Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1903 Dagur í lífi Sigurðar Helgasonar, starfsmannsUmferðarráðs: ljósvakans. Þá koma aðilar sem störfuðu við „Bílarokk" sem er liður í fyrmefndu samstarfi við trygginga- félögin með reikninga. Þá er rætt um tónleikana og greinilegt er að þeir sem því máli tengdust eru mjög ánægðir og menn láta jafnvel hugann reika til næsta árs með að gera svip- aða hluti. Útsending númer 2 Tíminn líður hratt. Margir hringja með fyrirspurnir eða vegna ein- hverra samskipta en sjálfur horfi ég löngunaraugum út um gluggann á sólina sem vermir skrifstofuna og hugsa til þess þegar ég kemst út til að njóta hennar hinum megin við glerið. En fyrst þarf ég að senda út síðdeg- isútsendingu sem gerist með svipuð- um hætti og um morguninn. Haft er samband við lögreglu og fleiri til að fá yfirsýn yfir hvað gerst hefur þenn- an daginn. Fréttir eru heldur litlar og það teljast vera góðar fréttir aö okkar mati. Útsendingamar standa fram undir sex og ég sit sveittur því sólin hefur náð að verma hljóðstof- una vel og hressilega. Heim er síðan haldið. Kvöldmatur borðaður, að mestu leyti undir ber- um himni, því dagurinn hefur reynst vera sá hlýjasti á sumrinu. Að máltíð lokinni fórum við í heimsókn til vinafólks og síðar um kvöldið er eldri dóttir okkar hjóna væntanleg úr sumarbúðum norður í landi. Hún kemur með Norðurleiðarrútunni um hálftólfleytið og verða vitanlega fagnaðarfundir. Hún er ánægð eftir vikudvöl að heiman pg við með að fá hana aftur heim. Á heimleiðinni segir hún foreldrum sínum og yngri systur frá atburðum í sumarbúðun- um, nýjum vinkonum og fleiru. Þeg- ar heim er komið er tímabært að fara að sofa því innan skamms er kominn nýr dagur meö nýjum verkefnum, fjölbreyttum og skemmtilegum. Mánudagur rennur upp bjartur og fagur. Helgarfríi er lokið og við tekur vinnuvika, sú síðasta fyrir verslun- armannahelgi. Hún er oftast anna- söm og ekkert bendir til annars en svo verði einnig þetta árið. Ég tek daginn snemma því að eitt af verkum mínum á mánudagsmorgnum er að fjalla um umferðina í útvarpi. Klukk- an 7.15 opna ég dymar að litlu hljóð- stofunni í Borgartúninu, set tækin í gang og byrja að hafa samband við lögreglu og þá sem annast fram- kvæmdir á umferðargötum í höfuð- borginni. Helgin hefur gengiö vel og lög- reglumenn sem ég ræði við láta vel af sér, ekki síst Selfyssingar sem lofa gott samstarf við lögregluna í Reykjavík og Kópavogi um nýliðna helgi. Rétt fyrir átta hefjast síðan útsend- ingar, fyrst á Rás tvö og síðan á öðr- um stöðvum og standa þær yfir fram til klukkan níu með smáhléum. Eftir útsendingar sest ég niður og velti fyrir mér verkefnum dagsins og næstu daga. Fyrir liggur að skrifa bréf til lögreglustöðva vegna versl- unarmannahelgar og einnig að ræða við menn hjá útvarpsstöðvum sem eru í óðaönn að undirbúa helgina. Síminn þarfaþing Síminn er mikið þarfaþing og þeir eru margir sem hafa samband viö Umferðarráð með ábendingar eða umkvartanir varðandi umferðina og algengt er að fólk hafi áhyggjur af umferðinni og þeim hættum sem henni fylgja. Kona hringir og kveðst ekki vera sátt við niðurstööu trygg- ingafélags vegna árekstursmáls og það fer talsverður tími í að ræða við hana og skoða málið sem er svipað mörgum öðrum sem upp koma. Með þessum hætti líður tíminn fram að hádegi og þá tek ég mér stutt hlé, skrepp heim og þá er frúin að fara í vinnu og er sjálfsagt að aka henni Sigurour neigason. þá bæjarleið. Mikil umferð og tals- verðar tafir eru á Reykjanesbraut og er það í samræmi við það sem fram hafði komið um morguninn. Þá lendi ég í þeirri stöðu að þurfa að bíða þolinmóður eftir að bílarnir komist leiöar sinnar. Umferðarráð er í samstarfi við bif- reiðatryggingafélögin Fararheill rnn þessar mundir og vegna þess þarf ég að sækja auglýsingar sem gerðar hafa verið og hugsaðar eru til að vekja athygli ungra ökumanna á umferðinni og þeim hættum sem DV-mynd GVA henni fylgja. Þegar ég er búinn að fá þær í hendur þarf að hafa samband við auglýsingadeildir útvarpsstöðv- anna til að fá þær birtar. Gera þarf grein fyrir hvaða óskir eru varðandi birtingar og ekki líður á löngu áður en við heyrum þær hljóma á öldum Annir í þágu umferðar Finnur þú fimm breytingar? 216 COMMUCIN** „Ég er því miöur ekki með þetta borð, herra minn!“ Nafn:......................................................... Heimilisfang:................................................. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á. myndinni tii hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimiiisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmaeti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækurnar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 216 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundruðustu og fjórtándu getraun reyndust vera: 1. Rakel Rúnarsdóttir, Reykjafold 9,112 Reykjavík. 2. Sesselja Þórðardóttir, Faxabraut 36 b, 230 Keflavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.