Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1993, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1993
23
Menning
Casals/Bach
í íslenskri menningarumræðu
reyna menn iðulega að firra sig
ábyrgð með því að segja að allur
smekkur sé afstæður. En þegar
gerðar eru kannanir á þessum
sama smekk, til að mynda með því
að spyija stóran hóp leikmanna og
lærðra um það hverjir séu mikil-
vægustu listamenn og listaverk á
þessari öld, kemur í ljós að smekk-
urinn er ekki eins afstæður og
sumir álíta. Picasso, Matisse, Duc-
hamp og Mondriaan eru til dæmis
alltaf meðal tíu efstu myndlistar-
manna á öllum slíkum listum en
Stravinsky, Bartók og Schoenberg
eru ofarlega á tónskáldahstanum.
Þegar hljóðfæraleikarar eru til
umræðu koma nöfn þeirra Rubin-
steins, Segovia, Heifetz og Casals
oftast upp í huga aðspurðra. Nú
má auðvitað ekki horfa framhjá
innrætingarþættinum, áhrifum
skólakerfis og fjölmiðla á mótun
þessa umrædda smekks. En undar-
legt er það nú samt og raunar óút-
skýranlegt hve oft maður tekur
verk þessara „mikilvægu" hsta-
manna fram yfir fjölda málsmet-
andi spámanna í samtímanum.
Þeir eru th dæmis orðnir æði marg-
ir sem glímt hafa við svítur Bachs
fyrir sehó og um túlkun þeirra má
vitaskuld ýmislegt jákvætt segja.
Sjálfur get ég alveg sætt mig við
flest það sem þeir -Lynn Harreh og
Mischa Maisky gera við þessi verk.
Heitir straumar
Samt er það nú svo að enginn
þessara túlkenda hreyfir viö mér á
sama máta og Pablo gamli Casals,
þó svo upptökurnar á leik hans séu
frá árunum 1936-39. Djúpur tónn-
inn sem hann fær út úr hljóðfæri
sínu í prélúdunni að Svítu númer
3 endurómar í hauskúpunni og
sendir heitan straum upp eftir
hryggnum. Alls staðar þar sem
Geislaplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
Casals strýkur um strengi skynjar
maður hárfína samsthhngu vits-
munalegrar greiningar og róman-
tískrar innlifunar. Auðvitað
„sanna“ þessi tilfinningalegu við-
brögð mín og annarra ekki yfir-
burði Casals. Og vísast eru til selló-
leikarar sem leggja meira upp úr
vitsmunalegri sundurgreiningu
svítanna en tilfmningalegu inntaki
þeirra. En Casals „sannfærir"
rækilegar um vægi og gildi þessar-
ar tónlistar en nokkur annar. Enda
á hann meira tilkall tíl þessara
svíta en nokkur annar, uppgötvaði
þær fyrstur nútíma sehóleikara
þegar hann var þrettan ára gamah,
æfði sig á þeim í tólf ár áður en
hann vogaði sér að leika þær opin-
berlega. Þijátíu og fimm ár hðu
síðan uns Casals fékkst til að taka
þessar svítur upp á plötur.
Geislaplötur með þessum svítum
hafa nú verið á markaði í nokkur
ár en ég hef ekkert verið að flýta
mér að skipta út gömlu plötunum
mínum. Engin andhtslyfting hefur
farið fram á upptökunum á geisla-
plötunum; gamla bakgrunnssuðið
fær að halda sér, enda fær ekkert
truflað ánægju manns af leik hins
katalónska tónhstaijöfurs. Hér er
beinlínis um mannbætandi tónhst-
arupphfun að ræða.
J.S. Ðach - Sex svitur fyrir selló
Pablo Casals
EMI CHS 7610272 (ADD)
Umboó: Skífan
V I K I IV G A
L«n§
Vinn ngstölur ,------------
miövikudaginn: 28. júlí 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING
H ® af 6 0(Áísl.0) 25.780.000
B* 5 af 6 LS+bónus 2 352.791
0[ 5af6 275.873
| 4af6 282 1.910
ri 3 af 6 PJI+bónus 1.018 234
Aðaltölur:
l)(9)(l3,
,14il15)(31
BÓNUSTÖLUR
(5) (20)
Heildampphæð þessa viku
27.538.287
áisi, 1.758.287
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11
LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Pablo Casals.
Grillmeistarinn á Stöð 2:
Glóðarsteiktir kjúklingabitar
Þáttur nr. 9 - útsending 2. ágúst
Magn: Efni:
2 kg kjúkhngabringur og læri jurtasalt svarturpipar
Súrsætur kryddhjúpur:
Magn: Efni:
2 msk. oha
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, pressuð
3 dl tómatsósa
'A dl edik
3 msk. worchestershire-sósa
1 dl púðursykur
1 tsk. chihpiparduft
Glóðarsteiktur laukur:
Magn: Efni:
2-3 stórir rauðlaukar eða hótehaukar
ldl brættsmjör
2 msk. dijon-sinnep
1 msk. söxuð steinselja
Karríkryddað svínakjöt áteini, fyriró:
Magn: Efni:
1A kg svínalundir, skornar í hita
með súrsætum kryddhjúp
Karríkryddlögur:
Magn: Efni:
% dl sojasósa
3/4 dl grænmetisoha
y4 dl hvítvín(másleppa)
2 tsk. púðursykur
2-3 tsk. karrí
'A tsk. chhipipar
Mangósósa:
Magn: Efni:
1 dl mangó-chutney
1-2 tsk. karrí
1 msk. sítrónusafi
2 msk. möndlur
Í'A dós sýrðurrjómi
jurtasalt
meistara eru Rut Helgadóttir og
Magnús Hreggviösson.
I LEIÐINNI FYRIR ALLA FJOLSKYLDUNA.
Epli og kartöflur skorið í sneiðar,
penslað með ohu, steikt á grihinu og
borið fram með.
Grillbrauð:
Magn:
50 g
5 'A dl
2 tsk.
2 tsk.
2 msk.
3 dl
5 dl
2 dl
1
2-3 grein.
2-3 msk.
4
Efni:
pressuger
undanrenna
sykur
jurtasalt
olía
rúgsigtimjöl
hveiti
hehhveiti
hvítlauksrif
ferskttimjan
saxaður graslaukur
álform
olíathaðpenslameð
Gestir Sigurðar Hall matreiðslu
AUGLYSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMAÐIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1984-1.fl. 01.08.93-01.02.94 kr. 62.271,00
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júlí 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS