. Hins vegar erum við viö land þoli veiðar en við þurfum að vinna aö því að það verði gert,“ einnig að ákveða veiðarnar í sam- sagði Þorsteinn Pálsson. ræmi við Hafréttarsáttmálann og -bm það þýðir að við veröum að hafa -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.