Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 21 dv Svidsljós Vilhelm Már Bjarnason, Fannar Páll Aðalsteinsson og Atli Freyr Bjarna- son fylgdust spenntir með sínum mönnum í drulluspyrnunni. Þeir VII- helm og Atli héldu með Bleika pardusnum en Fannar hélt með Kentucky bílnum þó svo að honum gengi ekki eins vel og pardusnum. Óvanalegar keppnisíþróttir í Grafarvogi Fjölskylduhátíð var haldin í Grafarvogi á laugardaginn undir heitinu Geggjað íjör í Grafarvogi. Þar gátu ungir sem aldnir skemmt sér í ýmsum leiktækjum auk þess sem sýnt var listflug og félagar úr fornbílaklúbbnum sýndu glæsi- kerrur sínar. Þar var líka boðið upp á keppnisíþróttir, sem sjaidan er keppt í, eins og drulluspymu og hafnabolta. Hafnabolti er tiltölulega nýr hér á landi en eftir því sem DV hefur heyrt em samt margir hópar sem æfa þessa íþrótt þó svo að ekki séu enn komnar formlegar deildir inn- an íþróttafélaganna. í þessari fyrstu opinberu hafnaboltakeppni, sem fram fór á laugardag, vom það átta lið sem reyndu með sér, íjögur í fullorðinsflokki og önnur fjögur í unglingaflokki. Það var greinilegt að áhuginn á þessari íþrótt er mik- ill og aldrei að vita nema brátt verði farið að keppa í hafnabolta á milli íþróttafélaga, rétt eins og í öðmm boltaíþróttum. Drulluspyman vakti ekki síður mikla athygli. Eins og fram kom í mánudagsblaði DV mátti þó litlu muna að þar yrði slys en betur fór en á horfðist og áhorfendur skemmtu sér konunglega við að sjá torfærutröllin reyna með sér í drullunni. Enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá alvöru tor- færukeppni inni í miðju íbúða- hverfi. HMR Drullan spýttist I allar áttir þegar bilarnir reyndu með sér I drulluspyrn- unni en stundum komust þeir ekki upp fyrir eigin rammleik og þurftu að fá hjálp. Rauðsokkarnir voru eitt af átta liðum sem tóku þátt I hafnaboltakeppn- inni. Eftir harða keppni lentu þeir I öðru sæti í fullorðinsflokknum. Efri röð frá vinstri: Helgi Kristinsson, Guðjón Guðmundsson og Jónas Hag- an Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Gunnar Guðmundsson og Stef- án Stefánsson. DV-myndirHMR KYNHVERFA - MEÐFÆDD EÐA ÁUNNIN? bls. 72 ÞJÓÐFLOKKUR SÉRPA ímarit fyrir alla skop.....................................:... Lokaður heimur Arthurs Wold................... Gagnslausasta námsgreinin..................... Leyniskjöl Vatíkansins um líf eftir dauðann... Lífið í frystinum............................. Konungur í Brasilíu.......................... Gerðu barnið þitt framsækið.................. Nagli í hjartastað........................... Hugsun í orðum............................... Landnemar frelsis............................. Draumar _ eðli þeirra og tilgangur........... Þannig skal koma fram við þá reiðu............ Ert þú bjartsýnismaður?....................... Undarleg örlög................................ Frá heljarþröm til hagsældar.................. Krosstölugátan............................... Kynhverfa _ meðfædd eða áunnin?.............. Lausn á krosstölugátu........................ Skyggnst inn í heim frímerkjanna............. Skelfing á fflsbaki.......................... Bjargað úr straumkastinu..................... Lítt þekkt einkenni hjartaáfalls.............. Tökum hart á glæpum unglinga.................. Hið guðlega er hafíð.......................... Betra starf á breyttum tímum.................. Þjóðflokkur sérpa............................ Lífið lengt með réttu fæði................... Djarfir menn á tryllitækjum.................. Rússneska forsetafrúin....................... Sagan af Hallgrími Þorgrímssyni.............. 4 hefti 52 ar JuU- agust T993 ...2 ...3 ...10 ...14 ...17 ...23 ...28 ...33 ...40 ...42 ...49 ..55 ...58 ...60 ...64 ...71 ...72 ...84 ...85 ...96 .101 .107 .112 .118 .125 .131 .137 .142 145 151 A NÆSTA SOLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.