Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 20
20
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1993
Hannes vann 7 fyrstu
skákimar í Aþenu
- og tvö jafntefli tryggðu honum sigur á mótinu
Hannes Hlífar Stefánsson byrjar stórmeistaraferilinn vel: Góður árangur á opnum alþjóðamótum i Grikklandi.
Stórmeistaramir Hannes Hlífar
Stefánsson og Margeir Pétursson
gerðu góða ferð til Grikklands fyrr
í mánuðinum þar sem þeir tefldu á
tveimur opnum alþjóðlegum mót-
um. Á fyrra mótinu, sem fram fór
á eyjunni Korfu, fengu þeir báðir
6,5 vinninga af 9 mögulegum en
gríski stórmeistarinn Kotronias
sigraði með vinningi meira. Á
seinna mótinu, sem háð var í
Aþenu og kennt við Akropolishæð,
fékk Margeir 6 vinninga en Hannes
stakk aðra keppinauta sína af -
vann sjö fyrstu skákirnar og
tryggði sér síöan sigurinn með
tveimur jafnteflum.
Sigur Hannesar í Aþenu er sér-
lega eftirtektarverður en þar tefldu
nálægt 150 skákmenn frá ýmsum
löndum. í þeim hópi var að finna
sjö stórmeistara og marga sterka
Umsjón:
Jón L. Árnason
alþjóðlega meistara. Stórmeistur-
unum voru þó mislagðar hendur -
að Hannesi frátöldum - og urðu
fæstir þess heiöurs aðnjótandi að
fá að tefla við háborðið. Það er af-
rek að vinna sjö skákir í striklotu
í svo þéttu móti. í áttundu umferð
tefldi Hannes við Margeir og sætt-
ust þeir á skiptan hlut eftir 15 leiki.
Hannes tryggði sér síðan sigurinn
með jafntefli við gríska alþjóða-
meistarann Grivas í síðustu um-
ferð. Staða efstu manna:
1. Hannes Hlífar 8 v.
2. Luther (Þýskalandi) 7,5 v.
3. -7. Krum Georgiev (Búlgaríu),
Martinovic, Maiinkovic og
Pavlovic (Júgóslavíu) og Kofidis
(Grikklandi) 7 v. o.s.frv.
Mótin í Grikklandi eru þau fyrstu
sem Hannes tekur þátt í eftir að
hann var formlega útnefndur stór-
meistari. Hann komst svo hógvær-
lega að orði í blaðaviðtali að sigur-
inn sýndi aö stórmeistaratitUl sinn
væri engin tilviljun. Um þaö efast
enginn. Afrek Hannesar í Aþenu
sýnir frekar að hann klífur hratt
upp metoröastigann og hefur alls
ekki látið staðar numiö við að öðl-
ast nafnbótina.
Athyghsverðustu skák sína í
Aþenu taldi Hannes vera við
Grikkjann Kofidis sem tefld var í
sjöundu umferð. Hannes hafði þá
unnið sex fyrstu skákirnar og lík-
legt var að tækist honum að bæta
þeirri sjöundu viö yrði sigurinn á
mótinu næstum tryggður.
Þeir tefldu einnig saman á fyrra
mótinu í Korfu og þá haföi Hannes
betur eftir nokkrar sviptingar en
Grikkinn er kunnur „kaffihúsa-
skákmaður" í heimalandi sínu. Það
merkir í raun og veru að hann sé
hvergi banginn við flækjur og sé
jafnframt hættulegur sóknarskák-
maður. Hannes lumaði nú á endur-
bót á fyrri skák þeirra, fékk góða
stöðu og um tíma leit út fyrir að
sigurinn yrði fremur auðveldur.
En vömina tefldi Grikkinn vel og
þurfti Hannes talsverða útsjónar-
semi til þess að knýja fram sigur.
Hvitt: A. Kofidis
Svart: Hannes Hlifar Stefánsson
ítalskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4.
d3 Rf6 5. c3 a6 6. Bb3 d6 7. Rbd2 6-0
8. h3 Ba7 9. Rfl d5 10. exd5 Rxd5 11.
Rg3 Be6!
Fram að þessu hefur skákin teflst
eins og skák þessara sömu á mót-
inu í Korfu en með biskupsleiknum
breytir Hannes út af. Hann óttast
ekki 12. Rg5 Rf4! og ef 13. Rxe6
Rxd3+ 14. Ke2 fxe6 og riddarinn
er friðhelgur vegna ógnunarinnar
áf2.
12. 6-OfB
Svartur hefur komið ár sinni vel
fyrir borö og má nú vel við una.
13. De2 He8 14. De4 Dd7 15. Bd2
Had8 16. Hadl Df7 17. Hfel Rde7 18.
Bc2?!
Betra er 18. Bxe6 Dxe619. b3 sem
léttir á þröngri stöðu hvíts.
18. - h6 19. b3 f5 26. De2 Rg6 21. Rfl
Bd5! 22. Bcl Rf4 23. Bxf4 exf4 24.
Dd2 Bxf3 25. gxf3 Dg6+ 26. Khl Dh5
27. Rh2!
Hvítm- hefur ratað í erfiðleika en
finnur bestu vömina. Ef 27. Dxh3
28. d4 sem lokar biskupslínunni og
hótar á f4.
27. - Re7 28. d4 c6 29. He6 Rd5 30.
Hdel Hxe6 31. Hxe6 Dxh3 32. He5
HÍ8 33. c4
s *
jél A A
A 1 £
A * A wm A
A A
A 1 &
ABCDEFGH
33. - Hf6!
Laglegur leikur sem sýnir að
frumkvæðið er enn í höndum
svarts þrátt fyrir góða tiiburði
hvíts til vamar. Svarið við 34. cxd5
yrði auðvitað 34. - Hg6 og mát á
g2 verður ekki varið.
34. Bd3 Hg6! 35. Bfl Dh4 36. Hxf5?!
Strandar á skemmtílegri til-
færslu. Eina vonin er 34. cxd5 og
ef 34. - Hg5 35. d6! Hh5 36. Bc4 +
Kh8 37. Kgl og kóngurinn er úr
hættu. Svartur yrði því að sættast
á 34. - Dg5 35. Rg4 h5! sem gefur
góða vinningsmöguleika.
36. - Re7! 37. He5 Bb8
Hrókurinn verður að víkja af 5.
reitaröðinni og þá er brautin auð
fyrir þann svarta.
38. Hel Hg5 39. De2!
Finnur eina leikinn í erfiðri stöðu
tfi þess að afstýra máti eftir 39. -
Hh5.
39. - Rg6!
Ef 39. - Hh5 40. De6+ Kh8 41.
Bh3! Dxh3 42. Dxh3 Hxh3 43. Hxe7
og vopnin hafa snúist í höndum
svarts.
40. De6+ Kh7 41. Bh3 Dxf2 42. De4
h5 43. Hfl Dg3 44. De6 c5! 45. dxc5
He5 46. Hgl Hxe6 47. Bxe6 Rh4! 48.
Hxg3 fxg3 49. Bd5 g2+ 50. Kgl Be5
51. Be4+ Kh8
- Og hvítur gafst upp.
-JLÁ
Bridge
EM f Menton:
Tromplegan dæmdi slemmuna til dauða
Áður en við yfirgefum íslensku
landsliðin á Evrópumeistaramótinu
í Menton skulum við aftur grípa nið-
ur í leik íslands og Póllands.
Það virtist allan tímann sem Pól-
verjamir væm með síðbúna hefnd
vegna ósigursins í Japan, alla vega
gekk allt upp hjá þeim en lítið hjá
okkar mönnum. Margir muna hins
vegar eftir útspfisdobli Sævars í einu
af síðustu spfiunum, sem breytti
leiknum úr 25-5 í 20-10.
Eitt hættulegasta spfi leiksins og
þar með hættulegasta spilið í öllum
leikjunum (sömu spfi vora spiluð í
öllum leikjum) var ef til vill spil 16 í
seinni hálfleik. Bæði íslensku pörin
tóku rangar ákvaröanir og það kost-
aði 15 impa.
V/A-V
* A 9 8 7 4
¥ AD543
♦ K 9
+ A
♦ G 10 63 2
* -
♦ 8763
+ 10 8 52
* -
f K 7
♦ AG10542
+ KDG96
* K D 5
V G 109 86 2
♦ D
+ 743
í lokaða salnum sátu n-s Gawrys
og Lasocki en a-v Þorlákur og Guö-
mundur. Sagnir vora frekar á rólegu
nótunum:
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Vestur Noröur Austur Suöur
pass 1spaöi 2tíglar 2spaöar
3tíglar 31yörtu 3 spaöar 4hjörtu
pass pass 5tíglar 5hjörtu
pass pass dobl pass
pass pass
Það er auðvelt að vera vitur eftir á
en hefði Þorlákur boðið upp á báða
láglitina með tveimur gröndum hefði
Guðmundur áreiðanlega sagt einum
meira. Engin leið var hins vegar tfi
þess að bana fimm hjörtum og Pól-
veijamir fengu 650.
í opna salnum sátu n-s Jón og Sæv-
ar en a-v Balicki og Zmudzinski. Þar
var meira um að vera. Passkerfi Pól-
veijanna hóf strax aðgerðir:
Vestur Norður Austur Suður
ltígull* dobl 2grönd** 3hjörtu
3 grönd*** 41auf 4tíglar 41>jörtu
pass pass 51auf pass
pass 5hjörtu dobl pass
5grönd dobl 61auf pass
pass pass 6spaöar dobl pass
* 0-7 allar skiptingar
** láglitir
*** láglitir
Sjálfsagt hafði slök hálfleiksstaða
áhrif á ákvörðun Jóns aö reyna
slemmuna og hann gat engan veginn
verið viss um tíguleinspfl hjá suðri.
Hann reyndi því sex spaða tfi þess
að vemda tígulkónginn.
Balicki tók tígulás og Sævar lagði
upp. Blindur gat verið verri en þegar
Jón spilaði spaðakóng dæmdi tromp-
legan slemmuna til dauða. Raunar
varð Jón að gefa hjartaslag að auki
- tveir niöur - 500 tfi Póllands sem
græddi 15 impa.
Stefán Guðjohnsen