Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993
Vísnaþáttur
Þarsem
einhvers
enda spor
„Hver sá sem hefur lifað nógu
lengi til að komast að raun um
hvað lífið er, veit í hve mikilh þakk-
arskuld við stöndum við Adam,
fyrsta velgjörðarmenn mannkyns-
ins. Hann kom með dauðann í
heiminn." Það var ameríski rithöf-
undurinn Mark Twain sem lét
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
þessi orð falla. En hver eru við-
brögð íslenskra skálda og hagyrð-
inga til ellinnar og dauðans?
Bleiksvísur nefnir Ásmundur
Jónsson frá Skúfsstöðum eftirfar-
andi bolialeggingar sínar um hið
liðna og hið ókomna:
Oft ég söknuð sáran hef,
svona er að eiga minni.
Ég er að glugga í gömul bréf
og gömul rifja upp kynni.
Það sem ég áður unni mest
er mér týnt og graíið,
og bráðum læt ég bleikan hest
bera mig yfir hafið.
Þegar Bleikur þeysir í hlað,
þá er ég ferðaklæddur
og stíg á reistan gjarða-glað
í guðs nafni, óhræddur.
Fær er jafnt til flugs og sunds
sá fákur og vart mun bila.
Yfir á bakka Edenslunds
ætlar hann mér að skila.
Þegar Bleik ég síðast sá
söknuður greip mitt hjarta.
Vin hann einn mér flutti frá
fram á sundið bjarta.
Renni ég sjónum yflr ál,
upp og fram, þar stjörnubál
dreypir Jjósi á draumasál.
Drekk ég, Bleikur, þína skál.
Bjami Jónsson frá Gröf, úrsmið-
ur á Akureyri, gerir svofellda grein
fyrir viðhorfi sínu og kallar Ágjöf:
Bölvuð ellin ógnar mér,
aflt að velli mylur.
Á mig hella árin sér
eins og felhbylur. •
Ellina ég illa ber,
alltaf harðnar glíman.
Það væri alveg eftir mér
að andast fyrir tímann.
Eggert Norðdahl frá Hólmi
v/Reykjavík, sem var á 97. ári er
hann lést árið 1963, kvað:
Eliistrauminn áfram klíf,
ekkert er tíl án raka,
eins og draumur aUt mitt líf
eða næturvaka.
Öll mín Uöin ævistig
eru í veður fokin.
Sá er hingað sendi mig
sér um ferðalokin.
Grímur Jónsson frá Jökulsá á
Flateyjardal er sáttur við það sem
ekki veröur umflúið:
Líða tekur langt á kvöld,
langeldamir dofna.
Nálgast óðum nóttin köld,
nú væri gott að sofna.
„Þaö er ekki svo að ég hafi aldrei
verið tU áður, eða þú, eða aUir þess-
ir konungar. Né heldur er það svo
að allt verði að engu héðan í frá. -
Eins og í þessum líkama fer hold-
tekin sáUn gegnum bernsku, æsku
og eUi, á sama hátt, hún fer frá ein-
um líkama til annars, þess vegna
verða hinir vitru aldrei blekktir í
þessum efnum. - Sá sem fæðist á
dauðann vísan - sá sem deyr á
fæöingu vísa. Harmaðu því ekki
hiö óumflýjanlega."
Svo segir í Bhagavad - Gita sem
er indverskt trúarljóð og þýðir
„söngur hinna heUögu“ og með
hinum heUögu er átt við guðinn
Krishna. En hveiju skal trúa? Ég
hygg að þeir séu margir sem gætu
tekið undir með Spánverjanum
Luis Bunuel sem sagði: „Ég er enn
trúleysingi. Svo er guði fyrir að
þakka.“ Þeir gera hvort tveggja í
senn: trúa og trúa ekki. En við get-
um óhikað tekið undir með Gunn-
laugi P. Sigurbjömssyni sem kvað
svo:
Ekki þurfa að óttast dóm
æðstu máttarvalda
þeir, sem fyrir börn og blóm
björtum skUdi halda.
Og má ekki af framanskráðu ætla
að höfundur næstu vísu, sem ég
veit ekki hver er, hafi á réttu að
standa:
Bræðir ísinn ylrUít vor,
eyðast veðrin ströngu.
Þar sem einhvers enda spor
annar byijar göngu.
Þaö eru ekki ýkja mörg ár síðan
það var sára sjaldgæft að heyra eöa
lesa um að þessi eða hinn yrði
jarðsunginn, nú er því þannig farið
um flesta sem kveðja, sem mér
finnst mjög miður. Og til að koma
í veg fyrir að ég verði fyrir slíkri
hremmingu þegar minn tími kem-
ur hef ég afþakkað allan söng við
þaö tækifæri. Ég hrífst af fógrum
söng en ég vU ekki fyrir nokkurn
mun láta kveða mig niður í jörð-
ina. Tvisvar á þessu ári hef ég heyrt
auglýst að hinn látni yrði kvaddur
á tilteknum stað og stundu og þótti
gott að heyra. En meöan enn er tími
tíl er fuU þörf á áminningu Step-
hans G. Stephanssonar:
Hlæjum þrótt í líf og ljóð,
lúa þótt við höfum -
kemur nóttin næðisgóð
nógu fljótt í gröfum.
Sá frægi leikari og leikstjóri Wo-
ody AUen sagði einhveiju sinni:
„Ég er ekki hræddur við að deyja,
ég kæri mig bara ekki um að vera
viðstaddur þegar þar að kemur.“
Ekki er með öllu óhugsandi að hon-
um gæti orðið að ósk sinni, það
kemur fyrir að menn eru „dánir
þótt þeir lifi“. En „Dauðinn er mis-
kunnsamur/það er aðeins lífið/sem
er grimmt./ - Samt óttumst við
dauðann/en elskum lífið,“ segir
skáldið Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
En lokaorðin þessu sinni á Þingey-
ingurinn Karl Sigtryggsson á
Húsavík:
Oft mér veitir innri friö
yndi sólarlagsins,
þó aldrei gæti ég orðið við
öllum kröfum dagsins.
Torfi Jónsson
Matgæðingnr vikirrmar_dv
Eurovision
hrísgrjónaréttur
„Þessi réttur er mjög vinsæU hjá mér. Ég hef hann
t.d. alltaf þegar Eurovision-keppnin er í sjónvarpinu
þannig að vel má kaUa hann Éurovisionrétt," segir
Anna Margrét Stefánsdóttir sem er matgæðingur vik-
unnar að þessu sinni. Hún ætlar að bjóða lesendum
upp á hrísgijónarétt sem hún segir að sé mjög einfalt
að búa til. Þetta er mjög góður réttur en svoUtið fit-
andi,“ segir Anna Margrét. Uppskriftin Utur þannig út:
Það sem þarf
1 'A poki soðin hrísgrjón
200 g skinka
250 g sveppir, ferskir eða úr dós
1 'A peU rjómi
'A dós rjómagráðaostur
1 súputeningur
1 pk, frosið spergilkál (eða nýtt ef viU)
3 msk. majónes
1 tsk. karrí
rifinn ostur
Aðferðin
Sveppimir eru brúnaðir í smjöri á pönnu og síðan
settir í pott ásamt rjómanum, rjómagráðaostinum og
súputeningnum. Látið maUa við vægan hita í 30-40
mínútur eða þangað til sósan fer að þykkna. Þá er
tekinn tæpur bolU af rjómajafningnum og kælt. Mæjó-
nesi og karrí hrært saman við jafninginn í boUanum.
Soðin hrísgijónin eru sett í eldfast fat og svepp-
arjómajafningnum heUt yfir. Skinkan er skorin í bita
og henni dreift ofan á. SpergUkáUð er soðið og raðað
yfir skinkubitana og loks er karríjafningnum smurt
yfir. Að lokum er rifnum osti stráð yfir aUt saman,
svo miklu sem hver vUl.
Rétturinn er bakaður í ofni við 200 gráða hita í 20
mínútur eða þar tU osturinn er vel bráðnaður. Með
þessu er borið fram hvítlauksbrauð.
Að sögn Önnu Margrétar er einnig hægt að nota fisk
eða kjúklingakjöt í staöinn fyrir skinkuna í réttinn.
„Það má í raun nota hvað sem maður vUl og þannig
er hægt að breyta réttinum," segir hún.
Anna Margrét segist hafa mjög gaman af að prófa
hina ýmsu rétti. Þessi hrísgijónaréttur sé hins vegar
aUtaf jafn vinsæU. Hann má undirbúa áður og stinga
síðan í ofninn og því getur verið mjög þægUegt að bjóða
hann.
Anna Margrét Stefánsdóttir, matgæðingur vikunnar.
DV-mynd JAK
Anna Margrét ætlar að skora á nöfnu sína, Önnu
EUsabetu Ásgeirsdóttur, að vera næsti matgæðingur.
„Hún er eldklár kokkur,“ segir hún. -ELA
Hinhliðin
Sakna hvalkjöts
- segir Bergleif Joensen, hótelstjóri á Eskifirði
Bergleif Joensen, hótelstjóri á
Eskifirði, þykir afar snjall matar-
gerðarmaður. Hann er færeyskur,
flutti hingaö fyrir um tíu árum og
starfaði við miklar vinsældir sem
matsveinn á aflaskipum Eskfirð-
inga, Jóni Kjartanssyni og Hólma-
borg. Síöustu misseri hefur Ber-
gleif rekiö Hótel Öskju á Eskifirði
og nýverið tekið félagsheimUiö Val-
höll á leigu og hafið þar veitinga-
rekstur. Það er Bergleif sem sýnir
lesendum DV hina hUðina að þessu
sinni:
Fullt nafn: Bergleif Gannt Joensen.
Fæðingardagur og ár: 6. aprU 1942.
Maki: Enginn.
Börn: Þorsteinn, Jóhann, Bergleif-
ur, Reynir, Bjami og Telma.
Bifreið: Mazda 323, árgerð 1992.
' Starf: Hótelstjóri og kokkur.
Laun: SæmUeg.
Áhugamál: Matreiðsla og íþróttir.
Hvað hefur þú fengið margar tölur
réttar í lottóinu? Ég hef tvisvar
sinnum fengið fiórar réttar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Mér finnst skemmtílegast að
prófa nýjungar í matreiðslu.
Hvað ftnnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst leiðinlegt að vaska
upp.
Uppáhaldsmatur: Grindhvalur,
■■■Kf . *
Bergleif Joensen, hótelstjóri.
spik og skerpikjöt.
Uppáhaldsdrykkur: Föroya bjór og
íslenskt vatn.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Reynir og
Bjarki Gannt.
Uppáhaldstímarit: Hammers,
News og Gestgjafinn.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð? Vinkona mín, hún Jak-
obína.
Ertu hlynntur eða andvigur rikis-
stjórninni? Hlutlaus.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Fööur minn sem ég hef
aldrei séð. Hann er skoskur.
Uppáhaldsleikari: Robert de Niro.
Uppáhaldsleikkona: Bette Midler.
Uppáhaldssöngvari: Raggi sót.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hall-
dór Ásgrímsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna?
Stína og Stjáni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir
og matreiðsluþættir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Hlynnt-
ur.
Ertu hlynntur eða andvígur hval-
veiðum hér við land? Hlynntur
enda sakna ég mikið hvalkjöts.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta mest á rás tvö.
Uppáhaldsútvarpsmaður: IUugi
Jökulsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Hemmi Gunn.
Uppáhaldsskemmtistaður: Valhöll
á Eskifirði.
Uppáhaldsfélag i íþróttum? West
Ham United.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtiðinni? Að gera ennþá meira
fyrir Hótel Öskju og Valhöll.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Fara á Ólafsvökuna meö Jak-
obínu vinkonu minni.