Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
5
Fréttir
Grófrnn líkamsárásum flölgar á landsbyggðinni:
Brýn þörf á rannsóknum
Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir
að ekki standi til að verja fé til rann-
sókna á ofbeldi í kjölfar bylgju grófra
ofbeldismála sem hafa komið upp
síðustu vikur. Peningar séu af skom-
um skammti og á því hafi þetta
strandað hingað til.
Lögreglumenn, afbrotafræðingiu-
og sálfræðingm-, sem blaðamaður
ræddi við, voru á einu máli um að
nauðsynlegt væri að safna tölum og
upplýsingum um ofbeldi svo hægt
væri að bregðast við í samræmi við
vandamálið.
Flestir lögreglumenn á lands-
byggðinni, sem blaðamaður DV
ræddi við, voru á einu máh um aö
grófum ofbeldistilfellum, þar sem
engin sýnileg ástæða væri fyrir beit-
ingu þess, hefði fjölgað í sínum um-
dæmum. Meira væri um að árásar-
menn beittu fótum, hnífiim og barefl-
um í árásum sínum.
„Það Uggja engar tölur fyrir um
íjölda ofbeldisverka en það er mín
tilfinning aö grófum ofbeldisverkum,
þar sem engin sýnileg ástæða er fyr-
ir beitingu þess, hafi fjölgaö. Þessi
mál koma náttúrlega í bylgjum en
þetta hlýtur að vekja upp spumingar
um hugarfar og ástand ofbeldis-
rnanna," sagði ólafur Helgi Kjartans-
son, sýslumaður á ísafirði.
Vímuefni rót vandans
„Þótt neysla LSD hafi aukist und-
anfarið þá held ég að þetta háttalag
manna undanfarið skýrist ekki af því
frekar en neyslu annarra fikniefna.
Það tala nú allir um hve menn verði
rólegir ef þeir reyki hass. Það er
vissulega rétt að menn verða rólegir
undir áhrifum en maður sem reykir
hass kannski einu sinni í viku verður
uppstökkur og árásargjam á milli
þess sem hann er í vímu, því ef hann
er ekki búinn að reykja hass í ein-
hvem tíma líður honum illa. Þannig
að menn verða ekki eingöngu árásar-
gjarnari af neyslu harðra fikniefna
heldur einnig af öðrum fikniefnum
og drykkju," segir Ólafur Guö-
mundsson, rannsóknarlögreglumað-
ur hjá forvamardeild lögreglunnar.
Ólafur segir, eins og margir aðrir,
að skortur á rannsóknum hamh því
að menn geti fullyrt nokkuð um of-
beldi hér á landi. Þeir verði að tjá sig
út frá því sem þeir kynnast í störfum
sínum.
Fækkun í Reykjavík í ár'
Samkvæmt gögnum Slysadeildar
hefur innlögnum í sjúkrahús vegna
líkamsárása fjölgað frá 1974 til 1991.
Hins vegar hefur alvarlegum lík-
amsárásatilfellum fækkað í Reykja-
vík í ár miðað við undanfarin ár,
samkvæiht gögnum sem lögreglan í
Reykjavík hefur yfir að ráða, en það
er eina lögregluembættið þar sem
geröar hafa verið ítarlegar athuganir
á umfangí og þróun ofbeldismála á
síðustu árum.
Guðmundur Guðjónsson segir að í
Reykjavík megi skipta gerendum í
grófum ofbeldismálum í þrjá flokka:
Þann hóp sem er undir mjög miklum
áfengisáhrifum og er fjölmennastur.
Hann veldur alvarlegum líkams-
meiðslum um helgar og að næturlagi
og þá oft gagnvart sér ókunnugmn.
Þá er einn hópur þar sem menn eru
undir áhrifum fíkniefna en ekki
áfengis og þeir fremja ofbeldisverkin
ekki endilega á sama tíma og fyrr-
nefndi hópurinn. Þriðji hópurihn er
sá sem á við geðræn vandamál að
stríða og er ýmist undir áhrifum
vímuefna eða ekki. Ofbeldið virðist
þá helst beinast gegn eigin fiöl-
skyldumeðlimum.
Guðmundur segir að dregið hafi
úr notkun hnífa við líkamsárásir á
götum úti og á veitingahúsum en
hins vegar hafi hún aukist mikið í
árásartilfellum 1 heimahúsum frá
1985 til 1992. Lögreglan hafi beitt sér
„Fall gjaldmiðla, eins og átt hefur
sér stað í Evrópu, snertir okkur auö-
vitað mjög beint, við fáum færri
krónur fyrir peningana sem við er-
um að selja fyrir. Það er erfitt aö
segja til um stöðuna frá degi til dags
en allar breytingar og þrýstingur er
óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Bene-
dikt Sveinsson, framkvæmdasfióri
íslenskra sjávarafurða, viö DV, að-
spurður um áhrif ólgunnar á gengis-
mörkuðum Evrópu á íslenska fiskút-
flyfiendur.
Helstu markaðir íslands á megin-
landi Evrópu eru Frakkland, Dan-
mörk og Þýskaland. Franski frank-
inn er fióröi mikilvægasti gjaldmið-
illinn hjá íslenskum sjávarafurðum
á eftir dollaranum, pundinu og jap-
anskajeninu. -bjb
gegn vopnaburði almennings og sú
barátta hafi skilað árangri. „Þessir
aðilar sem beita hnífum leggja yfir-
leitt upp með það að leiðarijósi að
ganga með hnífa sér til varnar og
nota þá svo í árásarskyni undir áhrif-
um áfengis. Þannig að vopnaburður
er mesti vandinn," segir Guðmund-
ur. -pp
Notkun á hnífum í árásartilfellum í heimahúsum hefur aukist frá 1985 til
1992 en fækkað á götum úti.
Ólga á gengismörkuðum Evrópu:
Óþægilegt fyrir okkur
- segja fiskútflytjendur
ÁXegui'.
4H(,
Sameinaöu í eitt
bestu kosti sólar-
stranda við Miðjarð-
arhafiö og alls þess
sem gerir Bandarík-
in svona stórkost-
leg - og þú færð Fort
Lauderdale. Allt
sem þig dreymir
um og óendanlega
margt annað í
göngufjarlægð frá
glæsilegum gisti-
stöðunum.
Er hægt að hugsa
sér það betra undir
sólinni?
Glæsihótel á
ströndinni.
Verslanamið-
stöðin Galleria í
göngufjarlægð.
Tvær vikur á
aðeins 39.780 kr.
á mann með
öllum gjöldum
m.v. 4 í herbergi,
2 fullorðna og
2 böm 2ja-11 ára.
Aðeins 60.680 kr.
m.v. 2 fullorðna.
(D SSSBSðtó.
Beint flngalla fostudaga fra' 10. september,
Haföu samband við söluskrif-
stofur okkar, umboðsmenn um
allt land, ferðaskrifstofurnar
eða í síma 690300 (svarað alla
7 daga vikunnar frá
kl. 8-18).
FLUGLEIDIR
Tmmlitr /sletisknr ferðafe'lugi