Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 32
44
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993
Trimm
Hilmar Hafsteinn Gunnarsson hjá Veggsporti:
Veggtennis er mjög
skemmtileg íþrótt
- um 1000 manns stunda reglulega veggtennis
„Stærsti hlutinn er trimmarar sem
eru að halda sér í formi og hreyfa
sig. Þetta er fólk á öllum aldri. En
þetta hefur verið að þróast og er að
þróast sem keppnisíþrótt. Ef ég á að
skjóta á tölur þá eru þetta í kringum
1000 manns sem stunda þetta reglu-
lega hér á landi,“ sagði Hilmar Haf-
steinn Gunnarsson íþróttakennari
og eigandi Veggsports sem hann hef-
ur veitt forstöðu fyrst í gamla Héð-
inshúsinu en flutti fyrir rúmu ári í
glæsilegt húsnæði við Stórhöfða 17.
I húsnæðinu eru 6 salir, þar af einn
— Raquett ball salur.
Uppruni
Veggtennisinn er ættaður frá Bret-
landi og var fyrst stundaður svo vitað
sé um 1850 af fóngum sem slógu bolta
í fangelsisveggina. Síðan þróaðist
þessi leikur í skóla sem hét Harrow-
School og má segja að leikurinn í dag
sé sá sami og var spilaður þar. Þess
vegna er sagt að veggtennisinn sé
upprunninn í Harrow-School.
Hilmar Hafsteinn Gunnarsson.
Skvass/
Raquettball
Veggtennis er eiginlega sam-
heiti yfir baiði skvass og Raquett
ball. Þaö er bæði hægt að stunda
skvass og Raquett baU hjá Vegg-
sporti. Munurinn á þessu tvennu
er að í Raquett ball er boltinn
miklu stærri en í skvassi ■ og
Raquett salurinn er örlítið mjórri
og tveimur metrum lengri. Jafn-
framt eru spaðarnir styttri eða
bara handtáng og haus. I Raquett
ball skoppar boltinn miklu meira
og því þarf að reikna út hvar
hann kemur þvi hann er miklu
lengur á lofti. ískvassier toltinn
hins vegar alveg dauður þegar
hann snertir gólfið og þar af leið-
andi verður þu að sækja hann þar
sem hann lendir.
Trimla
Sértu allur svona heldur í hassi
er hugurinn veill, minn Lassí.
Því skaltu vippa þér út
og vera ekki í sút
þú færð uppreisn æru í skvassi.
J.B.H.
Veggtennis er lífleg íþrótt.
Hvarerhægt að
stunda veggtennis?
„Það er búið að stunda veggtennis
á íslandi frá 1981. í dag er hægt að
stunda veggtennis hjá okkur í 6 söl-
um, einnig er hægt að stunda vegg-
tennis hjá Dansstúdíói Sóleyjar í 4
sölum og einnig hjá World
Class.Þetta eru svona helstu staðim-
ir.“
Út á hvað
gengur leikurinn?
„Leikurinn gengur út á það að það
eru tveir í salnum í einu og ólíkt
tennisnum em báðir spilarar sömu
megin netsins. Síðan slær annar bolt-
ann eftir sérstökum reglum en hinn
tekur á móti. Boltinn má koma einu
sinni í gólfiö og reynt er að slá hann
í framvegginn til að hinn nái ekki
að ná til hans aftur. Ef sá sem gaf
upp vinnur boltann gefur hann upp
hinum megin í salnum og alltaf til
skiptis á meðan hann skorar. Síðan
þarf hinn að vinna uppgjafarréttinn
og þá ræður hann hvomm megin í
salnum hann byrjar. Það er spilað
upp í 9 stig. Sá vinnur sem fyrr vinn-
ur fleiri lotur í 3 lotu leik eða fleiri
lotur í 5 lotu leik en það em algeng-
ustu leikirnir."
Hvað kostartíminn?
„Tíminn kostar 500 kr. í dag og fá
allir þyrjendur leiösögn í fyrsta tím-
anum þar sem við kennum fólki að
halda á spöðunum og hvemig eigi
að slá og bera sig að. En í öðmm tíma
förum við yfir reglurnar með fólk-
inu. Þetta gemm við til þess að fólk
fari ekki að keppa strax í fyrsta tím-
anum. Einnig er hægt að fara á smá
námskeið hjá einkakennara.“
Útbúnaður
„Það þarf góða íþróttaskó og svo
spaða. Spaðamir kosta frá 3-4 þús.
og upp í 15. þús. og hægt er að kaupa
þá hjá okkur. Við lánum þó spaða
hér einnig endurgjaldslaust. Að sjálf-
sögðu þarf svo léttan innifatnað."
Allir aldurshópar?
„Já, alveg tvímælalaust frá unga
aldri og alveg upp úr. Þessi íþrótt er
alls ekki eins erfið og talað er um.
Ástæðan er sú að byrjendur skortir
bæði úthald og tækni sem gerir þetta
erfitt. í þessari íþrótt eru tæknin og
líkamlegt þrek jafnmikilvægir þættir
og þurfa að byggjast upp samhliða.
Það fmnst mér vera kostur. Vegg-
tennis er mjög skemmtileg íþrótt og
skemmtunin verður meiri eftir því
sem íþróttin er stunduð lengur.
Broslegt
Ég var nýbyijaður í veggtennis
ásamt kunningja mínum og við töld-
um okkur vera orðna nokkuð góða.
Við vorum báðir með þokkalega góða
spaða sem voru með opnum hálsi.
Leikurinn hafði gengið snurðulaust
fyrir sig þar til Konni skaut boltanum
í stöðunni 4-4 og ég náði honum auð-
veldlega og skaut honum firnafast í
vegginn en fékk ekkert mótspil frá
Konna. Boltinn var horfinn! Við fór-
um að leita að boltanum út um allt
en allt kom fyrir ekki, boltinn var
horfmn. Konni margspurði mig hvort
ég heíöi étið boltann. Ég var einna
helst á þvi að um yfimáttúrlega hluti
hefði verið að ræða. Skyndilega varð
mér litið á hálsinn á spaðanum og
viti menn! Boltinn sat pikkfastur í
gatinu. Síðar frétti ég þaö að helsta
aðhlátursefni reyndari spilara væri
að fylgjast með byrjendum vera að
leitaaötýndaboltanum! T.Þ.
Hver kílómetri
merktur
- fýlgjast með klukkunni og hlaupa jafnt
AIMS
Sérhver kílómetri í Reykjavíkur-
Maraþoni er merktur þannig aö auð-
velt er að fylgjast með hvað tímanum
líður. Það er skynsamlegt aö fara af
stað með ákveðna áætlun í huga.
Gott er að setja sér raunhæft tak-
mark og reyna síðan að hlaupa hvem
kílómetra jafnt út frá því. Allt of
margir geysast af stað ómeðvitaðir
um hversu hratt þeir hlaupa sér-
hvern kílómetra. Þetta á bæði við
reyndari hlaupara og byijendur.
Reyndin er líka oftast sú að hraðinn
í byijun kemur niður á viðkomandi
hlaupurum á seinni stigum hlaups-
ins. Við skulum þess vegna ákveða
áður en við förum af stað á hvaða
tíma við ætlum að hlaupa sérhvern
kílómetra og láta aöra hlaupara sem
geysast af stað hafa lítil áhrif á okk-
ur.
12. vikal/8-7/8
Lengd Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðv. Fimmtud. Föstud. Laug. Samt km
10km 10-12 km ról 6 km ról 5 km hraðal. 8-10 km ról 6 km ról. Hvíld 3000 m tímataka 43-47 km
21 km 20-22 kmról 8 km ról 8kmhraðal. I5kmról I0 km ról Hvíld 5000 m tímataka 71-73 km
Þrjárvikurí
Reykjavíkur-Maraþon
Nú eru þijár vikur í Reykjavíkur-
Maraþon og álagið í þessari viku er
í hámarki. Næstu tvær vikumar
skemm við niður kílómetramagnið
með það fyrir augum aö fríska okkur
upp. Á laugardaginn er tímatöku-
hlaup og þá er gott að fara á 400 m
brautina í Laugardal eða á Varmár-
völl í Mosfellsbæ. Tiigangur með
tímatökuhlaupi er aö sjá hvemig und-
irbúningi miðar og meta hvaða tak-
mörkum er raunhæft að stefna að í
keppni. 3000 m á braut em 7 'A hring-
ur en 5000 m eru 12 'A hringur. Gott
er að skokka 3 km fyrir tímatöku-
hIaupiðog2kmáeftir. J.B.H.