Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
3
Fréttir
Ölíushreppur:
Málaferli vegna
landamerkja
við sjö aðila
- Bláfiallasvæðið það sem deilt er um
Guðmundur Hermannsson, sveit-
arstjóri Ölfushrepps, hefur fyrir
hönd hreppsins höíðað mál fyrir hér-
aðsdómi Suðurlands á hendur
Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes-
kaupstað, Kópavogskaupstað,
Garðabæ, Bessastaðahreppi, Hafnar-
Ijarðarkaupstað og eiganda jarðar-
innar Vatnsenda í Kópavogi tíl að fá
staðfest landamerki hreppsins í Ár-
nessýslu.
Landamerki Ölfushrepps og sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
liggja um Bláfjallasvæðið og vill
sveitarstjóri Ölfushrepps fá staðfest
að landamerkin liggi frá Litla-Kóngs-
felli um Stóra-Kóngsfell og Rauðu-
hnjúka í Vífilsfell en þar eru meðal
annars afréttarlönd með beit fyrir
búpening auk mikilla skíðasvæða í
Bláljöllum.
Sáttafundir hafa átt sér stað milli
stefnanda og forráðamanna sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu
undanfarin ár en án árangurs. Vorið
1992 var sent bréf tíl sveitarfélaganna
þar sem sjónarmið Ölfusinga voru
reifuð en aðeins Reykjavíkurborg
mótmæltí þeim kröftuglega og hefur
nú Ölfushreppur brugðið á það ráð
að fá landamerkjadeiluna leysta fyrir
dómstólum. -GHS
Skattgreiðendur á Vesturlandi:
Soffanías Cecils-
son skattakóngur
- SparisjóðurMýrasýsluhæstfyrirtækja
Soffanías Cecilsson, útgerðar-
maður í Grundarfirði, er skatta-
kóngur Vesturlands samkvæmt
álagningarskrá 1993. Soffanias
greiðir rúmar fimm milljónir í op-
inber gjöld en hins vegar er hann
í 17. sætí yfir hæstu greiðendur
tekjuskatts í umdæminu. Sæmund-
ur Sigmundsson, sérleyfishafi í
Borgarnesi, er næsthæstí greiðandi
opinberra gjalda, meö rúmar fjórar
milljónir, og á hæla honum kemur
Jón Þór Hallsson, endurskoðandi á
Akranesi, með örlítíð lægri upp-
hæð.
Sparisjóður Mýrasýslu er sá lög-
aðili sem greiöir hæstu gjöldin,
rúmar 30 milljónir króna. Næst
kemur Hvalur hf. með tæpar 27
milljónir og í þriðja sæti er Olíu-
stöðin í Hvalfirði með um tuttugu
milljónir. -bm
Álagning í Reykjanesumdæmi 1993:
íslenskir aðalverktak-
ar með 700 milljónir
- Hilmar Sölvason skattakóngur einstaklinga
Samkvæmt álagningarskrá
skattstjórans í Reykjanesumdæmi
greiða íslenskir aðalverktakar
rúmar sjö hundruð milljónir í opin-
ber gjöld þetta árið. Vamarliðið er
í öðm sæti með rúmar 130 milljón-
ir og í því þriðja er Sparisjóður
Hafnarfjarðar með 65 milljónir.
Gjaldahæsti einstaklingurinn í
umdæminu er Hilmar Rafn Sölva-
son, málarameistari í Keflavík, en
honum er gert að greiða rúmar 18
milljónir í opinber gjöld. Jón Ás-
björnsson, heildsali á Seltjarnar-
nesi, fær reikning upp á tæpar 14
milljónir og í þriðja sætí er Sigur-
jón S. Helgason, verktaki í Kefla-
vík, sem greiðir tæpar þrettán
milljónir til hins opinbera.
-bm
Álagning á Austurlandi:
Skipstjóri skattakóngur
- Síldarvinnslan hæst fyrirtækja
Það er skipstjórinn Bjöm Lúðvík
Jónsson á Hornafirði sem hlýtur
titilinn skattakóngur Austfirðinga
1993 en honum er þetta árið gert
að greiða tæpar 12 milljónir króna
í opinber gjöld. Starfsfélagi Björns
og nafni, Björn Eymundsson,
greiðir rúmri milljón minna eða
tæpar ellefu milljónir og fast á
hæla honum kemur Vilhjálmur
Antoníusson útgerðarmaður með
rúmar tíu milljónir.
Síldarvinnslan í Neskaupstað er
hæstí greiðandi lögaðila, með tæp-
ar 20 milljónir í opinber gjöld.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
kemur næst með tæpar sextán
milljónir og í þriðja sæti er Hrað-
frystihús Fáskrúðsfjarðar með rétt
rúmar 13 millj ónir. -bm
Olvaður byssumaður á
Reykjavíkurflugvelli
Töluveröur viðbúnaður lögreglu
var á Reykjavikurflugvelli þegar til-
kynnt var um að maður gengi þar
um sveiflandi byssu.
Þegar lögreglan kom á staðinn
reyndist byssumaðurinn vera ölvað-
ur maður sem var að koma af þjóðhá-
tíðinni í Vestmannaeyjum og hafði
hann fest kaup á nokkuð raunveru-
legriplastbyssu. -pp
VERSLUNIN
HVERFISCÖTU103 SÍMI62S999
( 4X15 W) MEÐ 21%
_ AFSLÆTTI: .
3t)««)8«r stgr
OG GEISLADISKUR FYLGIR
- ANNARS KR 50.500,-
FORSaEDnHUNN
AB HUÖMBÆJARHÁTIÐINNI
AÐEINS ÞESSAVIKU
FÆST ÞESSI
flö PIONeŒR'
ÚTVARPS-
DEH,;o GEISLASPILARI,
BRAVO PLUS
MOTOROLA
truustur U iiKÍIidnr
kr.14,706,
stgr.
Stórir og skýrir stafir Hægt er að velja tónmerki eða
titrara
Rafhlaða endist í 2700 Klukka skráir hvenær
klukkustundir skilaboð bárust
16 númera minni Klukka er á skjánum
Minnið helst inni þó Hægt er að þurrka einstök
slökkt sé á tækinu númer út úr minninu
POSTUR OG SIMI
Söludeildir I Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst og símstöðvum um land allt.
líi