Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Side 12
12 FOSTUDAGUR 11. JÚNl 1993 Spumingin Fylgistu meö kvennaknattspyrnu? Ingvar Helgason: Nei, ég fylgist varla með nokkurri knattspymu. Heimir Guðmundsson: Nei, eiginlega ekkert, ég kíki þó á úrslitin. Kjartan Baldursson: Já, svona örlít- ið, sá til dæmis mörkin í landsleikn- um gegn Svíum á dögunum. Sveinn Helgason: Nei, ég er giftur máður. Jóhann Þorgeirsson: Nei, engri knattspymu. Helgi Eyjólfsson: Mjög lítiö. Það sem sýnt er í sjónvarpinu, að öðm leyti ekki. Lesendur Vítitilvamaðar: Staðreynd á móti staðreynd Ib Wessmann hringdi: Förum við til tannlæknis eða í upp- skurð erum við deyfð eða svæfð og vitum ekkert af því sem er fram- kvæmt á okkur. Eins er með humar- inn sé rétt að farið. Á hverju eigum við að lifa ef ekki má veiða eða slátra dýmm á hefbundinn hátt? Eða eigum við öll að bíta gras? í gegnum aldimar höfum viö lifað á því sem haf og land hafa gefiö okk- ur og hafa landsmenn ekki haft neitt við þær aflífunaraöferðir sem beitt hefur verið að athuga. Hvað með þorskinn sem kafnar í netunum og íslenska smáhumarinn sem er veidd- ur í troll? Án þess að fara í samanburð eru eflaust aflífunaraðferðir á stórhumri mun þjáningarminni. Þetta em mín lokaorð tíl þín, Magnús H. Skarphéð- insson. Ég vona að flest fólk neyti bæði humars og kjöts í framtíðinni því ekki verður nóg af grasi handa öllum. „Hvað með þorskinn sem kafnar í netunum?" spyr bréfritari. Dýrðarríkin austantjalds Lúðvíg Eggertsson skrifar: Ég kynntíst fyrir nokkm manni sem hafði ráðið sig til náms og starfs í landi austantjalds sem óþarft er að nefna hér. Hann hafði ekki góða reynslu af veru sinni þar, saga hans er á þessa leið í staðfærðu formi; Við komuna til landsins niður landgang flugvélarinnar mátti sjá lögreglubifreið fylgjast meö komu- farþegum. Aö lokinni tollskoðun var ekið klukkustundarleið meö áætíun- arvagni til borgar einnar en lögreglu- bifreið fylgdi allan tímann. íbúð fékkst ekki í borginni en hins vegar í nálægu bæjarfélagi. Bifreið fékk félagi minn sér tíl afnota og þegar keyrt var í vinnuna fyrsta daginn elti lögreglubifreið hluta leiðarinnar. Félagi minn hélt að það væri svona fyrsta daginn en sama sagan endur- tók sig á hveijum vinnudegi, lög- reglubifreið fylgdi í humátt á eftir. Vinnufélagi hans sagði honum að þetta væri aðferö til þess að láta hann vita að fylgst væri með honum. íbúð innan borgarmarkanna fékkst eftir nokkurn tíma en ekki breytti það háttemi lögreglunnar. Hún fylgdist ævinlega með því að vinur- inn skilaði sér í vinnuna á hverjum degi. Brátt varð vinur minn var við það að síminn var hleraður en það var auðvelt mál fyrir hann að kom- ast að því. Honum var ávallt fylgt eftír í lögreglubifreið ef hann hafði tilkynnt einhverjum það í síma að hann ættí einhver erindi utan heim- ilisins annað en í vinnuna. Liðagigt hijáði félaga minn og fór hann að læknisráði til hjúkrunar- konu sem gaf honum stungulyf og nuddaði hann. Eitt sinn þegar hann fór í vikulega heimsókn sína til hjúkrunarkonunnar fóru lögreglu- menn í heimsókn til konu hans. Lög- reglumaðurinn byijaði á að hrósa konunni fyrir hvað hún væri „heiö- arleg“ en minntist á það strax á eftir að ekki gegndi sama máh um mann hennar. Hann tjáði henni að hann væri að halda framhjá með einhverri konu úti í bæ í hverri viku. Kona hans, sem vissi betur, vandaði þeim ekki kveðjumar og bað þá hafa sig burt. Vinurinn fluttist í annan borgar- hluta en það breytti engu um hegðun lögreglunnar, alltaf var hún nálægt. Fyrir kom, í miklu annríki eða á óvenjulegum tíma, að lögreglan not- aði sjúkrabíl, bíl lamaðra og fatlaðra eða póstbíl við njósna- eða eftírlits- störf sín. Svoleiðis reyndist nú þetta dýrðar- ríki fyrir austan járntjald. Ekki verð- ur gerð tilraun til að reikna kostnað- inn fyrir samfélagið af kerfi sem þessu en félagi hans hafði ekki mik- inn áhuga á að dvelja langdvölum þarna lengur. Aðrar kröf ur til kvenna en karla í stjórnmálum „Nýjasta dæmið er þegar gengið er framhjá Rannveigu Guðmundsdóttur sem ráðherraefni Alþýðuflokksins," segir í bréfi ritara. Margrét Sæmundsdóttir skrifar: Ráðherraval Alþýðuflokksins er enn ein sönnun þess hve konur eiga erfitt uppdráttar í stjórnmálum á Is- landi. Mjög hæfar konur meö langa og farsæla reynslu í stjómmálum sifja ekki við sama borð og karlam- ir, félagar þeirra. Nýjasta dæmið er þegar gengið er framhjá Rannveigu Guömundsdótt- ur sem ráðherraefni Alþýðuflokks- ins. Nú nægði ekki að vera þingmað- ur, fyrrverandi aðstoðarmaður ráð- herra og með langa reynslu í sveitar- stjómarmálum. Annaö dæmi. Þegar skipa þurftí nýjan útvarpsstjóra sótti Inga Jóna Þórðardóttir, viðskipta- fræðingur og fyrrverandi formaður útvarpsráös, um það embætti en það var líka gengið fram hjá henni. Þriðja dæmi. Þegar velja þurfti nýjan borgarstjóra í Reykjavík var Katrín Fieldsted, yfirlæknir og borg- arfulltrúi, ein af þeim sem vel komu til greina. Það var líka gengið fram- hjá henni. Konur, sem kalla má yfir- buröamanneskjur vegna dugnaðar og þors, em neyddar til þess að láta í minni pokann fyrir miðlungskörl- um. Geta konur þessa lands látið þetta yfir sig ganga öllu lengur? íslenskmáls Hilmar Ólafsson skrifar: Nú fæ ég ekki oröa bundist lengur. Umkvörtun mín varðar notkun þriggja nýyrða af síaukn- um krafti. Þau em orðin Kúbverj- ar, mexíkóskur, og Karíbahaf. Ég minnist þess að hér áður fyrr hétu Kúbverjar Kúbanir. nú gætum við því farið að kalla Al- bani Albveija og þar fram eftir götunum. Ég vandist við að hlutir væru mexíkanskir. Við ættum þvi í ljósi nýfenginnar vitneskju að kalla Mexíkana, Mexikóa. Karíbahafið hét, ef mig mis- minnir ekki, Karabíska hafið. Þetta er líkt því og að í enskunni væri farið að kalla Caribbean Ocean, Carib Ocean. Húsdýragarður- inn á uppleið Hrefna hringdi: Ég brá mér í Húsdýragarðinn um síðustu helgi með dóttur mina og óhætt er aö segja að hún skemmti sér vel. Ég var einnig mjög hrifin af öllu því sem þar var að sjá. Þar er mikill íjöldi dýra af hinum og þessum tegund- um, vel er búið að þeim og þeim virðist líða vel. Húsdýragarðurinn er að verða ágætis dýragarður sem er sam- keppnisfær viö marga dýragarða í Evrópu. Enda sá ég fullt af út- lendingum sem lögöu leið sína í Húsdýragarðinn. Borgaryfirvöld eiga hrós skilið fyrir þvi hve mik- ið hefur verið lagt í hann. Veröi hefur einnig verið stillt í hóf. Ósáttá ógnartímum Hjálmar hringdi: Það dylst engum að mikil kreppa er nú á íslandi, aflabrest- ur, atvinnuleysi,, lækkandi af- urðaverð o.s.frv. Á slikum ógnar- tímum ættu stjómmálamenn að sýna ábyrgð og standa saman i viðleitni til að leysa vandann. Hnútukast stjómarliða og stjóm- arandstæðinga er aldeilis ekki til þess að auka tíltrú fólks á ábyrgð stjómmálamanna. Þeir eyða allri orku sinni í að hallmæla hver öðmm, lýsa því yfir hve hinir era úrræðalausir og þar fram eftir götunum. Þeim væri nær að taka höndum saman og sýna einhverja ábyrgð, svo þeir geti öðlast einhverja tiltrú almennings að nýju - áður en það er orðið of seint. Framkvæmdir aðnæturlagi Eggert skrifar: Ég hef aldrei skiliö af hverju gatnagerðarframkvæmdir á aðal- æðum Reykjavíkurborgar þurfa aö fara fram að degi til, helst á mesta annatima. Erlendis dettur ekki nokkrum manni í hug að gera slíkt nema að næturlagi. Þegar þessar framkvæmdir standa yfir myndast langar raðir bifreiða og þúsundir borgarbúa tefjast á leiö sinni til vinnu eða annarra erinda. Tekju- og vinnutapið er óheyri- legt sem af þessu hlýst. Gatna- starfsmenn eiga þess í stað aö vinna sin verk aö næturlagi (í dagsbirtu) og fá örlítið meira kaup. Munurinn á dagvinnu- og næturvinnukaupi er ekki mikill, allavega ekki þegar hann er bor- inn saman viö það sem ávinnst í minnkuðu vinnutapi annarra borgara. Góðirblúsþættir Axel hringdi: Mig langar aö koma á framfæri þakklæti til Péturs Tyrfingssonar fyrir sérlega góða og fróðlegg blúsþætti á rás 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.