Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Síða 5
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 5 Fréttir KQjómleikaveisla DV og Samvinnuferða-Landsýnar: Tina Turner, Rod Stewart og Prince -130 manna ferð fyrir lesendur D V til Þýskalands í september DV og Samvinnuferðir-Landsýn bjóða 130 lesendum DV til mikillar hljómleikaveislu í Liineburg í Þýska- landi dagana 3. til 6. september. Með- al tónlistarmanna á hátíðinni verða Tina Timier, Rod Stewart, Prince, Joe Cocker, Chris De Burgh og hljómsveitin Foreigner. Þann þriðja verður flogið til Ham- borgar klukkan níu um morguninn og lagt af stað til Keflavíkur klukkan eitt þann sjötta. Gist verður á Treff- hótelinu sem staðsett er rétt fyrir ut- an Hamborg en þaðan er um einnar klukkustundar akstur á hljómleika- svæðið sem er við flugvöllinn í Lune- burg. Hótehð er mjög gott, þar eru 204 herbergi með baði, minibar, síma og sjónvarpi. Á hótelinu er veitingastað- ur, pöbb, bar, sána og heilsurækt. Strax fyrsta kvöldið er farið á tón- leikana en þeir heíjast kl. 18 og standa til 22.30. Daginn eftir eru tónleikarnir frá 12 á hádegi til 11 um kvöldið og einn- ig þann fimmta. Sjötta september verður síðan flogið heim. Ferðin kostar 39.600 á mann í tví- býh. Innifahð í verðinu er flug, akst- ur tíl og frá flugvehi og á tónleikana alla dagana, gisting með hlaðborðs- morgunverði, íslensk fararstjórn og flugvallaskattur. Fararstjóri verður Magnús Kjartarisson tónhstarmað- ur. -Ari 7 dagar eftir 24. júlí Skráning í síma 96-27213 milli kl. 20.00-22.00 19.-22. júlf KRAFTMIKILL MITSUBISHI L 200 Öflug 2,5 lítra dieselvél nú með forþjöppu sem eykur enn á töfra þessa glæsilega bíls. MITSUBISHI L 200 er vandaður fimm manna fjölnota bíll fyrir alla sem vilja ekki láta veð- ur og ófærð hindra sig í starfi eða leik. MITSUBISHI L 200 er sannur þjarkur til vinnu og fjallaferða. Þér eru allir vegir færir í MITSUBISHI L 200. MITSUBISHI Fremstur meðal jafningja Fjallalamb á Kópaskeri: Unnið úr 200lonnum í fyrra Gylfi Kiistjánssan, DV, Akureyii: „Starfsemi Fjahalambs hefur gengið alveg ágætlega, við gerðum upp með hagnaði á síðasta ári og árið í ár htur alveg þokkalega út,“ segir Pétur Valtýsson, verkstjóri hjá Fjahalambi hf. á Kópaskeri. Fjallalamh hóf starfsemi með fuhvinnslu kjötskrokka og þá var aðahega verið að framleiða fyrir mötuneyti og fyrirtæki. Nýjum að- ferðum var beitt við framleiðsluna og ýmsar nýjungar þróaðar. Pétur segir að vegna þess hversu mikil vinna var lögð í framleiðsluna hafi kjötið þótt dýrt og í dag sé Fjalla- lamb komið meira inn á hinn heíð- bundna markað, s.s. að framleiða fyrir verslanir en þó sé alltaf eitt- hvað um aö mötuneyti og'stofnanir kaupi af þeim kjöt. „Hér vinna um 10 manns að stað- aldri, fleiri á vissum árstímum og svo margfaldast fjöldinn í sláturtíð- inni. Við unnum úr 160-170 tonnum á síðasta ári og þetta fyrirtæki er mjög mikilvægt fyrir fólkið sem hér býr,“ sagöi Pétur Valtýsson. Tilboðsdagar hefjast mánudaginn 19. júlí. 40-70% afsláttur Póstsendum barnafataverslun Laugavegi 12 Sími 62 16 82

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.