Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993
Utlönd
Ferðamenn
flykkjasttil
Norður-írlands
Á Norður-írlandi búast yfirvöld
viö raetfjölda ferðamanna í ár
þrátt fyrir sprengjuregn og skot-
hríð skæruliöa.
Hugh O’Neill, forraaður norð-
ur-írska ferðamálaráðsins, sagöi
í gær að ferðaráönnum hefði
fjölgað um sex prósent í fyrra
miöað víð árið á undan.
„Viö væntum þess aö áriö 1993
verði farsælt og gerum ráð fyrir
aö ná markmiðum okkar,“ sagði
O’Neill.
Frábærir golfvellir eru víða á
Norður-írlandi svo og góð veiði-
vötn og fallegar sveitir sem inn-
aniandsátökin hafa ekki náð að
selja mark sitt á.
Austurhluti Sló-
vakíuábarmi
kartöflustríðs
Kartöflubændur í litlu Ijalla-
þorpi í austurhluta Slóvakíu hafa
sett upp vakt við akra sína til að
vernda þá fyrir hópura vopnaðra
sígauna sem hirða uppskeruna
að næturlagi.
Héraösfréttabiaðiö Slovensky
Vychod sagði að hinir óboðnu
gestir hefðu hótað að skjóta
hvern þann sem reyndi aö reka
þá af kartöfluökrunum. „Hætta á
kartöflustríði vofir yflr,“ sagði í
fynrsögn blaðsins.
Á einum kartöflubúgarðinum
hafa þjófar haft á brott átján tonn
af kartöflum.
Reuter
Aukakosningar á Suður-Englandi:
íhaldsflokkurinn
bíður stóran ósigur
Breski íhaldsflokkurinn tapaði
stórt í aukakosningum í bænum
Christchurch á Suður-Englandi í gær
fyrir Frjálslynda demókrataflokkn-
um. Kjördæmið hafði verið eitt af
öruggustu vígjum íhaldsflokksins.
Samkvæmt opinberum tölum frá
því í morgun var um að ræða 35 pró-
senta sveiflu sem er sú mesta frá því
í seinni heimsstyrjöldinni. Ef um
sams konar sveiflu hefði verið að
ræða í almennum kosningum hefði
íhaldsflokkurinn hrökklast frá völd-
um. Frjálslyndir demókratar hlutu
33.164 atkvæði, íhaldsmenn 16.737 og
Verkamannaflokkurinn 1.453.
Skiiaboð Díönu Maddock, 48 ára
gamallar kennslukonu sem vann
sætið af íhaldsflokknum, til Johns
Major forsætisráðherra voru þessi:
„Þú þarft annað hvort að breyta um
stefnu eöa starf.“
Litið er á úrslitin í Christchurch
sem mótmæli gegn bresku stjórninni
sem síðasta árið hefur átt við vax-
andi óvinsældir að stríða vegna
deilna um stefnu í Evrópubandalags-
málum og afsagna ráðherra. Kjós-
endur létu einnig í ljós mikla
óánægju með forsætisráðherrann.
Flestir eldri kjósenda voru andvíg-
ir áætlunum Majors um að setja
álögur á olíu til upphitunar. Þeir
voru einnig reiðir yfir því að kosn-
ingaioforðin um efnahagsumbætur
höfðu ekki verið efnd.
Embættismenn íhaldsflokksins
gefa í skyn að ósigrinum í gær verði
snúið upp í sigur í næstu almennu
kosningum sem reyndar verða ekki
haldnar fyrr en eftir nær fjögur ár.
„Við sigrum þegar á reynir og það
verður í almennum kosningum,"
sagði frambjóðandi íhaldsflokksins í
Christchurch, Rob Hayward. Reuter
Náttúran er
viðkvæm!
Hún erauðlind sem við verðum að hlúa að og virða.
Látum náttúruna ekki verða hugsunarleysi og
ieikaraskap að bráð.
Umhverfisráðuneytið
Verslunarmannahelgin
Opið
Smáauglýsingadeild
Opið í dag, föstudag, til kl. 22.
Lokað laugardag, sunnudag
og mánudag.
Hæsta blað kemur út
þriðjudaginn 3. ágúst.
Akið varlega og góða ferð!
smáauglýsingadeild
Þverholti 11 - sími 632700
Diana Maddock, frambjóðandi Frjálslynda demókrataflokksins, flytur sigurræðu í Christchurch í gærkvöldi. Bærinn
hefur verið eitt öruggasta vígi íhaldsflokksins í fjölda ára. Símamynd Reuter
Búist við samþykki nýrrar
friðaráætlunar um Bosníu
Svo virðist sem þokast hafi í sam-
komulagsátt í borgarastríðinu í
Bosníu á friðarráðstefnunni í Genf í
gær eftir að Mile Akmadzic, forsætis-
ráðherra Bosníu, spáði því að deilu-
aöilar mundu fallast á áætlun um
nýtt sambandsríki þriggja bosnískra
lýðvelda.
Þótt forsætisráð Bosníu hefði ekki
fallist á áætlunina í gærkvöldi var
Akmadzic sannfærður um að hún
yrði samþykkt af þjóðarbrotunum
þremur.
Samkvæmt nýju áætluninni mundi
þetta fyrrum júgóslavneska lýðveldi
verða kallað Sameinuð lýðveldi
Bosníu og Hersegóvínu og yrði um
að ræða laustengt bandalag. Sam-
bandsstjómin hefði aðeins utanríkis-
mál á sinni könnu.
Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn-
íu-Serba, sagði fréttamönnum aö
KarlogDíana:
Aðskilin á 12 ára
brúðkaupsafmælinu
Karl Bretaprins og Díana prinsessa
héldu upp á tólf ára brúðkaupsaf-
mæli sitt í gær eins og fráskilins fólks
var von og vísa, hvort í sínu landinu.
Prinsessan fór með yngri soninn
Harry í fyrstu opinberu ferð hans,
dagsferð tíi Þýskalands, til að kanna
breska hersveit sem þar er. Díana
er liösforingi í hersveit þessari.
Ríkisarfinn sjálfur var heima í
Bretlandi og að sögn Buckingham-
hallar sinntí hann ekki neinum opin-
berum embættisverkum.
Karl og Díana hafa ekki rætt fram-
tíðaráætlanir sínar en þau hafa gert
í því aö vera vinaleg hvort í annars
garð á opinberum vettvangi, jafnvel
ástúðleg.
Þau voru síðast saman opinberlega
fyrr í mánuðinum viö útfor lafði
Fermoy, móðurömmu Díönu, sem
almennt er talin hafa haft milligöngu
um hjónabandið.
Reuter
áætlunin væri mjög áþekk tillögu
sem Serbar og Króatar lögðu fram í
síðasta mánuði. Aðspurður hvort
hann gæti fallist á hana sagði hann
svo vera, í grundvallaratriðum.
Sprengjuhríð dundi á Sarajevo á
ný í morgun á sama tíma og friðar-
gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna
undirbjuggu vopnahlésfund með
herforingjum stríðandi fylkinga.
Reuter
Stuttar fréttir
Harry prins, sonur Karls og Díönu,
meö hjálm á höfði i breskum skriö-
dreka í Þýskalandi. Simamynd Reuter
Sfjórnvöld í írak þrættu fyrir
frétt frá bandaríska landvama-
ráðuneytinu um að bandarískar
flugvélar hefðu skotíð aö loft-
varnabyssum í suðurhluta íraks.
Oryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna fordæmdi einróma aö Arm-
enar skyldu hernema borgina
Agdam í Azerbajdzhan. Ráðið
krafðist tafarlauss vopnahlés og
brottflutning hemámssveitanna.
Embættísmenn í Úkraínu fógn-
uðu niðurstööu hæstaréttar ísra-
els um að sýkna John Iienijanjuk
af stríðsglæpum og gáfu í skyn
aö hann fengi að snúa aftur til
fæðingarlands sins. Bandarísk
stjómvöld ætla ekki að leyfa hon-
um að snúa heim en hann var
sviptur bandarísku ríkisfangi ár-
ið 1986 og framseldur til ísraels.
Reuter