Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Qupperneq 26
Amma og afi Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu: Hún hefur allt- af verið sérstök Björk var aöeins ellefu ðra þegar fyrsta plata hennar kom út. Hér er hún á þeim aldri með frægum poppur- um eins og Pálma Gunnarssyni og syni, Björgvini Gíslasyni og Siguröi Karlssyni. LAUGARDAGUJ117. JÚLÍ 1993 - segja þau Hallfríður Guðmundsdóttir og Gunnar Guðmundsson sem eru afar stolt afvelgengni bamabamsins „Björk er alltaf litla stelpan okkar. Okkur finnst auövitaö frábært hversu langt hún hefur náö og er- um mjög stolt af henni. Björk hefur alltaf verið sérstök og farið sínu fram,“ segja Hallfríður Guðmunds- dóttir og Gunnar Guðmundsson en þau eru amma og afi Bjarkar Guð- mundsdóttur söngkonu sem er að slá í gegn með sólóplötu sinni, Deb- ut. „Músíkin kom fram í Björk þegar hún var smábarn. Hún sat oft við píanóið hjá okkur sem barn og spil- aði og söng. Fyrir ofan píanóið var Kjarvalsmálverk og hún samdi lag um það sem var á plötunni sem hún gaf út ellefu ára,“ segja þau. Talsverð músík er í báðum ætt- um Bjarkar. Amma hennar, Hall- fríður, söng lengi með Þjóðleikhús- kórnum og raulaði oft með Björk þegar hún var barn. „Mér fannst gaman að heyra þegar hún tók undir því ég veitti því alltaf athygli hversu hreinan tón hún hafði. Hún hélt lagi einstaklega vel. Auk þess var Björk mjög fljót að læra texta, jafnvel þó þeir væru á ensku og hún kynni ekki orð í henni þá. Lög úr Sound of Music hljómuðu oft í útvarpinu og Björk kunni öll lögin úr þeirri kvikmynd og söng þau oft,“ segir Hallfríður. Gaman að skrýtnum fötum „Björk hefur alltaf haft gaman af að vera öðruvísi en aðrir og byrj- aði snemma að klæðast skrítnum fótum. Allt frá því hún var smá- barn hefur hún verið sérstök og mjög sjálfstæð," segir Hallfríður. „Þegar Björk var lítil þá bjárgaði hún sér alltaf og ef hún gerði eitt- hvað sem ekki mátti þá kom hún til mín og sagði frá því. Hún fór ekki í felur með neitt,“ segir hún ennfremur. Gunnar segir að það hafi aldrei verið neitt vandamál þegar barna- afmæli hafi veriö því þá tók Björk stjórnina í sínar hendur. „Hún fann slæður og föt sem amma hennar átti og klæddi krakkana í alls kyns munderingar," segir hann. „Hún var alltaf sérlega hug- myndaríkt barn.“ Upphafið að ferli Bjarkar segja þau hafa verið skemmtun í Foss- vogsskóla en þar söng Björk við mjög góðar undirtektir. Stuttu síð- ar kom hún fram í útvarpsþætti ásamt stjúpfóður sínum, Sævari Árnasyni, sem spilaði undir hjá henni. „Hún söng lagið I Love To Dance og það var mjög vel gert hjá henni,“ segir Hallfríður. „Upp úr því söng hún inn á hljómplötu." Söngkona á gúmmískóm Björk var í tónmenntaskóla og lærði fyrst á blokkflautu en síðan þverflautu. Hljóðfæraleikurinn varð þó að sitja á hakanum fyrir söngnum. Strax sem unglingur byrjaði hún að syngja með hljómsveitum eins og t.d. Kuklinu. „Það voru eitt sinn frægir tónleikar á Melavelli þar sem Björk kom fram á gúmmískóm og vakti það mikla athygli. Sjón- varpsfréttamenn sýndu þennan frumlega klæðaburð söngkonunn- ar og kunningjar mínir eru enn að tala um stelpuna á gúmmískónum. Einn spurði mig um daginn hvern- ig í ósköpunum stæði á því að stelp- an á gúmmískónum gæti náð svona langt - hún sem kynni ekki einu sinni að syngja," segir Gunnar. Þegar Björk var fimmtán ára málaði Hallfríður málverk af henni sem nú hangir í stofu þeirra hjóna. Þar er Björk í litríkum fötum sem amman segist hafa búið til án fyrir- myndar. „Hún hefur alltaf verið hrifin af fallegum fötum og þess vegna hafði ég hana svona,“ segir hún. Man alltaf eftir ömmu og afa „Björk man alltaf eftir okkur og hringir í okkur ef annað hvort okk- ar á afmæli hvar í heiminum sem hún er stödd. Þegar hún kemur til landsins heimsækir hún okkur alltaf. Ég hef verið mikill jassá- hugamaður og hún fylgist vel með hvaða plötur ég kaupi,“ segir Gunnar. „Ég var t.d. mjög ánægður með plötuna sem hún geröi með Guðmundi Ingólfssyni jassara." - Hvað teljið þið að gerist hjá Björk í framhaldi af þessari velgengni nú? „Maður getur ekki svarað slíkri spurningu en ég vona að hún þurfi ekki að nota sömu aðferðir og Ma- donna til að verða heimsfræg. Ég held að Björk verði alltaf hún sjálf," segir Gunnar. Hallfríður bætir við að hún treysti því að Björk muni ekki láta eyðileggja sig. „Það reynir mikið á að vera í sviðsljósinu, hún missir t.d. frelsi til að ganga óáreitt um götur. Mér þykir það verst.“ Gunnar telur árangurinn vera frábæran hjá henni. „Það hefur enginn íslendingur komist jafn- langt. Með fullri virðingu fyrir Kristjáni Jóhannssyni, sem ég dái mikið, þá nær Björk til talsvert breiðari hóps. Ef Björk heldur sér áfram fyrir ofan tíunda sætið þá er það frábær árangur hjá henni. Síðan á hún eftir að fara í tónleika- ferð og ég veit að platan mun selj- ast vel í Bandaríkjunum." - En hafið þið hlustaö á plötuna hennar? „Já, hún sendi okkur prufuupp- töku af lögunum á kassettu snemma í vor. Það er samt meira gaman að hlusta á plötuna sjálfa núna. Við erum hrifin af þessari tónlist hennar og finnst undirleik- ur Indveijanna frábær. Þetta er öðruvísi en það sem hún var að gera með Sykurmolunum," segja amma og afi sem eru afar stolt af árangri elsta barnabamsins. -ELA Hallfriöur Guðmundsdóttir og Gunnar Guðmundsson eru afi og amma söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdótt- ur sem nú hefur slegið rækilega í gegn. Málverkið, sem hangir fyrir ofan þau hjónin, málaði Hallfriður af Björk þegar hún var fimmtán ára. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.